Nýr riffill

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

ææææ... ekki vera sauður.. þú varst að skrifa að howan þín hitti ekki olíutunnu á 100m .. núna skýtur hún 0.3moa .. bla bla bla bla..

Skrifað þann 6 February 2013 kl 17:52

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

ég sagði fyrsti riffillinn minn, howan var ekki sá fyrsti sem ég keypti.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 17:53

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Ég hef eignast fimm ný hlaup um dagana og hef notað sömu aðferð og Daníel við þaug öll,hef farið eftir
ráðleggingum frá byssusmiðum og fleirum sem hafa vit á þessum málum,sérstaklega var mér sagt að
þrífa vel áður en fyrsta skotinu væri skotið.
Ég held að góð þrif séu altaf að hinu góða,og skili sér í betri árángri.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 19:04

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Allt snýst þetta um trúarbrögð. Fróðlegt er að lesa það sem þeir hjá Hart segja: What do you recommend for barrel break-in?
We do not believe that a break in procedure is required with our barrels. If you follow our normal cleaning procedure, outlined in this brochure, you should not have any problems with your new rifle. You always want to clean your rifle as often as your course of fire will allow. If you have time to shoot one and clean, that would be fine, but we personally do not feel it is necessary. Please be sure to only use the cleaning solvents listed in our cleaning instructions.
http://www.hartbarrels.com/faq.php...
Og sömuleiðis lesa þessa grein:http://www.snipercountry.com/articles/barrel_breakin_II.asp...

Skrifað þann 6 February 2013 kl 19:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

samkvæmt Hart á að skrúbba hlaupið með bursta og shooters choice á 10-20 skota fresti... alltaf...

þeir mæla líka með því að maður leyfi hreinsiefninu að liggja í hlaupinu þar til maður fer að skjóta næst..
merkilegt að þeir mæli með shooters choice og að láta það liggja í hlaupinu þegar shooters choice mælir gegn því....

Skrifað þann 6 February 2013 kl 20:02

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Nýr riffill

Til hamingju með nýja riffilinn monksi. Leiðinlegt að þú skulir ekk fá almennilegt svar við einfaldri spurningu en sennilega er ekkert rétt eða rangt í þessu. Ég er enginn expert í þessu nema síður sé en farðu bara eftir því sem framleiðandinn mælir með, þá ertu allavega öruggur gagnvart ábyrgð.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 20:14

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Smá forvitni hvað eru 0,3 MOA á 100 metrum ?

Skrifað þann 6 February 2013 kl 20:56

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Ágæti Þorvaldur Sigurðsson..

Hver er þessi ágæti maður Chuck Hawks?
Ég hefi lesið þessi fræði síðan 1966 en þennan
mann hefur aldrei borið á á góma allan þann tíma?
Hvað er ég að misskilja ?? Ef eitthvað!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 February 2013 kl 21:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

0.3 moa eru rétt rúmar 0.3 tommur á 100m eða rétt um 8mm

Skrifað þann 6 February 2013 kl 21:13

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Veistu afhverju þú ert alltaf að fá alla sem hafa eitthvað skotið að viti upp á móti þér Daníel... það er einmitt vegna þess að þú ert alltaf með eitthverja svona 0,3 MOA hámark vitleysu! Hver heldur þú að trúi svona bulli?

2 tommur á 500 metrum eru 0,35 MOA hvað hefur þú oft skotið undir 0,35 MOA á 500 metrum Daníel, veistu eitthvað hvað þú ert að tala um?

Skrifað þann 6 February 2013 kl 21:25

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Geturu kannski hitt mig út í Höfnum og kennt mér að skjóta?

Skrifað þann 6 February 2013 kl 21:30

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Já, Magnús. Nú munu þá opnast þér ýmsar víddir. Alltaf er gaman að fræðast og læra.
http://www.chuckhawks.com/

Skrifað þann 6 February 2013 kl 21:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

annaðhvort kanntu að skjóta eða ekki Stebbi, svo er bara að æfa sig til að verða betri..

ég hef farið 8 ferðir til að skjóta á 500m, í öllum ferðunum náði ég 3 grúppum eða fleirri undir 2" og ég tek bara 50 skot með mér í hverja ferð.

