1000m keppni

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

þetta er spurningin um að koma skotíþróttinni á blað - annað ekki - en gangi ykkur vel og hafið gaman af því skjóta 1000metrana.
Þetta er svona spurningin um að halda liðinu saman. Ekki að menn séu að skaða íþróttina, það bara er ekki verið að byggja undir þær greinar sem fyrir eru - nú þegar á að sækja að skotáhugamönnum með nýjum lögum - annaö vakir ekki fyrir mér ! .
bestu kveðjur...

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:55

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti félagi Kjartan!

Ég veit að þér gengur gott eitt til.
Þannig hefur það alltaf verið!

Bestu óskir til þín og þinna!

Með vinsemd.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti Silfurrefur!

Af hverju ekki að mæta?

Þú hefðir bara gaman að því....
Gott fólk...undarlegir karakterar...
þú ert augljóslega að taka stökkið
útí djúpu laugina hvort sem er!!
Og þú ert innilega velkominn!!!

Magnús Sigurðsson,
P.s Þú gætir sem best skotið mínum riffli,
okkur vantar sárlega nýja félaga!!!!!

Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

ef menn eiga bara að taka þátt í 100-300m keppnum á vegum STÍ hveð eigum við þá að gera við 99% skotvopna á landinu sem passa ekki innnan þeirra flokka ?

ég er td. búinn að kaupa mér riffil sem er sérstaklega hannaður fyrir 600-1000m keppnir, hann er ekkert sérstakur à 100-300m og auðvelt fyrir 6BR og ppc að sigra hann, en hann er 17 pund án sjónauka og því langt yfir þyngdarmörkum fyrir HV benchrest flokk.

staðreyndin er sú að STÍ og ÍSÍ eru að vinna skotíþróttinni miklu meira tjón með því að tala niður félagsmót sem eru ekki undir þeirra merkjum...

sama hversu góður ég verð í skotfiminni þà mun ég seint vilja bendla mig við þessi samtök á meðan hugsannahátturinn er svona.

hafðu það fyrir reglu Kjartan að ef þú getur ekki glaðst yfir framtaki annarra í þessu áhugamáli okkar þá slepptu því að tjá þig um það, því hjá flestum okkar er þetta àhugamàl en ekki íþrótt og áhugamál á ekki að þurfa að fylgja stífum reglum og kosta félagsgjöld sem maður vill ekki borga.

Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti félagi Hurðarbak!

Er þeta ekki rétti vetvangurinn fyrir þig og aðrar góðar riffilskyttur?
Í svona keppni nýtur hár BC stuðull hinna löngu 7mm kúlna sín einna best.
Hefur þú prófað að skjóta á 1000 m ? Er forvitin um að vita hversu margir
hafa prófað að skjóta á þessari vegalngd.
Hefur þú tækifæri á að skjóta á slíkum vegalengdum?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 23:02

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: 1000m keppni

Takk fyrir það Magnús. Ég er bara þannig innréttaður að ég keppi sjaldan (Hef reyndar aldrei keppt í skotíþróttum) en þá sjaldan að ég keppi þá vil ég ekki sjá nafnið mitt neðst. Þannig tek ég aldrei þátt nema að hafa einhverja færni til að bera.

En ég þakka samt fyrir gott boð

Skrifað þann 8 December 2012 kl 23:33

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

1-0 fyrir Danna tongue out

Skrifað þann 9 December 2012 kl 0:29

millennium

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ég myndi nú frekar halda að svona kílómetramót hefði meira aðdráttarafl fjölmiðla og yrði betri auglýsing fyrir riffilskotíþróttina en eitt og eitt 100 metra mót.
Flott framtak.
Þess má geta að ein vinsælasta íþróttagreinin hér á landi í dag, Crossfit er ekki viðurkennd hjá ÍSÍ líkt og aðrar skemmtilegar 'jaðargreinar'. Í mínum huga er ÍSÍ steingelt apparat sem þarf að stokka upp í.

Skrifað þann 9 December 2012 kl 1:10

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

100% sammála Daníel hvað varðar "því hjá flestum okkar er þetta àhugamàl en ekki íþrótt"

Annars horfir þetta svona við mér.

Ég hef aldrei skotið út á 1000m - vantar aðeins upp á það. En ég á riffil sem á auðveldlega að ná þangað þannig að nú er það mitt verk að æfa mig fram á sumarið þannig að ég geti tekið þátt.

Geri mér engar vonir um verðlaun eða sérstakan árangur.

En ef að einhver hópur manna sem hafa þetta sama áhugamál og ég og eruð græjaðir til þess að skjóta 1000m ætla að hittasst næsta sumar þá er það staður sem ég vill vera á. Hitta menn og kynnast persónulega, para saman nöfn og andlit og sjá flottar græjur.

