6.5x47 vs .260rem

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvort mynduð þið vilja eignast 6.5x47 eða .260rem.....og afhverju?
kv
D

Tags:
Skrifað þann 6 January 2015 kl 9:13
Sýnir 1 til 20 (Af 44)
43 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 6.5x47 vs .260rem

Sennilega 6,5x47 það er svona aðeins meira "móðins" í dag, ekki að það séu einhver rök svo sem. Hins vegar er ég lítið að velta fyrir mér minni kaliberum. Er farinn að þekkja 308 ágætlega og skipti sennilega ekki úr því. Ég hef nefnilega komist að því að flestir sem tala illa um 308 hafa ekki mikið vit á því þvermáli. En þetta var nú kannski þráðarrán smiling

Skrifað þann 6 January 2015 kl 13:03

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

C47 er þarna sammála þér með 308, hef alltaf þótt það spennandi þó ég hafi ekki brúkað það mikið.
Langar að vita hvaða twist riffillinn þinn er með og hvaða þyngd á kúlum þú ert að nota? Einnig á hvaða færum þú ert að skjóta.
kv
D

Skrifað þann 6 January 2015 kl 15:11

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Þið sem eruð hrifnir af 308win vitið að sjálfsögðu að 260rem er bara 308win nekkað niður í 6.5mm !

Skrifað þann 6 January 2015 kl 15:47

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 6.5x47 vs .260rem

Jú Konnari, einhversstaðar las ég það enda er ég alls ekki að hallmæla .260Rem.
En Dude ég er með 12 twist og er almennt að skjóta 150gr en fer niður í 125 og uppí 180
Ég hef hins vegar ekkert með að gera að skjóta mjög þungu en 125 hefur verið með aðeins meira vindrek, enda léttari kúla
Hlað hefur hlaðið fyrir mig Accubond 150gr, en man ekki alveg hleðsluna, get kíkt á það ef þú vilt þegar ég kem heim. Þessi kúla með tiltekinni hleðslu skilaði mér 38 stigum á hreindýraprófinu, þar af einni tíu en tveim flyerum sem ég veit ekki út af hverju komu. Margir hallmæla einmitt accubond og segja þær skemma kjöt ef þær lenda á röngum stað á t.d. hreindýraveiðum. Mitt svar er að ég er aðallega að skjóta á pappa og er nokk sama um skemmdir þar! en á veiðum geri ég þá kröfu á mig að ég hitti á hárréttan stað. Á hreindýraveiðum er yfirleitt nægur tími til að athafna sig þótt ekki hafi ég haft nema sekúndubrot í sumar. Þá lenti skotið á 30m færi (30 ekki 300) aðeins of ofarlega og fór í hrygginn. Dýrið hafði styggst vegna skot annars veiðimanns en við ætluðum að samskjóta. Dýrið hins vegar beygði hausinn fyrir skotlínuna og þar sem færið var þá 195m treysti ég ekki á hausskot í samskoti. Dýrið kom hlaupandi að mér og stoppaði eitt augnablik, þetta var eins konar haglabyssuskot, bara upp með byssu og skjóta. Skotið fór í hrygginn og vissulega urðu einhverjar kjötskemmdir en ég náði samt 64% nýtingu með því að gera að kjötinu sjálfur í samvinnu við matreiðslumann. Þá reyndar pillluðum við hvert einasta rifbein. Þannig að kjötskemmdir, jú einhverjar en hvaða kúla hefði ekki gert það sem fer í bein?
Varðandi færin sem ég er að skjóta á, þau eru almennt 100, 200 og 300m Ég æfi mig ekki á lengri færum enda er riffilsportið mitt enn sem komið er hugsað til veiða eingöngu. Hins vegar er ég með miða með mér á veiðum sem segir hvað ég þarf að skrúfa upp í kíkirnum á 320,340....500m en ég efast um að nokkur leiðsögumaður muni nokkurntímann hleypa mér í þannig æfingar á veiðslóð, þannig að miðinn er býsna neðarlega í hægri rassvasanum smiling

Að þessu viðbættu, caliber, vörumerki byssunnar og pælingar í allar áttir eru í raun latína fyrir mér. Ef ég er með .308 sem ég hef skotið mest úr, góðan kíki og festingar þá eru mér allir vegir færir. Ef hins vegar fengi annað kaliber, langt færi og verri kíki þá verður sennilega andskotinn laus smiling

Skrifað þann 6 January 2015 kl 16:14

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Jú mörg wildcat til af 308,,,,sem og 7.08, .243.
Er að pæla þessi caliber á lengri færum, 300+. Þar sem maður er ekki að veiða stærri bráð það þá þarf þetta ekki að vera nein sleggja. Var að skoða þetta sem longrange caliber sem væri praktiskt í þess konar skytterí. Þ.e. ódýrt að hlaða, gott kúluúrval, fer vel með hlaupið, góður bc fyrir kúlur.
kv
D

Skrifað þann 6 January 2015 kl 18:12

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: 6.5x47 vs .260rem

Þeir sem eiga 47 tala vel um það, þeir sem eiga 260 tala líka vel um það. Reyndar þekki ég engan sem er ósáttur við sitt kaliber ef út í það er farið. Ég er viss um að bæði eru góð til síns brúks.

Skrifað þann 6 January 2015 kl 18:24

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Þetta eru nánast eins "ballsitcly" hvort tveggja með 6.5mm kúlu og aðeins önnur hylki sem hýsa ca sama magn púðurs. Ég er með 260 Rem riffil sem er frábær en ég var einmitt í sömu pælingum þegar ég smíðaði hann. Hvaða hylki og framboð/gæð/verð á patrónum og skotum ætti fekar að vera ath sem þú metur hvort kaliber þú velur. Tveir frábærir kostir.

