Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Allir á sama tíma í veiði er alls ekki nógu gott – verður kraðak og menn skemma hvor fyrir öðrum. Veður eru mjög misjöfn og menn freistast til að veiða í slæmu veðri. Það er kannski ekki kominn snjór í kjarrið og svo mætti lengi telja, sem mótrök gegn því að hafa sömu veiðidaga fyrir alla um allt land.
Þessu þarf að breyta, Tvær hugmyndir koma mér í hug.
A. Sóknardagafjöldi þar sem hver og einn getur skráð sig inn til veiða á ákveðnum degi. Þe. Nr. Veiðikorts og fær staðfestingu rafrænt. Þá yrðu fjöldi sóknardaga ákveðnir af UST og þú gætir ráðið því hvenær þú stundar þína veiði á tímabilinu t.d. 15. Okt. Til og með 23. Desember. Þú bara sendir tölvupóst og færð staðfestingu (best að hafa app sem gengur frá þessu).
B. Fjöldi rjúpna sem veiða má. UST mundi þá ákveða hver fjöldi rjúpna sem hvert veiðikort má veiða. Send yrðu merkibönd til viðkomandi.
Eftirlitið yrði á þann hátt að ef menn væru að veiða og ekki með annaðhvort staðfestan veiðidag eða ekki merkibönd á fuglum eftir því hvort kerfið yrði notðað, þá væru afli og byssur gerðar upptækar og/eða sektir.
Hvað finnst mönnum um slíkt ?

Tags:
Skrifað þann 31 October 2012 kl 11:48
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Aflaböndin eru ótækur kostur - og eitthvað sem maður vill alls ekki sjá innleitt í neina veiði á Íslandi. SLíkt myndi smitast yfir í gæs og önd og frv.

Varðandi að hver fengi sinn veiðidag - þá yrði eftirlit með slíku mjög erfitt og hætt við misnotkun - en kannski ekki svo vitlaust.

Því einfaldari sem svona kerfi eru því betra.

Skrifað þann 31 October 2012 kl 12:03

Newton

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Leið A besta lausnin. Spurning um eftirlitið.

Skrifað þann 31 October 2012 kl 13:58

eyvinds

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Líst vel á þetta og hef talað fyrir því í mörg ár að menn noti aflamerki eða fótamerki, líkt og á hreindýrum. Er notað víða erlendis og virkar vel. Eftirlitið er hjá veiðifélögum og veiðimönnunum sjálfum sem hafa einhverja sómatlfinningu gagnvart hvor öðrum, sjálfum sér og bráðini.

Skrifað þann 31 October 2012 kl 14:31

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Ég vil ekkert af þessu sjá. Ég vil hinsvegar sjá það gerast að menn fái allavega heilan mánuð til veiða.
Til þess þurfa menn að gera sér grein fyrir að okkar veiðar eru langminnsti áhrifavaldur á rjúpnastofninn.
Það er annað og margfalt stærra sem ræður stofnstærðinni.

Skrifað þann 31 October 2012 kl 14:33

siggi ó

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

en bara friða rjúpu greiið í 5 til 10 ár og sjá hvernig stofnin verður þá
Svo væri líka hægt að hafa það þannig að maður meigi skjóta eina rjúpu fyrir hverja skotna tófu sem maður skilar inn.

Skrifað þann 31 October 2012 kl 21:20

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

ég er hlynntur þessum veiðidögum. menn fara á vefinn, skrá númer veiðikortsins og skotvopnaleyfisins, og fá sjálfvirkan tölvupóst um hæl, þ.e., leyfi til útprentunar. Þetta er alls ekki vitlaust.

svo er auðvitað þessi "hluti" veiðimanna sem veiða í góðri trú um að verða ekki gómaðir,, eeeeen, stór hluti veiðimanna myndi ekki taka sjénsinn á að verða gómaðir. En sá "hluti" veiðimanna eru varla að spá hvort það sé föstudagur, laugardagur eða miðvikudagur í dag hvort sem er.

alls ekki vitlaus hugmynd, þar sem ég er stundum í fríi á þriðjudögum, þá mundi þetta hentar mér vel í góðu veðri. Og tala nú ekki um togarasjómennina sem missa af öllum dögunum vegna þess að skipstjórar eru mjög gjarnir á að róa um helgar (og þá sérstaklega á rjúpnaveiðitímabilinu) smiling

Skrifað þann 31 October 2012 kl 21:36

grimingi

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 1 November 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Ég veit að hér áðfurfyrr sóttu stíft á rjúpu, hef séð innlegsnótur á rjúpur sem sanna stórveiði áratugum saman, því er spurning hver er breitana í nútimanum sem veldur þessari niðurfalli í veiði á rúpu í dag. Skoðum hverjir eru helstu breiturnar sem hafa áhrif á stofnstærð fugla á Íslandi.
Þar vikta mjög þungt Steingrímur og Jóhanna og þeirra hiski.
Svo kemur friðaður refur "sem að eins veiðir frá sínu óðali " spyrið Svanfríði Svaras.
Mínnkur sem aðeins veiðir úr lækjarsprænum "eða þannig"
Við sem umgöngumst nátturu Íslands með virðingu og með eðlegum nitja sýn. þurfum að hugsa okkar gang þegar við veljum fólk til að fara með þessa málaflokka.

