Friðun Rjúpunnar...

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Smá pæling varðandi friðunnar rjúpunnar, nú geng ég talsvert um Reykjanesið(ekki á veiðum).
Fór talsvert á Rjúpu þar áður en rjúpann varð friðuð þar.
Það sem mér finnst merkilegt er að ekki skuli vera fullt af rjúpu á þessum slóðum þar sem hún hefur ekki verðið skotinn í mörg ár á þessum slóðum, "friða rjúpuna svo hún nái fér á strik" !
Er ekki Reykjanesið lýsandi dæmi þess að ekki hjálpar að friðlýsa blessaðan fuglinn, heldur þarf átak í fækkun rebba, ! því oftar sér maður hann á þessum slóðum er blessaða rjúpuna.


Einn sem skaut enga rjúpu þetta árið .......

Tags:
Skrifað þann 26 November 2012 kl 22:11
Sýnir 1 til 20 (Af 36)
35 Svör

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Rjúpurnar á friðaða svæðinu fylgja náttúrulegum stofnsveiflum alveg eins og annarstaðar þannig að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu....

Skrifað þann 26 November 2012 kl 22:25

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Hann á sennilega við það sem þú varst að segja.skotveiðar skipta engu máli heldur stofnstærðarsveiflur og ágangur rándýra.

Skrifað þann 26 November 2012 kl 22:46

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Rebbinn er orðinn plága,sá einn skjannahvítan hlaupa yfir veginn í kvöld í myrkrinu. Kom á ógnarhraða þvert fyrir mig. Það þarf að fækka þessum fjanda sem rebbi er!!

Skrifað þann 26 November 2012 kl 23:04

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Skotveiðar hafa ekkert með náttúrulega stofnsveiflu að gera

Reykjanesfriðlandið veitir skotveiðum ekki fjarvistarsönnun

Tófan er hluti af náttúrunni, hún er alger tækifærissinni og fyrir henni er orka mjög dýrmæt til þess að lifa af. Fullfrísk rjúpa verður seint talin gott tækifæri ef tekið er mið af áhættunni/orkunni sem tófan þyrfti til að veiða fullfríska rjúpu.

Skrifað þann 26 November 2012 kl 23:29

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

En þegar stofn rándýra sem hefur verið veitt úr frá landnámi og aðlagast því, fær skyndilega friðland breytir niðurstöðunum ansi mikið. Það er greinilegt ekki satt?
"Fullfrísk rjúpa verður seint talin gott tækifæri ef tekið er mið af áhættunni/orkunni sem tófan þyrfti til að veiða fullfríska rjúpu."
Halló, tófan veiðir að nóttu þegar rjúpan kúrir/sefur, þú myndir sjá það ef þú gengir gilskorninga og gljúfur þar sem lækir renna eftir að snjóa fer eða þar sem sandur/eða hérna aska geyma fótsporin morguninn eftir. Þetta er það sem Kanarnir myndu kalla MegaHunter, berðu saman lífþyngd refs og lífþyngd rollu sem að refir drepa líka ef að sá gállinn er á þeim.

Kveðja Keli

Skrifað þann 26 November 2012 kl 23:57

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Haglari:

Ertu þú að segja að rebbi veiði ekki rjúpur? eða þá fullfrískar rjúpur?

Það er ekki rétt hjá þér, því ég hef séð hann með berum augum læðast að rjúpu og ná henni. Hann er mjög klókur, og mun klókari en við veiðimennirnir. Það er enginn að tala um að ÚTRÝMA refnum, heldur halda honum í skefjum.

Ég skil ekki hvernig fólk í "refa-vina-félaginu" getur verið svona blind á skaðsemi refsins, og þó ótrúlegra sé að margir halda að veiðimenn séu skaðsamari en refurinn.

Hvað er refurinn að vilja upp í fjall dag eftir dag eftir dag? hvað hefur hann að sækja í fjöllinn, jú, það er rjúpan og EKKERT annað. Nema hann sé í smáfuglinum sem ég tel ólíklegt..

