Dyrapining

NonniGisla

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 4 January 2013

Rakst a thetta a veraldarvefnum
Er thetta ekki kolologlegt dyranid?
http://www.youtube.com/watch?v=JtpBuSt00Ms...

Tags:
Skrifað þann 4 January 2013 kl 12:51
Sýnir 1 til 20 (Af 33)
32 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

ekkert ólöglegt við að dýr veiði önnur dýr, það kallast náttúra....

minnkahundar hafa akkúrat þennan tilgang, ef þetta væri ólöglegt þá væri líka ólöglegt að eiga minkahund...

Skrifað þann 4 January 2013 kl 12:59

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Minkaveiðimenn hafa þessa heimild (undaþágu frá lögum) til að veiða með hundum og skammbyssum.

Góður minkahundur er ansi fljótur að drepa minkinn líka, svo það er ekki meira níð en veiðimennska yfirhöfuð.
Svona er lífið.

Kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 4 January 2013 kl 18:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Ágætu félagar!

Þarna gefur að líta veiðar á aðkomudýri í íslenskri náttúru,
dýri sem eingu hlýfir og er hin versta sending!
Auðvitað stuða þessar myndir viðkvæmar sálir..........
Einhverjir (einhverjar?) eiga vafalaust eftir að tjá sig um
þetta hræðilega myndband í þáttum Skylduútvarpsins...
Kannski sitja þær sömu sálir og horfa hugfagnar á enska aðalinn
stunda sínar árlegu refaveiðar!!!??
Það er dýranýð!
Drukknir auðnuleysingjar að reyna að láta daginn líða...viðbjóður!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Takk ágæti félagi Jón fyrir að sinna þessu nauðsynlega starfi!!!

Skrifað þann 4 January 2013 kl 20:00

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Já, sniðugt, hann virðist nú vera góðlegur kallinn sem að birtist þarna í restina, sést strax að það er ekki mikið um illsku eða mannvonsku að ræða á þeim bæ smiling

Skrifað þann 4 January 2013 kl 22:37

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Það sér hver og einn að þetta er ekki dýraníð,þetta er gagnlegt starf sem hundarnir sinna. því fleirri kvikindi sem hundarnir ná að drepa er gott. Hundurinn er minkabananum nauðsynlegur. Ekkert subbulegt við þetta.

Skrifað þann 5 January 2013 kl 6:09

NonniGisla

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 4 January 2013

Re: Dyrapining

Thetta er vist dyranid og thetta er ologlegt
mer hefur verid sagt ad thad megi bara veida thessa minnnka i einhversskonar gildrur
Thetta h;erna er enn verra og thad aetti ad lata thessa hunda bita eigendur sina i rassinnhttp://www.youtube.com/watch?v=POkti0ucynY...

Skrifað þann 5 January 2013 kl 18:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

ef þú ert að saka fólk um dýraníð þá skaltu vitna í lög þar sem skýrt er tekið fram að hundar megi ekki veiða og drepa minka.

að koma inná þetta spjallborð til þess eins að saka veiðimenn um dýraníð er ekki vel séð þegar þú bakkar það ekki upp með því að vitna í lög.

held þú ættir að halda þig á barnalandi, svona ásakanir eru vinsælar þar.

hérna myndu flestir drepa mink með öllum tiltækum ráðum sama hversu subbulegt það myndi virðast.

Skrifað þann 5 January 2013 kl 19:01

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Ég er ekki viss um að öllum þeim dýrum sem minnkurinn drepur að nauðsynjalausu bara til að drepa, finnist þetta dýraníð.

Minnkur er meindýr og á að drepa hvar sem til hans næst.

Það er sjálfgefið að drepa þá eins hratt og örugglega og hægt er, en hundarnir vissu þetta bara ekki frekar en að minnkurinn hafi áhyggjur af því hvernig hann drepur.

Hverslags veruleikafirrtu þjóðfélagi búum við í ef það þarf skrifleg leyfi eða bevísa til að eyða meindýrum eins og minnkum eða rottum. Alla vegana komi sú staða upp ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því.

Ég vil bara benda þeim sem sjá eitthvað athugavert við minnkadráp, þetta eða annað, að finna sér annan vetvang til að skrifa á en Hlaðvefinn. Þar tala menn fyrir daufum eyrum. Ég þekki til dæmis þann sem hefur yfir vefnum að ráða það vel að ég veit að honum fynnst þessi umræða hlægileg.

