1000m keppni

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti gamli félagi Kristmundur Skarphéðinsson!

Þetta er alveg rétt hjá þér...einhverjir... og gjarnan þeir sömu
hafa einhverja ónáttúru í þá áttina að snúa út úr málefna-
legri umræðu og koma henni á sitt plan...mjög lágt!
Þetta er engum til framdráttar og allra síst þeim sem þessa iðju stunda!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 December 2012 kl 23:07

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Málefnaleg umræða

Ég veit ekki með þig Magnús en ég flokka það ekki undir málefnalega umræðu að fara með augljós ósannindi hérna á vefnum fremur en annars staðar. Mér finnst einnig verið að gera lítið úr skynsemi þeirra sem lesa og skrifa hér á vefinn með því að bera á borð fyrir þá augljósar lygar, hver sem á í hlut.

Þú veist það Magnús jafn vel og ég að hvorki þú, ég eða nokkur annar er að skjóta grúppur .100 eða minni að staðaldri. Að maður tali nú ekki um af bílhúddum.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 9:44

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Bergur þó að þú eigir erfitt með að hitta blaðið þá eiga ekki allir við sama vandamál að stríða.

100 grúppur eru frá .100-.199 og það er lítið mál að taka svoleiðis grúppur, það þarf ekki einusinni ppc til.

Og þessi þráður fjallar um 1000m keppni, ef þú vilt ekki vera með þá getur þú bara trollað aðra þræði og látið okkur um að ræða málin hérna í friði.

1000m keppni et fyrir alvöru skyttur en ekki einhver wannabe sem lifa á fornri frægð !

Skrifað þann 11 December 2012 kl 10:10

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Dómgreindarleysi og ósannindi

Daníel; mín afrek eða skortur á þeim hefur ekki verið og er ekki til umræðu hér. Ég hef ekki verið með skrif hér á netinu um upplogið eigið ágæti á skotvellinum eða annars staðar.

Það gerir þú hins vegar ítrekað.

.100 grúppur eru nákvæmlega það, það er að segja .100. Hins vegar er talað um grúppur "in the ones" grúppur frá .100-.199. Það er hins vegar aukaatriði í þessari umræðu. Þú hefur skotið á mótum hér eða annars staðar svo vitað sé nákvæmlega jafnmargar grúppur undir .100 og .199 eða minni. Það er að segja alls enga. Það er því mikið dómgreindarleysi að bera þetta á borð fyrir þá sem vita betur.

Þannig að ef einhver er "wanna be" benchrest skytta þá ert það þú.

Ég vil miklu frekar að um mig sé sagt að ég lifi á fornri frægð heldur en að skreyta mig með stolnum fjöðrum eins og þú gerir.

Ég held að allir þeir sem skjóta 100-300 metra benchrest séu mjög áhugasamir um að þú finnir þinn farveg í 1000 metra skotfimi Daníel og óska ég þér alls hins besta á þeim vettvangi.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 10:56

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ég hef nú bara einusinni tekið þátt í grúppu keppni, þá var ég með .300 win mag svo það er ekkert skrítið að grúppurnar voru ekki .100

Hinsvegar man ég vel eftir score móti sem við vorum báðir í, ég með minn veiðiriffil og þú og fleirri með ppc

Úrslitin voru á þá leið að einn ppc riffill skoraði meira en ég, hinir voru með lægra skor...

Og þú hittir varla á blaðið og skaust ekki á síðustu skífuna...


Og afsakanir virka ekki, maður með áratuga keppnisreynslu gerir ekki mistök í keppnishleðslum eða undirbúningi.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 12:14

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: 1000m keppni

Mig langar nú bara að nota tækifærið og skora á menn að mæta á áramótið hjá SR núna og standa undir stóru orðunum.


hljómar sem fínn vettvangur til þess smiling

Skrifað þann 11 December 2012 kl 12:36

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: 1000m keppni

Ég hef reyndar lúmskt gaman af að lesa þennan meting og ósætti á þessum spjall vef, en samt verð ég að segja að nóg sé komið af því góða. Strákar, reynið að koma fram hvor við annan af virðingu. Svona skotgrafaumræður og ásakanir skila engu. Þeim sem finnst að annar sé að móðga sig, látið það sem vind um eyru þjóta og ekki halda þeirri umræðu lifandi með því að svara í sömu mynt, heldur skrifa eitthvað uppbyggilegt í staðinn.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 12:42

