„Veiðimenn“

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

http://visir.is/skutu-rjupu-a-thingvollum/article/2012121129359
Er ekki örugglega hægt að kenna Svandísi um þetta?

Tags:
Skrifað þann 25 November 2012 kl 15:49
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

EinarOfvirki

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Þetta er til háborinar skammar! Það eru til staðar reglur sem við eigum að fara eftir. ég vona bara að viðkomandi veiðimenn fá mikla sekt og allt það sem notað var við veiði verði gert upptækt.
Eins og regur gefa heimild til.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 16:04

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: „Veiðimenn“

Hvað ætli þetta útkall hafi kostað, 2, 3milljónir?
Gott að það eru til peningar í svona mitt í kreppu.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:00

dansommer

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Var á Lyngdalsheiði í dag og þegar leiðin lá heim sáum við sluddujeppa lagt um 100 m frá veg rétt austan við skálafell, en eigandinn kóm þá labbandi rólega að bílnum sínum með haglabyssa á öxl og rjúpa í hendi... Þetta er nú orðin svolitið groft og ég er sammála um að þetta sé veiðimannin til skammar og kemur slæmt orð á okkur öll.

Kveðja, Dan Sommer, sem vildi óska að það væri einn helgi í viðbót smiling

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:24

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Ekki er víst að svona útkall kosti neitt, svona auka. Þannig hagar til að flugmenn þurfa að æfa sig til að vera klárir í slaginn þegar til alvörunnar kemur. Til að halda réttindum verða þeir að skila svo og svo mörgum flugtímum, hvernig sem þeir eru fengnir; hvort heldur er æfing eða alvara. Slíkar flugferðir eru teknar af æfingatíma Gæslunnar og væru farnar hvort sem er. Það má því kalla að slá tvær flugur í einu höggi; æfing og gómun á lögbrjótum. Og það án viðbótarútgjalda. Þess má líka geta að stærstur hlutur af kostnaði við rekstur flugvéla er fastur og breytist ekkert hvort sem flogið er eða ekki þótt þau séu reiknuð á floginn tíma. Sé lítið flogið verður hver tími dýr en „ódýrari“ sé mikið flogið. Nánast einu beinu útgjöldin við svona flug er olían sem brennt var.
En greindist hneykslunartónn yfir því að þessir menn, vafalaust sársvangir, væru ekki látnir í friði við að draga björg í bú? Nei, það getur ekki verið.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:39

Ingojp

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Svona flugtímar eru oft æfingar hjá gæslunni. En hvað er svona erfitt við það að fara eftir lögum og reglum

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:41

Boggi Tona

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

þeir skutu enga rjúpu svo þeir voru ekki búnir að brjóta nein lög, enda búið að breyta þessari frétt sem vísað er í smiling

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:18

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Rangt hjá þér Boggi Tona.

Tekið úr 21. grein veiðilaga:
Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.

Það er ekki skilyrði að búið sé að veiða rjúpu til að það sé brot á lögum. Tilraun til brota á lögunum er líka refsiverð.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:23

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: „Veiðimenn“

Vona að það sé svo.
Að þyrlukostnaðurinn sé enginn á ég við.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:25

Boggi Tona

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

þú sem kallar þig maggragg er þá ekki rétt að kæra þá fyrir nauðgun líka þeir voru líka með tól til þess svo það er vissara að gera það líka, það er ekkert í lögum sem segir að ekki megi ganga með byssu á þingvöllum það er bara bannað að skjóta þar.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:30

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Bæði vopnaburður á almannafæri, og þar með á Þingvöllum sbr. lög nr. 16 frá 1998, og að ganga með æxlunarfærin opinberuð er bannað þannig að hvorttveggja er refsivert.
Og hefði ég verið þarna og heyrt í þyrlu nálgast liggur fyrir að hefði ég skotið rjúpu væri ég ekkert að flagga henni. Á Þingvöllum er mörg gjótan.
Annars njóta sakborningar vafans svo væntanlega hefur engin rjúpa verið skotin

Skrifað þann 25 November 2012 kl 18:50

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: „Veiðimenn“

Þetta eru mér mikil vonbrigði. Get ekki hugsað mér Þingvelli nema vera nakinn.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 19:05

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Boggi

Þetta er nú svolítið mikill útúrsnúningur hjá þér, en tilraun til brots er vel skilgreind í lögum og þarf að taka það fram að tilraun sé refsiverð. Ef hægt er að sýna framá ásetning sem er jú hlutverk ákæruvaldsins þá er hægt að sakfella fyrir tilraun. Það kemur fyrir að menn séu sakfelldir fyrir tilraun til manndráps, en þá hefur verið sannað að ásetningurinn var að drepa bortaþola en það tókst ekki.

