Verslunarferð til Glasgow

Steinar Helga

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir piltar, já og dömur

Ég á bókaða verslunarferð til Glasgow í ágúst, sem er nú ekki frásögufærandi nema það að ég var fljótur að samþykja hana þegar ég áttaði mig á því að ég gæti farið í veiðibúð og verslað skotveiðivörur. Án þess að hafa kynnt mér þetta neitt langaði mig að spyrja mér fróðari menn hvort einhverjir byggju svo vel að hafa farið til Glasgow eða viti um góðar skotveiðiverslanir í Glasgow eða nágreni?

Kv. Steinar Helgason

Tags:
Skrifað þann 24 July 2012 kl 20:15
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verslunarferð til Glasgow

Þú hefur verið gabbaður held ég ;) (án þess að ég viti mikið um það)

Skrifað þann 24 July 2012 kl 20:22

nova5

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verslunarferð til Glasgow

Sæll ég er að fara til Glasgow eftir viku og þetta eru þær tvær búðir sem ég hef fundið í grendinni.
http://www.savageisland.co.uk
http://www.glasgowfieldsports.co.uk‎...

kv. Ragnar

Skrifað þann 24 July 2012 kl 21:51

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verslunarferð til Glasgow

Sæll Steinar, Glasgow field sports er partur af Glasgow angling center og þá síðari þekki ég mjög vel og get mælt með þeim. Frábær þjónusta og ekki klikkað á einni einustu pöntun sem að ég hef gert hjá þeim. Það er líka gaman að sjá úrvalið í búðinni þeirra http://www.fishingmegastore.com...
Svo er bara að spyrja á hótelinu wink

Kveðja Keli

Skrifað þann 24 July 2012 kl 22:39

Steinar Helga

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verslunarferð til Glasgow

Takk fyrir góð og snögg svör drengir, ég ætla að kynna mér þessar búðir og kortleggja þær, kannast aðeins við fishingmegastore, hef pantað frá þeim stangveiðivörur. Þeir eru ódýrir og með góð merki.

Kveðja Steinar Helga.

Skrifað þann 25 July 2012 kl 23:49

Grimmy

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verslunarferð til Glasgow

Sælir!


Við félagarnir fórum nokkrir til Skotalands að veiða í haust, frábært skemmtun og allt það. Við ætluðum að kíkja í einhverjar veiðibúðir og útivsitarbúðir og gerðum það. Verðið var nú svona bara svipað á flestu, nema svona einstaka hlutir sem voru miklu ódýrari en hér heima. Sem dæmi um ódýrari hluti þá vil ég sérstaklega benda þér á að skoða gönguskó ef kominn er tími á að endurnýja þá. Við vorum að sjá flotta og góða Scarpa og Meindl skó á bilinu 20-30 þús á meðan þeir kosta upp undir 60 þús hér heima, amk.


Bestu kveðjur,
Jón

Skrifað þann 26 July 2012 kl 9:56