Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Ojæja. Ég var að reyna að reikna út hvað kostar að hlaða sín skot sjálfur. Ég tek ekki með kostnað við að koma upp græjunum, einungis hráefniskostnað. Mínir hávísindalegu útreikningar eru á þessa leið:
Hvellhetta 9kr pr stk
Patróna 11 kr pr stk miðað við 10 skipta notkun
Kúla Nosler 150grain accubound 152kr
Púður VV 140 ca 2,9 grömm eða 46 grain (hvert gramm kostar 12.9kr)

Ef ég legg þá saman 9+11+152+39= 211kr hvert skot
211 kr hvert skot sem er ansi dýrt miðað við að Hlaðmenn skiluðu til mín 50 svona skotum á 205kr. stk Er ég að reikna þetta eitthvað vitlaust eða borgar sig hreinlega ekki að gera þetta sjálfur?

Kv C47

Tags:
Skrifað þann 6 March 2014 kl 13:46
Sýnir 1 til 20 (Af 33)
32 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Eitthvað held ég að þú sért að reikna vitlaust, allavegna myndi ég ekki borga rúmar 15þ fyrir pakka af kúlum..

Fyrir 308 er ég með kostnað uppá 93kr skotið og þar af er kúlan um 60kr

Skrifað þann 6 March 2014 kl 15:02

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Pakkinn er á 7590 með 50 stk þannig að hver kúla er þá á kr 152 Ég veit vel að það er hægt að fá ódýrari kúlur en hugsunin er hreindýraveiði í haust og ég ákvað að nota sömu kúlur til æfinga og veiði.

Skrifað þann 6 March 2014 kl 15:26

BC

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Þú ert að nota mjög dýra kúlu og spurning hvort þú finnir þér ekki einhverja ódýrari til að nota til æfinga ef þú ert að skjóta miklu. Svona samhliða þessari. Er sjálfur með GameKing og Interbond. Sierra kúlan er ca. 60 kr/stk.
Ef Hlað er að rigga þessu upp með Accubond kúlunni á 211 kr/stk mundi ég ekki nenna að gera þetta sjálfur til að spara mér 6 krónur.

Skrifað þann 6 March 2014 kl 16:14

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Jú veit ég vel, kúlan er fokdýr miðað við margt annað sem í boði er. Ég er bara byrjandi í þessu og á eftir að prófa mig áfram og sjá hvaða kúlur og hleðslur riffilskömmin vill smiling

Skrifað þann 6 March 2014 kl 16:42

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

ef þú ert með .308 þá myndi ég prófa Gameking 165gr, ég er að nota hana og treysti mér til að skjóta kókflösku á 800m með henni, og krónupening á 100m.

þessar Nosler kúlur eru ágætar, en þær eru mjög langt frá því að vera 3x betri en Gameking kúlurnar ef þá nokkru betri, Gameking virkar allavegna mun betur í mínum riffli.

Skrifað þann 6 March 2014 kl 18:53

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Takk fyrir þetta 2014, ég er einmitt með .308

Skrifað þann 6 March 2014 kl 19:38

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Sæll

Ef þú ákveður að prófa Sierra þá mæli ég með þessari hér.
http://www.sierrabullets.com/store/product.cfm/sn/2125/308-dia-150-...

Persónulega finnst mér 165 grain alltof þung kúla í .308, amk. fyrir byrjendur, HPBT kúlan er líka alltof sterk kúla fyrir hreindýr.

Ég nota eingöngu Sierra GK SBT, 100 grain í 25-06

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 6 March 2014 kl 22:23

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

þú varst nú við hliðina á mér Jón þegar tarfurinn féll síðasta sumar eftir 165gr gameking kúlu á 330m færi og hausskot þar að auki... virkaði bara mjög vel í .308 ;)

annars fer það eftir tvistinu í hlaupinu hvaða kúluþyngd hentar, minn .308 er með 10 twist og hentar þessi kúla því mjög vel smiling

Skrifað þann 6 March 2014 kl 22:35

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

takk Jón

Skrifað þann 6 March 2014 kl 23:17

BC

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Það er um að gera að vera með flotta veiðikúlu, það er bara gaman. Borgar sig samt að vera líka með ódýrari kúlur til æfinga. Báðar ofangreindar eru 150 gr í 308 hjá mér.

Skrifað þann 7 March 2014 kl 0:06

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Sælir félagar
Að mínu mati eru Sierra kúlurnar bestu kaupin. Hafa passað í alla riffla sem ég hef átt Ég notaði 165gr GK kúluna í 308. Snilldarkúla, frábær í alla staði. Félagi minn var með 150gr GK kúluna. Hann var óhemjusáttur við hana.

