Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=176464

Ég er ekki einn af þeim sem er hluti af þessum "sterka meðbyr"
Væri ekki nær að hylla íslenska hestinn nú og eða íslenska fjárhundinn frekar en þetta kvikyndi?
Ég geri mér fulla grein fyrir að Melrakkinn er ekki sami slátrarinn og t.d minkurinn en þetta er að mínu viti ekki einu sinni fyndið.

Melrakkinn fær allavega ekki mitt atkvæði, fer þetta ekki í þjóðaratkvæði eins og annað muhaha

Tags:
Skrifað þann 14 August 2012 kl 15:17
Sýnir 1 til 20 (Af 28)
27 Svör

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa umræðu er að allir sem verja Melrakkann vísa í fáfræði annarra.

Skrifað þann 14 August 2012 kl 16:15

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ætli þetta séu ekki bara einhver malbiksbörn sem hafa ekki séð hversu mikill skaðvaldur Tófan er í varpi, fuglalífi og búfénaði hér á landi.

Við munum nú eftir þjóðarblóminu og Ómar Ragnarsson deginum sem var yfirlýstur hér um árið. Það er ekki öll vitleysan eins.

Tófan er falleg, það er ekki af henni tekið en ég segi nú bara ein og unglingarnir ,,come on"

85

Skrifað þann 14 August 2012 kl 16:55

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ágætu félagar!

Alveg óháð þessari umræðu frá vestfjörðum.
Ég spyr af því ég skil ekki.
Það sem ég skil ekki er hvernig á því stendur að tófan er ekki löngu
búin með allar landsins rjúpur og mófugla á þessum þúsundum ára
sem hún hefur haft til umráða???
Eru til staðfestar tölur um hversu mörg lömb tófan drepur á landsvísu
á ári hverju? Ég á ekki við tölur um lömb sem skila sér ekki af fjalli.
Er alls ekki að halda því fram að tófan drepi ekki lömb, bara að reyna
að átt mig á hversu mörg þau eru. Veit það einhver?
Nú veit ég mæta vel að gríðarlega margir skotmenn eltast við skolla og
í gegnum tíðina hefur umtalvert stór hópur haft tekjur af þessum veiðum.
Ég kemmst í hreinskilni sagt ekki hjá því að velta fyrir mér hvort þarna sé
kominn skýringin á hversvegna menn tala um tófuna sem það skaðræðis
dýr sen þeir gera? Og þá auðvitað í þeim tilgangi að pressa á yfirvöld að
auka veiðarnar enn frekar?
Með von um skynsamleg svör, svör sem styðjast við staðreyndir, ekki tilfinningar.

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 1:46

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ekki hef ég nein svör við þessu. Hitt er annað mál að tófan er ein af samkeppnisaðilum okkar veiðimanna þegar kemur að rjúpnaveiðum. Aðrir samkeppnisaðilar eru önnur rándýr, sjúkdómar í fuglinum og síðast en ekki síst, veðurfar sem ég tel að sé stærri factor en margan grunar.
Annars startaði ég ekki þessum þræði á veiðilegum nótum. Ég bara sé ekki af hverju við ættum að hefja melrakkann upp sérstaklega þegar önnur dýr eins og íslenski fjárhundurinn sem hefur líka fylgt okkur frá ómunatíð og hefur unnið mörgum smalanum meira gagn en ógagn.

En gaman væri ef einhver vissi eitthvað um það sem kastaðir fram. Því miður er Páll Hersteins fallinn frá. Þar fór okkar öflugasti vísindamaður á þessu svið í gröfina langt fyrir aldur fram.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 2:40

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

í minni sveit hefur grenjavinnsla verið stunduð frá ómuna tíð. Í gamla daga fóru strákarnir með ánar til beitar að morgni og heim að kveldi. Hver stærðin á rjúpna stofninum var þá veit ég ekki (var ekki fæddur). Frá lausagöngu búfjár hefur alla tíð verið stunduð markviss grenja vinnsla þar til núna að borgar börnin sem allt vita hafa ekki grænan grun um hvernig jafnvæginu í náttúrunni þurfi að halda. Þessir sprenglærðu vistfræðingar og ég veit ekki hvað og hvað eða það er ekki farið eftir þeim !!
Bilið á milli möppudýra og raunveruleikanns á bara eftir að breikka, svona svipað og þings og þjóðar.
Við viljum nýta fuglastofnana fyrir okkur sem veiðimenn. Refurinn þarf eithvað að éta ! og þá er það spurningin forgangur ?
Í denn tíð sá náttúran um sig sjálf, við (mennirnir) hirtum egg og unga + fugla í fellingu til að lifa. Og svo komu möppudýr (ekki alslæmt) fuglar og svæði voru friðuð og þar með var rebbi kominn með frítt spil !
Er það þetta sem við viljum ????? ekki ég.
Veiðimaður og meindýraeiðir til áratuga. Sigurður Hallgrímsson
Júú og svo kom Minkurinn inn í jöfnuna !! Ég held að það þurfi möppudýr til að setja þetta í Exel......

