VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

SKOTFÉLAG HÚSAVÍKUR heldur VFS mót á nýju riffilbrautinni laugardaginn 6. Juní .

Benchrest Hv flokkur. Rifflar undir 6125gr. Keppt á 100 og 200 mtr. 25 skot a hvort færi. Áætlað að hefja mót kl 11.

Sunnudagur 7. Júni. Kl 10 byrjar keppni í flokki breyttra riffla. Keppt á 100 og 200mtr. 20 skot a færi.

Kl 14. óbreyttir rifflar. Ekki má vera buið að skipta um hlaup, skepti, gikk. Hljóðkútur telst líka til breytinga.. 20 skot á færi.

Skráning og nánari upplysingar í síma 8655060 og xelent@simnet.is fyrir kl 12 föstudaginn 5. Júni.
Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Riðlaskipting verður birt a facebook síðu félagsins fyrir kl 19.00 þennan dag.
Þáttökugjald kr 2000 i hvern flokk.
Verðlaun veitt fyrir besta skor a hvoru færi og fyrir samanlagðan besta árangur.

Tags:
Skrifað þann 20 May 2015 kl 0:12
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Til hamingju með nýju aðstöðuna Húsvíkingar.

Hvað er það sem aðgreinir breyttan riffil og benchrest riffil ? Eða með öðrum orðum hvenar verður breyttur riffill benchrest riffil aðeins gjaldgengur í benchrest flokkinn, og hvenær ekki ?

Skrifað þann 20 May 2015 kl 17:23

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Breyttir veiðirifflar hafa alltaf verið á gráu svæði. Yfirleitt eru þeir ekki i 3" flötu skepti og yfirleitt ekki eins vöndum smiði mundi eg segja. Þetta eru ju tæki sem nota til veiða. Sé ekki fyrir mer að menn skrúfa tvífót undir vandaðan flottann veiðirifflum.

Allavega. 3" skepti er allavega ekki leyfinlegt. Spurning hvort menn vilja þá taka upp löglegan hunter class flokk og fara eftir IBS reglum þar um ? Þyngdir og annað.
Eigum við þá ekki að ganga brá alla leið og skjota eins og þeir á færin mæld i yördum en ekki metrum.
Munar um minna ekki síst þegar færin lengjast. 1000 yardar eru um 910 metrar ekki 1000.
Og við notum yarda blöð sem eru hönnuð í ákveðnum stærðarhlutföllum. Mælum svo allt i tommum.?
Eru við ekki að tegja þetta allt að okkar veiðimannasamfélagsþörfum. Ju ekki erum við í neinum alþjóðasamtökum benchrest manna. NEMA núna fyrir keppni i BR50 WRARF

Skrifað þann 20 May 2015 kl 21:28

HallNikk

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 20 May 2015

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Sæll Kristján!

Ísland er innanhttp://www.world-benchrest.com/... sem heldur utan um öll Heimsmeistarmót....svona til fróðleiks þá er sú mælieining sem notuð er innan WBSF í Evrópu(nema UK) metrar það á einnig við um HM mótin. Það hefur ekkert háð Kananum að þurfa að skjóta á metrum hingað til, þeir vinna allt hvort eð er ;)

Skrifað þann 20 May 2015 kl 22:10

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Þegar kemur að reglum eru grá svæði ekki æskileg. Heil stétt manna lifir góðu lífi á því að setja lög og reglur sem eru svo óskýr að stéttar bræður þeirra lifa enn betra lífi á því að annars vegar rangtúlka þær eða reyna að túlka þær rétt allt eftir eftir því hvoru megin borðsins þeir sitja hverju sinni.

Ég er ekki að gagnrýna mótahald ykkar eða reglur, heldur einfaldlega spyrja hverjar þær séu þannig að ég komi með löglegan riffil til keppni. Reynsla okkar í SR er sú að reglur um flokkaskiptingu þurfi að vera mjög skýrar til þess að ekki komi til einhvert þras þegar á hólminnn er komið.

Hverjir flokkarnir eru eða reglur um hvaða rifflar flokkast hvert kemur metrakerfinu ekkert við og óþarfi að blanda því saman

Skrifað þann 21 May 2015 kl 1:24

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Minni á að skráningu líkur kl 12 föstudaginn 5. JÚNÍ

Skrifað þann 27 May 2015 kl 15:36

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót skotfélags Húsavíkur 6-7 júní

Minni á að skráningu líkur kl 12 föstudaginn 5. JÚNÍ

Skrifað þann 27 May 2015 kl 15:39