Veibann á hálendinu!

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Stækkun Þjórsárvera hringin í kringum Hofsjökul, Kerlingafjöll kisa Niður með Þjórsá

Bann við veiðum!
Bann við lausagöngu hinda
Ofl bull, fer til ráðherra á föstudag frá Umhverfisstofnun!

Tags:
Skrifað þann 18 June 2013 kl 21:05
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

https://www.ust.is/einstaklingar/nattura/fridlysingar-i-vinnslu/thjorsarver/

Skrifað þann 18 June 2013 kl 22:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

12. gr.
Refa- og minkaveiðar
Notkun skotvopna er óheimil á svæðinu, nema til refa- og minkaveiða.
Veiðar á ref eru heimilar skv. almennum reglum þar um enda skulu þær stundaðar á vegum viðkomandi sveitarfélaga og í samráði við Umhverfisstofnun. Halda skal skrá yfir veidd dýr og skila henni til Umhverfisstofnunar.
Stefnt er að útrýmingu minks. Veiðar á mink skulu stundaðar á vegum viðkomandi sveitarfélaga og í samráði við Umhverfisstofnun. Halda skal skrá yfir veidd dýr og skila henni til Umhverfisstofnunar.

Er þetta ekki nýtt refafriðland?

Skrifað þann 18 June 2013 kl 22:37

Forsetinn

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 4 June 2013

Re: Veibann á hálendinu!

Ertu læs.
Þarna stendur nákvæmlega að notkun skotvopna til refaveiða sé heimil og að stefnt skuli að því að útrýma mink.

Skrifað þann 19 June 2013 kl 8:25

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

já ég er læs! Hvaða dónaskapur er þetta!

Veiðar á gæs og rjúpu bannaðar!

Notkun skotvopna er óheimil á svæðinu, nema til refa- og minkaveiða
Veiðar á ref eru heimilar skv. almennum reglum þar um enda skulu þær stundaðar á vegum viðkomandi sveitarfélaga og í samráði við Umhverfisstofnun

Ekkert sveitarfélaganna sem á hlut að máli hefur látið vinna ref á miðhálendinu!

Það er að segja þú mátt ekki fella ref eða mink nema þú sér á landi sveitarfélags og á þess vegum.
Þetta er listinn yfir sveitarfélögin!

Akrahrepps, Ásahrepps, Bláskógabyggðar, Eyjafjarðarsveitar,
Hrunamannahrepps, Húnavatnshrepps, Rangárþings ytra, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og
Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Þetta er friðun! Bara undir rós! Í seinasta uppkassti mátti bara nota lífgildrur svo þetta er skárra!
Núna verðurðu að vera á vegum eins af 9 sveitarfélögum, mátt bara veiða á því svæði og í samráði við Umhverfisstofnun!

Fyrir utan að veiðibann hringin í kringum Hofsjökul er óþarft og út í hött!

Skrifað þann 19 June 2013 kl 8:55

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Ég hefði nú gjarnan viljað sjá tófuna bara friðaða inná þessu svæði. Ég sé ekki alveg hvaða skaða hún ætti að geta valdið í þjórsárverum eða inná miðhálendinu.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 19 June 2013 kl 12:16

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Veibann á hálendinu!

Ég er nú almannt á móti friðun dýra nema þau séu í sérstakri útrýmingarhættu og ég held að rebbi sé ekki að deyja út. Hins vegar álpaðist ég inná síðuna hjá þé Óskar, frábærar dýralífs og landslagsmyndir sem þú hefur tekið. Mjög gaman að skoða þær

Með kveðju
Björn

Skrifað þann 19 June 2013 kl 14:11

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Takk fyrir það Björn grin

Öll höfum við rétt á okkar skoðunum

Skrifað þann 19 June 2013 kl 16:21

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Það má segja að þessu sé eingöngu beint að skotveiðimönnum og ekki að undra enda var Svandís alger andstæðingur skotveiða. Frábært að fá svona eftirhretur frá hennicrying
Ferðaþjónustufyrirtækin munu brenna þarna áfram þvers og kruss í bland við jeppakallana enda hefur það sýnt sig að þeir virða engin skilti né lokanirmischievous Útlendingarnir á stóru trukkunum munu skemma áfram og segjast ekki hafa séð skiltin, horft á GPSið sem að sagði opið, ekki hafa skilið eða að þeir héldu að þeir mættu keyra þangað sem þeir vildu fyrir utan það að hafa fengið GPS-punkta hjá öðrum sem að hafði farið þarna áður!!!
Þeir sem munu virða lokanir og friðanir eru skotveiðimenn enda er refsingin við lögbrotum hvað hörðust hjá þeim. Það er leiðinlegt að áfram skuli haldið að fækka þeim stöðum sem að hinn almenni skotveiðimaður getur farið á og stundað sína veiði. En það virðist gleðja suma hérnaconfused

Kveðja Keli

Skrifað þann 19 June 2013 kl 16:58

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Ég held að þetta séu góðar fréttir fyrir veiðimenn, fjölga gæsinni og rjúpunni og fækka refnum á
hálendinu og stefna að útrímingu minks, það eru nú þegar þónokkur svæði nánast minklaus og er
það ekki að hinu góða :eða kvað:, og ég held að það sé að miklu leiti umhverfisstofnun að þakka.
Mér finst að menn ættu að vera jákvæðir fyrir þessu, freka en mála skrattan á vegginn.

