Vormót SR í BR skotfimi

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar.

Ég geri mér grein fyrir að þessi þráður er á skjön við það
sem hér á að ræða...en vona að mér verði fyrirgefið.
Hér er röð keppenda eftir fyrri dag Vormóts SR í BR

Röð 200m færi Aggr. Gr.aggr.
1 Valdimar Long 0,731 / 0,3655
2 Hjörleif r Hilmarsson 0 882 / 0,44102
3 Bergur Arthurson 0,974 / 0,4870
4 Kjartan Friðriksson 0,982 0,49105
5 Daníel Sigurðsson 1,006 / 0,5030
6 Egill Ragnarsson 1,102 / 0,5510
7 Kristján R. Arnarson 1,142 / 0,5710
8 Egill Steingrímsson 1,177 / 0,5885

Það sem mig langar að vita, og vantar á síðu SR, er hvað menn eru að nota.
Ég veit að Valdimar Long er að nota :
Wichita lás / Macmillan skefti / Krieger hlaup / Jewell gikkur / 45X Leupold Comp.
28.0 grain VV133 / 68 Berger / Hirtenberger primer.
Hvað ættli hinir séu að nota?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 4 May 2013 kl 18:33
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Èg er með:
Arctic Eagle 6mm PPC. AAJ 006 lás.(Hall model)
68 Berger, 28,4gn N133
Krieger hlaup, Sightron 10-50x60, Kelbly festingar
Jewell gikkur, Mcmillan Edge skepti
Fed. 205M primera, lapua hylki,
Edgewood mini gator rear rest, rest?
Front rest í láni fra AAJ
held þa se allt upp talið

Skrifað þann 4 May 2013 kl 20:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Agæti KRA

Takk fyrir þessar upplýsingar!!

Gallin er bara sá að ég veit ekki hver þú ert??

Með vinsend,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 May 2013 kl 20:33

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Mér finnst bara hið besta mál að setja svona úrslit inn hér og gaman að þessu og þetta er skotveiðitengt þó það sé ekki veið enda er ekkert sem segir að vefurinn sé bara veiðitengdur.
En hvað þýða tölurnar. Sú fyrri og svo aftari ?
Takk fyrir þetta
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 4 May 2013 kl 21:03

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

fyrri talan er meðalstærð 5 fimm skota grúppa, seinni talan er sú fyrri deilt með 2

Skrifað þann 4 May 2013 kl 21:10

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Og þá spyr ég aftur afhverju deilt með 2 og takk fyrir upplýsingarnar smiling
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 4 May 2013 kl 21:24

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Ágæti Bencrest Forever.
""""Skrifað af þér sjálfum..
Það sem mig langar að vita, og vantar á síðu SR, er hvað menn eru að nota.
Ég veit að Valdimar Long er að nota :
Wichita lás / Macmillan skefti / Krieger hlaup / Jewell gikkur / 45X Leupold Comp.
28.0 grain VV133 / 68 Berger / Hirtenberger primer.
Hvað ættli hinir séu að nota?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson """""

Af hverju sagðiru það ekki strax, að ef þú þekktir ekki viðkomandi þá vildir þú ekkert
hafa með upplýsingarnar sem þú baðst um að gera....

Mér sýnist KRA vera númer 7 á listanum þínum, og hann svarar þér klárlega..

7 Kristján R. Arnarson 1,142 / 0,5710

Kurteisi kostar ekkert....
EBJ...

Skrifað þann 4 May 2013 kl 21:47

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Ágæti Benchrest.
KRA. Stendur fyrir Kristján Ragnar Arnarson
og er fra Húsavik. Ekkert að fela. smiling

Skrifað þann 4 May 2013 kl 22:11

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Minningar-magnús eigum við ekki að ljúka mótinu áður en við
heimtum smáatriði.....

Með vinsemd og virðingu
Sigurður Hallgrímsson mótstjóri.

Skrifað þann 5 May 2013 kl 7:59

Halldór Nik

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Myndir frá mótinu!
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10201274436766401.10737418...

Mbk.

Skrifað þann 5 May 2013 kl 18:52

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Ágæti Yvesleroux

Þú skrifar:

Af hverju sagðiru það ekki strax, að ef þú þekktir ekki viðkomandi þá vildir þú ekkert
hafa með upplýsingarnar sem þú baðst um að gera....

Mér sýnist KRA vera númer 7 á listanum þínum, og hann svarar þér klárlega..

7 Kristján R. Arnarson 1,142 / 0,5710

Kurteisi kostar ekkert....
EBJ...

