Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðvefsfélagar.

Nú er hreindýra veiðitímabilið að baki og vafalaust eru
unnendur þessara veiða strax farið að hlakka til þess næsta.
Ég hef ekki farið á hreindýr (enn sem komið er) en er að velta
fyrir mér ýmsu sem þessum veiðum viðkemur.
Spurning mín til ykkar sem til þekkið er þessi:
Hvert haldið þið að sé vinsælasta kalíberið til hreindýraveiða?
Auðvitað veit ég að fjölmörg kalíber eru notuð....en hvert þeirra
haldið þið að sé vinsælast?

Með fyrirfram þökk,
Magnús Sigurðsson.

Tags:
Skrifað þann 22 October 2015 kl 13:10
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sæll Magnús

Sigurður Aðalsteinsson hefur verið að fara með 45 - 80 veiðimenn á ári undanfarin ár og hjá honum hefur 6.5 x 55 og 243 verið vinsælast en 6.5-284 verið að vinna á undanfain ár.

Reyndar ekki skrítið þar sem hann vill meina að þetta sé hið eðalborna hreindýra cal. Ég hef personulega litla skoðun á því hvað er besta hreindýra calið og tel frekar að rétt staðsett skot gefi betri árangur en hvaða cal þú notar.

Skrifað þann 22 October 2015 kl 15:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sæll Stefán ..og takk fyrir svarið.

Auðvitað hefur þú á réttu að standa..það verður að hæfa
bráðina á réttan stað ef vel á að fara....og skiftir þá líklega
littlu mál hvert (hreindýra) kalíberið er.
En þetta er nú bara forvitni frá minni hendismiling

Megi þér og þínum ganga sem bezt,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 October 2015 kl 17:03

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Samkvæmt tölum frá umhverfirstofnun þá skera 243win, 6.5x55 og 308win sig nokkuð úr hvað varðar vinsældir til hreindýraveiða. Næst þar á eftir koma 270win og 6.5-284.

Skrifað þann 22 October 2015 kl 20:24

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Ágæti Hlaðvefsfélagi Konnari.

Takk fyrir svarið!

Þú nefnir nokkur áhugaverð kalíber...243 Win sem er (í raun) það minnsta sem
nota má við þessar veiðar(100 grains kúla). Einnig nefnir þú 6.5X55 sem auðvitað er feikna vinsælt
meðal frænda okkar í Skandinavíu..en svo nefnir þú til sögunnar .308 Win..sem margir hafa gefið
falleinkunn og telja að nauðsynlegt að skyttan sé í skóm með stáltá vegna falls kúlunnar!!??
Ég er ekki einn af þeim.
Einnig bendir þú á .270 Win og hið eðalborna 6.5 - .284...frábær kalíber bæði tvö!!!
Þakka þér fyrir þitt innlegg í þessa litlu skoðannakönnunsmiling

Megi þér og þínum ganga allt í haginn!
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 October 2015 kl 21:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Ágæti Hlaðvefsfélagi Konnari.

Takk fyrir svarið!

Þú nefnir nokkur áhugaverð kalíber...243 Win sem er (í raun) það minnsta sem
nota má við þessar veiðar(100 grains kúla). Einnig nefnir þú 6.5X55 sem auðvitað er feikna vinsælt
meðal frænda okkar í Skandinavíu..en svo nefnir þú til sögunnar .308 Win..sem margir hafa gefið
falleinkunn og telja að nauðsynlegt að skyttan sé í skóm með stáltá vegna falls kúlunnar!!??
Ég er ekki einn af þeim.
Einnig bendir þú á .270 Win og hið eðalborna 6.5 - .284...frábær kalíber bæði tvö!!!
Þakka þér fyrir þitt innlegg í þessa litlu skoðannakönnunsmiling

Megi þér og þínum ganga allt í haginn!
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 October 2015 kl 21:02

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Svo hefur lítið en duglegt cal verið að afla sér vinsælda, 6.5 x 47 minnir mig að það sé

Skrifað þann 26 October 2015 kl 18:39

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Heill og sæll fálagi C 47.

Má ekki segja að 6.5 x 47 sé nútíma útgáfa af því ágæta
kalberi 6.5 x 55 Swe.?...eða er ég að ruglast í ríminu?grin
Mér er sagt að það muni ekki miklu á þessum frábæru kalíberum.
Ég þekki 6.5 x 47 ekki sem veiðikalíber en til pappadráps er
þetta augljóslega magnað hylki.!

Mbk,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 26 October 2015 kl 20:47

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Jú mér skilst það Magnús en ég er nú svo gamaldags að ég vil hafa einhvern slagkraft í þessu og notast bara við .308 sama hvað öðrum finnst.

Skrifað þann 26 October 2015 kl 21:59

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Ágæti félagi C 47.

Ég á líka .308 Win (Hart 1- 12 twist) hlaup til að skjóta 800 - 1000m.
Alltaf verið aðdáandi þessa kalíbers og aldrei auðnast að skilja hvað
menn hafa á móti því í veiðiskap sem fer fram í 90 % tilvika
innan við 300msmiling
En auðvitað mega menn, og eiga, að hafa sína skoðun í þessu
máli sem öðrum...skárra væri það nú:

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 26 October 2015 kl 22:12