Nýr riffill

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Ég þarf að fara að prófa þetta eitthvað betur!!!

Hvaða aðferð notaru þegar þú finnur réttu hleðsluna í riffilinn þinn? Þú ert væntanlega með turnuð hylki í þessum .308 riffli?

Hvernig gengur með Tunerinn?

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:15

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

tunerinn er að virka en á enn eftir að fínstilla hann..

hylkin eru turnuð, trimmuð, ég uniforma flashole og primer pocket, flokka eftir vigt ofl...

með hleðsluna þá hlóð ég 5 skot í hverri hleðslu og hafði kúlusetninguna jumpaða .020
lét hleðslur hlaupa á .5gr.

skaut 2 fowlera og svo 3 skota grúppu, þreif hlaupið og endurtók...

tók bestu útkomuna og hlóð aftur frá hleðslunni á undan og að hleðslunni á eftir með .2gr hlaupi.
endurtók skotæfinguna.

tók bestu útkomuna og hlóð aftur, núna með kúlusetningu hlaupandi á .005 frá -.020 og uppí +.020

tók bestu útkomuna og hlóð slatta eins, svo byrjaði ég á tunernum...

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:28

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Hvers vegna ákvaðstu að hafa þennan riffil í .308 frekar en 6BR, 6XC eða eitthverju flottu 6,5 cal? Er þetta sá riffill sem þú stefnir á að nota í BR næsta sumar eða verðuru með 6 PPC í það?

Afsakið að ég skuli vera kominn svolítið útfyrir efni þráðarins, en það var líklega búið að svara því í meiginn atriðum og ég hef ekki áhuga á því að blanda mér í þá umræðu!

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:37

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Jæjja Dan Sig...... Þar fór það endanlega..... Aðalega til að þrífa fríspacið..... Andskotinn hafi það.... Hef reyndar alldrei heyrt aðra eins þvælu.....

kv hr

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:39

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Jafnvel 6mm Dasher!

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:39

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

ég átti til eitt krieger .30 cal 10 twist hlaup sem ég keypti fyrir remman, en hann skýtur bara svo vel að ég skellti því á stillerinn á meðan ég bíð eftir rifflinum mínum frá usa...

með rifflinum er 6mm 8 twist hlaup sem verður 6mm BR á Stiller fyrir 100-600m

Batinn verður svo með 6mm 7.5 twist í 6XC og bara fyrir 500-1000m

.308 verður svo veiðihlaup fyrir stillerinn...

ég á líka hlaup fyrir 6ppc, búinn að panta lás, gikk og skepti frá kelbly.. spurning hvort það komi fyrir sumarið..

Skrifað þann 6 February 2013 kl 23:42

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Ágæti félagi Þorvaldur.

Takk fyrir linkin..þetta er bráð skemmtileg síða!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

P.s. Við alla þessa umræðu um hreinsun riffilhlaupa rifjaðist upp fyrir
mér nokkuð sem Ed Shilen sagði mér...nefnilega það að hann hefur
séð fleiri hlaup eyðilög vegna hreinsunar heldur en skorts þar á!!
Þegar hlaup er hreinsað verða ákveðin atriði að vera í lagi.
Algert skilyrði er að nota krassastýringu!!!!!
Krassinn verður að vera þráð beinn og hreinn.
Varast ber að nota plasthúðaða krassa.
Samsettir krassar eiga ekkert erindi í BR hlaup....né nokkuð
það hlaup sem manni er annt um.

Skrifað þann 7 February 2013 kl 17:12

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

krassastýring = bore guide?

Skrifað þann 7 February 2013 kl 19:18

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Nýr riffill

Ágæti Magnús
Ég get skilið að samsettir krassar séu ekki til góðs en af hverju ekki plasthúðaðir krassar? (spyr sá sem ekki veit).

Kveðja
Silfurrefurinn

Skrifað þann 7 February 2013 kl 19:41

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Ágætu félagar Bettinsoli og Silfurrefur!

Ágæti Bettinsoli... þú áttir kollgátuna....boreguide ..sami hlutur.
Eins g þú augljóslega veist..nokkuð sem við setjum í stað
boltans til að tryggja að krassinn sé sem allra mest í miðju
hlaupsins og sé ekki að skrapa eina hlið hlaupsins með
ömurlegum afleiðingum!
Ágæti Silfurrefur...Ed Shilen og margir aðrir framleiðendur
alvöru riffilhlaupa eru þeirrar skoðunar að í plasthúðaða
krassa safnist allskyns aðskotahlutir sem svo aftur virka sem
slípefni og skemmi hlaupin.
Munum að krassinn á vera tandur hreinn!!
Shilen mælir með ryðfríum krössum sem haldið er hreinum.
Með teknu tilliti til þess árangurs sem hann og hans hlaup hafa
náð finnst mér full ástæða til að sperra eyrun þegar hann tjáir sig !!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 February 2013 kl 20:29

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Nýr riffill

já,efast ekkert um það, langaði bara að vita ástæðuna

Skrifað þann 7 February 2013 kl 20:33

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Það er alveg magnað hvernig einföld spurning sem að brennur á flestra byrjenda vörum veldur algjöru kjaftæði á þessum vef. Monksi spyr einfaldrar spurningar enda er honum annt um nýja riffilinn sinn en þráðurinn fer upp í algera pissukeppni og hver sé með "The biggest Kahuna"
Drengurinn hefur örugglega lesið vefslóðirnar sem að bent hefur verið á og væntanlega lesið þessa setningu á vef Ed Shilens #EQUIPMENT: Cleaning Rods: Use a good quality coated cleaning rod with a rotating handle. # Nú þýðir coated klædd eða húðuð og er þá væntanlega átt við plasthúðaða hreinsistöng. Aðrir framleiðendur vara sterklega við því að nota stálstangir þar sem að þær skemma rifflurnar frekar. En svo kemur þú Magnús Sigurðsson og bullar þvert ofan í ráð Ed Shilens sem að þú vitnar í og segir að þú þekkir vel. Hvernig á byrjandi að skilja svona lagað????