Varðandi hausskot, þá hef ég miklar efasemdir um það. Ég áttaði mig ekki á því hvað það er varasamt fyrr en gædinn sagði mér frá því eitt sinn að hann væri hættur að skjóta þannig nema stundum á særð dýr sem væru ekki að fara neitt langt. Ástæðan var sú, að hann gerði þetta stundum áður fyrr þar til hann lenti í því i eitt sinn að dýrið hreyfði hausinn í þann mund sem hann hleypti af. Dýrið hljóp í burtu kjálkalaust. Þetta var að morgni. Hann sagðist aldrei hafa verið eins þreyttur og þegar hann náði dýrinu loks síðla dags. Það sem ég er reyna að koma til skila er að þó menn treysti sér auðveldlega til að hitta hausinn á löngu færi þá er að mínu mati of mikil áhætta að gera slíkt fyrir e-ð minni kjötskemmdir. Ég held að fæstir geri sér grein fyrir áhættunni af því að gera slíkt og myndu jafnvel hætta því ef þeir áttuðu sig á því. Ég hætti allavega að spá í það.

G.F.

Skrifað þann 7 March 2014 kl 9:24

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Ég er hjartanlega sammála fiskimann með þetta hauskot er varasamt og ekki á allra færi.
Ég tel mig færa rffilskyttu og slepti hausskoti á 200 vegna vindstrengs sem stóð upp gil en miðaði vegna þekkingar á lungun og dýrið dautt á þeim stað sem ég vildi að það hitti en smá ef og málið leyst svona

Skrifað þann 8 March 2014 kl 4:04

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Ég er nú bara með eitt hreindýr á samviskunni og vonandi annað í haust, er algjörlega blautur á bakvið eyrun hvað varðar rifflsa. Stendur þó til að laga þekkinguna og færnina í vor og sumar. Hausskot myndi ég aldrei reyna. Af hverju? Minna svæði til að hitta og ég einfaldlega nenni ekki að eyða hugsanlega 6-8 klukkutímum í að labba og hlaupa eftir dýrinu að nauðsynjalausu ef illa fer. Hjarta- og lungnasvæði og engan töffaraskap.

Skrifað þann 8 March 2014 kl 7:19

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

að sjálfsögðu á ekki að reyna hausskot nema vera 100% öruggur að hitta.

aðstæður voru með besta móti, logn og gott skygni og dýrin í hvíld svo það var ekkert sem mælti gegn skotinu, riffillinn hárnákvæmur og vel æfð skytta.

ef einhver vindur hefði verið hefði hausskotið ekki verið reynt á þessu færi.

Skrifað þann 8 March 2014 kl 10:32

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

En dugði þetta eina hausskot?

F

Skrifað þann 8 March 2014 kl 13:22

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

hausskot eða ekki, ætla mér ekki að tjá mig um það enda myndi ég ekki treysta mér til þess á þessu færi en endurhleðsla géfur mér svo miklu meir en bara krónur og aurar það sem er svo skemtilegt við endurhleðslu er að maður velur og hleður eftir eigin höfði ,,, velur kúlur patrónur , hvellhettur, púður og svo græjurnar ,,, það gefur meira að skjóta skotum sem maður hefur hlaðið sjálfur þó árangurinn hafi ekki verið neitt til að hrósa sér yfir hjá mér enda er ég eins og c47 bara byrjandi í faginu ,,,, en hef gaman af þessu grúski og árangurinn hlýtur að lagast eftir því sem maður lærir meira.
kveðja Kalli hlaðari

Skrifað þann 8 March 2014 kl 14:14

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Hausskotspælingin var bara út frá minni hlið. Er alls ekki að gagnrýna aðra sem eru flinkari en ég. En upphaflega pælingin, mér hefur almennt verið sagt að það sé í senn ódýrara og skemmtilegra að hlaða sjálfur. Þess vegna kom mér Á óvart hvað Hlaðmenn hafa verið sanngjarnir. Þeir voru greinilega ekki að leggja mikið á verðið og hafi þeir þökk fyrir. Ég kem aftur í Hlað og kaupi meira af hinu og þessu

Skrifað þann 8 March 2014 kl 16:16

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Já þarna eru með góðan punkt því þeir eru ekki að okra en eini mikli munrinn er að þeir hlaða alveg eftir skamtaranum og eru með fasta kúlusetningu og það er skekkja í þeim báðum.
en fyrir veiði skptir þetta litlu máli nema ef þig langar að hitta gæs á 200 og geta hirt bringur og læri þá myndi ég ekki nota þessai skot en á hreindýr frá 100-300 þá sleppur það til.

Þeir í Hlað vilja allt fyrir þig gera en eins og í hleðslunum geta þeir ekki einstaklíngsmiðað það er ekki sannagjarnt að vilja það.

Ég get það og hlaðið bara fyrir þá sem ég vil enda er ég ekki að bjóða upp á svona þjónustu.

Skrifað þann 9 March 2014 kl 2:37

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Endurhleðsla riffilskota - rangt reiknað?

Rétt til getið Gisminn. Þessi skot eiga bara að duga til að koma mér í gegnum skotprófið og svo á hreindýr í haust. Stefnan er samt tekin á að öðlast réttindin og græjur svo hægt sé að finna draumahlesðluna. Eins og sakir standa þá er það aðallega aðstöðuleysi sem hrjáir mig en það er verið að vinna í því smiling

Skrifað þann 9 March 2014 kl 9:35
« Previous12Next »