Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Komið Sæl

Hérna er stutt samantekt um könnun á tillögu Svæðisráð Skotvís á Norðvesturlandi um fyrirkomulag á hreindýraúthlutun. En jafnframt var öðrum spurningum varpað fram til að vita skoðun veiðimanna á ákveðnum atriðum. Samkvæmt Outcome sem sá um könnunina að þá eru niðurstöður marktækar til frekari skoðunar. Svarhlutfall var í samræmi við kannanir almennt.

Hvet ykkur að skoða þetta og segja ykkar skoðun.

Kv
Indriði R. Grétarsson
Svæðisráð Skotvís á Norð Vesturlandi

Tags:
Skrifað þann 29 December 2013 kl 17:08
Sýnir 1 til 20 (Af 30)
29 Svör

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Hvar eru síðustu 8 síðurnar af þessari könnun ??

Skrifað þann 30 December 2014 kl 15:43

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Er búið að kanna hvort það sé löglegt að fara fram á greiðslu fyrir óúthlutuð leyfi og endurgreiða svo bara hluta þess til þeirra sem fengu svo ekki leyfi ?

Ég veit að ég má ekki auglýsa 10 sjónvörp til sölu, fá innborgun frá 100 manns og endurgreiða 90 þeirra mörgum mánuðum síðar að frádregnu gjaldi vegna kostnaðar, það myndi kallast fjársvik og reikna með því að það sama gildi um að selja hreindýraleyfin með þessum hætti.

Það eru lög um vexti og verðbætur, ef verið er að lána hreindýraráði pening í marga mánuði ber hreindýraráði að greiða vexti og verðbætur samkvæmt vaxtatöflu seðlabankans til þeirra sem ekki fengu úthlutað leyfi, og að taka hluta þeirra peninga í gjöld er ekki heldur löglegt, það er ekki hægt að rukka gjöld fyrir þjónustu sem ekki er veitt, en verið er að greiða fyrir veiðileyfi og aðeins þeir sem fá veiðileyfi eiga að greiða gjöld fyrir þau.

Skrifað þann 30 December 2014 kl 16:02

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sælir/ar.
Hef lagt fram spurningar á spjallborði Skyttnanna, óþarfi að endurtaka þær hér.
Hef ekki fengið nein svör ennþá.

Varðandi notanda 2014, þá hefur hann ýmislegt áhugavert fram að færa.
Skil samt ekki hvernig hann getur verið virkur notandi frá 30. des 2014

Kv, Jón P

Skrifað þann 30 December 2014 kl 23:23

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

JP

Notandi 2014 er meira en virkur, hann er framvirkur.

En hann hefur nokkuð til síns máls og ég er honnum sammála að fráleytt sé að rukka fyrir leyfi sem ekki er síðan víst að þú fáir úthlutað, nema ef að ástæðan er sú að þú eigir eftir að standast hæfnis kröfur.

Skrifað þann 30 December 2014 kl 23:36

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Jú það er nokkuð til í þessu en ekkert mál að leysa og það er að gefið er upp virkt kretitkort með umsókn og ef þú færð úthlutað er x upphæð dregin af þér þá og málið dautt.
Ps JP ég er búin að svara hinumegin þó ég vildi hafa það enn betur kannað en þér liggur á svari smiling
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 30 December 2014 kl 23:44

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sælir/ar.

25-08AI

Ég var ekki að efast um virkni notandans, heldur aðeins að benda á að 2014 er ekki orðið virkt ennþá, eða hvað? ..en ágætt komment hjá þér með fram framvirknina.
Þorsteinn. ... Sé ekki að það sé komið svar við spurningum mínum á skyttuspjallinu.,,,,, bara almennt svar !

Kv, Jón P

Skrifað þann 30 December 2014 kl 23:54

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Ég tel mig vera að reyna að svara þér ágætlega þarna og copía svarið hingað til öryggis.
Jón Pálmason skrifaði:Sæll Þorsteinn.

Hvaða lista fékk Outcome i hendurnar og frá hverjum þegar þeir sendu út spurningalistann sinn ?
Fengu þeir lista yfir þá sem fengu úthlutuðu hreindýri og eða félagatöl hinna ýmsustu skotfélaga ?


