Kaup frá Englandi

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er einhver með upplýsingar um hvernig/hvaðan er best að kaupa íhluti frá englandi? Mig vantar timney gikk.

Pálmi eða KRA?

Ísak

Tags:
Skrifað þann 13 July 2015 kl 22:45
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Kaup frá Englandi

Sæll Ísak.

Ég var að brasa við þetta í vor, vantaði einmitt líka Timney gikk, en ég fékk sama svarið þar sem ég reyndi: We do not ship triggers outside the UK. Það má víst ekki skv. breskum tollalögum.
Hins vegar var ekkert mál að versla á netinu með íslenski korti og láta senda á breskt heimilisfang.

En ef einhver fæst til að senda hingað þá mundi ég gjarnan vilja frétta af því.

MBK
Gæi

Skrifað þann 14 July 2015 kl 10:31

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Manstu verðin á þeim þar sem þú varst að skoða þá? Og hvað hétu búðirnar?

Skrifað þann 14 July 2015 kl 16:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Ágætu félagar Ísak og Gæi.

Nú spyr sá sem ekki veit. Er sem sagt að afla upplýsinga.
Er ekki lengur hægt að kaupa gikk frá USA?
Ég átta mig á að þið félagarnir eru að tala um UK, en er
buið að loka á USA hvað þetta varðar?

Með bestu kveðjum ,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 July 2015 kl 17:15

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Mér skilst að það sé orðið frekar erfitt og kostnaðarsamt að flytja inn einstaka hluti frá usa, þurfi hin og þessi leyfi og ekki allir sem taki í mál að senda hingað, nema að viðbættum háum gjöldum

Skrifað þann 14 July 2015 kl 17:44

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Kaup frá Englandi

Ein búðin heitir, að mig minnir, 1967spud.com. Ég var að skoða Timney fyrir CZ455 og hann var á um 90 pund og mig minnir að featherweight fyrir Mauser hafi verið á 70-80 pund.

Í hvað vantar þig gikk Ísak ?

Eini aðili sem ég veit til að sé hægt að versla gikki frá er Boyds, þeir senda fyrir allt að $100 í sendingu.
Einhverjir hafa náð að fá sent í gegnum shopusa hef ég heyrt en ekki prófað það sjálfur.

MBK
Gæi

Skrifað þann 14 July 2015 kl 20:21

baldur80

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

https://www.gov.uk/firearms-and-export-control-forms

hérna er linkur ef þú ert að spá í að versla frá UK.

þarft að fara yfir þetta og sækja um leyfi.

enn þetta á ekkert að vera neitt mál um leið ogþú færð leyfi.
senda það á söluaðila afþví að þeir nenna ekki að standa í þessu veseni sjálfir

Skrifað þann 14 July 2015 kl 22:02

baldur80

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

https://www.gov.uk/firearms-and-export-control-forms

hérna er linkur ef þú ert að spá í að versla frá UK.

þarft að fara yfir þetta og sækja um leyfi.

enn þetta á ekkert að vera neitt mál um leið ogþú færð leyfi.
senda það á söluaðila afþví að þeir nenna ekki að standa í þessu veseni sjálfir

Skrifað þann 14 July 2015 kl 22:02

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Var að leita að gikk fyrir rem 788, og fann ekki hjá 1967spud.
Gæti verið möguleiki að senda á shopusa, gikkirnir eru alla vega ódýrari á ebay, svo er bara spurning hvað shopusa tekur fyrir sinn snúð.

Petrolhead hefur þú skoðaðhttp://www.yodaveproducts.com/ Ég keypti þaðan kit í gikkinn á mínum cz455, og hann er mun betri en áður.

Vissi ekki að Boyds seldi gikki, hef bara keypt frá þeim skepti.

Skrifað þann 14 July 2015 kl 23:46

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Kaup frá Englandi

Takk fyrir þessa ábendingu Baldur, best að kíkja á þetta.

Boyds selur Bold gikki en bara á 96 og 98 Mauser og svo Timney fyrir Nagant síðast þegar ég gáði.
Það kostar eitthvað að versla gegnum shopusa en varla neitt voðalega, þá væri fólk ekki að nota þetta.

MBK
Gæi

Skrifað þann 15 July 2015 kl 8:05

Ylur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

pantadu.is er líka möguleiki þeir eru allavega til í að græja fyrir mig skefti frá USA enn álagningin er allt að því 100% skeftið á að kosta 25 þús ca úti en komið hingað 47þús með flutningi+tollar

Skrifað þann 16 July 2015 kl 22:14

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Lika einn skoskur aðili sem kemur til greina. Ef foxfirearms eða dolpin

Skrifað þann 17 July 2015 kl 22:43

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Lika einn skoskur aðili sem kemur til greina. Ef foxfirearms eða dolpin

Skrifað þann 17 July 2015 kl 22:43

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Gekk frá þessu frá ebay í gegnum pantaðu.is. Verðið fór úr 119$ í 231 með sendingu og sköttum. Þá er bara að bíða og sjá hvernig fer.
Takk fyrir upplýsingarnar.

Skrifað þann 19 July 2015 kl 9:51

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Kaup frá Englandi

Þú mátt gjarnan láta vita hvernig þetta gengur Ísak, þetta er áhugaverður kostur.

MBK
Gæi

Skrifað þann 20 July 2015 kl 7:31

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Þessi söluaðili sem ég notaði vildi ekki senda til Íslands og tók því ekki íslenskt visa kort eða paypal, en þar sem ég borga Pantaðu.is og þeir ganga frá sendingunni á eitthvað amerískt heimilisfang virðist þetta ætla að ganga í gegn.

Skrifað þann 20 July 2015 kl 16:57

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Sælir.
Gerði fyrirspurn á pantadu.is með að flytja inn fyrir mig hylkji til til endurhleðslu og sögðust þau ekki geta það?
kv.
JK

Skrifað þann 29 July 2015 kl 12:01

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

Rétt í þessu var verið að skanna pöntunina þína úr vöruhúsinu okkar í USA, sem segir að pöntunin þín er að leggja af stað í skemmtilegt ferðalag sem byrjar í Ameríku og endar á Íslandi.

Svo þetta virðist ætla að ganga upp, meira síðar.

Skrifað þann 31 July 2015 kl 19:39

Ísak

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kaup frá Englandi

"Pöntunin þín er tilbúin!"

Svo pakkinn er kominn til landsins og ég ætti að geta nálgast hann á pósthúsinu næstu daga. Fyrst þetta er að ganga þá getur maður farið af stað með að panta næsta smáhlut sem vantar. Tóm gleði.

Skrifað þann 10 August 2015 kl 16:39

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Kaup frá Englandi

Flott að þetta er að ganga, þá er þarna komin möguleiki á að verða sér úti um þetta smá dót sem mann vantar sí og æ.
Bestu þakkir fyrir að deila þessu Ísak.

Mbk
Gæi

Skrifað þann 21 August 2015 kl 9:52