Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

mín reynsla af rekstri félaga er einmitt sú að nefnd kosin af félagsmönnum breytir miklu.

fyrir það fyrsta er nefndin ábyrg fyrir rekstrinum, um leið og þeir sem sinna svæðinu fara að bera ábyrgð á því líka þá fara þeir að vinna mun betur sína vinnu.

nefnd sem kosin er af félagsmönnum getur haft áhrif á þá stefnu SR að öll innkoma SR fer í einn pott sem stjórnin úthlutar úr til nefnda... með enga riffilnefnd þá kemur engin úthlutun til riffilsvæðisins.

þegar ég stofnaði karatedeild þá var það stefna Leiknis að deildin þyrfti að standa undir sér, hún fengi enga peninga frá öðrum deildum.

það þýddi að fyrsta árið var sjálfboðavinna hjá mér, en með mikilli vinnu þá tókst mér að ná mörgum iðkendum og á stuttum tíma var deildin farin að moka inn peningum og þá allt í einu vildi fótboltadeildin fara að fá skerf af kökunni..

með góðum rekstri manna sem hafa umboð félagsmanna er hægt að byggja þessa deild upp í að vera sú besta innan félagsins, en án umboðs félagsmanna þá hefur enginn neitt að segja um það hvernig þetta er rekið nema stjórnin.

þetta er íþróttafélag en ekki fyrirtæki, það eru félagsmenn sem ráða hvað er gert, hverjir sitja í stjórn og nefndum oþh. þessvegna skiptir miklu máli að félagsmenn velji þá sem þeir vilja hafa í forsvari fyrir sig svo þeir geti gengið á fund með stjórninni og farið fram á fjármagn til framkvæmda.
án umboðs félagsmanna hefur stjórnin ekki heimild til að úthluta fjármagni.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 18:25

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

óskaðu þér gulls í vinstri hendina, kúkaðu í hina, sjáðu hvor lúkan fyllist fyrst

Skrifað þann 17 January 2013 kl 18:54

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það er akkrat svona hugsunarháttur sem kemur í veg fyrir uppbyggingu.

það er nú lítið mál að kjósa í riffilnefnd, bara setja blað uppá vegg þar sem menn geta gefið kost á sér, láta það hanga í ca mánuð og svo er hægt að setja kosningakassa á skotsvæðið og félagsmenn fá atkvæðaseðil hjá Kristjáni og kvitta fyrir honum til að tryggja að hver fái aðeins einn.

svo er talið úr kassanum td. mánuði síðar og efstu 5 setjast í riffilnefnd.

þá er búið að tryggja að félagsmenn hafa nægan tíma til að bjóða sig fram og til að kjósa.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 18:59

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

22LongRifle treystir á dómgreind þeirra sem lesa þessa hörmung hér að ofan að skoða skotfélögin frá öðru sjónarhorni en byssur.info ofl setja hér á vefinn.

Kveðja 22LR

Skrifað þann 17 January 2013 kl 19:01

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það er akkrat svona hugsunarháttur sem kemur í veg fyrir uppbyggingu.


það er búið að vera ágætis uppbygging án þinnar aðkomu.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 19:06

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

JGK... Við hvern áttu ?
Þú ert einn þeirra sem hér hefur sett fram málefnalega afstöðu og takk fyrir það.......

Skrifað þann 17 January 2013 kl 19:13

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

ég er allt of dónalegur á netinu til að teljast málefnanlegur

Skrifað þann 17 January 2013 kl 19:19

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

nú er mitt þriðja ár hjá SR að byrja, eina uppbyggingin sem ég hef séð á riffilsvæðinu eru borðin sem voru smíðuð fyrir stuttu, endurnýjun á böttum er ekki uppbygging heldur viðhald.

það sem hefur verið talað um eru ljós á battana, skyggni yfir lúgurnar, einangrun og hiti í skýlið ofl.

svörin sem koma alltaf eru að það eru ekki til peningar... þvílíkt bull....

skotfélagið er skuldlaust með eignir uppá tæpar 300 milljónir.

það eina sem þarf er riffilnefnd sem hefur umboð félagsmanna til að framkvæma fyrir peninga félagsins.

ég sem félagsmaður veiti ekki hverjum sem er leyfi til að eyða peningum félagsins og líkt gildir sennilega um alla aðra félagsmenn.

hinsvegar hefur rétt kjörin riffilnefnd þá heimild og getur farið fram á fé frá stjórn SR til framkvæmda.

og ég hef lesið lög SR og var á aðalfundinum þar sem enginn sýndi riffilnefnd nokkurn áhuga...

spurning um að loka bara skotsvæðinu og vísa félagsmönnum í önnur skotfélög ???