Sæll Jón þeir fengu póstlista Skotvís og svo allra þeirra sem vildu taka þátt og skráðu sig annaðhvort á póstlista skotvís eða á netfangið sem gefið var upp fyrir þá sem ekki vildu vera á póstlistanum.
Formönnum skotfélaga ég held allra en vill ekki fullyrða það var ekki búinn að fá það staðfest var send kynning á að til stæði að hafa þessa könnun með ósk um að láta félagsmenn vita svo þeir gætu óskað eftir að vera með og fá spurningalistan.
Ég held að þeir hafi ekki fengið neina lista frá félagatölum skotfélaga eða úr úthlutun hreindýra enda ekki alment samþykki fyrir því..

Þetta alla vega átti og held að þetta hafi farið svona fram.
Kynning á Hlaðvef,skyttuvef,Skotvísvef.og öllum formönnum skotfélaga gert viðvart.

Það virðist hafa orðið einhver brotalöm í að láta alla sem vildu fá spurningalistan til að geta tekið þátt og er það miður og bið ég bara afsökunar á því.
En ég hefði viljað vera öruggari með að geta svarað með 100% vissu að sent hafi verið á formenn skotfélagana áður en ég svaraði þér en ég veit allavega að það átti að gera.

Skrifað þann 31 December 2014 kl 0:06

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Þorsteinn.

Jú, nú er komið svar á Skyttuspjallinu.
Og takk fyrir það, svo langt sem það nær. Veit að þú gerir þitt besta.
Þetta með brotalamirnar er samt aldrei ásættanlegt.
Gott að sinni og gleðilegt nýtt ár.

Kv, Jón Pálmason.

Skrifað þann 31 December 2014 kl 0:32

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

2014 þetta er lottó ,,það þarf aldrei að endurgreiða "gallaða" lottómiða,,


en annars er núverandi kerfi arfavitlaust og mjög vont,

þessar tillögur eru á eingan hátt betri ,,

það þarf burt með þetta lottó og gefa mönnum kost á að bíða í röð eftir úthlutun ,,
mjög einfalt og sangjarnt kerfi er það sem þarf ,,

Skrifað þann 31 December 2014 kl 9:14

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sammála Magnúsi... þetta kerfi er handónýtt, og ósanngjarnt,,, svo er annað varðandi þetta kerfi sem ætti að breyta og það er að hægt á að vera að sækja um leyfi á öllum svæðum í einu nú eða þá taka út þau svæði sem menn treysta sér ekki til að veiða.. þetta kerfi kallar á spillingu.
kveðja Kalli

Skrifað þann 31 December 2014 kl 9:48

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sælir Magnús ég skil ekki alveg hvað leysi málin að bíða í biðröð ég get alveg eins fengið menn til að bíða í biðröð fyrir mig og svo öðrum til að komast fram fyrir biðröð.
Og hin að sækja um á öllum svæðum sem menn treysta sér á eins Karl bendir á gefur bara enn einn möguleikann á að koma á spillingu og hagræða þannig að séra jón fær á sv 1-2 og 7 en bara Jón fær sv 9 og kannski annað til og meðal Jón fær hin svæðin.
Mín trú er að þegar búið er að ná falskr eftirspurn burt þá virki kerfið vel kannski ekki fullkomið.
En Magnús mér þætti mjög vænt um að vita hvers vegna þessar tillögur séu arfavitlausar.
Bara svo ég geti áttað mig á þeim.

Skrifað þann 31 December 2014 kl 12:24

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

veiðileyfakaup og lottóútdráttur eiga einga samleið ,, alls einga ,,það er vitleisan í þessu

það þarf að fylgjast með að sá sem fær veiðileyfi felli dýrið sjálfur
þannig getur eingin verið fyrir þig í röð eða troðist fram fyrir


allavega lottó og veiðileyfi eiga einga samleið og verða aldrei eðlileg...

ef það er númmer ,veistu c,a hvað þú þarft að bíða leingi ,hvaða ár þú færð dýr
og svo getur þú ekki sótt um aftur fyrr en þú ert búin að fella dýrið,
það er hægt að innheimta hátt óafturkræft gjald þegar menn versla sér númmer ,


þetta lottódrasl er arfavitlaust og verulega óréttlátt,,

alveg spurning hvort það eigi nokkuð að borga árgjaldið í skotvis í ár ef þetta eru vinnubrögðin hjá þeim ...

