Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar !

Þar sem fyrri póstur um þetta málefni endaði í þeirri þvælu sem raun ber vitni legg ég til að við byrjum aftur...og bið allra vinsamlegast um
að aðeins þeir sem hafa áhuga á málenfninu tjái sig.
Einnig vek ég athygli á að hugmyndin er ekki mín heldur
Daníels Sigurðssonar.
Hvaða kalíber höldum við að virki best þarna úti?
Einhverjar kúlur sem við höldum að geri betri hluti en aðrar?
Hvaða tegund hlaupa?
Hvaða sjónaukar?
Hvða púður?
Hvaða hvaða ??
er þetta ekki það sem við viljum ræða?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 12 December 2012 kl 21:48
Sýnir 1 til 20 (Af 43)
42 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

ég veit ekki hvað er best, en ég veit hvað ég verð með ef af þessarri keppni verður.

Bat B lás, Shehane ST1000 Tracker skepti, Jewel gikkur, Krieger 7.5 twist 6mm hlaup.
caliber 6XC, toppað með Nightforce NSX 12-42 x56 eða 5.5-22x56
hólkurinn fær vonandi að liggja í Seb NEO resti.



hylkin eru Norma 6CX, búið að turna þau, trimma, uniforma flash hole og primer pocket og flokka eftir vigt.
kúlurnar verða Berger 105gr VLD eða 108gr BT, fer eftir því hvor kemur betur út.

primerarnir verða væntanlega RWS eða CCI BR2

púður verður VihtaVuori N135, 140 eða 150.. á eftir að prófa mig áfram í þeim efnum...

og til að toppa þetta þá verður Bostrom tuner á hlaupinu...

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:11

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

...jæja til að starta þessari annari tilraun skal ég byrja..

Ég var að velta því fyrir mér í fyrri þræði hvort það þekkt að menn kepptu á tveim mismunandi færum og hefðu möguleika á að notast við tvo mismunandi riffla..

Fyrir mitt leiti myndi ég segja að mér finnst það kannski aðeins taka stuðið úr þessu, þar sem að þeir sem hafa milli handanna fleiri en einn góðan riffil væru þar með komnir með forskot..

sérstaklega, og án þess að vera að kroppa ofan af eldri sárum eða vilja gera gys núna, þá gekk þráður um daginn útá að einn tiltekinn riffill gæti ekki verið bestur þar sem að sérsmíðaðið BR rifflar væru bestir.. afhverju þarf þá tvo þannig á eitt skotmót?

Ég á annars Tikku T3 í 6.5x284 og gler með 24 stækkun. hef ekkert reynt mig á þessari fjarlægð og því ekki skoðað hleðslur eða kúlur í það, en hver veit hvort maður skoðar það eitthvað með vorinu og væri tilbúin í að vera með þegar þar að kemur.

kv.Hnulli

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:16

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Ég myndi mæta með Tikku í 260 Rem með Vortex Viper PST.



Lapua Scenar 139 gr notaðar.

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:18

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

til að svara þessu með fjölda riffla í móti þá þekkist það að menn noti 2 og jafnvel þrjá í einu móti.. en ekki við að skjóta úr sömu stöðu..

td. var hugmyndin að skjóta liggjandi á 600m með tvífót en af borði með rest á 1000m.

riffillinn sem GísliSnæ er með myndi því henta fullkomlega á 600m á meðan minn gerir það enganvegin þar sem ekki er þrífóts festing á honum, en minn hentar þá betur á 1000m þar sem hann er hannaður fyrir rest.

algengt er að menn hafi einn léttann riffil til að skjóta standandi á styttri færum, einn milliþungan á tvífæti fyrir 300-600m og svo einn þungann fyrir restið á 1000m.

búinn að vera að lesa um þónokkur svoleiðis mót á accurateshooter.com

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:25

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Sælir félagar
Ég myndi nota 223, þeas ef ég finn hleðslu sem virkar og kemur 80 gn kúlu á nægjanlegan hraða. Það yrði strax auðveldara á 1000y. Flagga því sem ég á og reyni að hafa gaman af þessu. Verður hægt að keppa einungis á 600m?
Kv G.F.

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:44

Silfri

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Sælir,
Við stóðum fyrir einu 500m móti hjá SKAUST seinasta sumar. Gekk það mjög vel fyrir sig og hratt, planið er að gera það sama næsta sumar. Einnig eru menn að skoða að halda 1km mót og yrði það líklegast með sama fyrirkomulægi.Sjá reglur skaust.
http://skaust.net/index.php?option=com_content&view=article&id=152:...
p.s. Allir velkomnir þar sem þetta er jú bara gert til gamans
Kv Siggi Kári

Skrifað þann 12 December 2012 kl 23:55

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Ágætu félagar!

Þetta fer allavega vel af stað!

