Die sett

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Die sett

Getur einhver frætt mig um fyrir hvað þetta stendur

EXP-FL-NK-ST- Traper Crimp- Profile Crimp-Roll Crimp

Tags:
Skrifað þann 18 June 2015 kl 13:14
Sýnir 1 til 20 (Af 25)
24 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

Exp = expander
fl = full length
nk = neck size
St = seater die

Crimp er aðallega notað fyrir vélbyssur og því ekki notað hér á landi

Skrifað þann 20 June 2015 kl 8:28

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Re: Die sett

Takk fyrir svarið
Hefði frekar átt að spyrja hver er munurinn á þessum Dieum veit voða lítið um þetta og hvað gera þeir

Skrifað þann 21 June 2015 kl 2:00

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

Hvað þeir gera felst í nafninu á þeim.
expander die er notaður til að víkka út hálsinn á hylkinu

Full length die þjappar öllu hylkinu í rétta stærð

Neck size þjappar hálsinum á hylkinu í rétta stærð

Seater die er til að setja kúluba í hylkið

Svo er til body die sem þjappar hylkinu en lætur hálsin vera.

Ef þú ert búinn að taka hleðslunámskeið þá áttu að kunna þetta, ef þú ert ekki búinn með námskeið þá mæli ég með því að velja réttan aðila til að kenna þér.

Skrifað þann 21 June 2015 kl 8:27

Finish

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ágæti Mundi61

Mig langar til að benda þér á að næstum því öll skammbyssu hylki eru "crimpuð,, skot í td. 9 mm Luger eru Taper-crimpuð, og nærri því öll skot í semi-auto skammbyssur eru taper-crimpuð,, Skot í rúllu skammbyssur td. 38 spes. eru roll-crimpuð en þá er crimpað í rillu í kúlunni, það er nærri því án undantekninga sem rúllu skammbyssuskot eru crimpuð.

Þessi setning frá "2014" Crimp er aðallega notað fyrir vélbyssur og því ekki notað hér á landi. Er því algert bull.

Þessum "2014" veitir greinilega ekki af að fara á hleðslunámskeið, og ætti ekki að vera að tjá sig um það sem hann veit ekkert um.

Skrifað þann 21 June 2015 kl 20:23

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ég hef verið að spekúlera í þessum "crimp græjum" fyrir riffilskot. Það er til slíkt fyrir ýmis kaliber frá Lee.

Hafa menn ekkert verið ða nota þetta í rifla hér á landi?

Skrifað þann 21 June 2015 kl 21:50

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

Ég var ekki að tala um skambyssur enda voru þessar spurningar þess eðlis að ætla mætti að um byrjanda í skotfimi sé að ræða og því eðlilegt að ætla að viðkomandi hafi ekki leyfi fyrir skambyssu

Og ef ég þarf að fara á námskeið þá sest ég bara í sófan hjá mér með kaffibolla og námaefnið mitt þar sem ég kenni endurhleðslu skotfæra.

Þú ættir fara varlega í fullyrðingarnar Finish þegar þú veist ekki hverja þú ert að tala um.

Skrifað þann 21 June 2015 kl 22:04

Finish

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Hr. Besserwisser, "2014 (DS)

Ég veit nákvæmlega hver þú ert, og hvaða mann þú hefur að geyma.!

Þess vegna fannst mér við hæfi að benda á að fullyrðing þín, "crimp er ekki notað á Íslandi" er alger þvæla, þessa die sem "Mundi61" spyr um er alla hægt að nota til að hlaða skammbyssuskot, a.t.h. skammbyssuskot og riffilskot eru stundum sama skotið.

Enn og aftur, þú þarft að fara á námskeið hjá Sigga og læra endurhleðslu, þú hefðir gott af upprifjun í því hvað er "crimpað og hvað ekki.

Að lokum, það er góð lýsing hjá þér, á þinni persónu að sitja einn og kenna sjálfum sér.

Skrifað þann 22 June 2015 kl 20:13

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

þar sem ég þekki þig ekki persónulega og þú ekki mig þá hefur þú ekki hugmynd um hvaða mann ég hef að geyma, þú hefur ímyndað álit á internetprófíl.

og ég fór á námskeið hjá Sigga og lærði nákvæmlega ekki neitt, enda engin kennsla eða kennsluefni á námskeiðinu hjá honum.

og ef ég veit ekki neitt um skotfimi af hverju er ég þá venjulega á verðlaunapalli á öllum mótum sem ég tek þátt í sama í hvaða flokki þau eru ?

svona bitrir einstaklingar eins og þú ættu ekki að hafa aðgang að skotvopnum, hvað þá internet aðgang.

Skrifað þann 23 June 2015 kl 7:25

Finish

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Hr. Besserwisser, "2014 (DS)

Þetta síðasta innslag þitt sýnir hvaða mann þú hefur að geyma, og hvað ég þekki þig vel, allt eftir bókinni hingað til.!

Þegar það er búið að hrekja þig út í horn með þvætting um "crimp er ekki notað á Íslandi" þá ferð þú að bulla um eitthvað annað, þú ættir að leiðrétta þessa vitleysu þína og láta þar við sitja.

Mér finnst skrif þín um Sigga ekki stórmannleg, hann er góður drengur sem margir hafa lært sín fyrstu handtök hjá, það að þú hafir ekkert geta lært hjá honum segir kannski meira um þig en hann.

Þú skallt reyna að halda þig við efnið, sem um er rætt en ekki árangur þinn í skotkeppnum, mér er alveg sama um hann,, en ekki rangar fullyrðingar um endurhleðslu.