Skrifað þann 31 December 2014 kl 12:40

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Hvernig er það kæru félagar er hægt samkvæmt núverandi kerfi að sækja um og láta annann skjóta dýrið ????? ef svo er þá er það augljós leið til misnotkunnar ,,,
kv;kalli

Skrifað þann 31 December 2014 kl 12:44

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Karl það er bannað samkvæmt reglunum en eftirlit með hver skýtur dýrið er bara í höndum leiðssögumannana og það er vont að setja þá í þá aðstöðu.

Og takk fyrir Svarið Magnús.Ég er ekki alveg sammála þessu sem dæmi svo ég komi líka með útskýringu eins og ég bað þig.
Ég fæ númer þá væntanlega það sem ég var númer í umsóknarferlinu (hvenær ég sótti um) því væntanlega er númerið mitt ekki lottó tala.Segjum 1000 dýr og mín tala 1001
Svo kemur að mér að ég fæ dýr en mér hugnast ekki að taka endanleg ákvörðun um að taka dýrið alveg strax þá þíðir það að ég læt alla fyrir aftan mig bíða ekki satt?
Hvað varðar félagsgjald í Skotvís er bara hvers og eins að gera upp við sig hvort þeim finnist þeir betur settir utan og án atkvæðaréttar eða innan með atkvæðarétt og geta haft áhrif á framvindu mála.
En takk fyrir að gefa ykkar skoðun á þessu
Kveðja
ÞH
Munum bara að rödd sem þegir heyrist ekki !

Skrifað þann 31 December 2014 kl 13:23

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Magnus E, ég átti við tillöguna um að allir borguðu þessi 25% af gjaldinu við umsókn og fengu svo endurgreitt mörgum mánuðum síðar ef þeir fengu ekki dýr en samt væri dregið af endurgreiðslunni umsýslugjald.

útdrátturinn er alveg óháður því.

gefum okkur að 5000 manns sæki um og borgi 30.000kr hver það gera 150.000.000kr sem hreindýraráð hefur í nokkra mánuði og getur ávaxtað peningana á þeim tíma, ef þeir fá td. 5% vexti á ári þá fá þeir 625.000kr á mánuði í vexti af peningnum, umsóknin er í febrúar og lokadagur er í júlí sem gefur þeim 5 mánuði til að ávaxta peningin sem gerir 3.125.000kr í vexti.
svo eru dregin út 1000 leyfi og 4000 einstaklingar fá endurgreiðslu, en 1500kr af hverjum eru teknar í umsýslukostnað sem gerir 6.000.000kr sem eru teknar af þeim.
þá eru þessir 4000 einstaklingar búnir að styrkja hreindýraráð um 8.500.000kr eða 2.125kr á mann án þess að hafa fengið úthlutað dýri.

þessar 8.500.000kr duga fyrir launum 2 starfsmanna hreindýraráðs, af hverju eiga þeir sem ekki fá dýr að standa undir launakostnaði úthlutunarnefndar ?

Skrifað þann 31 December 2014 kl 14:41

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Nei nei ef þú ert númmer 1001 og það er komið að þér þá ættir þú að vera búin að borga óafturkræft gjald fyrir dýrið ,,

borga um leið og þú ferð í röð

ef þú hættir við ferðu bara aftast í röðina og borgar aftur gjald eða ferð bara alls ekki í röð,,

þannig og aðeins þannig hættir þetta lottó og menn hætta kennitölusöfnunum.