Skrifað þann 5 January 2013 kl 19:04

Jón Pé

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Sæll Nonni Gísla, og gleðilegt nýtt ár.
Ég er ánægður með að þú komir hér inn á þennan vef og opnir þar umræðu um minkaveiðar, allflestir sem hér eru vilja fræðast, eða ausa úr viskubrunni sínum, til þeirra sem vilja eða vilja ekki.

Ég er á einu myndbandinu þarna, og mér þykir leitt að þér hafi verið sagt rangt til um minkaveiðarnar.
Og er mér það ljúft og skylt að fræða þig um reglurnar, og reyna að svara fyrstu spurningu þinni:
“Er þetta ekki kolólegt dýrníð”.

Í grein 9. um veiðar á viltum fuglum og spendýrum segir eftirfarandi:
“Við veiðar má eingöngu nota skotvopn sem úr má skjóta fríhendis frá öxl með þeim undartekningum sem upp eru taldar í liðum 3, 4, og 16 hér á eftir og nánar er kveðið á um í reglugerðum…..Við veiðar er m.a. óheimilt að að nota:….”
Svo koma nokkrir liðir sem útiloka eitt og annað, en í lið no. 16. stendur eftirfarandi:
“Hunda til þess að hlaupa uppi bráð, nema við minkaveiðar.”
Þarna er það sérstaklega tekið fram, að hunda má nota við minkaveiðar.

Ég get vel skilið að þessar myndir vekji óhug þeirra sem ekki eru vanir svona vinnu eins og þarna sést, og er ekkert hægt að segja við því.
“Dýraníð” getur verið hvernig sem er, ef viðkomandi þekkir ekki til.

Mér, til dæmis finnst það vera dýraníð að ætlast til þess að hundur bíti eigendur sína í rassinn, hvernig helduru að hundinum líði eftir svoleiðis, með kúkabragð í munni?
En svo er annað mál, ég held að það verði erfitt að fá þessa minkahunda til þess að bíta fólk í rassinn, ef þér tekst það þá mátt þú eiga Hi-Luxinn minn og hundana líka…

Vona að þetta hafi verið upplýsandi.
Kær kveðja. Jón Pétursson Minkaveiðimaður.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 4:03

eagle

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 November 2012

Re: Dyrapining

Sælir.

Ég ætla að benda á að öll dýr hvaða nöfnum sem þau heita þá eigum við að virða rétt þeirra og láta þau ekki þjást nema eins stutt og mögulegt er þegar þau eru veidd, annað er dýraníð.

Ég var að horfa á þetta myndband hér og það tók nú dágóðann tíma fyrir hundanna að drepa þennan mink sem hefði verið hægt að flýta fyrir því ef veiðmaðurinn hefði kært sig um, sem hann gerði ekki.
http://www.youtube.com/watch?v=RIN_BL06WrQ...

Mér finnst mjg oft skorta virðingu á Íslandi fyrir þeirri bráð sem er verið að veiða og sérstaklega þegar kemur að veiðum á ref og mink. Þá er eins að það gangi á menn eitthvað æði og öll skynsemi er út um gluggan. Virðulegur heimilisfaðir í sunnudags ferð með konu og börnum gengur af göflunum þegar hann sér mink eða ref og aðfarinar við veiðarnar eru ekki til þess að hafa eftir með börnin sem áhorfendur, hvað gengur mönnum til? Þetta er algengt að sjá í blöðum að menn standa svo keikir með hræið og skóflu í annari hendi eða lýsa því þegar dýrið var kramið eða grýtt með grjóti til dauða.

Reyniði nú að komast út úr hellisskútanum og rétta úr ykkur svo þið sjáði til sólar, það er 2013.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 15:01

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Dyrapining

Koma út úr hellisskútanum upp í fílabeinsturninn?
Ég hafði mjög gaman af að fylgjast með hundunum ná þessari bráð. Kannski er ég hellisbúi?