Skrifað þann 23 June 2015 kl 21:45

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

þar sem þú hefur ekki einusinni manndóm til að koma fram undir nafni svo ég viti hver þú ert þá er nú ekki mikið að marka þín skrif um mig eða nokkurn annan hlut.

og kunnátta í endurhleðslu sést best í skotmótum, ef þú ert ekki góður að hlaða munt þú aldrei standa á verðlaunapalli á skotmótum þar sem menn hlaða sín eigin skot.

settu nú inn fullt nafn svo allir geti flett þér og þínum árangri upp til að meta hvort þú sért þess virði að taka mark á eða hvort þú sért bara enn eitt internet tröllið sem hvorki kann né getur nokkurn skapaðan hlut annað en að reyna að stofna til illinda á netinu.

Skrifað þann 25 June 2015 kl 11:10

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Re: Die sett

Langaði að vita í hvaða tilfellum maður notar EXP spyr sá sem ekki veit

Skrifað þann 26 June 2015 kl 11:43

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Aðallega notað til að þenja út hálsin þegar þú ert að hlaða með blýkúlum svo þú skafir ekki kúluna (roll crimpað á eftir).

Skrifað þann 26 June 2015 kl 23:27

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Sælir.
Expander er td. notaður á "straight wall" Hylkjum ss. flestum skammbyssu cal. og nokkrum riffil cal td. gamla 45-70, .30 Carbine og 450 Marlin til að víkka opið á hylkinu til að kúlann gangi auðveldar í, þetta er svo krumpað til að festa kúluna sem er algjör nauðsin eins og í túbumagasín rifflum annars gengi kúlann innar í hylkið við hvert skot.
Hvað varðar kennslu í endurhleðslu þá er það mín skoðunn að það er ekki hægt að kenna allt í einu! þetta er eins og með bílpróf, þér er skilað færum til að aka í almennri umferð nú eða hlaða skot til að veiða/æfa eftir atvikum. Ekki til að keppa í formúla 1 það er fyrir lengra komna, þega það er kominn hæfileg færni er hægt að taka hlutina á næsta stig í hvoru tveggja.
Það sem ég hef reynt að koma til skila hjá mínum nemendum ( já ég er með kennsluréttindi) er fyrst og fremst undirstaðann og öryggisþættir, og svo að lesa, horfa og spurja þar til og þegar reynslan og öryggið kemur, frekar en að leggja áherslu á menn geti hlaðið skot í HMgrúppur á 0-1.
Það er alltaf gott að þekkja sín mörk, og enginn skömm að því að spurja um hvað sem er, þannig lærir maður, en svo er líka stundum gott að kunna að þegja og láta alla halda að maður sé fífl frekar en gapa ofan í rassgat og taka af allan vafa.
kv.
Jón Kristjánsson

Skrifað þann 27 June 2015 kl 0:15

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Re: Die sett

Takk fyrir svörin er orðinn svolítið fróðari um die`a

Skrifað þann 27 June 2015 kl 0:36

Finish

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Hr. Besserwisser, "2014 (DS)

Mér finnst að þú ættir ekki að tala mikið um manndóm, ef þú hefðir einhvern værir þú búinn að leiðrétta bullið um að "Crimp er ekki notað á Íslandi"

Ég hef sagt það áður, reyndu að halda fókus á því sem um er rætt. Þ.e.a.s. bulli þínu um "Crimp, færni þín í hleðslu skothylkja og árangur í skotmótum kemur þessum þræði ekkert við, umræðuefnið er "Crimp á hylkjum.

Ég gat þess í upphafi að ég vissi hvaða mann þú hefðir að geyma, það er alltaf að koma betur og betur í ljós, í síðasta innslagi þínu er ekkert um umræðuefnið "Crimp er ekki notað á Íslandi" en reynt að draga athyglina frá "Crimpi yfir á mína persónu, sem kemur þessu ekkert við, reyndu að fókusera á boltann (crimp) ekki manninn.

Ég hef sömu sýn á kennslu í endurhleðslu og Jón K, það fer enginn af byrjendanámskeiði og heldur að hann kunni allt um endurhleðslu, það endar með slysi, (síðasta slys vegna endurhleðslu sem ég veit um var á svæði Skotf. Kef. þar sprakk riffill í cal. 300 RUM)

DS. Hafðu manndóm, leiðréttu þessa vanuhgsuðu setningu þína um "Crimp er ekki notað á Íslandi,, það er allt í lagi að gera smá mistök, ef maður reynir að lagfæra þau aftur.

Skrifað þann 27 June 2015 kl 10:43

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

Eins og ég hélt.. þú ert ekki nægilega mikilll maður til að standa á bakvið eigin orð svo ég nenni ekki að eyða fleirri orðum í svona mannleysu....

Skrifað þann 27 June 2015 kl 20:18

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Die sett

Eins og ég hélt.. þú ert ekki nægilega mikilll maður til að standa á bakvið eigin orð svo ég nenni ekki að eyða fleirri orðum í svona mannleysu....

Skrifað þann 27 June 2015 kl 20:18

Finish

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Hr. Besserwisser, "2014 (DS)

Vertu blessaður, Daníel Sigurðsson, þín verður sárt saknað.
Viva la Crimp.

Skrifað þann 27 June 2015 kl 21:05

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Re: Die sett

Gleimdi að spurja að einu er ekki til dai sem mótar kúlu hef verið hjá félaga mínum og verið að mæla kúlur og þær standast ekki 100% mál þó að það muni ekki miklu ?

Skrifað þann 28 June 2015 kl 23:14
« Previous12Next »