Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

EinarGud

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 5 September 2012

Í haust bjóðum við upp á frábæra gæsaveiði einungis 93km frá Reykjavík.
Nú þegar eru gæsir mættar í tún og veiði hefur gengið vonum framar og það á "off-seasoni" !
4 byssur eru saman á hverju morgni og fylgir leiðsögumaður öllum skyttum.
Hægt er að fá gistingu spölkorn frá stykkjunum.
Erum með ca. 60 hektara af korni og annað eins af ný og órækt.
Þreskingin er vel á veg komin.

Allar frekari upplýsingar er að finna inn á Villtbrad.is


Bestu kveðjur,
Einar Guð

Tags:
Skrifað þann 5 September 2012 kl 10:04
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

hananú

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

og ekki nema 25 kúlur á byssu? það vona ég að gæsin éti upp öll túnin hjá ykkur, og verði henni að góðu...

Skrifað þann 5 September 2012 kl 20:03

EinarGud

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 5 September 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Sæl(l) hananú.

Þakka þér fyrir hugulsemina.
Það er lítil hætta á því að gæsin vinni stórskaða á túnunum/korninu á ár, þar sem þreskingin er vel á veg komin.

Ég vona að þér gangi jafnvel og okkur hefur gengið í haust á gæsinni.
Ef ekki þá veistu hvert þú átt að leita ;)

Bestu kveðjur,
Einar Guð

Skrifað þann 5 September 2012 kl 22:08

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

er ekki full gróft að rukka 25þ á byssu og setja svo takmörk við 20 fugla ?

það kostar ekki undir 5þ að keyra báðar leiðir, svo 25000 fyrir túnið.

ef maður nær 20 fuglum þá er það 1500kr á fuglinn sem er það sama og hann kostar í fiðrinu frá veiðimönnum...

en svo bætist við kostnaður vegna skota og annað sem til fellur.. það er betra að kaupa bara gæsina og spara sér útgjöldin og tímann....


ef maður er að borga fyrir morgunveiði þá á maður að fá að veiða eins og maður getur þann morgunin en ekki láta stoppa sig þegar fjörið er rétt að byrja.

Skrifað þann 7 September 2012 kl 23:20

everlast

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

fyrir mig eru 20 fuglar nóg og mér finnst þetta ekki mikið verð miðað við annað sem maður hefur séð

Skrifað þann 8 September 2012 kl 0:56

EinarGud

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 5 September 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Sæll "byssur info".

Full gróft ???
Það eru hjá mér menn sem eru 4 morgna og hver þeirra skýtur 20 fugla á hverjum morgni þá fara þeir heim með 320 fugla !

Fyrir mína parta þá segi ég nei, mér finnst kvótinn töluvert meira en hóflegur !

Bestu kveðjur,
Einar Guð

Skrifað þann 15 September 2012 kl 17:26

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

og borga þeir þá væntanlega 400.000kr fyrir þessa 320 fugla fyrir utan akstur, skot, mat, gistingu ofl...

þetta eru orðnar helvíti dýrar gæsir.. borgar sig bara að fara í Hagkaup og kaupa hana þar...

Skrifað þann 15 September 2012 kl 17:47

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Hver er að skjóta villibráð á íslandi afþví það borgar sig?

Auðvitað eiga þeir að takmarka fugla því annars mundi vera ofveiði og fugl hætta að koma í túnin.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 17:52

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Það er nú lámark að menn fái nokkur stikki af gæs þegar 3 eða fjórir menn borga 100.000 kr. í veiði sem er svo eingin veiði. Hef heyrt af mönnum sem borguðu 25000 fyrir byssuna og fengu ekki fjöður. Er þeim mönnum endurgreitt.Veit ekki hvort þeir voru hjá þér um daginn. En veit þeir fengu bara 7.Gæsir sem voru í dag hjá þér og mér finst nú þær gæsir nokkuð dýrkeiptar.Þannig að ef menn setja kvóta þá á hann auðvita að virka fyrir þá sem kaupa líka. Nú veit ég ekki hvort þú bíður mönnum að koma aftur og reina að ná þessum kvóta.Væri gaman að vita það.
Kveðja: Magnús

Skrifað þann 25 September 2012 kl 18:21

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

orð í belg!