þú skilar ekkert inn laxveiðileifum afþví þú nennir ekki að fara eða það er vont veður,,
menn verða bara að bíta í það súra ef dýrið næst ekki ,,

Skrifað þann 31 December 2014 kl 14:50

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

það er eitt að borga 1500kr skráningargjald, allt annað að lána tugi þúsunda vaxtalaust.

ef þeir vilja fá gjaldið strax við umsókn eiga þeir líka að hætta að taka við umsóknum þegar það eru komnar ca 10% fleirri umsóknir en leyfin eru, það er hægt að reikna með allt að 10% afföllum á veiðimönnum en að taka við 5x fleirri umsóknum en möguleg leyfi er ekki réttlætanlegt ef það á að greiða leyfin strax við umsókn

Skrifað þann 31 December 2014 kl 14:55

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll 2014 ég skil rökin þín en um leið og umsókn kostar 30.000 þá er ég nokkuð viss um að í mesta lagi sæki 2000 um og við það lækkar talan um 3000 og af þessum 2000 fá sennilega 1000+ dýr og þá er upphæðin orðin allt önnur sem yrði eftir í vöxtum ef við gefum okkur 2 mánuði þá eru vextirnir því 300.000 og svo var fallið frá að halda eftir enhverju í umsýslugjald enda var réttilega bent á að vextir myndu dekka það.
Aðalþungi tillögunar er að
1.fækka falskri eftirspurn
2.Reyna að flýta öllu umsóknaferli og úthlutun og þá að sama skapi myndi vextir af þeim sem eiga endurgreiðslu mínka mikið.
En það var góð ábending með lagalegu hliðina en eins og ég sagði má alveg fara kredikorta leiðina og við úthlutun yrði tekin x upphæð óafturkræf.þá eru engir auka vextir.
Hafið þið gert ykkur grein fyrir að eins og kerfið er nú þá kostar það 2 aukastarfsmenn í úthlutun og enduútghlutunum.
Og falska eftirspurnin er nánast með stuðulinn 1 dýr á mót 4 umsóknum og þetta eru góð rök þeirra sem hafa hag af hreindýraveiðunum til að hækka veiðileyfin mjög mikið og vísa í eftirpurnina og það þýðir lítið að segja að eftirspurnin sé ómarktæk þegar kerfið er eins og það er núna.
Eins og gerðist í laxveiðini fyrst vísað var í hana þar ræðst verð eftir eftirspurn.
Og þar er vettvangur sem ég þekki mjög vel og ef einhver getur ekki nýtt leyfi selur hann það aftur með afföllum eða setur í umboðsölu hjá veiðifélaginu og oft bíður góður kúnni eftir leyfinu og fær það með afslætti.
En að sama skapi svo ég vísi aftur að hugmyndafræðini þá má staðfestingargjaldið ekki vera of hátt né of lágt.
Þetta á ekki að vera sett upp svo bara efnamenn geti sótt um né heldur þannig að upphæðin skipti ekki megin máli þó hún tapist í lottói.
Smá hugleiðing í kjölfarinu
Ef umsókninar detta í 2000 og endurúthlutunar hlutfallið verði vonandi ekki nema um 10% þá er alveg möguleiki að 5 skipta reglan sé óþörf og á 3 árum er mjög líklegt að allir sem vilja hafi fengið dýr.
Mætti jafnvel gefa þeim sem ekki fá dýr auka slembitölu til að auka líkur á næsta ári en það er bara aukahugmynd en þetta er samt lottó en með góðum möguleika.
Eina leiðin til að setja þetta í raðakerfið er að afhenda þetta veiðifélagi svona af norrænni fyrirmynd og þeir sem vilja dýr ganga í það félag.
Og getum við verið öll sammála um hvaða félag ætti að vera í forsvari wink Takk fyrir samskiptin á árinu og megið þið eiga gleðilegt og gæfur´kt nýtt ár
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 31 December 2014 kl 15:31

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Þorsteinn

Ég skil vel þín sjónarmið, með háu staðfestingargjaldi fækkar fölskum umsóknum en á móti fækkar líka þeim sem vilja veiða hreindýr en hafa lítið handbært fé.
En að borga tugi þúsunda í febrúar þegar fólk fær visa reikninginn eftir jólin reynist mörgum meðaljóninum full erfitt og endar þetta sem ríkra manna sport

Skrifað þann 31 December 2014 kl 19:11
« Previous12Next »