Vortex Crossfire

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Eru þetta sæmilegir kíkirar fyrir 22 calibera?
Til dæmishttp://www.opticsplanet.com/vortex-crossfire-ii-4-12x44-rifle-scope...
eðahttp://www.opticsplanet.com/vortex-crossfire-ii-6-18x44-ao-rifle-sc...
Hvaða aðrir gætu verið betri í þessum verðflokki 150 til 200 dollarar?

Tags:
Skrifað þann 5 April 2013 kl 11:00
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Ágæti harry123.

Ég hef ekki persónulega reynslu af Vortex sjónaukum, en allt sem ég
hef lesið um þá lofar góðu.

Hafðu mín ráð og kauptu strax vandaðan sjónauka og festingar á riffilin þinn!
Allt of margir brenna sig á að kaupa ódýra og því miður ónýta sjónauka
og eru í tómu basli allt frá degi eitt!
Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að tala um Vortex hér (!!)
heldur er ég að tala á almennum nótum.
Allflestir sjónaukar á markaðnum í dag bjóða uppá þokkalega tæra mynd,
en þar með er ekki öll sagan sögð!!!
Það sem allt snýst um er enska hugtakið To hold Point Of Impact.......
það er að segja að sjónaukinn haldi stillingu. Fátt er hvimleiðara en
sjónauki sem ekki heldur stillimgu frá skoti til skots ....enda slíkur sjónauki verri en engin.
Hér koma bestu festingar í heimi ekki að neinu gagni, enda vandamálið
ekki á þeim vettvangi.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 April 2013 kl 12:42

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Vortex Crossfire

Sumir sjónaukar virðast setja krossinn á mismunandi stað á skotskífunni eftir því hvar augað sem horfir í gegn er staðsett miðað við sjónaukan. það virðist muna nokkrum sentimetrum á 50 metrum á sjónauka sem ég hef skoðað. Er þetta algengt vandamál, og hvernig eru þessir sjónaukar í sambandi við það vandamál?
kv. Magnús

Skrifað þann 5 April 2013 kl 12:58

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Sæll Magnús (harry123).

Það er til nokkuð sem heitir Paralax......(nokkurskonar fókus..stutta skýringin!).
Á veiðisjónaukum fyrir stærri kalíber er paralaxinn settur á t.d. 150 m sem
þýðir að sjónaukin er í fullkomnum fókus á því færi og krossinn hreyfist ekkert
til á skotmarkinu þótt skyttan hreyfi höfuð sitt upp, niður til hægri eða vinstri.
Á mörgum tegundum veiðisjónauka er sérstakur stillibúnaður til að gefa skyttunni
færi á að velja á hvaða færi hún kýs að hafa sjónaukan Paralaxfrían.
Allir marksjónaukar hafa þess lags búnað.
Sú upplifun sem þú lýsir í pósti þínum gæti hæglega skýrst af því að þú hafir
horft í gegnum sjónaunauka á 50 m færi sem er Paralaxfrír á 150 - 200 m.
Væri ég í þínum sporum myndi ég vera á höttunum eftir sjónauka með minnst tommu túpu...
30 mm er í fínu lagi ...og umfram allt með Paralax stillingu!
Stækkun og annað slíkt er eitthvað sem þú metur sjálfur með tilliti til hvers nota á sjónaukan.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 April 2013 kl 13:31

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

og er þá einhver slíkur til fyrir minna en 150.000 kr? Þ.e. sem heldur miði til lengdar á stærri caliberunum?

Skrifað þann 5 April 2013 kl 21:12

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Vortex Crossfire

ég ætlaði reyndar að nota hann á 22. cal riffil. Ég held að það skipti meira máli fyrir mig að það sé ekki þessi paralax skekkja og að hann sé bjartur og ekki of þungur og ekki of dýr. Allar tillögur vel þegnar.
kv. Magnús

Skrifað þann 5 April 2013 kl 21:37

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Já það eru sem betur fer margir en kannski ekki í erfiðari stækkunum en þessun hefðbundnu 3-9x50 eða 6-20x50 en ég get ekki nefnt nöfn á þessari síðu smiling
en þó samt
http://hlad.is/netverslun/sjonaukar/riffilsjonaukar/meopta...
þessir eru sagðir góðir.
Ég er til dæmis með ónefnt gler uppá 159,900 sem er að skora feitt og ég er alltaf í skýjunum var með 6-24x50 en mikið vill meira svo ég fór í 8-32x56 smiling
Ps
Það sem Magnús er búinn að segja er alveg hárrétt og engu við að bæta.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 5 April 2013 kl 21:38

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Vortex Crossfire

Takk fyrir þetta, en ég held að það sé óhætt að nefna tegundir. Hlaðeigendur eiga ekki að stjórna um hvað við tölum.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 22:45

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Þeir taka skýrt fram að það má ekki nefna samkeppnisaðila annars verði þráðum eytt.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 22:54

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vortex Crossfire

Stjórna og ekki stjórna. Kannski er það bara kurteisi að vera ekki mikið að auglýsa vörur frá öðrum verslunum á síðu sem er eign tiltekinnar verslunar.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 22:54

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Vortex Crossfire

Ég held að aðrir verslunareigendur séu ekki að auglýsa sýnar vörur hér. Það væri óeðlilegt. En við sem erum bara viðskiptavinir verslanna ættum að geta sagt það sem við viljum.

