Viskupúkar.......

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæjja... Hér er smá stærðfræði ....

Kv hr

Byssukúla, sem ferðast í lárétta stefnu með hraðanum 300 m/s og hefur massann 3,0g, rekst á kyrrstæðan 1,5 kg trétkubb. Kubburinn byrjar að renna til án þess að snúast. Hraði hans eftir að kúlan hittir mælist vera 0,40 m/s. Finndu með útreikningi hvort kúlan fer í gegnum kubbinn, festist í honum eða endurkastast til baka.

Tags:
Skrifað þann 3 October 2012 kl 18:40
Sýnir 1 til 19 (Af 19)
18 Svör

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

held að svarið felist í lögun og þéttleika timbursins og ákomu byssukúlunar. Kúlan færi aldrei í gegn t.d. ef timbrið væri 1,5 kg sívalningur með sama þvermál og kúlan. bara pæling.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:26

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Jú.... En Það er engin kúla til sem ferðast lárétt á þessum hraða......

kv hr

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:35

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

fer alveg eftir því hvernig kúlan er...

match kúla splundrast við fyrstu snertingu, solid koparkúla kemst lengra inn..

en þegar hraðinn er undir 1000ft/s og 45gn kúla þá er ekkert að fara að gerast.. gott ef kúlan gerir eitthvað meira en að ýta við spýtunni...

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:46

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Jú.... 300 m/s eru um 1000 fps sem er vel undir hljóðhraða.... 22 short er að fara á 930fps... 3g kúla er um 46gn sem er ekki eðlileg þyngd 22 short.... Þannig erum við með allt á hreinu, en samt vantar útreikninginn á blaði.....

Kv hr... Sem skorar á Vald vin sinn núna.....

Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:13

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Skriðþunginn varðveitist
p = m * v
Fyrir árekstur
Trékubbur 0*1,5 = 0
Kúla 300 * 0,003 = 0,9
Eftir árekstur
Trékubbur 0,4*1,5 = 0,6
Kúla v*0,003 = 0,3
(0,9-0,6=0,3)
=> v=100 m/s
Kúla fer hraðar en kubbur fer því i gegn

hitt með lögun kubbsins og það allt voru bara vangaveltur.

Skrifað þann 8 October 2012 kl 20:18

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Ágæti Hurðabak og allir hinir...

Hugtakið lágrétt er ekki til þegar rætt er um freil riffilkúlna...því miður!!!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 October 2012 kl 9:13

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Ferillinn getur náttúrulega ekki verið lágréttur, en kúlan getur samt sem áður alveg ferðast lágrétt! Lágrétt er nú bara 90° á lóðrétt, þannig að á ákveðnum tímapunkti mun kúlan ferðast lágrétt eða hvað?

Ef kúlan ferðst mjög rólega uppávið þá mun hún á endanum hætta að fara uppávið og byrja að fara niðuráviðm, þar á milli mun hún ferðast lágrétt ekki satt?

Skrifað þann 9 October 2012 kl 11:39

GBG86

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

3 grömm á 300 m/s gera 135 júl (joules) í orku

samsagt 0.5*0.003*300^2 = 135

1.5 kg á 0.4 m/s gera 120 júl

0.5*1500*0.4^2 = 120

Semsagt 120 júl af 135 júlum sem kúlan hafði í upphafi verða eftir í kubbunum, kúlan fer í gegn með 15 júla kraft eftir.

Vona að þetta standist maður er frekar ryðgaður í svona útreikninginn smiling

Skrifað þann 13 October 2012 kl 16:27

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

þið eruð svo alltaf að reikna með því að kúlan haldi forminu og hafi ekkert flatarmál... ekki gleyma að deila aflinu með flatarmáli kúlunnar.. það er ekki sama hvort þessi 130 Joule séu á fermeter eða fermillimeter...

Skrifað þann 13 October 2012 kl 22:03

GBG86

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Heildar afl kúlunar er 135 júl það hefur ekkert með á flatarmál að gera smiling. Og orkan sem hún skilur eftir er 120 júl og það hefur heldur ekkert með flatarmál að gera ;)

Skrifað þann 13 October 2012 kl 22:46

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

nei, en það hefur mikið með það að gera hvort kúlan fari í gegnum kubbinn eða ekki....

prófaðu að ýta spónaplötu að glerrúðu með 50kg afli og sjáðu hvað gerist, taktu svo járnkarl og ýttu honum að rúðunni með 50kg afli.. sjáðu svo hvort flatarmál hafi ekkert með þetta að gera

Skrifað þann 13 October 2012 kl 22:49

GBG86

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Ok hugsum þetta öðruvísi.
Við erum sammála um það að kúlan er með 135 júl í heildarkraft og 1.5 kg kubbur á 0.4 m/s hefur 120 júl í kraft ekki satt ?

