Skotkeppnir fyrir .22 riffla

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Hver er áhuginn á að halda keppnir fyrir þessa sem eru að byrja í sportinu, þ.e. með cal .22 ? menn og konur hafa bara leyfi fyrir 22 fyrsta árið, eða þar um bil !
Silúettur er ekki besta nálgun þeirra sem eru að byrja.
Að skjóta standandi er bara fyrir vel þjálfaðar skyttur !
Hvað með BR á 50 metrum - skotið frá borði á resti - sem 8ára geta tekið þátt í - lært - fræðst og jafnvel fengið áhuga á riffilgreinum ?
Hvernig væri að skotfélögin í landinu samræmdu aðgerðir til að hefja alvöru starf fyrir þá sem eru að fá leyfi í fyrsta skiptið ? Kanski þá væri hægt að þróa riffilstarf, þroskað, til að efla alvöru riffilmenningu í landinu.
Það þarf að byrja á réttum stað / færi - hvernig væri að formenn félagana hefðu samband hverjir við aðra um að sameina kraftana ?
Svo er hægt að taka næsta skref, en samt bara eitt í einu - annars detta menn um sjálfa sig í ákafanum um að komast út í geym !
Kveðja 22LR

Tags:
Skrifað þann 14 December 2012 kl 18:57
Sýnir 1 til 20 (Af 34)
33 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Þetta finnst mér góð hugmynd!

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 14 December 2012 kl 19:34

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Já Guðmann, þetta er góð hugmynd.

Ég verð að spyrja þann fjölda sem á .22 riffla.

Hvað segið þið, hafið þið fengið kennslu eða þjálfun við þrif á rifflinum ykkar, við að stilla inn kíki, að hitta skotmark frá 25m til 100m ? Svo ég tali nú ekki um að taka boltan í rifflininum ykkar í sundur og þrífa ?
Hvað viljið þið gera, læra, fræðast, fá aðstoð osfv ?

Það sem gerist við skotfimi með cal .22 er í grunnin sama og að skjóta með stærstu rifflunum, þe með stóru hylkjunum og þungu kúlunum sem hægt er að skjóta á þúsund metrum eða lengra.

Þetta byrjar allt á grunninum. Já hver er grunnurinn ?

Kanski að byrja á Loftriffli ? Já - hversvegna ekki - öll undirstöðuatriðin í riffilskotfimi er þar að finna !

En flestir byrja samt á cal .22 !

Gerið kröfur til ykkar skotfélags, ef þið eru í félagi, sem er reyndar nauðsyn til að læra á fræðin og komast áfram !

Þið sem eru að byrja - gerið vart við ykkur - sendið ykkar félagi fyrirspurn um leiðbeinigar við að hitta með cal .22 !

Það eru greinar sem eru stundaðar innan félagana með .22 sem hentar ykkur !

Komið á æfingar hjá ykkar félagi og eða næsta skotfélagi í ykkar heimabyggð !

Það er nú bara þannig - ekkert er skemmtilegra en að skjóta í mark með cal .22 !

Kveðja 22LR.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 21:17

Asgrimur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Af hverju þurfa menn að vera í skotfélagi til að taka þátt í skotkeppni?

Aðgangsskilyrðið ætti að vera byssuleyfi. Þannig fengirðu fleiri inn. Allt þetta félagastúss minnkar þátttakendahópinn verulega.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 21:26

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Auðvitað eru ekki allir í skotfélagi.
Þá bara mæta og taka þátt og vera með og á því verði sem er í gildi hjá félaginu sem um ræðir.
Okkar styrkur er að vera í skotfélagi, því fleiri því betra.
Samt er það þannig að þegar upp er staðið er ódýrara að vera í skotfélagi, sem eykur líkurnar á að menn sem hafa áhuga á skotíþróttum komist í þjónustuna sem er fyrir hendi í skofélögunum !
En svo velja menn það sem hentar hverjum og einum, þannig er nú það...
kv 22LR

Skrifað þann 14 December 2012 kl 21:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

22LongRifle. (Skelfing væri gaman að vita hver þú ert!)