Ég held að ef þeir framfylgja slíkri ritskoðunarstefnu séu þeir ekki að ávinna sér mikla viðskiptavild hjá mér alla vega.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 23:01

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Skoðum hvað gerist smiling
Þetta var sá fyrsti hjá mér og bara góður vægast sagt og var hann á 6,5x55
http://www.eshop.is/skyttan/VaraInfo.aspx?id=200&MainCatID=317...

Skrifað þann 5 April 2013 kl 23:12

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

http://www.opticsplanet.com/vortex-crossfire-ii-6-18x44-ao-rifle-sc...
Mér sýnist að þessi sé með parallax stillingu að framan og þá gætiru jafnvel hugsanlega notað hann á stærri riffil seinna.
Þar sem þú ert bara að tala um 22lr þá er þessi sennilega ágætur.
18x stækkun er samt eithvað sem þarf ekki endinlega á 22.
145.900 kr. gler er full mikið á 22lr finnst mér
Voru ekki einhverjir að tala um að Hawke væri sæmilegur líka ?

Skrifað þann 6 April 2013 kl 2:00

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Sæll Magnús/Harry123 hérna er smá grein um sjónauka í þessum verðflokki sem að þú ert að spá í.
http://opticsthoughts.com/index.php/rifle-scopes/4-rifle-scope-revi...

ILya Koshkin þessi er talinn ansi virtur á þessum sviðum og ansi skemmtilegur penni ef út í það er farið.
Þeir sem eru í sjónaukapælingum hafa öruglega gaman af því að lesa greinarnar á síðunni og hafa þær til hliðsjónar þegar stóra ákvörðunin er tekin, Hvað á ég að kaupa???

Gangi þér vel með þettashades

Kveðja Keli

Skrifað þann 10 April 2013 kl 13:38

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Ágæti félagi Keli.

Þetta var athyglisverð lesning.
Takk fyrir þetta!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 April 2013 kl 14:28

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Hérna er líka ágætis grein um parallax
http://www.accurateshooter.com/optics/parallax-in-rifle-scopes/...
Þarna kemur fram að lítil stækkun eða föst stækkun td. 6x er yfirleitt ekki eins parallax veik og mikil stækkun.
Samsetning og gæði glerja hafa líka áhrif.
Tók eftir því að það er ekki parallax stilling á neinum af þessum sjónaukum í prófununum sem Keli benti á.
Menn eru yfirleitt ekki með fokdýra sjónauka á 22lr hér fyrir austan sem sést á þessum lista.
http://skaust.net/wp-content/uploads/2013/03/22-lr-2011.jpg...
Það væri gaman ef önnur skotfélög settu saman svona lista eftir mót, þó þetta segi ekki allt.
Það er alltaf gott að vanda valið á sjónauka, sama hvað hann kostar !

Skrifað þann 10 April 2013 kl 16:51

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vortex Crossfire

Ég hef verið að spá í þetta undanfarið sjálfur og var að kaupa mér í dag.
Langar að benda þér á eitt til að byrja með, að versla við opticsplanet er hræðilegt, ég hef reynt það þrisvar og alltaf endað með einhverju meiriháttar veseni. þeir senda ekki 95% af scopes hjá sér úr landi og geta ekki svarað fyrirfram hvort þeir sendi til íslands eða ekki, þú þarft ss að strauja kortið fyrst og svo fá endurgreitt með tilheyrandi veseni.

Hinsvegar þá komst ég að því að það voru tveir sjónaukar sem fást hérna á íslandi sem ég gat hugsað mér að kaupa.
Hawke 3-12x44 Varmint á 33þús í Ellingsen með parallax stillingu (ekki til á heimasíðunni þeirra, eru nýkomnir)
Nikon prostaff rimfire 3-9x40 á 35þús hjá Hiss.is með fastri parallax á 50m

Endaði á að taka hawke eftir að hafa skoðað hann, skemmtilegur kross og stillanlegt parallax heillaði meira í ljósi þess að mig langar að eiga séns að taka hann með í rjúpu þar sem flest færi verða á 15-25 metrum.

Skrifað þann 10 April 2013 kl 22:15