Markriffill óskast ...

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er að leita mér að góðum markriffli!

Ekki undir 223 cal. og helst þá Tikka, Sako, Sauer eða Remington.
Ekki væri verra ef viðkomandi riffill væri með deyfir/muzzelbrake, tvífæti og nákvæmum kíki.

Nánari uppl. í síma 6997259

Tags:
Skrifað þann 14 November 2012 kl 20:48
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Fyrir forvitnissakir, ertu með einhvern verð ramma sem þú ert að hugsa um?

kv Alti S

Skrifað þann 14 November 2012 kl 23:39

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Nei! ég geri mér grein fyrir því að þetta eru dýr verkfæri smiling

Skrifað þann 15 November 2012 kl 7:26

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Sæll Gísli

Ertu nokkuð með netfang sem maður gæti hent hugmyndum og myndum á?

Kv. Tóti

Skrifað þann 15 November 2012 kl 18:22

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Já sæll, Tóti,

ég er með netfangið: ghs@ghs.is

Skrifað þann 15 November 2012 kl 19:32

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

ef þú ert að spá í keppnisriffli eins og HV BR, F-Class eða þessháttar þá er ekki mikið um svoleiðis til sölu hér á landi...

ég er nýbúinn að kaupa riffil í USA, reikna með að fá hann í hendurnar eftir ca 2-3 vikur.

Sans-Nom .inc. er sérhæft fyrirtæki í útflutning á skotvopnum, ég spjallaði við David Gadbois sem er eigandinn um daginn, hann segist fá afgreiðslu leyfa á innanvið viku, sending tekur innanvið viku þannig að 3-4 vikur eru sá tími sem maður getur reiknað með að bíða frá kaupum til afhendingar.

accurateshooter.com er með spjallborð þar sem mikið af keppnisrifflum eru til sölu, ég keypti minn þar.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 20:31

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Takk fyrir upplýsingarnar!

Skrifað þann 15 November 2012 kl 20:59

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Er ennþá að fikra mig áfram varðandi kaup á tilgreindu skotvopn smiling

Skrifað þann 18 November 2012 kl 18:11

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Ef þér liggur ekki mikið á , þá skaltu fara í HLAÐ, fá þér GRS skefti, Stiller lás, láta þá útvega Stiller lás og góðann gikk ( jewell ). Fá svo Arnfinn til að setjann saman. Og á meðan þú bíður, velja þér góðann sjónauka. Þarna ættir þú að vera kominn með klassa vopn . Á þrjá riffla sem Arnfinnur hefur sett saman, hver öðrum betri. Sé ekki eftir að hafa farið þessa leið við að velja mér rifila.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 18:59

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Takk fyrir ábendinguna, KRA.

... það er verðug spurning hvort maður eigi að fara þá leið?

Skrifað þann 18 November 2012 kl 19:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

þeir Stiller lásar sem í boði eru í dag eru ekki ætlaðir í mark skytterí, Predator lásinn er nánast eini Stiller lásinn sem hægt er að fá, hann er meira hannaður í veiði og tactical notkun enda vinsæll hjá bandaríska hernum í sniper riffla.

Bat og Panda eru þeir lásar sem í dag eru mest notaðir í markskytterí. en vesen að fá þá..

lang einfaldast er að finna notaðan eða nýjan riffil sem er tilbúinn í USA og kaupa hann, ætti ekki að taka nema 3-4 vikur að fá hann til landsins.. samt í lagi að reikna með lengri tíma, ríkisstjórn bandaríkjanna er ekki skárri en sú íslenska...

Skrifað þann 18 November 2012 kl 21:13

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

... ég hef verið að kíkja á byssur á netinu frá USA, og það lítur nokkuð vel út, svona í samanburði við markaðinn hér heima.

En ég er ekkert inn í innflutnings fyrirkomulaginu hér heima. Eru einhverjir hér sem eru tilbúnir til að deila svoleiðis reynslu hér inn á Hlað-vefinn, eða beint á mig? og þá á netfangið ghsvendsen@gmail.com

Ef svo er, þá er það vel þegið.

Skrifað þann 19 November 2012 kl 8:26

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

Þetta er í raun mjög einfalt.

1. Þú sendir póst á David Gadbois sem er sérhæfður útflytjandi á skotvopnum
David@gadbois.us.com
Segir honum að þú viljir nýta hans þjónustu og þá færðu sent FFL leyfið hans.

2. Kaupir byssuna, sendir ffl leyfið til seljanda.

3. Seljandi sendir byssuna til FFL og sendir þér serialnr og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

4. Ferð með upplýsingarnar til Jónasar og færð innflutningsleyfi.

5. Sendir innflutningsleyfið til FFL

6. FFL sækir um útflutningsleyfi.

7. Þegar leyfin eru tilbúin þá rukkar FFL þig fyrir sendingunni og gjöldunum.

8. Þegar þú ert búinn að borga er pakkinn sendur af stað.

9. Þegar pakkinn kemur framvísarðu innflutningsleyfinu og borgar toll og skatt.

Skrifað þann 19 November 2012 kl 16:01

gislihjalmar

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Markriffill óskast ...

... takk mjög fyrir þessar uppl.

Skrifað þann 19 November 2012 kl 18:28