Mauser

Vondúrr

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir
Er einhver hér sem getur frætt mig á því í hvaða caliberum Mauser M98 og M96 hafa verið framleiddir ?
7,92x57 er væntanlega upprunalegt. Hvenær kemur svo 7,62 NATO (eða .308) til sögunnar og fleiri ?
Hef verið að leita að þessu en heimildum ber ekki alveg saman. Ef einhver hefur þessar upplýsingar tiltækar eru þær vel þegnar.
Kv. Vondúrr

Tags:
Skrifað þann 15 May 2013 kl 0:06
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Mauser

Sæll.

Þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur...Það er nú einu sinni svo að heimildum sem til eru ber ekki saman...Svo niðurstaðan verður eftir því hver tekur saman heimildirnar og hvaða heimildir eru metnar áreiðanlegastar ...Sjálfur á ég haug um þetta og hef lesið þar fram og til baka...En tæki heilan dag að setja saman sæmilega nákvæmt efni um þetta...En mun halda mest til á skotvellinum næsta mánuðinn smiling...

Caliberin skipta tugum frá öllum framleiðendum...Varðandi 308 hilkið í Mauser það elsta sem ég man um það er að IDF lét breita Mauser 98K rifflum frá Fabrique Nationale úr 7,92 í 7,62 Nato (308)um 1957-1958..
Fyrsti Orginal Mauser sem ég man eftir nú er Model 66S Orbendorf/Neckar (sporting rifle 1965) fyrir 308
en þessa flóru leggur maður ekki á minnið í heild sinni...

En td var 1896 framleiddur fyrir cal 6x58 og 7,65x64 og 8x57 svo hvaða hylki var endilega elst, eftir því sem maður les meira þá koma fleyri fyrirvarar þegar spurt er...JÆJ skotvöllurinn..

mbk.ebj.

Skrifað þann 15 May 2013 kl 14:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mauser

Ágæti Vondúrr!

Reyndu að ná sambandi við minn gamla góða vin Eirík Björnsson...
já það er sá sami og er áskifandi að Big Bore verlaununum Hlaðs!!
Ég hef það eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að á næsta ári verði
verðlaunin venju fremur glæsileg...ferð til Tíbet...aðra leiðina!!!!
En án gríns, Eiríkur veit allan fjandan um riffla og þá hluti er liggja
þér á hjarta. Þess utan er hann kurteisin uppmáluð og þolinmóður vel!!
Ég segi ekki að hann sé föðurbætingur (ekki enn sem komið er)
..en hannn fer þar mjög nærri

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Sem átti þess kost að kynnast föður Eiríks, Birni heitnum Eiríkssyni....
það voru kynni sem aldrei glemast!
Blessuð sé minning góðs manns.

Skrifað þann 16 May 2013 kl 20:09