Skrifað þann 17 January 2013 kl 19:44

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það hefur aldrei verið talað um að einangra skílið af neinni alvöru, í besta lagi bara hugmynd sem hent hefur verið fram. og þetta með hitan er tiltörlega ný til komið, og tilgangurinn með honum er að koma í veg fyrir raka myndunn í skýlinu en ekki að hita það upp að neinu ráði (enda tóm della)

og þó að félagið sé skuldlaust og eigi einhverjar eignir þá þýðir það ekki að tekjur þess standi undir auknum útgjöldum.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 20:04

GoggiMega

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

væri ekki líka betra að bíða með framkvæmdir það til vitað sé með vissu hvort félagði fái að vera þarna til frambúðar. Heyrst hefur innan borgarkerfisins að það verði að færa skotvellina lengra frá borginni

Skrifað þann 17 January 2013 kl 20:13

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það er önnur umræða í gangi hjá bæjarfélögunum.. að skotfélögin eigi að taka sig saman og gera einn riffilvöll fyrir öll skotfélögin.. svo vantar bara samstarfsviljan hjá skotfélögunum...

td. vill skotfélag hafnarfjarðar ekki riffilvöll, en það félag er samt best staðsett þar sem hægt er að hafa 5km riffilvöll í hrauninu við Hafnarfjörð án þess að nokkur verði fyrir truflun af hans völdum...

það svæði er mun betur staðsett uppá vind en Álfsnesið.. allt marflatt svo sviptivindar eru í algjöru lágmarki.

ef skotfélögin og bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu myndu vinna saman þá væri lítið mál að gera verulega flotta 1km riffilbraut með öllu sem þar þarf ásamt haglabyssusvæði sem uppfyllir allar kröfur erlendra sambanda.

en til þess þarf nýtt fólk í stjórn þessara félaga sem eru tilbúin að sameina félögin ef þarf og vinna að uppbyggingu á einu svæði fyrir allt suðvesturhornið.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 20:35

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

ég legg til að við leggjust á eitt og kjósum byssur info sem forman í öll skotfélög og í allar nefndir.

þá þarf hann bara að sýna nokkur karate brögð og þá byrja peningarnir að rúlla inn. money money bang bang fyrir alla!

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:18

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

ég er til i að vera í riffilnefnd með góðum mönnum sem nenna að leggja eitthvað á sig fyrir uppbyggingu félagsins.

ég byggði upp karatefélag einn og óstuddur sem nú er með hátt í 100 iðkendur, ekki fékk ég krónu til að starta félaginu og vann ég allt í sjálfboðavinnu, en það skilaði sínu eftir 2 ára starf.

riffilnefnd þarf að vera tilbúin til að vinna nokkra klukkutíma á viku fyrstu mánuðina á meðan verið er að koma öllu í stand og svo einhverja klukkutíma í hverjum mánuði til að sinna viðhaldi á böttum ofl.

þeir sem ekki nenna að leggja á sig vinnu fyrir félagið mega alveg styrkja framkvæmdir með peningum eða efni sem til þarf... þannig hefur það verið í þeim félögum sem ég hef æft í og alltaf hefur gengið vel að framkvæma allt sem vilji var fyrir.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:34

sjóh

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Googlaði einn afkastamesta spjallarann hérna af hlað vefnum og þar rakst ég á setningu sem fékk mig til að hlæja upphátt:

Hefurðu verið bannaður af vefnum?
Já, eins og margir aðrir hérna þá tók ég þátt í rifrildum sem enduðu með því að ég lenti í banni, en maður lærir af því sem miður fer og er ég löngu hættur að nenna að rífast. Ef umræður sem ég er þáttakandi í fara úr böndunum þá fel ég þráðinn og hætti að taka þátt, ég er alveg hættur að nenna að rífast á netinu, það er bara svo tilgangslaust.

Og hver haldiði að hafi svarað svona???

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?p=625520...

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:37

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

holy shit, þetta er besta ljósmynd ever!

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:43

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það er venjan að geta höfundar þegar birtar eru myndir eftir aðra...

þessi mynd var eftirlíking af mynd með Prince


ég tók hana fyrir Prince Tribute tónleika sem voru haldnir hérna, fyrirsætan er Seth Sharp sem hélt tónleikana.

og þetta eru ekki rifrildi hérna heldur er verið að ræða málin...

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:57

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það er venjan að geta höfundar þegar birtar eru myndir eftir aðra...


ekki á internetinu

Skrifað þann 17 January 2013 kl 22:01

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Mér finnst nokkrir á þessum vef komnir út fyrir öll velsæmismörk með þvælunni og mættu anda með nefinu áður en lagst er á lyklaborðið.
Spurning hvort eitthvert sannleikskorn í þessu hjá DanSig (hver er jú sannleikanum sárreiðastur!).
Annars er merkilegt hvað riffildeild SR er slök í mótahaldi, SKAUST er ábyggilega með fleiri mót á einu sumri heldur en SR á áratug.

Feldur.

Skrifað þann 17 January 2013 kl 22:08

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

"vælir yfir því eins og stelpa á túr"; það sem maðurinn vildi líklegast segja er " eins og karlalandsliðið í knattspyrnu leikur" fótbolta ;)

Skrifað þann 17 January 2013 kl 22:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Myndi af einhverjum manni hálf berrössuðum!!

Feldur þú segir:

Mér finnst nokkrir á þessum vef komnir út fyrir öll velsæmismörk með þvælunni og mættu anda með nefinu áður en lagst er á lyklaborðið.
Spurning hvort eitthvert sannleikskorn í þessu hjá DanSig (hver er jú sannleikanum sárreiðastur!).
Annars er merkilegt hvað riffildeild SR er slök í mótahaldi, SKAUST er ábyggilega með fleiri mót á einu sumri heldur en SR á áratug.
Feldur.

Er þetta ekki málið?

Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 18 January 2013 kl 0:12