Einhver hér spurði hvort einhverjir væru í skotveiði afþví það borgar sig...

Menn eiga einmitt að vera í skotveiði afþví það borgar sig, ég hef aldrei borgað krónu fyrir veiðileyfi og mun ekki gera, veiði samt töluvert ár hvert, að minnska kosti nóg fyrir mig og mína.

Ég fékk 13 gæsir um daginn, alveg ókeypis (fyrir utan skot og 350 kr. í bensín), hugsa að ég mundi ekki vera ánægðari með daginn ef ég mundi borga tugi þúsunda fyrir að skjóta 100 gæsir, þá eru menn farnir að "veiða fyrir peninginn", örugglega ömurlegar aðstæður, sérstaklega ef menn fara sárir heim með 10 gæsir og fannst það ekki "nóg fyirr peninginn"

ÉG hef ekki miklar mætur á "íslenskum veiðimönnum" í dag, svo eru að ég tel meira en helmingur "skotveiðimanna" sem hafa aldrei nokkurn tímann, og geta ekki hugsað sér að éta þetta!!

Ég vorkenni líka bændum sem stunda þessar sölur að geta ekki þénað nóg með sínum búskap....

Skrifað þann 26 September 2012 kl 10:04

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Hanagal, hef heldur ekki borgað fyrir veiði ef frá er talin hreindýraveiði og hefur villibráðin verið hrein búdrýgindi.

kv Mummi

Skrifað þann 28 September 2012 kl 21:15

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

ja, það virðist vera svo mikið að gera hjá þeim að þeir hafa ekki gefið sér tíma í tja, nærri viku, að svara pöntun frá mér. Held ég láti þá vera að bögga þá í buisnessnum í framtíðinni.

Skrifað þann 30 September 2012 kl 11:43

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Af þeim fréttum sem ég fékk er varla þess virði að borga 25.000 fyrir veiði hjá þeim engin felubyrgi eða skurðir að felast í bara laut. Lítil veiði þeir svara heldur ekki hér þeim spurningum sem lagðar eru fyrir þá.
Þannig mér finst þetta svoldið varhugavert hjá mönnum að kasta pening í þá.Alla vega fengist ég ekki til þess.Kv. Magnús

Skrifað þann 30 September 2012 kl 11:55

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Ég er nú alveg hissa á því af hverju menn ná ekki kvótanum þarna, því nóg er af gæsinni þarna í ökrunum.
Fór þarna fram hjá í morgun og það voru örugglega nokkur hundruð gæsir þar og mikið flug. Ég held samt að það hafi enginn verið að veiða þar í morgun alla vega ekki á þessum akri. En með allri virðingu fyrir þessum mönnum sem eru að reka þetta fyrirtæki þá finnst mér allur glans vera farinn af þessari veiðimennsku, þér er keyrt niður á akurinn og gervigæsunum stillt upp fyrir þig og þér er sagt hvenær þú átt að skjóta og svo er leiðsögumaðurinn með hund sem að sækir fyrir þig gæsirnar sem að detta. Hvað er spennandi við þetta? Hvernig öðlast menn reynslu með svona veiðiskap? Hvernig læra menn af mistökum sem menn gera? Og hver er ánægjan sem menn fá út úr þessu þegar allt er gert fyrir mann nema að taka í gikkinn?

Skrifað þann 30 September 2012 kl 20:02

Simpssonn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Eg sjálfur fer í eina svona ferð á ári..

Bara gaman að fara með leiðsögumanni og góðum felögum..

En eg fer líka margar aðrar og hef ekki leiðinlegt að fara þær.
En alltaf gaman að svona ferðir með öllu.. Alltaf gaman að sjá nyjungar og læra eitthvað að þessum gæjum..

Skrifað þann 2 October 2012 kl 19:42

Brefberin

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 17 October 2012

Re: Frábær gæsaveiði á suðurlandi !

Er búinn að reyna hafa samband í gegnumhttp://www.villtbrad.is og netfangið líka. En aldrei neitt svar. Er þetta alveg dottið uppfyrir?

Skrifað þann 17 October 2012 kl 21:25