.223 - Spurning

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Sæl öll,

Ég efast ekki um að einhver hér lumar á góðum ráðum varðandi val á cal. Hef ekki hugsað mér að fá mér nýjan riffil heldur fá mér aukahlaup á Sauer sem ég á nú þegar.

Nokkur cal koma til greina. Hugmyndin er að skjóta a pappír á 100 til 300 metrum. Fyrst datt mér í hug .222 en er farinn að hallast að .223.

Það sem ég get gert er að breyta í:
.222 Rem. .223 Rem. .22-250 Rem.
.243 Win.
.25-06 Rem.
6,5x55
6,5x57
.270 Win.
7x64
.308 Win.

Hvað segja vanir menn, hvað er vænlegast að velja?

kv.
S

Tags:
Skrifað þann 12 January 2013 kl 20:44
Sýnir 1 til 20 (Af 23)
22 Svör

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

lang öruggasta valið væri .223 6.5x55 eða .308 fer í rauninni bara eftir því hvað þú ert að leitast eftir sjálfur (til dæmis bakslag).

Skrifað þann 12 January 2013 kl 21:37

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: .223 - Spurning

Takk fyrir það, svipað og ég hugsaði. Hef litlar áhyggjur af bakslagi, rekstrarkostnaði o.fl. Það sem ég er að sækjast eftir er hvert af þessu væri líklegast til að skila mér þéttustu grúppunum á þessu 100 - 300 m færi.

Mundi reyndar lika vilja vera nokkuð viss um að auðvelt sé að nálgast gott úrval af kúlum hérna heima.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 21:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Ágæti S202.

Ef markmið þitt er nákvæmnisskotfimi á 100 - 300 m...
þá er val þitt auðvelt:

1. .222 Remington (Lapua hylki)
2. .308 Winchester (Lapua hylki)

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:20

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Hvaða kaliber áttu fyrir ? Þ.e. Hvaða hlaup áttu á Sauerinn ?

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:24

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: .223 - Spurning

Takk fyrir það, .222 var fyrsta hugdettan. Notað af BR skyttum áður en nýrri cal sem mér sýnist menn vera að nota enn í dag ýttu þessu til hliðar.

Ég var síðan eiginlega hættu við sjálfur á þeim grunni að þetta væri kannski of mikið jaðar cal núorðið. Það hefur kannski verið misskilningur hjá mér, þess vegna spyr ég líka mér reynslumeiri menn.

Ef þú sjálfur værir að velja milli .222 og .308, hvort tækir þú í þetta?

Ég á fyrir 25-06 og 6,5x55

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:27

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Snýst val á milli upptalinna kalíbera ekki um fleira en bara hlaup? Þarf ekki að breyta lás eitthvað til að fara úr .222 í .308 að maður ekki tali um .270?
Verður ekki að einskorða sig við þau kalíber sem henta rifflinum sem fyrir hendi er ef ekki á að fara í verulegar breytingar með tilheyrandi peningaútlátum. Kannski væri þá bara heppilegast að fá sér annan riffil?

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

ef planið er að skjóta á pappír á 100-300m þá er fátt sem slær 6mm BR út ef þá nokkuð...

ef þú getur breytt í .243 þá er ekkert til fyrirstöðu að breyta í 6BR sem er mun nákvæmara, minna bakslag, minna púður, meiri hlaupending og því mun lægri rekstrarkostnaður...

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Ágæti félagi S202!

Þetta er alltaf spurning hvað viltu gera??
Sem sagt á hvaða færum viltu skjóta....en eins
og þú segir 100 -300 m......
engin spurning... .222 Remington!!
Ég hefi skotið úr þessu caliberi milli 11000 til 12000 skotum
á um 40 ára tímabili og tel mig þess vegna hæfan til þess
að hafa skoðun á gripnum!
Ég hefi aðeins skotið á milli 5000 -6000 skotum úr .308 Win
svo þú verður að treysta á reynslumeiri menn í þeim efnum?!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s.1 = 24.0 grain 4895 með góðri 52 grain kúlu er bara...... galdur!!
P.s 2.= Þetta er hleðsla svo langt undir hættumörkum að mér finnst
í lagi að birta hana hér.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:06

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

byssur info, það er því ýmislegt til fyrirstöðu þar sem (að því sem ég best veit) sauer framleiðir ekki hlaup í 6mm br fyrir sauer 202 riflana sína. hlaupinn á þeim eru ekki skrúfuð á eins og á flestum rifflum, heldur smellt á með einhverju rosa sniðugu kerfi eða fest með einhverri skrúfu (man ekki hvort kerfið átti við 202 byssurnar)

það gæti reyndar verið að hlaupinn fyrir sauer str 200 riflana gæti passað, en ég ætla ekki að fullyrða neitt um það.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Ágætu félagar!