Skrifað þann 27 November 2012 kl 0:13

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Ég er nú ekki að halda því framm að tófan veiði ekki rjúpur nei. Ég er að benda á það að hún er alger tækifærissinni sem þíðir að hún nær sér í það sem er auðveldast og krefst minnstu orkunnar sem henni mögulega gefst tækifæri til. Hún étur svo mikklu minna af rjúpu en veiðimenn vilja halda framm.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 27 November 2012 kl 8:41

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Jú Haglari, ég er eimitt að tala nákvæmlega um það sem gisminn segir að skotveiðar hafa ekki eins mikið vægi á stofnstærð rjúpunnar og margir halda, heldur eins og þú segir líka, náttúrulegar sveiflur, og að sjálfsögðu hefur stofnstærð refssins mikið að segja líka.
Reykjanesið er svo lýsandi dæmi um þetta.

Ég held að þónokkrir sem ganga til rjúpna hafi séð ummerki eftir rebba þar sem hann hefur læðst að rjúpu í náttbóli, þar sem hún hefur jafnvel látið fenna yfir sig, trýnið á rebba er ekki í vandræðum með að þefa hana uppi...

Ég er alls ekki neitt á móti refnum, en honum þarf að halda í skefjum eins og svo mörgu öðru,
hann er ótrúlega klókur og duglegur að alfa sér og sínum matar, og þar held ég að rjúpa sé oft á boðstólnum hjá honum, vegna þess að það er honum ekki svo erfitt að taka hana að nóttu til.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 8:51

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Revurinn er mjög slyngur,og við veiðimenn höfum ekkert í hann. Það er orðið of mikið af honum,og þessir friðunarsinnar mættu opna augun fyrir sannleikanum. Sannleikanum um það að refurinn drepur og étur miklu meira en veiðimaðurinn.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 9:06

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Hér er lítil rannsókn á fæðuvæli rebba að vetrarlagi á hálendinu.

http://www.melrakki.is/greinar/skra/20/...

Og hann er tækifærissinni, engin spurning og maður lætur sér detta í hug að þessi stofnstærðaraukning geti tengst aukningu í gæsastofnunum hérlendis en gæsin er stór hluti fæðu rebba á sumrin og þar sem töluvert af gæs er farið að dvelja hér vetrarlangt gæti það hjálpað ansi mörgum þeirra að komast af yfir veturinn...

Skrifað þann 27 November 2012 kl 13:20

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Tók eftir ein sérstaklega um fæðuval rebba í skýrslunni þar segir: "gat
hefur hins vegar myndast í þekkinguna hvað varðar fæðuval fjarri sjó að vetrarlagi."
Af hverju er þetta ekki rannsakað, þarna er lítið annað að fá en rjúpu og því nærtækasta skýringin við fjölgun refs að rjúpu fækki.

mbkv Geir

Skrifað þann 27 November 2012 kl 13:55

Sveinn 6,5x55

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá hvað "refaveiðimenn" eru duglegir að gefa rebba að éta lamba og hrossakjöt. Enda líður veiðimönnum betur ef nóg er af sinni bráð hvort sem það er refur eða fugl.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 18:57

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Já sveinn 6,5x55 og það stórmerkilega við þessa rannsókn er að beitan fyrir refina sem skotnir voru til rannsókna voru hræ af hrossum og rollum og svo setja þeir það inn sem fæðu sem þeir báru sjálfir út.
Að sjálfsögðu var hræmatur í dyrumsem skotin voru við hræ.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 22:57

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

En það er samt áhugavert að æti til egningar sé svona stór hluti fæðunnar á sumum svæðum - afhverju ekki öllum þá?

En Geir - ef refastofninn stækkar á kostnað rjúpustofnsins ætti refurinn alltaf að hafa minni og minni rjúpu til fæðis og því að fækka líka. En það vill svo til að það eru engin tengsl á milli refastofnsins og sveiflunnar í rjúpustofninum svo það er ólíklegt að rebbi reiði sig mikið á rjúpuna... Ef svo væri ætti að vera fullt af rjúpu þegar það er fullt af ref...