Skrifað þann 1 November 2012 kl 0:51

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Sammála upphafsmanni.

01. Skipulagðir sóknardagar og jafnvel svæðaúthlutun.

02. Merkjum úthlutað og aukamerki fyrir hverja skotna tófu eða minnk.

Snilldarplan, let's do it!

Mín skoðun er að þeir sem vilja engu breyta séu kjánar, þetta er augljóslega ekki að ganga upp eins og þetta er í dag.

Skrifað þann 1 November 2012 kl 9:10

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Ég ætla að svara Sigga Ó.
SV hornið segir okkur að friðun í 5-10 ár myndu engu skila.
Síðasta friðun skilaði engu heldur, þessi náttúrulega sveifla hélt sér áfram.
Í dag erum við með eina vitlausustu stjórnun á þessu sem hugsast getur að mínu mati.
Fyrirfram ákveðnir dagar skila því að
1. Það er mun meiri fjöldi manna á veiðislóðinni sem skapar þær aðstæður að það eru færri fuglar handa hverjum manni og í ofanálag meiri hætta á slysaskotum.
2. Mönnum er ýtt af stað í verra veðri. Ég hef reyndar þetta árið sjens á öllum dögunum en ég fékk engan dag í fyrra. (sjómaður)
Fyrir mitt leyti veldur þetta því að ég ætla að taka tvöfaldan skammt þetta árið, ég ætla að eiga í matinn allavega til tveggja ára.
Að mínu mati er það eina sem við gætum mögulega lagt á okkur til að stækka stofninn er einfalt en verður ekki ofaná því að það skapar ekki jobb handa fíflunum sem hafa mergsogið spenann við rannsóknir undanfarin ár.
Það er nr 1-2 og 3 vargeyðing. Minkur, refur, máfur.
Svo þarf að opna friðuðu svæðin svo að hægt sé að taka til þar líka.

Skrifað þann 1 November 2012 kl 11:23

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Við vitum alveg að ástæðan fyrir færri rjúpum er stækkun refastofnsins, maður sér allstaðar sporin eftir hann en minna af rjúpunni.

Það mætti bæta við kerfið þannig að þeir sem skiluðu inn skotti af skotnum ref fengju leyfi fyrir X mörgum rjúpum til viðbótar, Það er alveg ljóst að eitt stykki refur étur yfir veturinn nokkra tugi af rjúpum.

Allavega er þetta sóknardagakerfi sem við "búum við" í dag alveg ómögulegt, það er ekkert vit í því að allir séu á veiðum á sömu dögum, slysahætta, traðak, hugsanlega erfið veðurskilyrði osfrv.

Við þurfum að fá þessu breytt.

mbvk Geir

Skrifað þann 1 November 2012 kl 14:43

siggi ó

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

síðasta friðun varði svo stutt að það er varla hægt að telja hana með en ef hún hefði fengið að standa þessi 5 ár eins og hún átti að gera þá hefði kanski einhvað verið að marka hana.en 2 ár er of stuttur tími

Skrifað þann 1 November 2012 kl 15:34

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Sælir.Ég vil bara eins og ég hef sagt skrái mig til veiða annaðhvort með símtali eða í tölfu,þá telur sá dagur.
Svo verður að vera val með hvaða dag á tímabilinu er valið miðja vikuna eða það sem maður vill sjálfur.Verði maður uppvís af því að brjóta reglurnar þurfa að vera ströng viðurlög þannig að menn taki ekki séns að brjóta reglurnar.Til dæmis rjúpna bann á þann aðila x langan tíma sem dæmi og sekt.Þetta kerfi virkar fínt ekki spurning.
Kv. Maggi.

Skrifað þann 1 November 2012 kl 16:01

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Sælir félagar.

Já mikið hefur verið rætt og ritað um fyrirkomulag rjúpnaveiða og sitt sýnist hverjum, eðliega. Margar skoðanir á lofti og menn jafnvel rífast um hvað rétt sé að gera, eðliega, orð eru til alls fyrst.