Skrifað þann 6 January 2013 kl 17:00

eagle

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 November 2012

Re: Dyrapining

Ef þú hefur gaman að því að sjá dýr vera kramið til bana í hundskjafti og það af tveimur hundum þá verður þú að eiga það við sjálfan þig.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 17:07

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Dyrapining

Þetta er svo kjánalegur frasi að eiga "það" við sjálfan sig.. Ég sé ekki ástæðu til að vera með móral yfir einhverju jafneðlilegu og veiðar á meindýri.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 17:23

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Venjulega hirði ég ekki um að svara mönnum sem hafa ekki manndóm til að koma fram undir nafni.
Ætla samt að gera undantekkningu, enda hef ég trú á að nafnleysingjarnir sem hér eru að saka menn um dýraníð séu ekki veiðimenn. Þekki lítið til í náttúru Íslands. Svona stofurettlætissinnar.

Minkur er veiddur á Íslandi. Flestir eru sammála því að það er mauðsin. Hann fer skelfilega ,eð varpsvi, getur ver mikill skaðvaldur í ám og er í raun vond breyting í fánu Islands, Bretyngi sem við íbúarnir komum á.

Aðfeir til að veiða mink eru frekar frumstæðar. Getun máð að taka ofan af stofninum staðbundi með gildrum. Eða nota hunda og byssur.
Það eru allt allt pf fáir sem gefa sig út í þessa iðju. Fæstir nenna ekki þessu sem ég vil kalla samfélagsþjónustu, enda étum við ekki minkin og fáum jafnvel á okkur níðingstimpil fyrir að sinna þessu.

Sjálfur er ég venjulega með ca 10 gildrur úti. Nota mannúðlegustugildrir sem fást. Gildrur sem klemma minkin til dauðs!
Önnur aðferð er hundar. Ven
julega tekur sá slagur hratt af svo fremi sem hundarnir ná minknum. Betra að hafa fleirri hnda, vinna einfaldlega hraða.

Sá slagur er ekki mikið öðruvísi en þegar karlminkar hittast að vori. Líkur á nokkrum sekúndum, eða mínútum. Þetta á ekkert skilt við dýraníð.

Í minum huga er frekar dyranýð að halda minkahunda, terryer eða slika sem heimilishunda og rétt hleypa þeim út að skita eða rægta kjukkæinga í virnetsbúri. Þarna er ekki um að ræða dýranýð!

Einar Kristjan Haraldsson

Skrifað þann 6 January 2013 kl 17:49

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

er sammála honum Einari að mest leiti ef ekki öllu leiti með það sem hann segir þarna

ég held að þú sért ekki úr borginni. en eins og sveitafólkið segir að hafa hund í borginni er rugl að loka þessi grei inni
allavega í minni sveit var það alltaf sagt en ég hef verið sjálfur með labradorhund í ein 3 ár sjálfur og reyndi að sinna því eins og ég mögulega gat en ég hefði viljað geta sinnt honum meira en gat það ekki því varð ég að láta hann frá og e´g fór með hann í klst göngu á hverju kvöldi + æfingar og hreyfingar um helgar en vildi gera meira af því en hafði ekki tíma í það

en sambandi við þessar minka veiðar þá finnst mér ekkert að þessari veiði aðferð þetta er alltof mikill vargur sem mætti veiða meira af hvet menn ef þeir hafa tíma eða svæði til að vinna á minknum og ref að gera það áður en illa fer í nátturuinni okkar.

pétur

Skrifað þann 6 January 2013 kl 18:16

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Dyrapining

Vel gert Jón P.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 19:32

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Petur eg er með Breton, en hann fær að sýna sitt eðli a veiða rjúpur.
Vera með minkahund sem ekki veiðir er sorglegt smiling

Skrifað þann 6 January 2013 kl 23:01

K-pax

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Nonnigísla

Mér sýnist minkurinn í seinna myndbandinu ekki síður bíta hundana, þú vilt kannski ásaka hann um dýraníð líka.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 23:53

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Dyrapining

Veiddi nú mikið af mink áður fyrr með hundum og ef það er dýraníð... ja þá má nú kalla flest dýraníð td : veiða fisk á stöng, þræða maðk á öngul, leggja net í sjó og svo mætti lengi telja.. hvar eru mörkinn..
Minnkahundar eru góðir og þarfir þjónar til að reyna halda þessum vágesti í skefjum........

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:14
« Previous12Next »