Þyngd á tófum

J.Palma

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Að ganni er ég að forvitnast hvort menn viti um þyngri tófur, það var felld tófa í Skálavík á Vestfjörðum sem var viktuð 7,8 kíló. Hún er í rannsóknum hjá náttúrustofu vestfjarða. Þetta var steggur, Allar tennur heilar.

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 25 January 2013 kl 18:23
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Líkllega hefur þessi á myndinni að neðan verið þyngri, hún er líka óeðlilega feit en var aldrei vigtuð frekar en flestar aðrar.

Þyngsti refur sem að Páll Hersteins heitinn fékk frá mér var 7,2 kg þó svo að það vantaði algjörlega aðra framlöppina á hann (fatlaður) og einhverjar lufsur aðrar eftir skotið, hann var skotinn í Nóvember og hafði bakfitu uppá 14mm og ef að ég man rétt þá er meðal rebbi með 3-4 mm á þeim tíma.

Viðhengi:

Skrifað þann 25 January 2013 kl 23:27

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Ég skaut eitt karldýr í fyrra sem vóg 6,2 kg og var 104 cm frá trýni að rófuenda var álitinn dýrbýtur af tönnunum sem voru ekki heilar
Kveðja ÞH

Skrifað þann 25 January 2013 kl 23:32

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Sæll Gismi, ég er búinn að skjóta fjölmarga bæði litla og stóra tannlausa refi og yfirleitt hafa þeir verið farnir að reskjast, sá elsti á 13 ári samkvæmt aldursgreiningu, hvarflar ekki að mér að kenna þeim um nein dýrbít þó svo að geiflunum hafi verið farið að fækka..

Skrifað þann 25 January 2013 kl 23:40

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Já..... Ég hef ekki séð svona þungt dýr, en 6kg er eðlilegt í árferði eins og þessu.... En þetta með tannskemmdirnar á sér eðlilega skýringu, svengd og ákafi við bein og svo oft orusta fyrir óðali....

En hefur einhver fylgst með stærð óðala á þessum nægtartímum.... Hér í Kjósahreppi hafa fullorðin dýr (grenjadýr) verið frá að vera 5 til 9, svæðið ber um 14 dýr.... Það er talsvert um hlaupadýr á haustin frá friðlandinu Þingvöllum, en flest þvælast þau upp og yfir Esju eða norður í Skorradal......

kv hr

Skrifað þann 25 January 2013 kl 23:58

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Sæll fiskur þessi var 7 ára samkvæmt fræðingunum og enda eins og þú sást þá taldi ég hann ekki dýrbýt heldur fræðingarnir.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 26 January 2013 kl 18:54

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Hvaða fræðingur var það Gismi minn góður?

Skrifað þann 26 January 2013 kl 22:38

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þyngd á tófum

Mér fannst þetta það stórt og merkilegt dýr svo ég sendi það í rannsókn mér til fróðleiks og gamans annars vikta ég ekki eða skoða dýrin að öllu jöfnu en þetta var áberandi stærra og þýngra.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 0:35