Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

ODIE

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 16 August 2012

Næsta sunnudag verður spennandi veiðirifflamót hjá Skotfélagi Reykjavíkur á Álfsnesi.
Hvetjum sem festa til að mæta.

Nánari upplýsingar eru áhttp://sr.is/component/content/article/876-veieirifflamot-sr-19-agu...
Kv OEA

Tags:
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:37
Sýnir 1 til 13 (Af 13)
12 Svör

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Það eina sem ég sé nánar um mótið á síðu SR er hvað það er klukkan og að gott væri að fá forskráningu í mótið...

Hvaða fyrirkomulag verður á þessu móti?
Hvað á að skjóta mörgum skotum og hvaða færi verða, verða sighterar leyfðir eða ekki?

Skrifað þann 17 August 2012 kl 9:39

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Sæll, farðu inná lynkinn hér að ofan
Það er að þróast hvaða flokkun verður notuð í svona mótum og mér persónulega líst vel á það það sem ég hef séð.
Markmiðið er að á næsta ári verði til heildstæð mótaskrá sem hægt er að standa við, komi inná sem flestar greinar svo sómi sé að.

Mbk, Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 17 August 2012 kl 19:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

score mót, 100, 200 og 300m, sigterar eins og menn vilja, skotið eitt spjald á hverju færi.

2 flokkar, 5kg og léttari, yfir 5 kg, benchrest skepti bönnuð.

eingöngu stuðningur frá tvífót, rest og púðar bannaðir.

Skrifað þann 17 August 2012 kl 22:11

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Sko hér er gráa svæðið sem ekki átti að vera... Hvað er BR riffill ? Bench - Rest - Rifle
Það stendur ekkert um skeftið þarna. Ef maður kæmi með F class skepti á tvífæti með öryggi, fyrir mér er það löggiltur veiðiriffill. Það eina sem hreinræktaður BR riffill hefur ekki er öryggi og veiðigikkur.
Eini stuðningur sem leifður er í þessu móti er áfastur tvífótur og ekkert annað.

Ef það hefði staðið þarna hámarksbreidd á skeftir er.... en það stendur ekki.
Þetta er mín túlkun Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 17 August 2012 kl 23:08

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

skilgreiningur SR á Benchrest skepti er 3" forskepti, skilgreining IBS er að veiðiskepti er með hámark 2.25" breitt forskepti.

þannig að ekki er þörf á að vera með hártoganir um þessa skilgreiningu..fyrstu drög gerðu ráð fyrir IBS reglum, en þá hefðu margir vinsælir veiðirifflar verið útilokaðir bæði vegna sverleika hlaups og skeptis, þvi er þetta frjálslegt núna til að fleirri geti tekið þátt, en þó aðeins með rifflum með tvífæti.. benchrest skepti hafa ekki festingu fyrir tvífót svo það er ekki vandamál smiling

Skrifað þann 17 August 2012 kl 23:38

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Hvað verða mörg skot à hverju færi? Getur maður skotið bara à einu færi eða er lagt saman scorið à öllum færunum?

Skrifað þann 18 August 2012 kl 9:28

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Sæll, fyrir mér snýst þetta ekki um þetta mót... Það verða alltaf einhverjir til að smíða riffil inn í ákveðinn flokk... Það myndi nú ekki þvælast fyrir mér að setja tvífóts festingu undir Nesikuna.. Og ef ég get það þá geta aðrir.
Spurningin er þessi hvernig á að útiloka hreinræktaða BR riffla frá veiðirifflum bæði venjulegum og mikið breyttum ? Mér finnst vanta eina vel orðaða setningu.
Þá gæti þetta litið svona út.
Tveir þyngdar flokkar. Hvort að 5.0kg séu sanngjörn tala verður síðar að koma í ljós.
Einungis áfastir tvífætur sem stuðningur.
Ekki leift er (ein setning)
Það er orðið svo stutt á milli BR riffla og alvöru veiðiriffla að mér finnst að ennþá vanti eina setningu !!
Helst ekki að það sé geðþótta ákvörðun dómara. Þessi umræða er komin langt og er það vel.
Mbk Sigurður Halgrímsson.

Skrifað þann 18 August 2012 kl 9:29

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

http://sr.is/component/content/article/876-veieirifflamot-sr-19-agust

Annars eru bara 5 gild skot á færi, bara hlaða 15...smiling
Stebbi, það var lagt upp með samanlagða útkomu. Ótakmarkaðir sighterar.
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að keppa bara á einu færi sem GESTUR og ná sér í smá reynslu og ánægju,
Þetta er jú gert til ánægju.

Kristján gæti svarað þessu í Álfsnesi.
Mbk.

Skrifað þann 18 August 2012 kl 9:38

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Þakka þér fyrir Sigurður, ég var ekki búinn að átta mig á því að það væri hægt að skoða fréttina nánar, svo ég var bara búinn að skoða hana á forsíðu sr.is.. shades

Skrifað þann 18 August 2012 kl 12:20

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

skilgreining flestra á benchrest rifflum er custom lás, 3" flatt forskepti og ppc eða BR kaliber.

ég keppi með BR kaliber en allt annað við minn riffil flokkast sem veiðiriffill, ódýr Howa lás og Boyds thumbhole skepti..

þar sem Nesikan var að vinna Benchrest mót með 250 stigum þá er hæpið að kalla hana veiðiriffil og skrúfa tvífót á hana...

en það væri samt gaman að sjá hversu vel benchrest menn hitta þegar þeir þurfa að halda á byssunum sínum smiling

Skrifað þann 18 August 2012 kl 13:36

ODIE

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 16 August 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Þakka mönnum fyrir gott mót

Úrslit verða fljótlega birt á sr.is
kv OEA

Skrifað þann 19 August 2012 kl 15:50

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðirifflamót SR næsta sunnudag.

Sælir, ég vil þakka fyrir gott mót.
Fyrir mitt leyti er þetta form af mótum komið til að vera en með smá breytingum á útfærslum.
Ég heyrði þrjár athugasemdir mest ræddar eftir þetta móti, litir á skotmörkum (göt ættu að vera sýnilegri), breytingu á þyngdarflokkun þannig að léttari flokkurinn tæki til fleiri riffla og að setja efri mörk. Í þessu sambandi er rætt um almennan flokk undir 6.0 kg og hámarks þyngd 8.0 kg. Þriðja athugasemdin var að sennilega væri heppilegast að skjóta upphitunar blað á 100m en eftir það engir sighterar leyfðir.
Ég vil taka það skýrt fram að þetta eru eingöngu mínar skoðanir ég var jú í talningarherberginu, og hafi einhver talið sig hlunnfarinn um stig eða skor að þá verður viðkomandi bara að hjóla í mig á álfsnesinu næst... shades

Sunnudaginn 2 september verður annað svipað mót haldið ætlað fyrir riffla sem gjaldgengir eru á hreindýraveiðar og ef vel tekst til að þá verði það mót sett á sem vormót á næsta ári.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 20 August 2012 kl 10:04