Þetta eru flottar græjur sem þið ýmist sýnið eða lýsið!!
Vona að fleiri tjái sig hvað varðar tækjabúnað og skild mál.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 8:28

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Sælir, ég mæli með sami riffill fyrir bæði færin annars er verið að keppa í hver á meira af dóti...
Við erum ekki í USA og höfum ekki dótabúðirnar þeirra sniffsniff.
Ég kæmi með 6.5-284 hlaupið á nesikuna EF ég næ lóðréttunni úr þessu hlaupi......sad
Ekki flækja hlutina meira en þarf.
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 13 December 2012 kl 11:09

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

...er sammála NESIKA

Skrifað þann 13 December 2012 kl 12:44

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

ef ég kem þessu móti á koppinn þá verður skotið á 2 færum og leyfilegt að hafa 2 riffla, verður hvort færi fyrir sig sér keppni með sér verðlaunum og svo fyrir þá sem vilja skjóta á báðum færum þá verður hæsta score mótsins verðlaunað.

fyrirkomulagið einfallt,

sighterar 15 mínútur, svo kemur pása, skotið 10 skotum á keppnis skífu á 30 mínútum, bæði er grúppan mæld og einnig talið score..

ef grúppan er 5" og score er 75 þá fást 25 stig útúr grúppunni..
ef grúppan er 2" og score 75 þá fást 55 stig útúr grúppunni
semsagt 10 stig í mínus fyrir hverja tommu í grúppustærð.

þannig skiptir bæði máli að ná góðu scori og einnig að halda grúppustærð í lágmarki.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 13:45

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Hvað fást mörg stig fyrir 0.100 grúppur ?

Skrifað þann 13 December 2012 kl 15:06

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Æi, er þetta ekki óþarfi?

Skrifað þann 13 December 2012 kl 16:06

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Bergur ef þú nærð .100 grúppu með 10 skotum á 1000m þá skal ég gefa þér allar byssurnar mínar og hætta í skotfimi...

en það verður að gerast í mótinu sem ég skipulegg.

ef þú ætlar ekki að vera með farðu þá úr þessum þræði, nóg að þú eyðilagðir þann síðasta !

Skrifað þann 13 December 2012 kl 16:15

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

...anda inn um nefið, út um munninn, það er alveg hægt að svara svona skoti með bros á vör.
Það myndi auka líkur til muna um að þráðurinn lifi

Skrifað þann 13 December 2012 kl 16:25

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Það verða skotnar alveg jafn margar 0.100 grúppur á þessu móti eins og 2 tommu grúppur eða 5 tommu grúppur. Það vita allir. Það er að segja engin. Og er ég þá ekki að gera lítið úr neinum. Heimsmetið í 10 skota grúppu á 1000 yards er rétt um 3 tommur.

Á Williamsport í USA hafa 1000 yardar verið skotnir áratugum saman. Þar hafa eðli málsins samkvæmt verið í gildi reglur um stigatalningu og score og hafa þær staðist tímans tönn og eru notaðar annars staðar í 1000 yarda skotfimi.

Án þess að mér komi það við þá finndist mér skynsamlegt að nota þær reglur, þá er einhver samanburður til staðar og ef til vill hægt að þróa þetta upp í fullgilda íþrótt fyrir þá sem á því hafa áhuga.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 16:34

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

...góður punktur, og þeir sem veltu því eitthvað fyrir sér sáu nú að það var skot útí loftið að telja að fjöldi manna færu undir 5" grúppu.

en það væri trúlega eina vitið ef þetta mót er haldið til að prófa nýjan vinkil á sportinu að skjóta samkv. einhverjum gildandi reglum svo menn geti þróað sig þaðan

kv.Hnulli

Skrifað þann 13 December 2012 kl 16:38

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Ágætu félagar!

Ég er algerlega sammála Bergi hvað varðar skor á skífum.
Því að finna upp hjólið einu sinni enn?
Fyrir mörgum árum var ég félagi í þessum ágæt klúbbi
sem Bergur vitnar til...einmitt þegar ritari klúbbsins og
minn helsti tengiliður,,,var svo ósvifin að setja heimsmet.
Mary L. Divito , (kona!!!!! GLÆSILEGT!!!!!). setti þá
heimsmet ....7.125 10 skot á 1024 yd!!
Hún skaut 7mm - 300 Weatherby og þá nýrri 168
Sierra MK kúlu.
Síðan þá hefur þetta met verið helmingað og rúmlega það!
Það heitir þróun...eitthvað sem við stefnum öll að!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 13 December 2012 kl 21:18

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

voðalega hafið þið litla trú á okkur sem long range skyttur crying

megið alveg pósta þessum reglum sem þið viljið nota ásamt mynd af targeti og stærð á því..

sennilega ódýrara að láta prenta þau fyrir sig hér heima en að flytja inn nokkur stykki..

Skrifað þann 13 December 2012 kl 21:29

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Sælir félagar
Í hverju er yfirleitt keppt. 1000m eða 1000y. Þarna á milli er þröskuldur sem ég staldra við. Kúlan hjá mér fer, þarna á milli, niður fyrir hljóðhraða. Mér skilst að það sé síðra. Eitt er að miða rétt, annað er að fá kúluna á þann stað sem miðað er á.

kv. G.F.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 0:11
« Previous123Next »