Ef kúlan hefði stoppað í kubbnum ætti öll orkan úr kúlunni að hafa færst yfir í kubbinn. Erum við en sammála ?

Semsagt orka kubbsins ætti að vera 135 júl eins og orka kúlunar.

Ég skil hvað þú átt við með því að kúla auki flatarmál sitt þegar að hún hún lendir í skotmarkinu en það kemur ekki málinu við í þessu tilfelli.
Ekki misskilja mig þetta væru upplýsingar sem sem maður þyrfti á að halda ef maður ættlaði að reikna út hversu djúpt kúlan færi inn í viðarkubb.
En við vitum ekkert um stærð kubbsins eingöngu þyngd og eins skrítið og það er þá skiftir stærð kubbsins ekki máli í þessu tilfelli.
Það sem skiftir máli er hversu mikið af orku kúlunar endaði í kubbnum, ef orkan í kubbnum er minni en heildarorka kúlunar þá stoppaði hún ekki í honum heldur fór í gegn.

Krafturinn í þessu tilfelli er heildarkraftur kúlunar vs heildarkraftur kubbsins eftir að kúlan lendir í honum.

Annars væri ég til í að heyra hvað hr Hurðarbak hefur að segja um málið smiling

Skrifað þann 14 October 2012 kl 1:06

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

það er bara gefið upp hver orka kubbsins er eftir að kúlan hittir hann, ekki hvenær eftir að kúlan hittir né í hve langan tíma.. gæti verið strax við snertingu kúlunnar, orka kubbsins gæti verði búin að tvöfaldast sekúndubroti síðar.. það er ekki gefið upp...

þær upplýsingar sem upp eru gefnar eru ekki nægilegar til að komast að vísindalegri niðurstöðu.

Skrifað þann 14 October 2012 kl 1:18

GBG86

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

byssur info..

Þetta er eðlisfræði dæmi, ekki mælingar úr raunveruleikanum. Og ég geri ráð fyrir að hraðinn miðist við hámarks orku kubbsins.

Og eins og í öðrum svipuðum dæmum að það sé ekki gert ráð fyrir hlutum eins og núningsviðnámi kubbsins við undirlag, loftmótstöðu eða hversu mikil orka fer í það að búa til hita með núningi inní kubbnum.

Að gefa upp hraða kubbsins við snertingu kúlunar eða einhvernum sekúndubrotum eftir að hún er farinn í gegn væri fáránlegt!

Skrifað þann 14 October 2012 kl 2:28

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

til að fá rétta niðurstöðu hvort kúlan fari í gegn eða ekki þá þarf alla þætti í dæminu...

það er voðalega erfitt að reikna dæmi sem eru svona..

232+233+ -345*43* -12=300 eða 150

þetta dæmi gefur þér ekki alveg alla þætti frekar en fyrra dæmið en gefur þér möguleika á 2 svörum eins og í fyrra dæminu.. og bara einfadasta sort af stærðfræði.. hlýtur að geta reiknað þetta ;)

Skrifað þann 14 October 2012 kl 9:30

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Daníel!
Heildarorka kúlunnar fyrir árekstur, og þá skiptir lögun hennar engu máli, er þekkt. Heildarorka kubbsins sem hann fékk frá kúlunni er líka þekkt. Tekið var fram að hann færist í eina átt eftir áreksturinn og því er ljóst að hafi kúlan afgang af orku eftir árekstur, og vitaskuld hlýtur að miðast við að undirlagið sé viðnámslaust, hefur hún farið í gegn.

Skrifað þann 14 October 2012 kl 10:06

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

kúlan hlýtur að endurkastast, því annars myndi kubburinn snúast, því kúlan snýst, er það ekki? ;)

Skrifað þann 14 October 2012 kl 20:38

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Viskupúkar.......

Það er afar ólíklegt að kubburinn snúist í sama plani og kúlan gerði áður en hún lenti í honum vegna þess að armur snúningshreyfingar hennar er svo stuttur að hún hefur nánast ekkert vægi til að láta áður kyrrstæðan kubbinn snúast. Eini raunhæfi möguleikinn til þess að hann snúist er þvert á hreyfistefnuna ef kúlan hittir ekki í miðjan kubbinn. En í dæminu er ekki gert ráð fyrir að hann snúist og því reiknast slíkar hneigðir ekki inn í hegðun hans.
Jamm.

Skrifað þann 14 October 2012 kl 21:46