Það kemur til kasta dómstóla að meta það hvort að maður sem er á svæði þar sem öll veiði er bönnuð, vopnaður, kannski með hlaðna byssu, jafnvel með einhvern útbúnað sem notaður er aðalega til veiða hafi ætlað sér að veiða eða ekki. En komist dómstólar að því að enginn myndi gera þetta nema að hafa ásetning til að veiða, þá gæti dómarinn sakfellt aðilan. Ekki ætla ég að taka mér dómarasæti enda var ég aðeins að benda á það að þó að eingin bráð væri, þá þýddi það að hægt væri að kæra og ákæra, og jafnvel sakfella fyrir það.

Kv.
Magnús Ragnarsson

Skrifað þann 25 November 2012 kl 19:18

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

ég hélt að meðferð skotvopna væri bönnuð inn í þjóðgarði nema um væri að ræða til að drepa varg sem gæti ógnað fugla(dýralífi).

þannig að það sem ég fæ út úr þessu skiptir engu máli hvort þeir hafi verið með fugl eða ekki.

k.v labbinn

Skrifað þann 25 November 2012 kl 21:23

Skyttan

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Strákar við eigum nú undir högg að sækja svo kommon að láta hirða sig í þjógarðinum er það ekki too much , og Boggi ;) það er klárt þeir voru að reyna að ná sér í rjúpu ;) það er enginn svo heimskur að labba bara um þjóðgarðinn með byssu bara til að labba þar ;) Ja ef svo er þá er síðasti heimski maðurinn enn ekki fundinn á klakanum ;) En svona í fúlustu alv0ru reynum að fara að reglum svo það sé ekki hægt að negla okkur veiðimenn við megum ekki við meiri skítkasti á okkur nógu er þetta erfitt hjá okkur
kv Gunnar Kristleifsson

Skrifað þann 25 November 2012 kl 21:53

HPÞ.

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Samkvæmt mynd af þyrlunni með fréttinni á visir.is þá eru þeir að veiðum í svokölluðum Skógartöglum.
Ef veiðimenn þessir hafa komið frá Gjábakka inn á Gjábakkaveg þá er skilti sem ekki er hægt að komast hjá að sjá við gömlu þjóðgarðsgirðinguna örlítið austar, en skilti þetta er til að vekja athygli veiðimanna á því að viðkomandi sé ekki að yfirgefa þjóðgarðinn þegar út fyrir girðingu er komið. Annars er þetta tíundað nokkuð vel á vef þjóðgarðsins hvar mörkin liggja. Ef menn vita ekki hvar þeir eru á veiðum þá eiga þeir sömu ekki að halda til veiða, afsökunin er sem sagt frekar rýr að mínu viti.

Mér skildist á fréttinni að það hefði reyndar verið "hópur" manna á veiðum þarna en ekki náðst í nema þessa tvo. En þetta er því miður ekkert einsdæmi, það voru víst menn á veiðum þarna á svipuðum slóðum síðustu helgi, og þeir voru skjótandi er mér sagt.


Kv, Halldór

Skrifað þann 25 November 2012 kl 22:07

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: „Veiðimenn“

Auðvitað er slæmt ef menn vita ekki að ekki má veiða í Þjóðgarðinum.

Gott kort sýnir Þjóðgarðinn og á nýrri gps tækjum kemur það glögg fram á kortinu, en til þess að veiða t.d. fyrir norðan og austan við Hrafnabjörg, þá þarf að ganga yfir þjóðgarðinn og væntanlega með vopnið með sér, ég hef gert það nokkrum sinnum. Skyldi maður eiga von á þyrlunni næst smiling.

Menn eiga auðvitað að vita hvar má veiða, en för yfir land er ekki ólöglegt með óhlaðna og axlaða byssu.

mbkv Geir

Skrifað þann 26 November 2012 kl 10:52