Skrifað þann 9 December 2012 kl 10:49

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Það væri virkilega gaman að reyna sig við 1000m færið en hvar myndu menn vilja reyna þetta. Það er engin braut að mér vitandi sem hefur leyfi fyrir 1000m færi. Hafnir hafa bara leyfi fyrir 400 eða 500m. Verra væri að halda svona mót í óþökk lögreglunar. Get alveg séð fyrir mér hvernig það væri hægt að spila slíka grein út í bull og öfgar í DV.

kv Atli S

Skrifað þann 9 December 2012 kl 11:19

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

ef keflavík hefði bara leyfi fyrir 4-500m þá væru þeir ekki með batta á ca 1000m

svo er skotsvæði Grundarfjarðar með 900m völl sem mætti sennilega teygja um 100m fyrir mót.
svo er skotsvæði austurlands sem nær 1000m án vandamála..

spurning hvort það sé einhver 1000m völlurvá norðurlandi, þá væri hægt að halda mótaröð allan hringinn smiling

Skrifað þann 9 December 2012 kl 12:26

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Málið með hafnar svæðið er að þeir hafa bara leyfi fyrir 400-500 þó svo að það sé batti á lengra færi. Var að ræða þetta við Jónas hjá sýslumanni um daginn. Var að leika mér á þessu járn dóti sem er þarna á 850m ca. Hann vildi ekki heyra það því að þeir hefðu ekki leyfi fyrir svona löngum færum og vildi ekki vita af því ef menn væri að skjóta út fyrir leyfðar lengdir.

Það er eflast hægt að lengja marga velli uppá 1000m. En samkvæmt skotvallar leyfi sem er gefið út fyrir vellinna þá hafa þeir bara ákveðna lengd og það er ekkért hlaupið að því að fá leyfi fyrir lengra færi skilst mér en er áður búið að gefa út á þá.

Er ekki að reyna að vera með leiðindi, langar sjálfum að keppa á þessu færi en þetta er þá bara mál sem þarf að skoða vandlega með leyfinn að gera.

Skrifað þann 9 December 2012 kl 12:33

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Sælir félagar - ég vil undirstrika það hér að lokum, það er ekkert sem kemur fram hér í mínum ummælum að ég sé á móti því að menn taki sig saman - og skjóti og reyni með sér á 1000 metrum, nema síður sé. Ég hefði vilja sjá fleiri koma að þeim fjölmörgu keppnisgreinum sem í boði eru nú þegar, þar sem allar reglur til staðar og skráningar einnig. Ég setti mitt sjónarmið hér inn sem áhugamaður um framgang riffilgreina í landinu og fjölgun þeirra sem stunda hana, annar var tilgangurinn ekki....
bestu kveðjur....

Skrifað þann 9 December 2012 kl 12:47

nanuq

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Sælir dreingir ég mindi meira en minna vilja taka þát í svona kepni bara uppá stemnínguna og félagsskapin er búin að vera færa mig hært og rólega útá 500yard og væri þrælgaman að fás og bera saman hvað menn eru að gera í leingri færum og eins og var sagt af góðum manni áðan veltast úr hlátri af niðurstöðunum.
Ég held að við ætum að plana svona mót í Keflavík

Kærkveðja Hlynur

Skrifað þann 9 December 2012 kl 18:52

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Þetta gæti verið gaman.
Væri vís með að mæta með veiðihólk og teldi líkur á að hitta skífu svona svipaða og vinna í lottó en er líklegri til að mæta á þetta en 100 eða 200 metra mót smiling
Bara svona fyrir funnið smiling

Myndi sennilega bara mæta með Blaser og taka hálfsfermeters grúppu eða einhvað en þetta gæti verið gaman smiling

Skrifað þann 10 December 2012 kl 11:20

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Allar minna en .100 grúppurnar sem Daníel þarf að þola og situr uppi með.

[/quote]að skjóta á 100-300m er bara ekkert challenge nema maður sé að eltast við einhver stór met, að skjóta .100 grúppu gerist bara of reglulega til að það sé merkilegt[quote]
....

Já er það þitt stærsta vandamál varðandi 100 og 200 metra benchrest að vera orðinn langþreyttur á öllum þessum .100 grúppum sem þú ert að skjóta Daníel ?

Skrifað þann 10 December 2012 kl 13:28

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: 1000m keppni

Já vissiru það ekki? hann er nefninlega búinn að rúlla öllum mótum upp undanfarið og er bara að bíða eftir að einhver annar brjóti eitt af fjölmörgu metunum hans svo hann nenni að mæta og bæta það aftur.

Skrifað þann 10 December 2012 kl 19:29

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ég hefði haft gaman að svona keppni,en þessi umræða er greinilega á sömu leið og aðrar hérna,
að breytast í persónulegt skítkast,en eg verð með ef af verður.
Kv.
KMS

Skrifað þann 10 December 2012 kl 20:55

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

...karate meistari sigurðsson?

Kv.Hnulli

Skrifað þann 10 December 2012 kl 21:41

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Kristmundur M Skarphéðinsson
Kv.
KMS

Skrifað þann 10 December 2012 kl 21:46