Zeiss riffilskotmótið

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hér eru úrslit Zeiss riffilskotmótsins sem fram fór í Álfsnesi í dag.:







Tags:
Skrifað þann 27 July 2013 kl 16:26
Sýnir 1 til 13 (Af 13)
12 Svör

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Skotið var tuttugu skotum á fimm skífur, fjórum skotum á hverja skífu. Hámarks mögulegt skor var 200 stig. Skotið var af tvífæti með stuðningi við skotmanninn að aftan.

Hér eru skífur sigurvegarans í þeirri röð sem þær voru skotnar.











Skrifað þann 27 July 2013 kl 20:37

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Af fullkomnu æðruleysi óska ég sigurveigurunum til hamingju með árangurinn í mótinu og þá sérstaklega Jóhannesi sem keppti í unglingaflokki eins og ég! smiling

Einnig er þetta alveg úrvals skor hjá þér Jóhann, virkilega vel gert... reyndar er athyglisvert hvað gömlu refirnir fóru ílla með unglingana í þessu móti... ætli máltækið "ungur nemur, gamall temur" eigi ekki bara vel við hér!

Skemmtilegt mót, takk fyrir mig!

Kv: Stefán Eggert Jónsson
SFK

Skrifað þann 27 July 2013 kl 21:20

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Sæll Stefán.

Mér fannst það nú sárt fyrir þína hönd að þú misstir af 1. sætinu þar sem þú skaust einu skoti á ranga skífu.

sad

JAK

Skrifað þann 27 July 2013 kl 22:03

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Bölvað að vera ekki gjaldgengur á svona mót...
Hafa þetta Zeiss+Nightforce mót á næsta ári smiling

Skrifað þann 27 July 2013 kl 22:14

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Hvaða færi er þetta ? hvað er málið t,d á tíu hringnum? og níu hringnum? Hver voru skilirðin fyrir rifflum í þessari keppni öðrum en að vea með Zeiss gler ? kv Vagn I

Skrifað þann 28 July 2013 kl 0:18

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Sæll Vagn

Skotið var á 200 m færi.

Mál skotskífunnar eru nokkurn veginn þessi:

10 - 2.5 cm
9 - 5.2 cm
8 - 7.2 cm
7 - 10.2 cm
6 - 12.7 cm
5 - 15.2 cm

Skot utan fimmunnar gaf ekkert stig.

Mótið var fyrir:

"Veiðirifflar í öllum hlaupvíddum leyfðir, skilyrði fyrir þátttöku er Zeiss sjónauki."

JAK

Skrifað þann 28 July 2013 kl 8:55

osig

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Óska sigurvegurum og öðrum til hamingju með árangurinn.

Tek undir með að hafa þetta Zeiss + Nightforce mót.

Enn skemtilegra væri að hafa þetta riðlaskipt. Annars vegar Zeiss og hins vegar Nightforce.

Með kveðju

Ólafur Sigvaldason
Skotfélag Kópavogs

Skrifað þann 28 July 2013 kl 10:06

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Ég bíð spenntur eftir Meopta móti smiling

Skrifað þann 28 July 2013 kl 23:58

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Ágæti félagi JAK.

Óska þér til hamingju með stórgóðan árangur.
Sömu óskir til allra keppenda og hrós þeim til
handa sem að mótinu stóðu!

Svona fyrir forvitnisakir, er til listi yfir þann búnað sem menn notuðu?
Ef svo er þá væri gaman að fá að sjá hann...alltaf gaman að skoða
hvaða tæki menn eru að nota á hvejum tíma.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Var skotið á IBS / NBRSA 200 yd score skífuna ?

Skrifað þann 29 July 2013 kl 19:09

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Sæll Magnús.

Sú mun vera skífan.

Verkfæri skotmanna voru ekki skráð í þessu móti. A.m.k. þurfti ég ekki að gefa slíkt upp en ég er sammála þér að það eru upplýsingar sem reglulega gaman er að skoða og pæla í. Sennilega er maður allt of mikill græjufíkill.
smiling

JAK

Skrifað þann 30 July 2013 kl 20:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Sæll ágæti félagi JAK og takk fyrir svarið.

Já ég held að það væri vit í að skrá allan búnað.
Það eru eflaust fleiri en ég og þú sem hafa gaman
að skoða slíka lista.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 30 July 2013 kl 20:31

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Zeiss riffilskotmótið

Hér má sjá fleirri myndir frá mótinu:

http://www.flickr.com/photos/jak_myndir/sets/72157634905650760/...

Skrifað þann 2 August 2013 kl 18:09