veiðikortanámskeið

keliman

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 7 October 2012

goðann daginn, eg er að fara i veiðikortanámskeið og er svoldið að farast ur stressi, er buinn að lesa veiðikortabókina fram og til baka en ég var að pæla. hversu ítarlegt er þetta 50 spurninga próf sem þarf að taka, t.d þarf maður að legga rosalega á minnið latneskt heiti og kynþroskaaldurs útsels eða meðalveiði múkkans á ári, vona að þið getið dregið aðeins úr prófstressinu hja mer hihi

Kv Hrafnkell Þór

Tags:
Skrifað þann 27 August 2013 kl 14:22
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

Winchester1200

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: veiðikortanámskeið

Slakaðu bara á þetta er ekkert nema common sence í þessum prófum, ef þú veist ca. veiðitímabilin og þekkir fuglana vel, og veist að þú mátt veiða eins og þú villt á almenningi en ekki í eignarlandi þá ertu safe smiling

Kv. Einar Vignir

Skrifað þann 27 August 2013 kl 14:28

keliman

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 7 October 2012

Re: veiðikortanámskeið

öðlingur..takk fyrir það smiling

Skrifað þann 27 August 2013 kl 14:58

mafurinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 29 August 2013

Re: veiðikortanámskeið

Hvernig var námskeiðið, er farið í eitthvað sérstakt þar? Og hvernig gekk svo. Ég er að fara eftir rúma viku.

Skrifað þann 29 August 2013 kl 8:13

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: veiðikortanámskeið

Ef þú lest bókina og lærir veiðitímabilinn og getur greint fuglana í sundur þá ætti þetta að vera voðalega lítið mál, líka að lesa um veiðirétt hvar má skjóta og hvar ekki. það er farið yfir öll þessi atriði á fyrirlestrinum og svo próf í lokin. mæli með því að lesa bókina og hlusta svo vel á í fyrirlestrinum þá nærðu þessu

Skrifað þann 29 August 2013 kl 8:22

keliman

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 7 October 2012

Re: veiðikortanámskeið

þakka svörin drengir..fór á námskeiðið og held að mér hafi gengið bara helviti vel á prófinu smiling fæ útkomuna svo vonandi a morgun


kv keli

Skrifað þann 30 August 2013 kl 0:44

mafurinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 29 August 2013

Re: veiðikortanámskeið

Nú fer að líða að prófinu hjá mér. Ég er búinn að liggja í bókunum. En hvernig eru námskeiðin, er maður að læra mikið á þeim? Og náðir þú kelimann

Skrifað þann 9 September 2013 kl 9:06

keliman

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 7 October 2012

Re: veiðikortanámskeið

duglegur, ef þú ert búinn að lesa bókina vel þá ertu nokkuð settur, bara fara vel yfir fuglana og reyna að leggja þá á minnið , það er farið vel yfir allt á námskeiðinu, tekuru það í bænum máfurinn? en ég náði því með trompi smiling fékk útkomuna á mailið hjá mér þegar ég var á leiðinni uppí bústað og ég hélt að konan myndi missa vatnið henni brá svo þegar ég fagnaði hehe

Kv Keli

Skrifað þann 9 September 2013 kl 20:38

mafurinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 29 August 2013

Re: veiðikortanámskeið

Ég er að fara í kvöld, orðinn smá stressaður. Þetta er líka svo langt námskeið þannig að ég vona að ég sofni ekki. Vest líka að missa af leiknum. En til lukku með árangurinn kelimann og takk fyrir upplýsingarnar.

Skrifað þann 10 September 2013 kl 13:20

keliman

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 7 October 2012

Re: veiðikortanámskeið

ekki málið kútur gangi þér sem best í prófinu og takk fyrir það smiling þu lætur kannski vita hvernig þér gekk smiling
Kv keli

Skrifað þann 10 September 2013 kl 22:21