Savage rifflar

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvað hafa menn að segja um þá? Er þá að horfa á 22 cal rifflana, virðast vera á sæmilegu verði

Kveðja

Tags:
Skrifað þann 26 May 2015 kl 18:55
Sýnir 1 til 20 (Af 31)
30 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ekki átt 22 en átt 2 í 17 HMR og 1 í 223 og líkað þeir vel.
Kv
ÞH

Skrifað þann 26 May 2015 kl 21:08

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ekki hrópa ég húrra fyrir þeim Savage rifflum sem ég hef kinst, en hefur þú skoðað
CZ 455 rifflana sem Hlað er að selja, ég mundi gera það.

Skrifað þann 26 May 2015 kl 22:55

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ef þú velur þér dýrari typurnar af Savage í þeim flokki sem þú ert að horfa á ertu í góðum málum. Ég er amk meira en sáttur með minn og reikna með að flestir væru ánægðir með að ná 13mm grúppu á 500m, 3 skot, með óbreyttum verksmiðjuframleiddum riffli. Þetta eru gæðin sem þú getur átt von á ef þú velur dýrari typurnar frá þeim.

Skrifað þann 26 May 2015 kl 23:47

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ef þú velur þér dýrari typurnar af Savage í þeim flokki sem þú ert að horfa á ertu í góðum málum. Ég er amk meira en sáttur með minn og reikna með að flestir væru ánægðir með að ná 13mm grúppu á 500m 3 skot með óbreyttum verksmiðjuframleiddum riffli. Þetta eru gæðin sem þú getur átt von á ef þú velur dýrari typurnar frá þeim.

Skrifað þann 26 May 2015 kl 23:48

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ágæti Hlaðverji B61.

Þetta er magnað! 13mm grúppa á 500 metrum!!
Svona fyrir forvitnissakir. Hvað hefurðu gert þetta oft?
Til hvers er maður að koma sér upp 600 þúsund króna markriffli
þegar maður getur gengið inn í Veiðihornið (?) og keypt riffil
sem er svona mikið betri?
En spurningin stendur...hvað hefurðu gert þetta oft (13mm á 500m)?

Mbk.Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 May 2015 kl 12:50

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Savage rifflar

Á þetta ekki að vera 13cm, ég myndi samþykkja það en nákvæmni uppá 1,3cm á hálfum kílómeter, ekki einu sinni Daníel Sigurðsson myndi kvitta undir svoleiðis færni smiling

Skrifað þann 27 May 2015 kl 16:17

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Sæll Magnús

Menn eru alltaf að toppa eitthvað en þetta er sú grúppa sem ég ánægðastur með en þetta var í minni síðustu ferð út í Hafnir. Ég hef því ekki haft tækifæri til að endurtaka þetta og ekkert víst að það gerist. Í þessari sömu ferð náði ég úr liggjandi stöðu með tvífót að framan og hendi sem bakstuðning 75mm grúppu á 500m með 5 skotum. Ég held það verði að teljast vel viðunandi fyrir óbreyttan verksmiðjuriffil.

Þú getur einnig labbað inní Vesturröst en þjónustan þar er ekki síðri en á þeim stað sem þú nefnir. Það verður að hafa í huga að Savage framleiðir riffla á mjög breiðu verðbili. Ég hef ekki reynt þá ódýrari en ég vænti þess að þú fáir meiri gæði ef þú ert að velja vöru sem kostar $1.200 til $1.800 á móti þeim alódýrustu á $150-$250.
Ég stór efa það að ég gerði betur liggjandi með 600.000 kr græju.
Mín skoðun er að menn ættu ekki alveg að afskrifa Savage.

C47 - þetta voru 13mm ekki cm.

Skrifað þann 27 May 2015 kl 16:23

Magnus

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 26 August 2013

Re: Savage rifflar

Auðvitað á þetta að vera 50 m.

Skrifað þann 27 May 2015 kl 17:12

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Nei Magnús
Þetta er ekki misritum. Þetta voru 500m. smiling

Skrifað þann 27 May 2015 kl 17:15

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Savage rifflar

Þá getur maður ekki sagt annað en, vel gert! - Ekki ætla ég að rengja þig.

