Rjúpan

Hentze

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Mjög heimskulegt að ætla vestur!
Eða ekki, er að fara sjálfur þannig að ég segi bara mjög gáfulegt.

P.S. nema þú veiðir rjúpurnar mínar, þá er það vitleysa að fara shades

Skrifað þann 1 November 2012 kl 13:58

Skrattakollur

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 31 October 2012

Re: Rjúpan

@deformer

Ég var að veiða á Lækjavöllum, kannast þú við dalinn eitthvað?

Skrifað þann 1 November 2012 kl 18:50

deformer

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Já hef veitt á Lækjarvöllum nokkur ár

Skrifað þann 1 November 2012 kl 20:08

Skrattakollur

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 31 October 2012

Re: Rjúpan

Djöfull er það magnað, hefur það ekki bara gefist þokkalega yfirleitt?

Ég er nefnilega sonur Sigga á Lækjavöllum

Skrifað þann 1 November 2012 kl 22:29

deformer

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Jú það hefur gefist oftast vel grin

Skrifað þann 1 November 2012 kl 23:14

HSG11

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 11 September 2012

Re: Rjúpan

Ok nu er þessi helvitis vindur að skemma þessa helgi á rjúpu. Maður nær kannski sunnudeginum en planið hjá mér var að fara vestur í gær en eins og allir vita þá væri ég líklega ekki að skrifa þetta hefði ég lagt af stað í gær.
Núna getur maður KANNSKI kíkt á morgun, á einhver glötuð svæði hérna a suðurlandinu og vonast eftir því að hitta á einn fugl, JAFNVEL tvo !

Það á bara núlla þessa helgi og leyfa næstu frekar í einhversskonar sárabót útaf þessu veðri. Þarna er ég í rauninni bara missa ca. 1/4 af tímabilinu.

Djöfull hata eg þennan vind !

Skrifað þann 3 November 2012 kl 11:34

Negra

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

HSG 11.

Þetta er frekar fúlt. En við skulum beina reiði okkar á rétta staði. Það hefur alltaf verið vindur af og til á íslandi og stundum mikill. Það sama á ekki við um Vinstri Græna.

Gerum okkur stóran greiða og kjóum ekki þetta vinstra lið yfir okkur aftur.. Það hlítur að vera hægt að fá einhvern aðeins betri í Umhverfisráðuneytið.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 11:58

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Já, orð í tíma töluð! Þó finnst mér að ekki beri að draga úr ábyrgð ríkisstjórnarinnar á veðrinu. Það sér til dæmis hver maður að þessir tveir hvellir nú í haust stafa eingöngu af framgöngu hennar og að augljóst er að tíðarfar, og þar með veiðiveður, verður miklu betra komist gróða og grillFLokkurinn til valda. Þannig var Siv, sem friðaði rjúpuna, örugglega vinstri græn, var það ekki? Ekki friðaði Kolbrún rjúpuna, var það nokkuð? Og Svandís? Bannaði hún ekki örugglega rjúpuveiðar? Sennilega er fellibylurinn Sandy og tyrkjaránið líka henni að kenna. Og þegar ég var að brölta inn í skúrinn minn í gær í skítveðrinu missti ég slípirokkinn minn og handfangið brotnaði af honum. Ríkisstjórnin verður að taka fulla ábyrgð á því tilviki.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 19:38

keeeeellinn

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 3 November 2012

Re: Rjúpan

Get ekki annað en hlegið, sennilega er það líka ríkisstjórninni að kenna að margfalt fleiri stunda veiðarnar en
fyrir 20 árum síðan og þarafleiðandi vargfallt meira veiðiálag en þegar ég var að byrja.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 20:06

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Veiðiálagið er orðið svo brenglað en það er ekki eingöngu vegna þess að veiðimönnnum hafi fjölgað heldur er það útaf þessu FÁRÁNLEGA dagakerfi. Það er öllum veiðimönnum smalað á fjall á fyrirfram ákveðnum dögum.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 21:15

skjottu

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

það verður léttir að þurfa ekki að slást um svæði næstu helgi

Föstudagurinn 26. október til og með sunnudeginum 28. október.
Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember.
Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember.
Laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 21:24

eyvinds

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Af ofangreindu er ljóst að:
Enn og aftur komið að því sem ég hef oft sagt. Veiðistýring. Skráning veiðimanna. Fótamerki....