Skrifað þann 15 August 2012 kl 13:36

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Sæll Magnús minn það er ekki til nein hrein gögn um fjölda lamba sem falla fyrir skolla en þau eru mörg og það er verið að skoða hvort ekki sé hægt að fá heildar skráningu.
Hitt er svo rakið að þegar skolli var friðaður á ströndum hrundi fuglalíf þarna og meira að segja að 2 árum eftir að friðun hófst tóku menn eftir þessu fræga hruni í svartfuglinum akkurat þar. Tilviljun ? ég held ekki.
Og fyrst þú nefndir rjúpuna þá er hún sögð í sögulegu lágmarki en hver er sögð í sögulegu hámarki ?
Er það ekki akkurat hún lágfóta okkar.
Ég er ekkert hrifrinn af dylgjum um að menn sem hafa haft nennu og metnað til að skjóta tófur og reynt að halda í við hana séu vændir um að vera að mikkla skaðann af henni til að fá meiri pening.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 13:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ágætu félagar.

Þakka viðbrögðin ...en engin komu svörin við hugleiðingum mínum!
Ég átti því lána að fagna að kynnast Dr. Páli Hersteinssyni lítillega gegnum
minn góða vin Egil heitin Stardal, sem ófáa tófuna lagði að velli.
Enginn (eða hvað?) mælir því í mót að Páll heitinn hafi verið allra manna
fróðastur um atfeli tófunnar í íslenskri náttúru.
Ef fróðari maður er á meðal vor bið ég hann vinsamlegast stíga fram,
kynna sig og viðra sín fræði og gögn! Ég bíð spenntur...og er ekki einn um það.
Alkunna er (?) hvaða skoðanir Dr. Páll Hersteinsson hafði á áhrifum tófunnar
í íslenskri náttúru. Og Páll gerði meira en að hafa skoðanir....han sýndi með
einstæðun rannsóknum á heimsvísu að skoðanir hans stóðust veruleikamat!
Talað er um að svartfugli hafi snar fækkað á Ströndum í kjölfar friðunar á ref.
Þetta er einmitt dæmigerð órökstudd fullyrðing til ófrægingar lágfótu!
Ég efast ekki um að rétt sé farið með....rétt eins og að svartfugli snar fækkaði
í Vestmannaeyjum og nágrenni á sama tíma!! Ekki mikið um ref þar...eða hvað?
Svartfugli hefur fækkað við Ísland, hvað veldur er ekki gott að segja til um en
lang líklegasta skýringin er fæðuskortur hjá stofninum.
Alkunna er að sandsíla stofninn er einhverra hluta vegna í algeru lágmarki, en þessi
smái fiskur er sem kunnugt er aðalfæða ýmissa fuglategunda við strendur Íslands.
Hvarf þessa litla, og alla jafna gleynda fisks, er hugsanlega ástæða gríðarlega
slakrar endurheimtu á laxi þetta sumarið.

Eftir lestur póstana að ofan virðist blasa við eftirfarandi staðreynd:
Engar opinberar tölur eru til um hversu mörg lömb refurinn drepur, aðeins huglægt mat
þeirra sem eftil vill hafa hvað mesta hagsmuni að talan sé sem hæst?
Allir sem leiða hugan að þessu máli hljóta að sjá að þetta er ekki boðleg aðferðafræði.

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 16:13

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Herra Magnús nú er ég ekki sammála. Af því sem ég hef lesið hér að ofan þá kemst ég að þeirri niðurstöðu að hjá ÞÉR að ef ekki sé til opinber rannsókn með opinberum niðurstöðum að þá sé allt annað BULL.......
Þú segir mig sem sagt ljúga um mína sveitahaga vegna þess að engin möppudýra rannsókn sé til sem greitt hefur verið af skattborgurum þessa lands ?? aðrar rannsóknir tek ég með varúð.
Mbk Sigurður Hallgrímsson einn sem ekki fær greitt fyrir sín skott og vill heldur ekki fá greitt úr opinberum sjóðum.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 16:48

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Heill og sæll félagi Sigurður Hallgrímsson!