Kv,
Hafliði

Skrifað þann 6 January 2015 kl 20:25

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Dude,, afhverju ekki 6,5x55 ?????
KV;Kalli

Skrifað þann 7 January 2015 kl 18:07

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Er með stuttan lás sem ég ætla að nota í þetta.
Annars sýnist mér .260 og 6.5x47 vera nákvæmara kaliber en 6.5x55. 6.5x55 er aðeins öflugra og klárar hlaupið fyrr. En aðalmálið er lásastærðin.

Skrifað þann 7 January 2015 kl 18:26

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Hmm ég er nú ekki fræðingur en ég hef aldrei heyrt að 6.5x55 klári fyrr hlaupin en 260 eða 6,5x47 sem var einmitt sett upp til að auka hraða og ná mögulega betri nákvæmni en samkvæmt mínum kokkabókum er þumalputtareglann þessi.
Meiri hraði = meira slit á hlaupi í sambærilegum caliberum
En ég á 6,5x55 sem er þrusu nákvæmur og besti gripur vandin er bara að nú langar mig í annað cal til að byrja upp á nýtt.
Og hef horft pínu til 6,5x47 vegna þess að ég þekki vel hvað kúlurnar gera í bráð.
En á hinnbóginn pínu líkt 6,5x55 svo ég verð kannski of fljótur að finna kjörhleðsluna.
308 kítlar pínulítið vegna íslenskrar veðráttu með hliðsjón til vindreks en kannski ekki eins gott alhliða cal eins og til gæsaveiða en gæti teigt mig talsvert lengra en 6,5x55 á suma bráð.
En þetta eru nú bara hugrenningar í skammdeginu.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 7 January 2015 kl 20:15

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Gisminn ! Þú gerir þér grein fyrir því að 6.5x55, 260rem og 6.5x47 hafa minna vindrek og minna dropp en 308win ! Þannig að þau henta betur að öllu leyti þegar færin lengjast ! Þú teygir þig lengra með 6.5x55 heldur en 308 smiling

Skrifað þann 7 January 2015 kl 21:03

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Nákvæmlega Konnari. 6.5 og 7mm kúlur eru mjög góðar í longrange shooting.

Skrifað þann 7 January 2015 kl 21:12

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

6,5x284 verður næsti riffill ,,, er byrjaður að safna efni ,,, smiling sammála konnara ,,, Steini ertu ekki með mun þyngri kúlur í huga varðandi 308 , sem ætti þá að gefa minna vindrek ???

Skrifað þann 7 January 2015 kl 21:40

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Jú ég var bæði að hugsa um þyngri og meiri endakraft en í 120gr kúluni í 6,5x55 sem hreinlega er búin með allan flug og höggkraft á ca 600 metrum.
Tókum einu sinni skotæfingu eða test á mun á mínum Sako með 120gr nosler og 308 Tikku með 150gr game king kúlu 3 skot hvor á hvert færi 100m báðir 0 á 200m var munurinn á falli rétt merkjanlegur miðja grúbbu hvors var munur upp á 3mm en á 300m þá skildi að 1 cm sem 308 var lægri en ég með 31 í fall en 308 með 32Cm Svo skutum við að ganni á 500 metra og þá versnaði í því fyrir mig þar sem grubban hafði galopnast en ekki hjá 308 það kveikti pínulítið í mér.Ég fékk reyndar síðar verri upphafsgrúbbur með annari kúlu en flottar úti á 500 kannski ekki búnar að stabilisera sig á 100 wink
En það er kannski ekki að marka mig í þessu efni því ég fórnaði talsverðum hraða í 6,5x55 fyrir meiri nákvæmni eins og þú veist Kalli smiling
En það er samt meira vindrek í 308 eins og Konnarinn benti á smiling en ég held að þó droppið sé meira þarna úti er slagkrafturinn og meiri endahraði á 308 en ég þekki vel 270 en þeir koma ekki til gryna er regluge að hlaða fyrir 2 slíka skratta og eru pínu erfiðir að fá nákvæmnina í lag en þegar hún smellur eru þeir traustir í öllum aðstæðum það vantar ekki.

Skrifað þann 7 January 2015 kl 22:38

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

En svona aftur af upphafinu þá veldi ég 6,5x47 vegna þess að þeir sem ég þekki eru svakalega ánægðir með það hef minna heyrt um 260rem

Skrifað þann 8 January 2015 kl 11:05

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Af hverju ekki original 284 ? Mun duglegra en 6,5mm á lengri færum.

Skrifað þann 8 January 2015 kl 20:12

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

http://demigodllc.com/articles/6.5-shootout-260-6.5x47-6.5-creedmoor/

Skrifað þann 8 January 2015 kl 20:30

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Snildar grein maður verður bara veikur á að lesa svona eins og á 910 metrum er grúbban 6,7cm ojbara smiling

Skrifað þann 8 January 2015 kl 20:48

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 6.5x47 vs .260rem

Erum við ekki alltof hræddir við að nota þungar kúlur í 6,5x55 ?? og hlaða svolítið heitt ? Grenri kúla af tveimur jafn þungum missir minni hraða hlýtur að vera, því hún þarf ekki að ýta frá sér eins miklu af lofti á leiðinni !!! svo bara þessvegna veldi ég 6,5 fram yfir 308 sérstaklega ef ég væri að skjóta á mjög löngum færum,,svo hef ég verið að spekúlera með vindrekið , er ekki sama vindrek á jafn þungum kúlum þó kaliberið sé annað ???? mér fynnst það eiginlega hljóti að vera þar sem sami flötur ber upp í vindinn ??? er ég eitthvað að bulla með þetta ??? væri gaman að fá komment á þetta, smiling
kv Kalli

Skrifað þann 8 January 2015 kl 22:09
« Previous123Next »