Þessar hugmyndir þínar eru einhverjar þær bestu sem ég hefi séð árum saman!!
Sýnir enn og aftur að nýjir sópar.....og svo framveigis!
Ertu hérna á Reykjavíkursvæðinu...kannski meðlimur í SR?
Vinsamlegast láttu meira í þér heyra!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 22:28

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Bý á Suðurlandinu og þó að SFS sé með riffilbraut og ágætishús svo sem, þá er ég ekki félagi þar, er hins vegar í Skotreyn þar sem haglavellirnir eru miklu skemmtilegri en hjá SFS. En ef SFS myndi bjóða upp á svona kennslu þá myndi ég íhuga að ganga í SFS, mitt "svæðisfélag".

Skrifað þann 14 December 2012 kl 22:45

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Ágæti Bettinsoli!

Takk fyrir svarið!

Ég er meðlimur í því ágæta félagi Skotfélag Reykjavíkur og innan þeirra
dyra eru menn sem örugglega vilja leggja þér lið!
Netfangið mitt er; magnuss183@gmail.com
Vertu í sambandi!

Með Vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:04

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Góður punktur sem komið er inná hér á undan,hvar er grunnurinn?
Svarið er einfalt;það er enginn grunnur!
Einstaklingur ákveður að ná sér í skotvopnaréttindi (ég segi "ákveður" þar sem allir sem áhuga hafa á geta náð þessu prófi) og fer í þessa fáu bóklegu tíma og svo í framhaldi af því í verklega hlutann þar sem hann fær að skjóta nokkrum skotum.Hvergi í ferlinu er nein kennsla varðandi þrif, almennt viðhald á byssum og annað slíkt.
Ég er búinn að tala fyrir breytingum á þessu ferli árum saman en litlar undirtektir fengið.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:05

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Ágæti félagi Guðmann!

Þetta er rétt hjá þér....því miður!
Hvað leggur þú til?

Með vinsemd,
Magnús sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:10

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

það er búið að keppa í þessu á akureyri í mörg ár.

BR 50

Skotið sitjandi við borð af 50 metra færi utanhúss og 25 yarda færi innanhúss. Skotin 25 skot, eitt skot í hverja skífu. Leyfilegt að skjóta á sighter skífu að vild. Kúlustærð er 22LR, standard velocity skot. Stuðningsbúnaður á borði leyfður. Keppt í opnum flokki.

og

Silhouette skotfimi - rifflar, .22 cal

Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna. Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu. Færin sem notuð eru: 40, 60, 77, og 100 m


og þrátt fyrir frekar slakann árangur af minni hálfu í BR50 mótunum (kenni verkfærinu um) að þá er þetta hrikalega gaman að leika sér með svona lítið inn á milli.

kv. Grétar

Skrifað þann 15 December 2012 kl 10:02

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Sæll Magnús.
Vil byrja á að biðja upphafsmann þráðarins afsökunar á að ræna honum.

Þær breytingar sem ég vil sjá á verklega hluta skotvopnanámskeiðsins eru eftirfarandi

1.áður en að skotvopna námskeiði kæmi yrði umsækjanda gert skylt að sækja X marga tíma á skotsvæði þar sem hann/hún fær
kennslu í meðferð skotvopna,farið yfir öryggismál,almennt viðhald og síðast en ekki síst
fengi viðkomandi kennslu í undirstöðuatriðum skotfimi bæði með haglabyssu og riffli.
Flest skotfélögin eru með leiðbeinendur sem hafa réttindi og þekkingu til að sjá um þessa kennslu.

Í dag er þetta þannig að umsækjendur mæta í hóp,oft 60-70 manns(færri úti á landi)og skjóta örfáum skotum á stuttum tíma og flestir læra lítið sem ekkert.Oftast þegja menn frekar en að varpa fram spurningum sem "hópurinn" gæti talið kjánalegar,það er einfaldlega mannlegt eðli!

2. Eftir þessa X tíma á skotsvæðinu yrði viðkomandi afhent uppáskrifað blað þar sem fram kæmi að hann/hún hefði lokið "námskeiðinu".

3. Á skotvopna námskeiðinu sjálfu (verklega hluta) yrði svo að ná lágmarks einkunn þar sem öryggis þátturinn myndi vega þyngst (70%?). Kannski skotnar léttar dúfur á pöllum1-2-6-7 og riffilskotmörk á 50m.