Skrifað þann 27 May 2015 kl 19:17

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Savage rifflar

Það er nú bara nokkuð nálægt nýja heimsmetinu fyrir 600y að ná 13mm, en það er betra en fyrra heimsmet var... Núverandi heimsmet er um 9mm

Eftir að hafa smíðað nokkra riffla sem eru sérstaklega ætlaðir í 500-1000m og skotið úr þeim nokkrum kössum af kúlum þá er ég samt ekki að skjóta 13mm grúppur nema með 6mm Dasher í Shehane Tracker skepti og í resti, allt sérsmíðað, hver einasta kúla og hylki mælt og vigtað saman, púðrið vigtað uppá 1/2 korn í nákvæmni, allt kúlusett með átaksmæli og flokkað.... Og margt fleirra sem gert er til að ná sem mestri nákvæmni

13mm grúppur gerast á mjög góðum dögum á 500m en þær koma ekki oft, algengt að vera 20-25mm og ef vindur fer að blása þá eru þær fljótar að fara í 30mm+ en ég er að sjálfsögðu að tala um 5 skota grúppur, að skjóta 5 skotum og mæla bara þau 3 sem voru næst hvert öðru telst ekki sem grúppa.

13mm á 500m er 0.1 MOA, með þessarri nákvæmni á 500m ætti þessi riffill að fara létt með að vinna 6ppc í grúppukeppni á 100 og 200m

Skrifað þann 27 May 2015 kl 20:16

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Sælir félagar

C47 sem betur fer var ég nú ekki einsamall þennan dag en þetta kom bæði mér og félögunum ánægjulega á óvart.
Vissulega voru aðstæður m.t.t vinds eins og þær gerast bestar og þetta skotið á borði með góðan afturstuðning. Eins og ég nefndi áðan þá er ekkert tryggt að ég geti endurtekiði þetta . Ég hef reynt að vanda hleðslurnar og er með ágætan búnað í það en aldrei geta vigtað uppá ½ korn smiling . Vissulega þarf allt að smella saman til þetta gangi upp.

Þráðurinn sem hann GoldHunter póstaði var um hvort Savage væri brúklegur og vildi ég nefna þetta því til stuðnings því ég tel þá dýrari frá þeim vera mjög góða en ég mun ekki kaupa þá ódýrari frá þeim, sérstaklega ekki þessi pakkatilboð hvorki frá þeim eða öðrum með sjónauka og mjúku skefti.

Þú ættir að skoða t.d. Savage Mark II BTVSS, Mark II BTV eða Mark II TRR-SR.

Skrifað þann 27 May 2015 kl 21:01

abc

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

B61 má ég forvitnast um hvaða cal þú ert með ?

Skrifað þann 28 May 2015 kl 0:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ágæti sam Hlaðverji B61

Ég man í gamla daga ef maður skaut einhverja frábæra grúppu
voru þær kallaðar framsætisgrúppur og veskisgrúppur..þ.e.a.s.
skífan var í framsætinu á leiðinni heim af skotvellinum og síðan
í veskinu til að geta tekið upp og montað sig af!!
Grúppan þín er einmitt ein slík!

Megi þér ganga sem allra best!

Beztu kveðjur,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 28 May 2015 kl 15:18

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Abc þetta var með 260rem.

Takk fyrir það Magnús. Væntanlega er veskið hjá þér þéttsetið af glæsilegum grúppum en mitt er galtómt.
Ert þú sammála ráðleggingum mínum til GoldHunter varðandi Savage ?

Skrifað þann 28 May 2015 kl 20:51

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Ágæti félagi B61!

Því miður er veskið ekki fullt af slíkum grúppum!!
Hvað varðar spurningu þína þá skal ég viðurkenna að
ég hefi ekki þekkingu til að ráða heilt í málinu.
Hitt veit ég að á síðastliðnum árum hefur farið gríðarlega gott orð
af Savage rifflum, svo mjög að aðrar tegundir bandarískra riffla
hafa fallið í skuggan.

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 28 May 2015 kl 21:38

Smirill

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Sælir
B61 hvaða gerð af Savage er þetta hjá þér ?
Smá forvitinn er að bíða eftir einum í þessu caliberi.smiling

Skrifað þann 11 June 2015 kl 12:29

Smirill

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Sælir
B61 hvaða gerð af Savage er þetta hjá þér ?
Smá forvitinn er að bíða eftir einum í þessu caliberi.smiling

Skrifað þann 11 June 2015 kl 12:30

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage rifflar

Hann er með svona riffil

http://savagearms.com/firearms/model/12LRP...

Skrifað þann 11 June 2015 kl 18:02
« Previous12Next »