Af hverju í veröldinni er þér svona í nöp við vísindamenn og rannsóknir?
Þessi tegund sem við tilheyrum, Homo Sapiens, hefur það fram yfir allar
aðrar dýrategundir á þessari storð að draga vitrænar ályktanir af þeim verkefnum
og vandamálum sem fengist er við á hvejum tíma.
Brask mannsins gegnum aldirnar við að reyna að skilja hlutina hefur skilað okkur
þangað sem við erum; drottnarar jarðarinnar. Hvernig það svo gengur er annað mál!
Aðeins í gegnum áralangar skráningar og rannsóknir öðlumst við skylning á hlutunum.
Að varpa órökstuddu.. af því bara.. mati á hlutina er í besta falli óábyrgt en
í versta falli stór hættulegt!
Vísindi efla alla dáð. Mennt er máttur. Bóklaus er blindur maður. Svo sára einfallt er það.
Fyrir einungis 36.500 dögum herjuðu á mannin og feldu í stórum stíl sjúkdómar sem í dag
valda aðeins óþægindum í fáeina sólarhringa!
Takk sé lyfjum sem manninum auðnaðist að þróa eftir gríðarlegar rannsóknir.....
í sumum tilvikum til áratuga. Góðir hlutir gerast hægt.
Hversu vel vísindamönnum hefur tekist upp gegn ungbarnadauða er náttúrulega kraftaverk.
Stórkostlegar framfarir hafa t.d. orðið á skilningi okkar á sjúkdómum í ferskvatnsfiskum, nokkuð
sem skýrir hvers vegna við Íslendingar státum af einhverjum heilbrigðasta stofni slíkra
fiska í heimi hér. Rannsóknir og aftur rannsóknir. Ég nefni þetta hér vegna þess að ég var til
33 ára aðstoðarmaður við rannsóknir á ferskvatnsfiskum og þekki því vel það verklag og þá
nákvæmni sem menn verða að temja sér við slíkar rannsóknir.
Ég gæti haldið áfram fram á nótt að tíunda sigra mannsins gegn lífs hættulegum sjúkdómum
og hversu snilldarlega honum hefur tekist að leys hinar þyngstu þrautir náttúrunnar.
Og þess vegna hlýt ég að spyrja:
Hvers vegna ætti okkur að mistakast svona ógurleg að skilja eðli og atferli refsins??

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 17:51

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Sæll Magnús, ég hef síður en svo á móti rannsóknum en góðar rannsóknir kosta skattborgara peninga. Ef allir fengju sínar rannsóknir þá væri minna í kassanum en nú er.

En þú svaraðir samt ekki minni spurningu ?
Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 18:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Sæll félagi Sigurður.

Hver er spurningin og hvert var samhengið?


Mað vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 18:26

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Rannsóknir eða rannsóknarspurning eins og það er orðað gerir bara annað af tvennu. Staðfestir eða fellir tilgátu. Oftar en ekki staðfesta rannsóknir tilgátuna þá gjarnan með 95, 97 eða jafnvel 99% nákvæmni. Þannig er aðferðarfræðin.
Ef engar rannsóknir eru til staðar þá verður að notast við huglækt mat eða reynslu fyrri ára.
Rannsóknir eru bestu tækin okkar í þessum efnum, ef við höfum það ekki verðum við að notast við það næst besta, reynslu og mat.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 18:39

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ransóknir eru aðeins framkvæmdar vilji greiðandi ransóknarinnar fá ákveðna niðurstöðu, sé hættan á að niðurstaðan sé greiðanda í óhag getur það verið hagsmunamál fyrir viðkomandi að engin rannsókn fari fram og ástandið haldist óbreytt.

Einnig er hagsmunamál fyrir þá sem ransóknirnar stunda að skila ekki af sér niðurstöðu of snemma því þá verður greiðsla fyrir ransóknina ekki eins há.

Er ekki búið að ransaka refinn í áratugi á kostnað ríkisins en samt hefur aldrei komið nein niðurstaða...

Skrifað þann 15 August 2012 kl 19:38

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Þetta er nú ekki alveg rétt byssur. Þótt það sé hægt að kaupa sér niðurstöður þá eru flestar rannsóknir sannar. Það þarf ekki annað en að líta til læknisfræðinnar til að sjá það. Öll framþróun þar er í gegnum rannsóknir.
Hver einasta rannsókn keypt eða ekki leiðir af sér niðurstöðu einnar spurningar. Sem þýðir að öðrum spurningum getur verið ósvarað. Hér er ég á heimavelli og þykist vita um hvað ég er að tala.

það sem ég held að þú sért að tala um ef við tökum stjórnmál sem dæmi. Þá getur ákveðinn stjórnmálaflokkur gert skoðanakönnun og spurningarnar eru það leiðandi að aðeins ein góð niðurstaða fæst sem er fjarri raunveruleikanum.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 20:02

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ágæt iSilfurrefur.