Mín skoðun er sú að leyfa eigi óheftar veiðar í að minnsta kosti 1. mánuð ef ekki tvo. Eins og einn sagði hér á undan í þræðinum þá hefur þessi stofn þolað gríðarlegar veiðar í ótrúlega langan tíma, sennilega heila öld og aldrei sá högg á vatni.

Hvað breyttist, var það refurinn, hugsanlega en við meigum ekki gleyma því að hann var hér löngu fyrir okkar tíma! Er það þá minnkurinn og máfurinn. Jú það er klárt að minnkurinn er upphaflega ekki í okkar náttúru, ef ég man rétt þá lokaði hann hringnum í kringum landið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað. En við erum almennt sammála um að hann taki nú ekki svo mikið af þeirri hvítu. Það er alveg klárt að miklar breytur hafa orðið hvað máfinn varðar, hann er farinn að sjást í mun meira mæli inn til landsins enda er komið með lang mest af öllum afla í land, bæði slógi og öðru sem var hent fyrir borð fyrir ekki svo mörgum árum. Varla kemur neinn úrgangur frá frystihúsum eins og fyrir nokkrum árum.Jú ég er viss um að hann tekur eitthvað af ungum. En það er líka margt annað, girðingar og háspennulínur sem þvergirða landir og engar hindranir eru á.

Ég man alltaf eftir því fyrir nokkrum árum þegar við konan vorum að þjálfa hundana upp á heiði að við sáum ekki eina heldur tvær rjúpur hangandi í háspennulínu, ég ætlaði ekki að trúa því. Sá mikið eftir að hafa ekki farið heim til að ná í myndavélina.
Þarna sáum við tvær hangandi eftir að hafa flogið á línuna og þá spyr maður sig, hvað taka bara þessar línur á einu ári?

En þetta 9 daga sístem er bara algjörlega út úr korti. Þessi svokallaði umhverfisráðherra okkar telur að hún sé að vernda rjúpuna. Ok það gerir hún með að þrýsta öllum rjúpnaveiðimönnum á sama tíma upp á fjöll eins og áður hefur komið fram.
Menn mæta fyrir birtingu gráir fyrir járnum á vinsælustu staðina og fínkemba heiðarnar með þeim árangri að varla nokkur rjúpa á séns á því að lifa daginn af, svæðið er þurrkað upp!

Það segir sig sjálft þegar kannski 50-100 manns þramma á sama svæði sama daginn að ekki verður mikið eftir af fugli á svæðinu eftir svoleiðis marseringu.

Það grátlega við þetta kerfi sem við búum við í dag er að menn sem kannski fóru 2-3 daga á veiðar ætla sko sannarlega að fara alla dagana í ár eins og í fyrra þar sem þetta eru svo fáir dagar. Það verður einhver múgæsing í kringum þetta allt saman.

En aftur að minni skoðun sem ég veit að ekki eru allir sammála um. Ég hef 25 ára reynslu af rjúpnaveiðum og þá var ég ekki að fara einu sinni á ári, ég var að fara margoft, kannski 20-30 daga tímabilsins.
Þetta var á þeim árum þegar sjálfsagt þótti að selja rjúpur og veiddi ég rjúpur og seldi. Ég var ekki að græða á þessum veiðum, mér þótti bara svo gaman að veiða rjúpur og eitthvað varð maður að gera við fuglinn þar sem ekki er hægt að veiða og sleppa í þessu tilfelli. Ekki skemmdi heldur fyrir að geta stundað áhugamálið og komið út á sléttu hvað kostnað varðaði.

En hvað um það, á þessum árum sá ég mikið af rjúpu og veiddi stundum vel. Málið er samt að í dag sé ég líka mikið af rjúpu, kannski ekki eins mikið og þegar mest var en samt mikið.
Stundum velti ég fyrir mér þegar ég les vefinn og menn pósta hver um annan þveran að engin rjúpa sé til lengur, það sá búið að drepa hana alla. Oft eru þetta veiðimenn sem hafa gengið allan daginn og ekki séð fugl. Eg spyr mig þá oft, hvað skildi þessi maður hafa farið oft til rjúpnaveiða, hvaða reynslu hefur hann?
Nú er ég ekki að gera lítið úr nýliðum en ég man vel þegar ég var að byrja, þá átti að vera hellingur af rjúpu en mér gekk jafnan mjög illa, svo illa að ég var oft kominn á það að hætta að reyna að veiða þessa rjúpur, ég fékk aldrei neitt nema erfiði og púl.