Ég gæti ekki verið meira sammála þér hvað varðar verðlagningu á kurteisi!
Þetta er einhver miskilningur okkar í millum, nokkuð sem ég vona að við
getum kippt í liðin. Ég var sem sagt að spyrjast fyrir um tækjabúnað manna
á Vormóti SR í BR skotfimi. Sá ágæti maður Kristján Ragnar Arnarson svaraði
undir nafninu KRA sem er auðvitað hans val! Þeir sem fylgst hafa með á þessu
spjallborði hafa væntanlega tekið eftir að ég hefi gjarnan spurt menn til nafns.
Það er ekki flóknara en það!
Svo gaf sá ágæti herramaður Kristján Ragnar Arnarson sér tíma til að svara og
segðist ekkert hafa að fela.
Auðvitað hefur þú ekkert að fela minn kæri!!!
Vona að við séum sáttir og þess albúnir að hafa gaman af áhugamáli okkar!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 May 2013 kl 20:22

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Sælt.

Það er jákvætt að sjá þó þetta marga keppendur í þessari sérhæfðu en annars bráðskemmtilegu grein. Áfram á þessari braut og ég óska Valda Long til hamingju með sigurinn. Valdi er með'etta !

Skrifað þann 5 May 2013 kl 21:52

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Þrátt fyrir að það séu 8. í þessu móti, þá finnst mér nú vanta nokkur nöfn á listan. Er Gummi Gísla ekki kominn með flottan BR riffil og afhverju var Siggi Hallgríms ekki að keppa, hann skaut nú alveg fínt fyrir austan í fyrra ef ég man rétt.

Magnús, hvar er remminn þinn, er ekki rétt að brúka hann við svona tækifæri? Einnig hefði nú verið gaman að sjá þig mæta Hjalti, en þú hefur nú kannski betri afsökun en margur sunnlendingurinn í það minnsta.

Miðað við þá sem ég veit að eiga flotta BR-riffla þá hefði ég haldið að það ætti alveg að hafast að skrapa saman 12 - 15 keppendum í svona mót.

Við veiðirifflakallarnir sem ekki komumst á mótið bíðum eftir frekari upplýsingum af græjum hjá mönnum, það er alltaf gaman að sjá hvað menn voru með.

Skrifað þann 6 May 2013 kl 13:16

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Sæll stebbi, ég Jói og Lárus vorum sjálfboðaliðar á plani smiling
Ég vil hinnsvegar þakka fyrir fína þáttöku og bjóða nýliðana velkomna í flokkinn (HV-BR)
sem stóðu sig með prýði.
Það að fá þrjá nýja keppendur í þessum vægt til orða tekið sérhæfða flokki
er bara ekkert sjálfgefið shades
Það er vonandi stutt í restina af tölfræðinni varðandi mótið.
kveðja siggi

Skrifað þann 6 May 2013 kl 20:20

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Sælt.

Ég var sko með í anda en veskið leyfði því miður ekki þetta ferðalag að þessu sinni. Ég æfði mig þó heima eða öllu heldur útskrifaði hleðsluna mína í 6mm BR Norma á meðan skotið var hjá SR. En ég var þó líklega heppnari með veður, ögn hægari býst ég við.

Viðhengi:

Skrifað þann 6 May 2013 kl 21:17

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Langaði líka að fara en hafði bara ekki tíma í þetta flakk núna. Hefði verið mikið fjör að mæta og freta aðeins.

Poldi...helvíti varstu skjálfhentur þegar þú tússaðir ysta hringinn....smiling

Feldur

Skrifað þann 6 May 2013 kl 21:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Ágætu félagar!

Nú er kominn linkur á hvað menn voru að nota á Vormóti SR.
Alltaf áhugavert að skoða svona greiningu.
Takk fyrir þetta!

Með vinsemd,
Manús Sigurðsson

Skrifað þann 7 May 2013 kl 22:53

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Ágæti félagi Hjalti!

Ég vil byrja á að taka undir með Feldi.......en nú veit ég að þú ert
annálaður reglumaður svo ekki er hægt að kenna um timburmönnumsmiling

En ég ætlaði að spyrja þig hvaða kúlu þú notaðir þegar þú skaust þessa
glæsilegu 300 metra grúppu.

Með vinsemd,
Magnús

Skrifað þann 8 May 2013 kl 18:21

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Blesssaður.

Þetta var skotið með 87 graina Berger og hlaupið er með 1-10 snúning. Þetta lofar góðu.

Skrifað þann 8 May 2013 kl 22:26

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vormót SR í BR skotfimi

Það mun vera Match Hunting kúla ekki rétt?

Skrifað þann 9 May 2013 kl 12:41