Rjúpusúpur/forréttir - vantar uppskriftir

SiggiKr

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja kæru spjallverjar

Mig langar að búa til súpu eða góðan forrétt úr rjúpu. Lumið þið á einhverjum óbrigðulum uppskriftum af slíku?
Kv.
Siggi Kr.

Tags:
Skrifað þann 26 November 2012 kl 12:46
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpusúpur/forréttir - vantar uppskriftir

Úr bókini hanns Úlfars
2 rjúpur hamflettar með hjörtum og fóörnum
2 msk olia
salt og nýmalaður pipar
vatn
1/2 dl portvín
1 1/2 rjómi stendur ekki meira en ættli það eigi ekki að vera dl
sósujafnari

Hitið oliu í pott og brúnið rjúpur og innmat í 3-4 mínututr eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar.Bætið þá vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir rjúpurnar og sjóðið við vægan hita í 1 klukkustund.Takið rjúpurnar úr pottinum og skerið allt kjöt af beinunum og setjið aftur í pottinn.
Bætið þá portvíni og rjóma út í og sjóðið í 2 mínutur. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Þykkið súpuna með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með léttþeyttum rjóma og góðu brauði.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 26 November 2012 kl 14:46