Ég þekki marga menn sem fara mjög sjaldan til rjúpna en kvarta yfir rjúpnaleysi, ég spyr þá gjarnan hvernig gekk þér fyrir 20 árum og þá verður lítið um svör.
Ég hef oftar en einu sinni í gegnum árin verið að veiða á sama svæði og aðrir menn. Oft hef ég hitt eitthvað af þessum mönnum í lok dags og tekið tal við þá. Oft hefur það verið þannig að þeir eru með lítið eða ekkert á meðan ég var með góða veiði, samt á sama svæði.

Einnig hefur maður fylgst með fyrstu sporum veiðimanna sem ekkert hefur gengið hjá en þeir svo fullir áhuga að þeir halda samt áfram. Svo líða árin, reynslan tikkar inn og í dag eru þeir að veiða vel, eðlilega.

Að ætla að koma á kerfi þar sem menn fá að veiða fleiri rjúpur ef þeir skila inn minnka eða refaskottum ,,,,, æ-i það er bara eitthvað svo !!! Þá fara menn að höndla með refaskott, það verður forvitnilegur markaður.

En það er hægt að tjá sig um þetta endalaust og er þetta þegar orðið allt of langt en að lokum langar mig að segja frá reynslu norðmanna.

Ég á nokkra norska vini sem flestir stunda rjúpnaveiðar, það er hálfgerð ástríða hjá þeim. Fyrir ekki svo mörgum árum var rjúpnastofninn þar í sögulegri lægð. Þrátt fyrir það lögðust allir fuglafræðingar gegn friðun á rjúpu.
Þar eru stundaðar rjúpnarannsóknir, ekki lagt eitthvað tilfinningalegt mat út í loftið eins og gert er hér. Þar var sýnt fram á að skotveiðar höfðu áhrif á stofnstærð rjúpunnar á þeim svæðum þar sem borgir voru í námunda við veiðisvæði, annars hefðu skotveiðar engin áhrif.
Minni á að allt suðvestur hornið hefur verið friðað árum saman en það svæði kemur gjarnan verst út úr talningum, félagar hvað er það sem við sjáum ekki.
Tilrauna friðsvæði til margra ára fyrir rjúpur er ekki að skila neinu ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, nei við erum ekki að útrýma rjúpunni, ég tel reyndar að hún sé langt í frá í hættu, en ef svo er þá er það af völdum annara en okkar.

Góðar stundir á fjöllum.

Kv. Kjartan Antonsson

Skrifað þann 1 November 2012 kl 16:20

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Þetta var góður pistill hjá Kjartani og er ég honum alveg hjartanlega sammála.
Sjáum tildæmis helgina núna 20 metrar á sekundu og hríð hjá mér og spáð því sama á morgun en sunnudagurinn gæti sloppið til rjúpna.
Skynsemin segir sestu bara upp í sófa í kvöld með bjór og horðu á einhverja bíomynd og slappaðu af á morgun.
Púkinn á hinni öxlini segir! Svona nú þú átt góðan jeppa þú hlýtur að geta fari eitthvað og fundi skjólhlíðar og þú fengið að veiða í friði það verða allstaðar veiðimenn á sunnudaginn ef veðrið leyfir og þá er líka kominn önnur átt.
En þar sem ég er orðin 40+ ára þá hlustar maður á skynsemina af fengini reynslu og slepp við að láta leita að mér því nóg hafa blassaðar hjálpasveitirnar að gera þessa dagana.
En þ.ar sem það eru kostningar ættli við getum ekki fengið framlengingu á þeim dögum sem ekki nýtast vegna veðurs svona eins og í fótboltanum ? awkward
Kveðja ÞH

Skrifað þann 2 November 2012 kl 13:12

SigfusH

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðifyrirkomulag á rjúpu ?

Sæl (ir),

Þetta er flottur þráður og skemmtilegar pælingar. Við erum greinilega mjög svo margir/mörg sem eru sammála um að 9 daga fyrirkomulagið er alveg út í hött en það sér líka 5 ára gamalt barn. Þurfum við skotveiðifólk ekki að halda "þjóðfund" eða aðra málstofu um hvernig við viljum sjá rjúpnaveiðar í framtíðinni? Þó svo að ekki séu allir í Skotvís, gæti það félag virkað sem sameiginlegur grundvöllur? Bara hugmynd.

Held að safnaðurinn niður á Austurvelli hafi a.m.k. engan áhuga né vilja til þess að gera neitt fyrir okkur. Betra væri ef við myndum ramma þetta inn og pakka í sellófón fyrir þau. Nóg er um góðar og ganglegar hugmyndir skv. þessum þræði.

Gangi okkur vel á veiðum og komum heil(lir) heim,
Sigfús

Skrifað þann 3 November 2012 kl 10:42