Óska eftir góðum riffilsjónauka

thok

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er að leita að góðum riffil sjónauka með stillanlegri stækkun. Ekki minni en 50mm og ákjósanleg stækkun væri 3-12 en annað kemur til greina. Meopta, S&B, Zeiss og fleiri góð merki er það sem hugurinn girnist. Getið sent póst í thok@hi.is um hvað þið eigið eða svarað því hér.

Hef einnig hreyfiskynjara og einsmanns refakofaveiðikofa með gasofni sem ég hugsa um að losa mig við ef einhver hefur áhuga.

Kv. Þórður

Tags:
Skrifað þann 11 September 2012 kl 12:17
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Býst við því að Sightron SIII SS 10-50x60 MRAD MilDot sé of mikið? Þú ert kannski að leita að pure-a veiði sjónauka en ekki með pappaskotfimi í huga?

Skrifað þann 11 September 2012 kl 12:28

thok

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Þvi miður, eingöngu að hugsa um sem vieðikíki svo þetta er of stór stækkun.

Kv. Þórður

Skrifað þann 12 September 2012 kl 12:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Það er verid að selja nightforce 5.5-22 í öðrum þræði hérna

Skrifað þann 12 September 2012 kl 13:51

HlynurSig

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 12 September 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Er með nýjan Schmidt&Bender - Zenith 1,5-6x42: Kíkirinn er með 30mm túbu og ljósi.

Upplýsingar í síma 844-3850.

Skrifað þann 12 September 2012 kl 17:35

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

áttu nokkuð myndir af "einsmannsrefaveiðikofanum" ?

Skrifað þann 12 September 2012 kl 20:37

ONB

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

TotiOla

Hvað viltu fá fyrir hann ?

sendu mér póst
olafur@bananar.is

kv
Ólafur.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 9:29

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Póstur sendur.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 11:12

Njáll

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

TotiOla
Væri alveg til í að fá senda verðhugmynd hjá þér á sjónaukanum og langaði einnig að vita hvort hann sé með opnum eða lokuðum turnum ?
Getur svarað mér hér nalli@visir.is

Skrifað þann 13 September 2012 kl 18:17

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Njáll - Turnarnir eru OPNIR og með 0,05 MRAD færslum. Ég sendi þér póst með nánari upplýsingum eftir 5 min.

Þórður - Ég biðst afsökunar á því að stela þræðinum. Vona þó að þessi umræða hafi nýst til þess að halda honum uppi þannig að fleiri sjái upphaflegt efni hans.

Þeir sem áhuga hafa geta sent mér póst á thorarinnola@gmail.com Ég hendi inn auglýsingu við tækifæri.

Skrifað þann 13 September 2012 kl 18:47

thok

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Hlynur þessi er með of lítilli stækkun og of smárri linsu þrátt fyrir að vera alveg toppgræja (hef prufað þessa týpu).

Tóti þú mátt stela þessum þræði alveg að vild, bara gott ef menn finna sér kaupanda/seljanda af því sem mönnum vantar.

Skal taka mynd af kofanum og því sem fylgir á morgun og senda á nýjan þráð. Fínn tími til að fara draga út og gera klárt fyrir vetrarveiðina.

Kv. Þórður

Skrifað þann 13 September 2012 kl 19:28

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Hmmm. Á einn Zeiss 6-24x72 inn í skáp sem stendur/stóð til að selja ef rétt verð fengist

Skrifað þann 13 September 2012 kl 21:25

Haukurarnors

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Sæll ég er með meopta artimis 2000 , 3-12*50 með ljósi í krossi.
Uppl. haverk@simnet.is

Skrifað þann 13 September 2012 kl 21:47

karig

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Sælir, ég er með til sölu Burris XTR 3-12 x 50 , skoða skipti á ýmsu dóti, kv, Kári. karig4@simnet.is

Viðhengi:

Skrifað þann 14 September 2012 kl 6:44

thok

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Óska eftir góðum riffilsjónauka

Sælir félagar og takk fyrir góð viðbrögð.

Eg endaði í Zeiss Victory Diavary 3-12x56. Verst að maður á ekki pening til að kaupa sér fleiri af þeim sem voru í boði, margir eigulegir!!

Kv. Þórður

Skrifað þann 14 September 2012 kl 16:32