Tek fram að ég er einungis að velta upp hugmyndum,ég hef verið viðloðandi þessi mál í mínum fjórðungi í rúman áratug og mig hefur oft langað til að geta leiðbeint fólki betur á þessum námskeiðum.
Væri gaman ef menn kæmu með sínar hugmyndir í framhaldinu.

Kv.
Guðmann Jónasson
Skotf.Markviss
Blönduósi

Skrifað þann 15 December 2012 kl 12:32

fenrir

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

það hafa verið nokkrar keppnir á þessu ári hjá skotdeild keflavíkur í 50m br 22lr (amk 4 mót)

Skrifað þann 15 December 2012 kl 13:42

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Um skotvopannámskeiðn sem veita leyfi til að eignast byssur og nota þær - ætla ég ekki að eyða tíma í að ræða það. Þetta er hrein hörmung, engin verkleg kennsla, sem skiptir sköpum í notkun (ég ætlaði að skrifa skotvopna ) hætti við það því við erum að tala um byssur !

Þetta verður að laga - og er sammála 257Wetherby.

Þegar skrifað er um að skotfélögin og eða formenn þeirra taki höndum saman um á halda mót og kenna undirstöðu atriðin í riffilgreinum er 22LR eingöngu að tala um að kenna mönnum að skjóta af rifflum, hreinsa hlaup osfv.

Um mótin í BR50, benchrest, sem er "besta" leiðin til að kenna "allt og allt" !

Já allt - um riffilskotfimi, gikktak, horfa í gegnum kíki og eða sigti, hitta nokkrum skotum í sama gatið osfv.

Það sem 22LR er að tala um er einfalt:

Öll skotfélög landsins haldi mót í BR50, á sömu skífurnar á 50 metrum. Það er hægt að halda þessi mót í þremur flokkum, léttir rifflar, rifflar með þungum hlaupum og markrifflar.

Og 22LR veit nákvæmlega um frábær framtök þeirra félaga sem leggja áherslu á 22 riffilmót og það ber að virða.

22LR vill að þetta verði gert á landsvísu, haldin verða mót í BR50 með sömu reglum allstaðar, ekki hver í sínu horni þannig að þeir sem eru að skjóta þessa grein geti komið saman og keppt.

Einnig, frábært framtak hjá þeim sem eru að skjóta silhúettur, svona grunnurinn að allri skotfimi sem stunduð er bæði í keppnum og á veiðum. Að skjóta silúettur með 22 er frábær æfing fyrir þá sem vilja yfirleitt ná árangri í almennri riffilskotfimi, ekki vanmeta silúettuna, alls ekki ! En BR50 er samt sem áður fyrir þá sem eru að byrja á reit eitt ! - næsta skref er silúettan og þaðan áfram !

22LR

Skrifað þann 15 December 2012 kl 18:12

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

257Wetherby - þessi "skotVopna"námskeið - já þessi skotVopnanámskeið - eins og við séum að sækja um Vopn - já Vopnanámskeið til að hvað ?

Vopnaburður er eitthvað fyrir þá sem eru í her og eða að nota byssur til að nota gegn mönnum, en það eru ekki við !

Þetta ætti að heita "Byssuleyfi"

Hvað er að því að halda námskeið fyrir byssuleyfi í 6 vikur td.- með verklegu og allskonar kennslu um meðferð og meðhöndlun á rifflum og haglabyssum.

Er það eitthvað vandamál ?

Þetta með að fá byssyleyfi er eins og að fá bílpróf - leyfi til að keyra smábíl !

Nú, ok að taka próf á smábil....

Segjum sem svo að við tökum próf á smábíl og náum prófinu - til hamingju með það !

Í eitt ár tökum við stætó í vinnuna eða skólan...... keyrum ekki neitt... enda höfum við ekki efini á því...

Eftir þetta eina ár öðlumst við réttindi til að keyra stórar rútur um allt land. Svo ég tali nú ekki um að keyra trukk með vagni aftaná með jarýtu á - um vestfirði um hávetur í fljúandi hálku, hvað er það ?