Skrifað þann 3 November 2012 kl 22:22

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Og þannig viðurkennum við okkur sjálfa sem stóran áhrifavald á stofninn, nei takk.
Svo þarf að MARGFALDA eftirlit til að fylgja eftir fótamerkjanotkun og menn verða að gera sér grein fyrir því hverjir verða látnir borga fyrir það. Í dag borgar maður allavega 3500 kr árlega fyrir EKKERT.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 23:09

Negra

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Það mætti reyndar alveg greiða eftirlit úr veiðikortsjóði og hætta að styrkja Óla K um 8 kúlur á ári og Melrakkasetur á Súðavík um 5 milljónir á ári. Sé ekki hvað það kemur okkur veiðimönnum við að reka eitthvað fokking melrakkasetur og ég er nokkuð viss um að 95% þeirra sem eru með veiðikort séu á því að það sé rugl að skotveiðimenn haldi uppi einhverjum friðarsinnum á refnum uppi.

Skrifað þann 3 November 2012 kl 23:26

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Refurinn,skil ekki afhverju friðunin af því óargadýrir er ekki aflétt. Rebbi étur fleirri tugi rjúpna á ári og svandís kennir veiðimönnum um. Vorum komnir 2 saman í birtingu á einn stað sem skyldi ætla að væri fugl,en nei,helv refurinn er búinn að drepa og éta allt. Byrja á að aflétta rebbafriðuninni og leyfa okkur að skjóta hann að vild og borga 5000 kr. á skott. Löbbuðum svo aðeins á bröttubrekku svæðinu í um 3 tíma,ekki spor að sjá. Búið að hreinsa það svæði alveg. Ástæðan fyrir þessu enn og aftur,Svandís friðunareitthvað Svavarsdóttir. Það á að bola henni í burtu,því hún veit ekkert hvað hún er að gera með þessu friðunarbulli sínu!!!

Skrifað þann 4 November 2012 kl 15:42

einar175

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Sammála Plaffmundi!!

Skrifað þann 4 November 2012 kl 16:53

nielsen

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 27 August 2012

Re: Rjúpan

en hvernig gekk mönnum í dag?

Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:10

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Rjúpan

Sá 2 náði einum.

Suðurland

Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:18

úllóló

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Tólf stk Norðurland og jólunum er reddað gringrin

Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:23

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpan

Nú voru lög um friðun refa sett árið 1994 og henni aflétt á tímabilinu 1. ágúst til 30. apríl ár hvert með reglugerð frá 1995, sbr. heimild í lögunum. Þessum lögum og reglugerð hefur ekki verið breytt síðan nema örlitlar orðalagsbreytingar 1997. Svandís varð umhverfisráðherra 10. maí 2009. Gríðarlegt hefur vald hennar verið að friða helvítis refinn fimmtán árum áður en hún svo mikið sem settist á þing. Nema það hafi bara verið Davíð 0ddsson sem friðaði refinn en hann var einmitt forsætis, og réð því sem hann vildi, 1994. Að sönnu var víst Össur umhverfisráðherra en hann er náttúrlega alveg skoðanalaus, sérstaklega um refi enda er hann doktor í kynlífi annarrar dýrategundar.
En ég er hrifinn af þessari kenningu um Svandísi. Mér finnst að svoleiðis manneskjur verði hver þjóð að eiga í forystusveit, manneskjur sem hafa völd og áhrif áratugum áður en þær fá völd og áhrif.

Skrifað þann 4 November 2012 kl 19:59