æfingin skapar meistarann, þegar maður er að skjóta þúsundir skota á ári þá mun maður að sjálfsögðu ná meiri árangri en sá sem skýtur nokkrum tugum skota.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 22:03

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Þarna ertu náttúrulega líka kominn með allt annað viðmið, 3 af 10 grúppum undir 2 tommur er svolítið annað en að skjóta varla yfir tveggja tommu grúppu á 500 metrum.

Ég get reyndar alveg viðurkennt að ég hef ekki mikið prófað þetta, en ég veit þó af þeirri litlu reynslu sem ég hef að menn eru ekkert að skjóta 0.35 MOA allan daginn á 500 metrum eins og þú gafst í skyn...

Þegar þú segir 0.3 MOA algjört hámark, stefniru þá ekki á Íslandsmótin í BR næsta sumar? Valdimar Long varð íslandmeistari með 0,4697 GD agg MOA í 100 og 200 metrum síðasta sumar!!! það verður spennandi að sjá þig bæta það!

Skrifað þann 6 February 2013 kl 22:19

hananú

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Stebbi minn,

Þú þarft bara að fara skjóta af húddinu á Subaru Impreza (með spoiler kitti) í 20 metra hliðarvindi á sekúndu, með ónýtan tvífót, og þá ferðu að sjá grúppur eins og danni er að skjóta, allan daginn með bundið fyrir augun.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 22:25

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: Nýr riffill

Til að merkis um það hve mörg sjónarmið eru uppi er gaman að lesa þessa grein, skrifuð af miklum merkis og kunnáttu manni:

http://www.accurateshooter.com/technical-articles/how-to-break-in-a...

og meir hér um þrif fyrir áhugasama:

http://www.accurateshooter.com/technical-articles/barrel-cleaning-d...

Sennilega er niðurstaðan ekki flóknari en að það sé ekki einn sannleikur í þessu, mögulega skiptir þetta ekki öllu máli þegar allt kemur til alls.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 22:29

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Hananú, þitt komment er ekki til þess fallið að ná þessari umræðu upp á hærra plan, þess vegna kýs ég að hunsa það!

Ég er að ræða hérna við Daníel sem hefur þúsundum fleiri skota á bak við sig en ég, um það hvað maður getur búist við að skjóta þétt þegar maður kemur út á völl!

Hann segist ekkert hafa að gera með riffla sem skjóta yfir 0,3 MOA á 100 metrum og ég er hreint ekkert viss um að menn nái því að skjóta þetta skor daginn út og daginn inn hér á Íslandi í þeim vindi sem alltaf er hér!

Þeir sem hafa ekki þekkingu á því sem þeir eru að gera og fara svo út á völl og prófa að skjóta og skjóta kannski 3 x 5 skota grúppur sem mælast allar í kringum 1 MOA á 500 metrum koma svo hérna inn og sjá það sem Daníel er að skrifa dettur náttúrulega first í hug að henda riffilinum sínum, í það minnsta að skipta um hlaup á honum á meðan það er kannski ekki málið.

Eitt MOA á 500 metrum er bara ekkert svo slæmt fyrir margar skyttur, það er í kringum 14 CM (tæpar 6 tommur) sem er nálægt því sem hreindýraskífan er.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 22:54

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

svo verður líka að taka tillit til þess búnaðar sem menn eru að nota..

ég er td. með stiller lás, krieger hlaup í .308 palma og mcmillan edge skepti og nightforce 12-42x56 og er að nota seb neo rest, ásamt því að ég legg gríðarlega vinnu í hylkin og hleðsluna.

kannski ekki alveg sambærilegt við remington 770 í .308 á tvífæti með verksmiðjuhleðslu...

með þeim búnaði sem ég er með og þeirri æfingu sem ég stunda þá geri ég kröfu til sjálfs míns að skjóta ekki yfir .3 moa og næ yfirleitt að halda því sé vindur sæmilega stöðugur.

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:05

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Á hvaða færum ertu að ná þessum árangri?

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:08

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

eins og er þá hef ég ekki skotið á lengra færi en 500m þar sem ekki er vegur lenga í höfnum, en ég hef náð að halda mér kringum .3 moa á 100-500m, samt betri á 3-500 en á 1-200m

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:11