vopnalagafrumvarpið

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vopnalagafrumvarpið

Þessi grein nr 19 er enn inni. Og eftir því sem ég hef heyrt hjá þeim sem eiga 20+ að þá virðist sú túlkun á þessari 19 gr sem heyrst hefur að þetta er nær að vera eignaupptaka og gæti ekki staðist samkvæmt stjórnaskrá. Af því að ef þú átt 20+ skemmir eina og vilt kannski kaupa þér aðra eins af því hin er ónýt að þá þarft þú að selja allar þær byssur sem eru umfram 19 af því að það er ein að bætast við sem gerir þetta 20 byssur. Og skiptir ekki máli þó að þú eigir 30-50 byssur og ert með allt þitt á hreinu..

Ég hefði haldið að nær væri að koma með strangari kröfur á þá sem eiga og vija eignast 20+ t.d að skylda að hafa öryggiskerfi og þessháttar..

Einnig hef ég heyrt að þeir aðilar sem falla undir þennan hóp 20+ eru margir hverjir ekki sáttir við hagsmuna félögin í þessu máli og líka að það virðist að það hafi bara gleymst og spurning hvort einhverjir aðrir hópar hafi orðið út undan í þessu af því að það eru ekki beint nein hagsmunafélög til fyrir þessa sérhæfðu hópa.

Menn eru svo að segja að hægt sé að fá undanþágu frá þessu og að þetta sé ekki svona.

Hvað lesið þið úr þessari grein?


19 gr
Að frátöldum þeim sem greinir í 4., 9. og 13. gr. er óheimilt að veita þeim sem á fyrir 20 skotvopn eða fleiri leyfi til þess að eignast fleiri skotvopn. Lögreglustjóri getur þó heimilað einstaklingi eða safni að eignast fleiri skotvopn og skotfæri fyrir þau, enda sé um að ræða vopn sem hafa ótvírætt söfnunargildi, svo sem vegna tengsla við sögu landsins.
Þegar um er að ræða safn skal tilnefna mann sem hefur skotvopnaleyfi til þess að sjá um skotvopn þess og skotfæri. Telst hann vera ábyrgur fyrir meðferð og vörslu vopnanna ásamt stjórnendum safnsins.
Óheimilt er að nota safnvopn skv. 1. mgr. eða kaupa fyrir þau skotfæri nema með leyfi lögreglustjóra. Vopn þessi skal skrá sérstaklega í skotvopnaskrá.

Kv
Indriði

Skrifað þann 5 October 2012 kl 18:00

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vopnalagafrumvarpið

Nú er spurning hvort að atburðir síðustu daga ýti á yfirvöld að koma þessu í gegnum þingið sem fyrst.

Kv
indriði

Skrifað þann 5 October 2012 kl 20:29

Asgrimur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vopnalagafrumvarpið

Bannað er að framleiða til notkunar eða sölu innan lands:
a. sprengifim flugskeyti og skotbúnað til hernaðar,
b. sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu,
c. sjálfvirkan eða hálfsjálfvirkan riffil,
d. sjálfvirka haglabyssu,
e. hálfsjálfvirka eða handhlaðna fjölskota haglabyssu með skothylkjahólfum sem tekur fleiri en tvö skothylki nema henni hafi verið breytt til samræmis við þennan áskilnað,
f. skotvopn, dulbúin sem eitthvað annað,
g. skot með skeytum sem ætlað er að rjúfa brynvörn eða eru með sprengju- eða íkveikjuskeytum svo og skeyti í slík skot,
h. skotfæri í skammbyssur með skeytum sem splundrast og skeyti í slík skot, nema þegar um er að ræða vopn til veiða eða íþróttaskotfimi fyrir þá sem hafa rétt til þess að nota þau, og
i. eftirlíkingar skotvopna.

*

Enn fjandsamlegir iðnaði. Bölvaðir kommar. Vopnaiðnaðurinn veltir milljörðum mánaðarlega - og það er bara í Svíþjóð. Af hverju megum við ekki taka þátt í því líka? Kaninn tekur endalaust við, til dæmis.

Og hvað er þetta með skammbyssuskot "með skytum sem splundrast?" Hvað er þetta? Tom Swift?

Skrifað þann 5 October 2012 kl 20:49

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vopnalagafrumvarpið

Í upphafi greinarinnar stendur: Bannað er að framleiða til notkunar eða sölu innanlands.
Hvergi að bannað sé að framleiða til útflutnings. Og það sem bannað verður að framleiða til notkunar eða sölu innanlands er það sem bannað er að nota innanlands. Þér er fullkomlega heimilt að setja, þessara laga vegna, á stofn kapítalíska smiðju hér sem framleiðir allan fjandann til að drepa með menn, bara ef það er gert erlendis.
Og ef ég man rétt skaut Tom Swift aldrei af skammbyssu enda var það kelling sem skrifaði bækurnar um hann. En skot í skammbyssu er auðvelt að búa til með skeytum sem splundrast. Það er meira að segja bannað að skjóta skeytum sem ekki splundrast úr rifflum á hreindýr. Oft eru slík splundurskeyti kölluð soft point eða v-max eða eitthvað annað. Skeyti sem ekki splundrast eru gjarna kölluð fmj eða eitthvað ámóta.

Skrifað þann 5 October 2012 kl 22:11
« Previous12Next »