XFULL þrenging.

Quest

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.
Ég var að spá í að skreppa á önd á morgun og taka nýju byssuna í það, en meðal þrenginga er ein sem stendur á xfull. Er það ekki fyrir mjög löng færi?
Spyr sá sem ekki veit.
Kv.

Tags:
Skrifað þann 4 March 2014 kl 17:54
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: XFULL þrenging.

Jú hugmyndin er sú en ég myndi skjóta með henni á A4 blað á 25 metrum og svo með mod á sama færi því sumar þrengingar og sum skot fara ekki alltaf saman og dreifingin á fullþrengdu getur verið verri en í mod
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 4 March 2014 kl 18:23

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: XFULL þrenging.

Reyndar, ef þú ert með nýja byssu. Þá myndi ég pattern skjóta nokkrum tegundum skota til að sjá hvort að einhver munur er á. Berettan mín er t.d alveg sátt við Hlað, Hull og RIO en vill ekki amerísku skotin (hef þó ekki prófað Remington).
Ég gerði testið þannig að ég hafði færið 35m og dró svo hring sem að flest höglin fóru, taldi svo höglin sem ekki fóru inni hringinn og fékk þannig einhverja prósentu tölu.

Skrifað þann 4 March 2014 kl 21:25

Quest

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: XFULL þrenging.

Nota reyndar bara hlað skot. En ef menn færu í fyrsta sinn með byssu hvort myndu þeir setja mod eða Xfull í? Færin eru svona 25 - 45 metrar geta verið nær en sjaldnast......

Skrifað þann 4 March 2014 kl 22:41

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: XFULL þrenging.

Sæll nýja byssu þá myndi ég nota mod og ekki vera að skjóta yfir 30 metra. Stikaðu þá til að sjá hvað það er langt því lengri færin eru oftast bara til leiðinda og ef þú hittir eru líkurnar kannski 40% að fuglinn detti og alls ekki skjóta á þessu færi á sitjandi önd í vatni það er 99% öruggt að hún flýgur burt bara spurning hve særð.
kveðja
ÞH

Skrifað þann 4 March 2014 kl 23:24

Quest

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: XFULL þrenging.

Takk fyrir það.

Skrifað þann 5 March 2014 kl 8:47

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: XFULL þrenging.

Sammála Gizmanum

35m nota ég aðallega við test eins og að ofan. Þá veit ég að dreifingin er allavega þéttari á styttri færum. Reyndar þegar ég æfi mig þá er það annaðhvort skeet sem eru frekar stutt færi en hröð atburðarrás eða á löngum færum 35-45m. Nota þá gosflöskur fyllttar með sandi. Æfingar á lengri færum finnst mér gefa mér betra sjálfstraust á mínum uppáháds veiðifærum sem eru um 20m. Engar kjötskemmdir og fuglinn ekki i mauk, öruggur um að hitta.

Skrifað þann 5 March 2014 kl 9:20