Þú segir:
Rannsóknir eru bestu tækin okkar í þessum efnum, ef við höfum það ekki verðum við að notast við það næst besta, reynslu og mat.

Hvað varðar refinn eru til rannsóknir (Dr. PH) sem vakið hafa athygli víða um heim.
Vandamálið er að niðustöður þeirra rannsókna eru refaveiðimönnum ekki að skapi.
Svo einfalt er það nú.
Sá hópur manna vill frekar styðjast við það sem þú kallar réttilega:
ef við höfum það ekki (rannsóknir, innskot MS) verðum við að notast við það næst
besta, reynslu og mat.

byssur ifno.

Af hverju í ósköpunum hefur þú í frammi fullyrðingar sem þessar?
Hvaðan hefur þú ábyggilegar upplýsingar um að t.d. Páll Hersteinsson
hafi verið að hafa fjármuni af Ríkissjóði með því að draga að skila niðurstöðum.
Svona aðdróttanir eru þér til skammar.
Hvað varðar aðra fullyrðingu þína :
Er ekki búið að ransaka refinn í áratugi á kostnað ríkisins en samt hefur aldrei komið nein niðurstaða...
Kynntu þér málin áður en þú tjáir þig.

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 August 2012 kl 20:07

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Sæll Magnús annaðhvort ertu með bæði augun lokuð eða eitthvað annað því þessi órökstudda vísbending um svartfuglinn sem þú kallar svo var einmitt vísindalega talningin á þeim blessaða stað sem grundvallaðist á að svartfugli væri að fækka.
Svo ég spyr þig tveggja spurninga og til að þú sjáir spurningurnar þá ættla ég að hafa þær báðar í hástöfum.
1. Ef ÞÉR FINNST TALNINGIN Á HVENÆR SVARTFUGLI FÆKKAÐI FYRST AÐ RÁÐI VERA ÓVÍSINDALEG.HVAÐ KALLARÐU ÞÁ RANNSÓKNIR?
2 OG SEINNI SPURNINGIN ER TENGD FYRRI HVAÐA VÍSINDALEGU RÖK HEFURÐU ÞÁ FYRIR ÞÉR AÐ SVARTFUGLI SÉ AÐ FÆKKA ?
Þér til fróðleiks vitnaði ég í ransóknartalningurnar sem voru til grundvallar friðuninni á svartfuglinum og bar hana saman við hvenær tófan var friðuð á talningarsvæðinu.
Það eru engin geimvísindi að sjá þetta samhengi
En ég hlakka mikið til að sjá útskýringuna hjá þér.
Og svo þú fáír einhverja tölu hvað þessi blásaklausu grey eru að gera en enn tekið fálega hjá fjárvís um að gera link á skráningu á bitnu fé eða lömbum því þar ætti skráningin best heima.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/24/tofan_bar_hjarta_og_li...
http://www.feykir.is/archives/41108...

Skrifað þann 15 August 2012 kl 20:59

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Ég tek undir með þér Magnús. Auðvitað verða alltaf til menn sem loka augunum fyrir niðurstöðum rannsókna. Ég held að frægasta dæmið sé þegar ónefndur maður hélt því skyndilega fram að jörðin væri hnöttótt en ekki flöt. Þannig verður það um alla tíð.
En lítum ekki framhjá að oft á tíðum styðja annsóknir það sem fólk hefur áður talið að sér satt og rétt.
Sem barni var mér talið trú um að ég yrði vitur á því að borða fisk. Síðar var staðfest að fiskneysla hefur góð áhrif á virkni heilans.

En við erum komnir langt út fyrir efni þráðsins þar sem ég einfaldlega benti á þá skoðun mína að hestar og hundar ættu að vera framar í röðinni en refur burtséð frá því hvað hann étur eða étur ekki

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:39

Maðurinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Þið eruð ekki í lagi að kenna refnum um fækkun svartfugls, ég man vel þegar svartfuglinn hrundi í mínum firði þá voru allar fjörur fullar af dauðum fugli. Veit ekki hvernig refurinn kom þar nærri.
Annars er ég ánægður með Magnús hérna á spjallinu greinilega maður sem ekki er með fullan haus af diselolíu eins og of margir hérna á spjallinu.

Kv, Bjarki

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:41

Eyja

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru menn ekki aðeins að ganga of langt í gleðinni

Jú.... Það er reyndar einn þáttur sem gleymist í umræðunni um sandsílið þó að það snerti rebba ekki nema að littlu leiti, og er þar makríllinn sem étur allt sem að kjafti kemur..... Þannig hefur makríllinn jafnvel áhrif á sjófuglinn eðlilega.... En vargi í allri mynd þarf að halda í skefjum hvað sem það kostar...

kv hr Hurðarbak.....

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:46
« Previous12Next »