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Þetta er alveg rétt hjá þér...einhverjir... og gjarnan þeir sömu
hafa einhverja ónáttúru í þá áttina að snúa út úr málefna-
legri umræðu og koma henni á sitt plan...mjög lágt!
Þetta er engum til framdráttar og allra síst þeim sem þessa iðju stunda


Minni á texta er mætur maður ritaði hér að ofan!
Var annars einn af fjórum eigendum byssur.info kvennmaður?!!
Þessi rökfærsla nær ekki nokkuri átt, og mega allir byssur.infóarnir skammast sín.

Með vinsemd
hnulli

Skrifað þann 11 December 2012 kl 13:14

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Dan sig, nú blöskrar mér.. Þú ert að setja út á annarra manna getu......
Eigum við ekki að fara með rétt mál ?
Íslandsmeistara mótið í skor þú gleymdir að nefna það
að Bergur var X kóngurinn það mót .... með samtals 22x á meðan að þú
Daniel Sigurðsson varst með 7x samtals. Þessari pissukeppni tapaðir þú DANÍEL
og ekki bara það þú ert að koma óorði á keppnir með að tala niðrandi um árangur annarra
sem án vafa veldur því að færri vilja mæta sér til skemtunar og vera með......
því að þeir gætu átt það til að vinna EKKI og verða svo fyrir því að vera drullaður niður af dansig
hér á hlaðvefnum.....
En burtséð frá því haldið 1000m keppni og hafið gaman af. Og þó þið vinnið ekki skítt með hvað
dansig segir hér á vefnum eftir á.. Æi þetta er bara dansig.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 15:01

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Voðalega ertu stressaður siggi, það var Bergur sem byrjaði að níða mig og mína getu.
Íslandsmótið tók ég þátt í án þess að stefna á verðlaunasæti, enda með veiðiriffil í .308 og verksmiðjuskot.

En þetta mun breytast, 3 rifflar í vinnslu sem allir ættu að verða tilbúnir fyrir vorið..
Þá mun ég keppa á jafnréttis grundvelli og sjáum hver stendur á pallinum þá ;)

Skrifað þann 11 December 2012 kl 16:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Hum heppinn er ég að vera ekki á þessu áhugasviði :-$

Finnst að þið allir egið bara að metast á vellinum, gera betur en næsti maður en vera ekki að níða skógin hver af öðrum hér á spjallinu.

Snúum okkur aftur að þræðinum.
Er búið að finna einhvern sem vill og getur haldið 1 km mót smiling

Hef einhvernvegin grun um að á því færi komi aðrir sterkir inn smiling

Allavega þá gæti það verið gaman


E.Har

Skrifað þann 11 December 2012 kl 16:17

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Það er mikill misskilningur hjá þér Daníel að ég hafi verið að níða niður þína GETU.

Þín GETA kemur mér álíka mikið við og hrísgrjónaverðið í Kína.

Það sem ég var hins vegar að setja út á er að þú skulir sífellt ljúga til um þinn árangur og eigið ágæti hér á vefnum. Ástæðan fyrir því að ég læt mig þetta skipta er sú að þeir sem eru nýir í sportinu og vita ekki betur trúa bullinu í þér og fælast frá þar sem þeir sjá enga möguleika á því að geta náð þeim árangri sem þú SEGIST vera að ná. Enda þyrfti til þess árangur sem dygði til sigurs á flestum stórmótum. Þetta fælir fólk frá því að taka þátt.

Að þessu sögðu ætla ég sem mín lokaorð í þessari umræðu að endurtaka orð sem skrifuð voru hér á vefinn fyrir einhverju síðan. "Fighting on ihe Internet is like taking part in the Special Olympics. Even if you win you are still retarded"

Daníel þú vinnur.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 16:31

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Sælir. Mér finnst verst að hrísgrjónaverðið í Kína bitnar oft á mínum hag, því í hvert skipti sem þurrkur hrjáir Ding dong-hérað í mið-Kína hækka húsnæðislánin hjá mér.

Kveðja Eiríkur.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 17:03

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ekki nóg með að þú ráðist gegn mér Bergur heldur ertu að níða þroskahefta og að auki að kalla alla bestu íþróttamenn landins í flokki fatlaðra þroskahefta...


