Þyngri rifflar, meiri nákvæmni?

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja. Mér heyrist almennt að rifflar sem eru þyngri ættu að teljast nákvæmari en mjög léttir. Þannig ætti rifill sem er 4kg að vera eitthvað nákvæmari en rifiill sem er jafnvel innan við 3kg. Hverju sætir það? Er það vegna þess að þeir hreyfast minna, bakslag kannski minna og rifillin skoppar kannski minna? Vonandi skilur einhver hvað ég er að fara.
Að því gefnu að eitthvað sé til í þessu hjá mér, hvað þá með léttari caliber eins og t.d 25-06? Er möguleiki að hann haldi sinni nákvæmni jafnel þótt byssan sé létt þar sem bakslag af þessu caliberi er væntanlega minna en t.d .270

Til að rústa þessum pælingum mínum höfum við auðvitað .308 sem er talið þrusu nákvæmt en er samt sæmilerga stórt cal.
Endilega lesið þettta sem pælingar og spurningar en ekki alhæfingar og ef einhver skilur hvað ég er að fara, endilega kommentið á þetta

p.s er kannski kúlan löngu farin úr hlaupinu áður en hreyfingar verður vart?

kv
C47

Tags:
Skrifað þann 17 June 2014 kl 18:50
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Þyngri rifflar, meiri nákvæmni?

þegar talað er um að þyngri rifflar séu nákvæmari þá er átt við endurtekin skot en ekki fyrsta skot.
þyngri riffill hefur venjulega þykkara hlaup sem er þá lengur að hitna og leitar minna við hitabreytingu.

éh hef verið með riffla með mjög léttu hlaupi, þungu hlaupi og svo HV hlaupi, með létta hlaupinu náði ég 3 skotum í röð áður en grúppan fór yfir 1/2" á 100m, með þungu hlaupi voru skotin 6-8 en með HV hlaupi hef ég raðað 25 skotum í röð 5x 5 skota grúppur og allt vel undir 1/2" en sá riffill er um 7kg með sjónauka.

Skrifað þann 17 June 2014 kl 21:07

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Þyngri rifflar, meiri nákvæmni?

Þannig að nákvæmnin er þá meira hylki, hleðsla og kúla en kemur þessu lítið við

Skrifað þann 17 June 2014 kl 21:44

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Þyngri rifflar, meiri nákvæmni?

hylki, hleðslaog kúla ráða auðvitað mun meiru með nákvæmnina en þyngd hlaupsins, en til að fá nákvæman riffil þurfa allir þessir hlutir að vinna saman, svona eins og tennur á tannhjólum, ef allar tennur passa saman gengur allt vel, ef einhver tönn er of stór eða lítil þá fer illa.. eins með skotin, ef hleðsla er mismunandi milli hylkja þá munu kúlurnar að sjálfsögðu lenda á mismunandi stöðum, eins ef hylkin halda mis fast í kúlurnar, líka ef kúlurnar sjálfar passa ekki miðað við snúninginn í hlaupinu.

ef allt passar saman getur venjulegur verksmiðjuriffill skotið grúppur sem eru 1/4" en sé eitthvað sem passar ekki er grúppan fljót að fara í 1"

Skrifað þann 18 June 2014 kl 6:53