Loksins tókst okkur að halda út þræði þar
sem allir sýndu fyllstu kurteisi!!
Er þetta ekki betra svona?
Mér finnst það allavega!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:49

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: .223 - Spurning

Ég þakka fyrir mig.

Rétt annars hjá JGK, þetta eru skiptihlaup. Ég er ekki að gera varanlegar breytingar, bara að auka við möguleikana.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:58

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

ég hef aldrei skoðað samsetninguna á Sauer rifflum, en er þetta ekki eitthvað sem góður byssusmiður getur gert á venjulegu hlaupi ?

góður rennismiður ætti að geta smíðað þessa samsetningu a hlaupi alveg eins og framleiðendurnir..

það gefur möguleikann á að kaupa td. Krieger match hlaup og fá það kaliber sem maður vill...

Skrifað þann 13 January 2013 kl 2:16

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Sæll,

Þú getur séð hér (linkinn að neðan bls. 8) hvaða möguleika þú hefur á skiptihlaupi frá Sauer m.v. hvaða kaliber þú ert með núna og hvenær þú þarft að breyta t.d. magasíni. En það sem er ekki á þessum lista og er áhugavert kaliber, 204 Ruger.

kv,
Hafliði

http://sauer.de/cms/upload/downloads/Bedienungsanleitungen/S_202_Re...

Skrifað þann 13 January 2013 kl 11:02

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: .223 - Spurning

Takk fyrir það,

Geri ráð fyrir að þú sért með svipaða byssu. Ég miðaði við þetta líka, svo eru nákvæmari upplýsingar á þessu bls 78, sýnir líka hvaða útgáfu af hlaupum er um að ræða fyrir hvert cal:

http://sauer.de/cms/upload/downloads/SAUER_Katalog2011_2012_deutsch...

Skrifað þann 13 January 2013 kl 11:13

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Og svo eru þessir að framleiða hlaup fyrir Sauer 202 riffla.
http://www.border-barrels.com/border.htm...
Kv K.M.S

Skrifað þann 13 January 2013 kl 16:50

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

þessi border hlaup eru á furðulega góðu verði. væri gaman að sjá hvernig þau koma út

Skrifað þann 13 January 2013 kl 18:13

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Já.... hum.... 223

kv hr sem skoðar allt vel sem Byssur info eða Danni sig hefur til málsinns.....

Skrifað þann 16 January 2013 kl 0:36

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Sælir félagar
Ég valdi 223 R eftir töluverðar vangaveltur. Var að spá í varmint riffil sem væri nákvæmur á stuttum færum og upp í millivegalengdir. Það munar ca 20% á hleðslu í 222 og 223. Kannski ekki vinsælt að setja enskan texta inn en hér fyrir neðan er lýsingin á 223 R af 6mmbr.com síðunni. Þetta cal er þekkt fyrir að vera nákvæmt og auðvelt að finna hleðslur. Hægt að teigja vegalengdir upp í 1000y með tvisti 8.

The .223 Remington is the most widely-used centerfire rifle cartridge in the developed world. In its 5.56x45 military form, it is the primary issue ammunition for the U.S. Military and NATO forces. It is a popular sporting cartridge, and probably the most commonly used centerfire varmint cartridge. In our Readers' Poll, the .223 Rem (both standard and improved) ranked first among preferred varmint rounds. The .223 Rem is efficient and versatile. It can sling 40-grainers past 3650 fps, and deliver 90gr VLDs accurately at 1000 yards. Its parent case, the .222 Remington, was once a mainstay of benchrest competition. Today, with custom match bullets, the .223 Remington can still deliver impressive accuracy, shooting well under quarter-MOA in a good rifle.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 0:50

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .223 - Spurning

Já..... Hvernig færðu þarna út Twist 8 ....? Fiskimann.... Þessar erlendu síður eru flestar fyllri af bulli en þær íslensku.......

60 gn kúla á 930m.... hum.... Nei .... 16 í twist og 55gn og 150 til 200m........... En .224, 68, Hornady BTHP M 2278 fer ekkert hratt í 8 twisti..... Með n 133 og 21gn er hún að fara á 2500fps...

En þarna er munur á 223 og 224....Og hann er einn hundraðasti úr tommu.... Og ekki gott fyrir ný hlaup....

kv hr

Skrifað þann 16 January 2013 kl 1:05
« Previous12Next »