Skrifað þann 28 November 2012 kl 10:59

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Nei þetta er ekki í sama fasa þe. stofnstærðir sveiflast ekki í sama árafasa, alveg hliðstætt við fálkann, hann er í hámarki tveimur árum efti hámark rjúpu og þetta ætti auðvitað að sveiflast niður á við hjá refnum þegar rjúpunni fækkar, en í skýrslunni um fæðuval rebba á hálendinu, er GAT í þekkingunni og því ekki beint hægt að svara hver er aðalfæða refsins þar.

mbkv Geir

Skrifað þann 28 November 2012 kl 12:30

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Já, það sem ég á við er að sveiflur í refastofninum virðast ekki neitt með stærð rjúpnastofnsins að gera og því kannski ólíklegt að rjúpan sé mikilvæg fæða refsins, eða hvað? Yfir helmingur fæðu fálkans er aftur rjúpa og því eðlilegt að hann sveiflist með rjúpunni.

Svo velti ég líka fyrir mér hversu mikið er af ref á hálendinu yfir veturinn? Hvað segja reynslurefaskyttur um það - hafa menn verið að reyna við refaveiðar uppá hálendi að vetri til?

Skrifað þann 28 November 2012 kl 16:29

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Sæll G skemtilegar pælingar hjá þér Páll H vitnaði einu sinni í erlenda rannsókn á samheingi læmingja og refa og hve mikil aukning varð á ref í þegar læminginn var í toppi á uppsveiflu og svo áhrif þess þegar læmingjastofninn hrundi og hve rebbi varð aðgangsharður í fuglastofna og nærgöngull við byggð og svo fór ref að fækka merkjanlega síðar ég man ekki árafjöldan í augnablikinu.
Kannski það sé málinu óskylt en er ekki einmitt okkar refur orðin nokkuð kræfur í byggð þetta misserið?
Nú er ég reyndar með hús í heimahaga milli tveggja bóndabæja svo ég get ekki svarað af minni reynslu en félagi minn hér á Blönduósi er með hús lengst uppi í fjöllum og frá 15 Jan til 1 mai skaut hann 68 tófur hann var með hross í útburð.En það sem mun bjarga tófuni þennan veturinn hér í sveit og norðureftir eru öll rolluhræin eftir stórhríðarveðrið sem skall á og drap áætlað um 5500 fjár hér og í skagafirði.
En samt hér í Sauðardal þar er mikið af hræjum þá var eins og tófan kysi frekar að reyna að veiða rjúpur heldur en að fara í hræin því það var alveg sama í hvaða skorning eða laut var farið þar voru tófuspor og ef það hafði verið bæli eftir rjúpu var líka krafs eftir tófu.Mér þótti þrtta áhugavert því ég þekki það bara að þegar tófa gengur í hræ þá er næstum hægt að segja að það sé bein þjóðbraut til og frá hræinu og svo sami hringurinn um óðalið.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 28 November 2012 kl 21:20

dropinn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Sælir

Ef að við gefum okkur að ein tófa éti eina rjúpu á viku og það eru 10.000 tófur í landinu. Þá hverfa ofaní þær 10.000 rjúpur á viku. Á ári eru þetta 520.000 rjúpur. Hvað erum við að skjóta og fyrir hvern er verið að friða rjúpuna?

KV

Skrifað þann 28 November 2012 kl 23:12

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Friðun Rjúpunnar...

Held að við séum að drepa rétt um 70.000 fugla.
Fyrir hvern friðum við, jú nokkuð stóran hóp.
Þar á meðal eru refur, minkur, máfur, fálki og aðrir sem gjarnan gæða sér á rjúpunni.
En líka fyrir þá sem berja enn hausnum við steinninn og telja veiðimenn hafa mest áhrif á stærð stofnsins.
Gáfnafarið er meira í þeim sem ég taldi upp fyrst.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 8:04
« Previous12Next »