Skrifað þann 19 June 2013 kl 17:16

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Stefna að útrýmingu minks, fækka ref! Fjölga gæs og rjúpu!
OK öll meðferð skotvoppna bönnuð nema þeim sem eru á mála viðkomandi sveitarfélags í landi þess sveitarfélags en þau eru 9 og í samráði við Umhverfisstofnun! Góð aðferð til að fækka ref og mink!
Í raun er þetta bara nýtt refafriðland, helsta leiðin til að fækka mink er þá að rebbbi éti hann á veturnar! Ekkert sveitarfélag hefur verið með grenjavinnslu þarna upp frá.

Hvernig þetta á að rjúpu og gæs er vandséð! Heiðargæs hefur fjölgað stjórnlaust í 60 ár. Rjúppnaveiðum er stýrt öðruvísi. Eina sem fjölga mun er rebba og þá sennilega frekar fækkar rjúpum!

Nýr ráherra er hafður að fífli og búið er til nýtt refafriðland í skjóli Framsókknar!

Skrifað þann 20 June 2013 kl 14:48

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Persónulega held ég að það væri vit í að halda áfram útrímingu minks,það er búið að sína sig að það
er hægt, það mundi taka nokkur ár og það þarf að skipuleggja aðgerðina vel með vönum mönnum sem
kunna til verka,og þeir eru örugglega til um alt land.
Hefði ekki verið vitlegra að nota peningana sem búið er að úthluta til rannsókna á ref, mink og rjúpu
undanfarin ár og sem engu hefur skilað, í herferð gegn minknum?

Ég hef nokrum sinnum vitað til að refur hefur drepið mink og það er helst þegar rebbi kemur að honum
í útburði en aldrei hef ég vitað til að hann hafi jetið hann,en krummi hefur hinsvegar góða list á minknum.
Ég ætla ekki að tjá mig um stjórnmálamenn eða flokka hér á vefnum,það á held ég ekki heima hjer,
og þaðanaðsíður að leggja dóm á hverjir eru fífl og hverjir ekki.

Skrifað þann 20 June 2013 kl 23:02

Mustela

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Það væri nú fróðlegt að vita hvor af neðantöldum ástæðum væri fyrir þessum gernaði sem stefnir í

Er verið að stækka þetta friðland af því að dýralíf, gróðurinn eða jökullinn á undir högg að sækja sökum þess að svæðið er ekki friðað?

Eða er verið að stækka þetta friðland af því að það er hægt?

Skrifað þann 21 June 2013 kl 10:48

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Þetta er góð spurning hjá þér

Skrifað þann 21 June 2013 kl 12:15

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Það er þriðja ástæðan.
Suður af núverandi svæði er möguleiki fyrir Landsvirkjun að fara í Norðlingaölduveiti.

Held að tilgangurinn hafi verið að láta ráðherra nýjan í starfi skrifa undir plagg sem var illa kynnt (Ekki enn komið uppfært á heimasíðu UST)

Hels svo að restins ca 1000 km 2 hafi verið meira svona meðafli!
Ekki um landslagsskemdir að ræða hvorki á jökklinum né fjallakransinum umhverfis hann!


E.Har

Skrifað þann 24 June 2013 kl 9:24

Kjölur

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Það er lítið mál fyrir löggjafann að skrifa regluverkið þannig að það stangveiði, skotveiði, útivist og annað það sem (ef eðlilega er fram gengið) skaðar ekki náttúruna varanlega fái að vera í friði. Þessi pakki miðar að því að ná fyrst þessu svæði undir sig og svo á endanum er markmiðið að koma því niður með Sultartangalóninu líka, við verðum hengdir með Landsvirkjun. Ef virkjun þarna uppfrá væri eina skotmarkið hjá UST, Umhverfisráðaneytinu og verndunarsinnum þá myndi einfalt virkjanabann duga.

Þarna er engin ofveiði á neinu, verndun veiðidýrastofna á þessu svæði er ekki aðkallandi, þetta er einfaldlega angi af banna allt stefnunni. Sennilega hefur heiðagæsastofninn sjaldan verið stærri. Þetta verður enn eitt griðarsvæði refa og minka, því þarna verða engin sveitarfélög sem veita fjármunum til veiða, þetta er almenningur þar sem meðferð skotvopna verður bönnuð.

Þetta er bara eitt skrefið í að banna veiðar í almenningi á Íslandi ef það rennur vatn þar og hægt er að spyrða Landsvirkjun við virkjanaáform.

Skrifað þann 24 June 2013 kl 10:52

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Veibann á hálendinu!

Hver í ósköpunum hefur verið að fara þangað uppeftir til þess að eltast ref? Þessi nýja reglugerð kemur ekki til með að breyta neinu fyrir mink og ref.

Skrifað þann 24 June 2013 kl 12:14