Og metingur á skotvöllunum er því miður ekki mögulegur því menn eins og Bergur pakka saman og láta sig hverfa þegar þeir sjá fram á að tapa...

Skrifað þann 11 December 2012 kl 17:39

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Eiríkur - lumar þú ekki á góðri uppskrift á hrísgrjóna-rétti frá DingDong-héraði - fyrst þú er búinn að breyta þræðinum í matreiðsluþátt smiling

Skrifað þann 11 December 2012 kl 18:06

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Nei Kjartan, ég er liðónýtur kokkur, eins og við margt annað, en ég hef heyrt að hrísgrjón séu ákaflega stemmandi og vænti ég að einhverjir aðrir lumi á góðri uppskrift, því ekki er laust við að margir hefðu gagn af neyslu þeirra.

Bon apetit, Eiríkur.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 18:19

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti vinir!

Nei Kjartan, ég er liðónýtur kokkur, eins og við margt annað, en ég hef heyrt að hrísgrjón séu ákaflega stemmandi og vænti ég að einhverjir aðrir lumi á góðri uppskrift, því ekki er laust við að margir hefðu gagn af neyslu þeirra.
Bon apetit,
Eiríkur.

Nú erum við að tala saman........í samhengi þessa undarlega
þráðar....ég um mig frá mér til mín!!
Verð á hrísgjónum er málið! Og hvenig hægðirnar verða!
Ég skil vel hvað þið eruð að meina, ágætu félagar.
Þessi þráður byrjaði með tillögu um 1000m /1000yd keppni!!
Eigum við að taka okkur taki og halda árfram að ræða möguleika
á slíkri keppni?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 11 December 2012 kl 21:08

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Það er hárrétt Magnús...
en leiðist að segja þér frá því að það sem þráðarhöfundur hefur verið að gera hér fyrir ofan hefur verið einmitt það sem þú varst að tala um, hann um sig frá sér til sín... svo ekki rétt að ávíta menn fyrir að fylgja í gríni þeirri línu sem byssur.infó lagði..

Þetta er fín hugmynd að keppni.. og skemmtið ykkur ábyggilega vel þið sem verðið með.. en því miður á ég ekki ennþá vopn í að keppa með ykkur.

Held samt að til þess að það verði eitthvað úr þessu verði að halda betur á spöðunum en þetta..

Eitt vekur þó forvitni mína, er það eitthvað sem tíðkast að haldnar séu keppnir á mism. færum og möguleiki gefin á því að nota tvo mismunandi riffla útí hinum stóra heimi?

kv.Hnulli

Skrifað þann 11 December 2012 kl 21:27

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti Hnulli!

Takk fyrir svarið og hlý orð í minn garð!

Ég er algerlega sammála þér!
Þessi þráður fór út um víðan völl...svolítið eins og ég get
hrækt lengra en þú...
Eigum við ekki að reyna að sýna hverjum öðru kurteisi?
Auðvitað finnst mér ágætur félagi Daníel hafa farið fram úr
sér hvað varðar þessar .100 grúppur!!
En ágæti félagi Bergur,,,hvað varð til þess að þú dróst mitt nafn inní þá umræðu! Spyr sá sem ekki beit!
En hvað varðar grúppur undir .100... þá á ég nokkrar...enda
búin að skjóta þetta sport síðan 1969!!!!!
Hvað mig varðar var það aldrei rembingur eistakra manna sem
skipti máli ....heldur bættur árangur heildarinnar
Okkar sem skotmanna...hvort við vorum að skóta á pappa, refi
eða hvað sem er!

Með vinsemd ,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 December 2012 kl 22:04

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágætu félagar.

Ekki veit ég hvað Þórunn heitin Felixdóttir vélritunarkennari hefði sagt hefði hún séð annan
eins fingurbrjót og þenan......Líklega velst um af hlátri!:

En ágæti félagi Bergur,,,hvað varð til þess að þú dróst mitt nafn inní þá umræðu! Spyr sá sem ekki beit!

Beit hvað? Auðvitað átti þarna að standa; Spyr sá sem ekki veit!
Mér er það til vorkunnar að v og b eru hlið við hlið á hinu íslanska lykklaborði.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 12 December 2012 kl 8:57