Hér áður og fyrrum, reyndum við að hjálpa byrjendum sem að komu inn á þennan vef og svara spurningum þeirra um hvaðeina sem að þeir vildu vita (m.a. Daníeli Sigurðssyni þegar hann var að selja sinn fyrsta riffil, Hatsan loftriffil, sem að hann auglýsti sem hið besta kanínudrápstól). Núna virðist vefurinn ganga út á það að rífast sem mest við aðra og drulla yfir SR. Hvernig væri að menn færu að standa við STÓRU orðin um það að kjaftæðið hefði verið skilið eftir á gamla vefnum og færu að haga sér eftir því??
Það er talað um Hlaðvefinn eins og Barnaland hið sáluga núna vegna rifrildisseggjanna sem að hér TRÖLLríða öllu. Farið að haga ykkur eða þegið ella.

krassastýring = bore guide? = Hlaupstýring

Með öngvri virðingu
Keli

Skrifað þann 8 February 2013 kl 0:54

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Keli það eru akkúrat innlegg eins og þitt sem við vildum skilja eftir á gamla vefnum, innlegg sem eru eingöngu sett inn til að móðga eða særa aðra en hafa ekkert með umræðurnar að gera.

þráðarhöfundur fékk gott svar strax í fyrsta innleggi, svo kom besservisser sem ráðlagði gegn öllum hlaup framleiðendum, flest innleggin þar á eftir fóru í að leiðrétta þá vitleysu... svo fórum við að ræða önnur mál.

þó að menn hafi mismunandi skoðanir þá höfum við gætt fyllstu kurteisi eins og á að gera og biðjum þig um að gera það líka á þessum vef.

kv. Daniel

Skrifað þann 8 February 2013 kl 7:36

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

...þú verður að afsaka binfó, en ég held að það sé aðeins þú sem upplifir þetta svona

kv. Hnulli

Skrifað þann 8 February 2013 kl 8:28

þorvaldur h

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Mundu bara að þrýfa alltaf vel eftir notkun svo hann sé alltaf klár til brúks,
búinn að sjá alltaof marga sem birja vel með þrifinn
svo fer að gleimast ,og gleimast oftar og oftar, svo þarf að hitta og þá klikkar riffillinn,

Skrifað þann 8 February 2013 kl 17:01

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

fín regla að þrífa eftir 15-20 skot, eða eftit hvern skottúr þar sem er skotið meira en fáeinum skotum.

..annars finnst mér ekki vera almenn kurteisi að kalla menn besservissera og fleira bara fyrir það eitt að hafa ekki akkúrat sömu skoðun og þú daniel. ég er ekki að kalla þig neinum nöfnum eða gera litið úr þér á neinn hátt, það hafa komið linkar hér inn sem bæði mæla með og eru á móti, þannig er það bara. ég skrifa bara út frá minni reynslu.

ef þú vilt að sé komið fram við þig með virðingu, þá máttu sýna hana öðrum. það er ekki alltaf bara einn sannleikur.

góðar stundir.

Skrifað þann 8 February 2013 kl 17:56

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

ég hef það fyrir reglu að gefa byrjendum bestu mögulegu ráð sem ég get... ef þrif á 100 skota fresti er nokkurnvegin í lagi þá segi ég frekar þrífa á 50 skota fresti til að vera öruggur..

framleiðendur keppnishlaupa og svo framleiðendur flestra riffla mæla með því að hlaup séu skotin inn með því að þrífa eftir hvert skot, þó að einhver einn eða tveir segi annað þá mæli ég frekar með hinu við byrjendur, því þeir skemma ekkert við að þrífa eftir hvert skot í byrjun, en það er alltaf möguleiki ef þeir sleppa þrifunum.

Skrifað þann 8 February 2013 kl 18:13

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

Daníel með i
"þó að menn hafi mismunandi skoðanir þá höfum við gætt fyllstu kurteisi eins og á að gera og biðjum þig um að gera það líka á þessum vef." vitnað í þig hér að ofan. Þú lætur oft eins og að þú stjórnir þessum vef, við losuðum okkur við-við viljum ekki-við við við........
Hérna koma nokkrar tilvitnanir í þig bara á fyrstu síðu þessa þráðar:
"toti sesar ég held að þú vitir bara ekkert um byssur..."
"en meistari toti sesar með öll sín heimsmet í skotfimi og áratuga reynslu í framleiðslu hlaupa veit auðvitað betur en Krieger, Lilja ofl."
"yfirleitt er það skyttan sem getur ekki betur... það á sennilega við í þínu tilfelli."

Er þetta þessi rómaða kurteisi sem að þú bullar sem mest um???
Hvernig væri að ÞÚ færir að tileinka þér kurteisi en ekki drulla yfir menn hægri vinstri á spjallvefnum og söluvefnum "af því bara". Ferill þinn er ekki til þess að hrósa sér af.
Margur heldur mig sig.....

Keli

Skrifað þann 8 February 2013 kl 20:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýr riffill

...

Skrifað þann 8 February 2013 kl 20:57

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Nýr riffill

Og þá er endanlega búið að stúta þessum þræði. Til hamingju.

Skrifað þann 8 February 2013 kl 21:20