Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Tveir hvolpar eru eftir úr þessu frábæra goti. Þeir hafa fengið nöfnin Hafrafells Ares og Hafrafells el Gringo. Ættbækurnar hjá þeim eru gulls ígildi og er þar að finna fjölmarga af flottustu hundum Noregs og Evrópu og margir af þeim með meistaratitla. Eins og fram kom í titlinum eru báðir foreldrar HD fri, sem þýðir að þeir hafa mjög góðar mjaðmir.

Hafrafells Ares


Hafrafells el Gringo


Faðir:
Ablos De L'Echo De La Foret
Ablos hefur þrisvar sinnum fengið 2. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi. Afkvæmi hans hafa sýnt frábæra eiginleka á veiðiprófum og sem dæmi má nefna hafa mörg þeirra skorað 1. einkunn sem þýðir að um afburða veiðihunda er að ræða. Af 11 afkvæmum Ablosar hafa 9 þeirra mætt í veiðpróf og allir fengið einkunn, og þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn eru Sally, Parma, Týri, Príma og Askja. Einnig hafa 4 af þeim fengið heiðursverðlaun og má þess geta að einungis 8 enskir setar hafa fengið heiðursverðlaun á landinu, s.s að helmingur þeirra sem fengið hafa heiðursverlaun eru afkvæmi Ablosar og verður það teljast afburðar árangur í ræktun. Ablos hefur einnig fengið dóminn exellent á sýningu. Einnig er Ablos afbragðs góður sækir og hefur sótt allt sem honum hefur verið boðið uppá og tvö afkvæma hans hafa fengið 1. Einkunn í sækiprófi fyrir standandi fuglahunda.

Móðir:
ISFtCh Snjófjalla Dís.
Snjófjalla Dís hefur skorað rosalega vel á veiðiprófum og sem dæmi má nefna byrjaði hún strax í unghundaflokki á að ná fimm 1. einkunnum og einni 2. einkunn. Hún hætti ekki þar heldur hélt hún áfram í opnum flokki og náði þar að landa hvorki meira né minna en fimm 1. einkunnum, tveimur 2. einkunnum og tveimur 3. einkunnum. Það verður að teljast algjörlega framúrskarandi árangur. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og vann keppnisflokk tvisvar og lenti einu sinni í 3. sæti. Dísin náði einnig að skila góðum dómum á sýningum og þar með að uppfylla öll skilyrði upp í að fá titilinn íslenskur veiðimeistari eða ISFtCh, og er hún fyrsta ensk setter tíkin á íslandi sem fær þann titil. Síðan þá hefur einungis ein tík náð þeim titli, og er það ISFtCH ISCh C.I.B Hrímþoku Sally Vanity, og má þess geta að hún er afkvæmi Ablosar.

Báðir hundarnir eru mjög rólegir og þægilegir á heimili auk þess að vera einstaklega barngóð bæði.

Hægt er að sjá myndir af hvolpunum og fylgjast með þeim á
http://www.hafrafells.blogspot.com...

Síminn hjá okkur er 6960449 Gummi og 6920449 Birna.
Ekki hika við að hringja ef að það vakna einhverjar spurningar varðandi þessa hvolpa eða Enska setterinn.

Kv. Hafrafellsræktun.

Tags:
Skrifað þann 12 July 2013 kl 16:57
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.

Þessir tveir eru ennþá lausir.

Skrifað þann 25 July 2013 kl 20:41

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.

Vorum að setja inn þjálfunar video af einum af hvolpunum í gotinu inná
http://hafrafells.blogspot.com/...

Lofar klárlega góðu. Við eigum ennþá 2 rakka lausa.

Skrifað þann 28 July 2013 kl 2:09

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.

Rakkarnir okkar eru Bólusettir, örmerktir, með ættbók frá hrfi og einnig eru þeir tryggðir hjá vís í eitt ár.
Báðir þessir hvolpar eru svakalega efnilegir, vel byggðir og lofa virkilega góðu. Áhugasamir hafi samband sem fyrst.
Kv. Gummi og Birna (Hafrafelllsræktun)

Skrifað þann 12 August 2013 kl 7:49

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.

Enn eru 2 rakkar lausir.
Hér er hægt að sjá ættir hvolpana og eins og sést þá eru margir meistarar á bakvið þessa ræktun. Þessir 2 rakkar sem eftir eru eru farnir að sýna mikla tilburði fyrir veiðar.

http://hafrafells.blogspot.com/p/hvolpar-fddir.html...

Skrifað þann 8 September 2013 kl 23:22

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Hrfi skráðir ensk setter hvolpar til sölu. Foreldrar báðir HD fri. Og margir meistarar í báða leggi.



Smá sundæfing í gær

Skrifað þann 10 September 2013 kl 21:21