Video

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir,

Langaði að deila með ykkur hverju Shotkam (www.shotkam.com) getur bætt við veiðina:

Gæs
http://www.youtube.com/watch?v=XCbiY1x9SYM...

Rjúpa
http://www.youtube.com/watch?v=jAUNZK50YsI...

kveðja

Jón

Tags:
Skrifað þann 25 November 2013 kl 21:50
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Video

Fallegt hjá þér að miða byssunni á hundinn þegar hann er að sækja smiling

Skrifað þann 25 November 2013 kl 22:12

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Aldrei of varlega farið og byssan þvi tóm við slíkar myndatökur.

Skrifað þann 26 November 2013 kl 8:01

era

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Þetta eru virkilega flott video.Mig langar aðeins að forvitnast fluttirðu vélina inn sjálfur og hvað kostaði hún er búin að vera að leika mér aðeins með gopro og þetta yrði frábær viðbót við hana því það er ekkert hægt að súma með henni.

Skrifað þann 26 November 2013 kl 10:58

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Sæll,

Vélin er mjög dýr (500 USD+). Hún er með "fixed zoom" ca 4x held ég og fixed infinity focus líka þannig að allt er í focus sem er lengra en 1-2 metrar í burtu - en það sem er nær er ekki í focus. Vélin tekur bara upp í kringum skotið (bakslags stýring) og þannig bara action sem er tekin upp. Til að taka örugglega upp alla skothríðina þá þurfti ég að breyta aðeins standard stillingunum (orginal miðast við tvíhleypu og án breytinga er hætta á að 3ja skotið takist ekki upp).

Vélin er ekki alveg gallalaus, mitt eintak var ekki "í focus" þegar ég fékk hana og fyrri partur gæsatímabilsins var því ekki í jafn góðum gæðum og þessi vídeó sem eru í linkinum. Þetta var svo lagað "free of cost" og þjónustan er almennt mjög góð.
Næsta vandamál er svo að ryk-korn (líklega mold úr akrinum) hefur komist inn í vélina og virðist sitja á sensornum eða innan á linsunni (3 blettir sem sjást á flestum videóunum). Ég á að geta "bankað" þessi korn í burtu - en ef það gengur ekki þá þarf ég að senda vélina aftur út.

Á sumum vídeóunum þá sjáið þið gæs sen er þegar skottin og byrjuð að falla í upphafi - þá var ég með vélina vitlaust stillta og hún byrjaði ekki að taka upp fyrr en of seint.

Að lokum má nefna að eins og allar myndavélar þá eru myndgæðin því betri eftir því sem birtan er meiri því meiri verða myndgæðin (þessi vél tekur upp á 60 fps og með zoom, sem eykur enn á ljóskröfurnar).

Skrifað þann 26 November 2013 kl 13:35

Collie

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 4 September 2013

Re: Video

Flott video hjá þér

Skrifað þann 26 November 2013 kl 14:45

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Flott að sjá hversu langt þú ert að fara fyrir framan fugl en samt lenda skotin aftarlega, sést vel á 1,30 mín ca. Þetta er hægt að æfa með því að fara uppí skotreyn og láta lengra komna segja sér til sem þeir eru flestir til í.

Skrifað þann 27 November 2013 kl 13:26

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Hó Hó Hó!

Þú ert að tala við margfaldann Hlað, Ellingsen, Páska, Bikar, Intersport og Áramótameistara Skotreynar, drengurinn minn smiling

En að öllu gamni slepptu, þá lítur "lead" út fyrir að vera miklu meira í myndavélinni en maður "upplifir" á byssunni - ég skildi ekkert í þessum shotkam videoum á youtube fyrr en ég prófaði þetta sjálfur - myndavélin ýkir þetta einhvernveginn.

Það er alveg rétt að best er að höglin lendi framarlega í fuglinum - þar eru jú helstu líffærin - en ég er ekki alveg viss um hvort myndirnar segja alveg rétta sögu - því þetta er allt á ferð og fiðrið er strax komið aftur fyrir gæsina. Ég held t.d. að gæsin við 1:30 hefði ekki steindrepist svona, nema hún hafi fengið högl í framhlutann.

Eitt sem ég gleymdi að nefna að ég er búinn að staðla vélina þannig að ég get mælt hve vænghaf eða lengd gæsarinnar eru margir pixlar á myndinni - og út frá því reiknað út hve langt færið er - það hefur reynst mjög fróðlegt.

kveðja,

Jón

Skrifað þann 27 November 2013 kl 15:36

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Heyrðu meistari hvað var þetta til dæmis langt færi en þetta er rosalega flott og ef mér áskotnast fjárráð til að kaupa svona græju þá reyni ég að plata þig til að setja hana upp með mér smiling

Skrifað þann 27 November 2013 kl 16:18

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

nú þarf ég að fara heim og mæla pixlana - svara þér í kvöld. Ég sé heldur betur ekki eftir þessari fjárfestingu.
Hlakka til að ´sjá hvernig þetta kemur út á skotvellinum í vor - þ.e.a.s. til að greina hvað gerist þegar maður er ekki að hitta - það á að vera hægt að tengja þetta við IPAD og skoða þetta "á staðnum".

Ég á helling af fleiri videóum sem ég ætla ekki að setja á netið en gæti sýnt þér við tækifæri.

Skrifað þann 27 November 2013 kl 17:26

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Hlakka til smiling

Skrifað þann 27 November 2013 kl 20:15

Snorri Toffa

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Þetta eru snilldar video.. Konan varð reyndar pínulítið hneyksluð á mér að vera syngja Billy Joel með bros á vör á meðan ég horfði á gæsir skotnar og drepnar.. grin

Meira svona !

Skrifað þann 27 November 2013 kl 21:31

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Sælir,

Strákurinn minn fékk þetta gamla góða Billy Joel lag á heilann eftir að hann sá það í sjónvarpsþætti um daginn - gaman að rifja upp kynnin af þessu skemmtilega lagi.

Þessi "overhead" gæs var á ca 45m færi í loftlínu skv. myndavélinni (aðeins ónávæmt því maður þarf að leiðrétta fyrir "aðfallshorni" ef gæsin er ekki hornrétt á linsuna).

Færin á vídeóinu eru sem hér segir - í tímaröð:

37m
32m
16m
30m
37m
11m
21m
24m
38m
28m
26m
45m

Skrifað þann 27 November 2013 kl 22:34

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Sæll Dreki
Hvaða skot ertu að nota 2 eða 4 ? grunar reyndar hlað skotin ef ég er að muna rétt smiling

Kveðja
Beggi

Skrifað þann 2 December 2013 kl 11:27

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Video

Ég notaði langmest 3ja tommu tvista í haust - eftir viðræður við Tom Roster (sá sami og gerði þessar consep töflur. (http://www.gfp.sd.gov/hunting/docs/NontoxicShotLethality_TRoster.pdf ). Ég notaði skot frá Hlað og prófaði líka frá fleiri aðilum, auk þess sem ég hlóð mín eigin skot, reyndar í mjög takmörkuðum mæli. Ég mun hlaða í vetur og stefni á að skjóta f.o.f. mínum eigin skotum næsta haust.

Skrifað þann 2 December 2013 kl 16:22