Voru menn dregnir út?

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja loksins kom að því að maður var dreginn út í fyrsta skipti, sótti um í 5 sinn.. Fékk belju á svæði 2.

Klárt að maður fari austur..

Hvað með ykkur, hvernig gekk.?

Kv
Indriði.

Tags:
Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:02
Sýnir 1 til 20 (Af 23)
22 Svör

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Neiiiiii. Sjöunda árið i röð sem maður fær ekki úthlutað

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:05

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Fékkstu ekki í dýr í fyrra hefðir átt að vera öruggur þá með dýr? miðað við 5 skipta regluna að þá eiga menn að vera öruggir með dýr í 6 skiptið. ef ég hefði ekki fengið dýr núna þá hefði ég átt að vera öruggur á næsta ári.

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:14

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Til hamingju Indriði, ég fékk kú á svæði 2.

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:17

K98k

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Og ég sem hélt að ég væri alveg öruggur þar sem ég var að sækja um fimmta árið í röð án þess að hafa fengið neitt síðustu 4 árin....(var ekki alveg búinn að lesa smá letrið með fimm skipta regluna)

Að sjálfsögðu var ég ekki dreginn út í ár. Huggun harmi gegn að ég á að vera 100% öruggur árið 2015, vonandi.

Óskum mönnum velfarnaðar sem voru dregnir út, við hinir njótum seinna.

kv. Ingólfur

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:29

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Voru menn dregnir út?

Jebbs, annað skiptið á fjórum árum.
Í senn glaður og auðmjúkur því ég veit að margir hafa ekki verið eins heppnir

C47

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:43

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Já konan var ein af þeim heppnu, ég nr.24 á bið á svæði 7. Hvernig er það er búið að taka tillit til 5 skipta reglunnar? Dæmi, ef ég er nr.24 á bið og 27 eru á 5 skipta reglunni færist ég þá aftar á biðlistanum sem því nemur og er þá nr.51 á bið. Veit ég get fundið út úr þessu sjálfur en er nokkuð viss um að einhver ykkar veit hvernig það virkar?

Kv. Kjartan Antonsson

Skrifað þann 22 February 2014 kl 18:48

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Já því miður þá eru þeir sem voru komnir á 5 skiptareglu fyrstir í röðinni á biðlista.

Skrifað þann 22 February 2014 kl 19:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Ágætu félagar!

Áður en lengra er haldið langar mig að óska þeim sem fengu úthlutun til hamingju!
Og svo kemur spurningin.
Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að ég veit lítið sem ekkert um úthlutun leyfa
til hreindýraveiða á Íslandi! Því er spurning mín þessi:
Erum við að nota eitthvert þekkt (erlent) úthlutunarkerfi eða erum við að nota sér
íslenska hugsmíð?
Í gegnum árin hefur mér virst (kannski tóm della í mér) menn vera nokkuð ósáttir
við það kerfi sem notað er við þessa úthlutun.
Fyrir margt löngu var ég kynntur fyrir þeim reglum sem gilda um veiðar nokkurra
tegunda nytjadýra sem eiga sér gras í Texas fylki.
Mig minnir endilega að þar hafi reglan verið sú að sá sem fær úthlutun, segjum,
2010, er ekki með í pottinum 2011 og jafnvel ekki 2012. Er samt ekki viss.
Getur einhver ykkar frætt mig um þessi mál?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 February 2014 kl 19:06

JonHrafn

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Væntanlega á eftir að færa þá sem eru á 5 skipta reglunni fram fyrir á biðlistan .

T.d. eru 27manns á þeirri reglu fyrir tarf á sv 7 , en ég veit að Karl faðir minn er á henni en fékk ekki dýr og er ekki meðal fyrstu 30 á biðlista. Væntanlega hafa nú einhverjir á 5skipta reglunni fengið dýr.

Það má nú alveg fara endurskoða þetta kerfi , ég hef ekki fengið dýr í 5 ár, fer á 5skipta regluna næst og Karl faðir minn vonandi að fá sitt fyrsta dýr í sjöttu tilraun núna með reglunni fínu.

Þeir sem fá dýr ættu að fara aftast í röðina árið eftir !

Skrifað þann 22 February 2014 kl 19:14

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Voru menn dregnir út?

fékk dýr í fyrra og á enn nóg eftir af kjöti, sótti um núna en fékk ekki dýr og var ekki eitt af fyrstu 100 á biðlista svo ekkert dýr fyrir mig þetta árið en gerir ekkert til, en væri nú samt til í að fá húðina mína úr sútun.. er búinn að bíða eftir henni síðan í júlí...

Skrifað þann 22 February 2014 kl 21:30

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Hringdu í Kalla 2014 ég fékk mitt núna í Janúar og mér sýndist bíða stór stafli þega ég sótti mitt.

Skrifað þann 22 February 2014 kl 21:38

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Ég og frúin fengum sitthvorn tarfin á svæði 7

Skrifað þann 22 February 2014 kl 22:01

Fieldhunter

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 4 August 2013

Re: Voru menn dregnir út?

Ég sótti um svona með semingi.... félagi minn var æstur að fara og mér leist vel á að fara bara með honum sem hjálparsveinn... enn ákváðum svo að sækja báðir um....

Og viti menn ég fékk Tarf á svæði 1 enn félaginn ekkert.... svo nú er bara að fara undirbúa sig.

Fyrsta skipti sem ég sæki um.

Skrifað þann 23 February 2014 kl 0:34

Siggi P

Svör samtals: 68
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Fékk kú á svæði 3.
Siggi P

Skrifað þann 23 February 2014 kl 4:49

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Hér er tafla sem sýnir skiptingu umsókna og líkur eftir svæðum



kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 23 February 2014 kl 13:43

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Hvar sjá menn nr. hvað þeir voru í röðinni?

Skrifað þann 23 February 2014 kl 18:59

H-berg

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

er sérstakur pottur fyrir erlenda veiðimenn.?

Skrifað þann 25 February 2014 kl 20:12

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Voru menn dregnir út?

Það held ég ekki H-berg, allir í sömu skálinni

Skrifað þann 25 February 2014 kl 22:17

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Voru menn dregnir út?

Ég fékk tarf á svæði eitt, Þetta er mitt fyrsta dýr og það verður gaman að prófa þetta.
kv Róbert

Skrifað þann 26 February 2014 kl 0:11
« Previous12Next »