Svona er þetta svokallaða "skotVopnanámskeið" sem gefur leyfi til að eignast 22 riffil og eða tvíhleypu eða pumpu til að "veiða" ?

Eftir eitt ár - eftir að menn hafa geymt haglabyssuna inní skáp án þess að skjóta - geta þeir farið og keypt sér 300WM riffil eða stærra.........

Úbbs - vantar ekki eitthvað í þessa jöfnu ?

22LR

Skrifað þann 15 December 2012 kl 19:55

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Ágæti Guðmann Jónasson og aðrir félagar áhugasamir um þessi mál!

Fyrir æði mörgum árum, þegar ég var formaður SR datt þingheimi í hug
að breyta skotvopnalöggjöfinni, en svo hét það plagg í þá daga.
Alþingi skipaði nefnd (en ekkii hvað) sem skildi gera tillögur að breytingum
á lögum um skotvopn og skotvopnaeign á Íslandi.
Ég, sem formaður stærsta, og nánast eina, skotíþróttafélags landsins á þeim
tíma setti mig í samband við Alþingi og fór þess á leit að skotmenn/konur ættu
fulltrúa í áðurnefndri nefnd. Því var í fyrstu hafnað án rökstuðnings.
En viti menn, tveimur vikum seinna barst mér bréf frá því háa Alþingi þar sem
ég var informaður um að ég (sem formaður SR) mætti sitja fundi nefndarinnar
en skildi vera launalaus við þá iðju mína!! Sá eini!
Seinna komst ég að því að það var Bjarki Elíasson, þáverandi yfirlögregluþjónn,
einn nefndarmanna, sem beitti sér fyrir því að rödd skotmannaf ékk að heyrast!
Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir víðsýni hans og sterka réttlætistilfinningu!
Ég ætla ekki að nafngreina aðra nefndarmenn þar sem sumir þeirra eru látnir og
aðrir á þeim aldri að þeir verja sig ekki á þessum (netið) vetvangi.
En ég verð þó að segja að þessi upplifun mín af nefndarstörfum Alþingis var ekki
til þess fallin að auka virðingu mína fyrir þessari æðstu stofnun lýðveldisins!
En til að gera langa sögu stutta lagði ég til á þessum vetvangi að eins væri staðið
að skotprófum og bílprófum þ.e.a.s. að nemandi setti sig í samband við skotfélag
(kennara) fengi kennslu um ábyrga meðferð skotvopna þar til kennari teldi viðkomandi
í stakk búinn að þreyta alvöru próf sem lögreglan stæði fyrir...ekki gæðingar útí bæ
Ágæti félagi Guðmann og aðrir sem kunna að hafa áhuga á þessu máli....
þetta er mín skoðun.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðson
P.s Ekki verða voðaverkin í Bandaríkjunum til að hjálpa okkur hvað varðar endurskoðun á
skotvopnalöggjöfinni, svo mikið er víst!
Sannið þið til... nú stíga fram allskyns hverfúlantar sem krefjast hertra skotvopnalaga.

Skrifað þann 15 December 2012 kl 20:48

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Sælir félagar
Það hefur e-ð verið af mótum í 22 lr. Skotfélag Keflavíkur var með eitt fyrir stuttu. Ég veit ekki með mótahald hjá SR en þeir hafa æft inni á veturna í Egilshöll að ég held. Hvað varðar námsskeiðahald til að fá byssuleyfi þá hef ég litið svo á að það eigi fyrst og fremst að vera kennsla í öryggisatriðum og koma þeirri hugsun inn að umgangast vopn af varúð og skynsemi. Hvort menn hitta skífur á e-u ótilgreindu færi tel ég vera aukaatriði. Það ætti frekar heima í veiðkortanámsskeiði. Annars er æfing með 22 lr ódýrasta æfingin. Ef menn hitta vel með 22 lr. þá eru allar líkur á að það skili sér yfir í stærri rifflana. Ég las á vefnum hjá SK að þeir eru að fara af stað með unglinga starf.
Kv. G.F.

Skrifað þann 15 December 2012 kl 20:59

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Það má kanski segja að kjarninn í því sem ég skrifa er þessi:

Skotfélögin sem hafa riffilgreinar í þeirra starfi - nýti sér BR50 til að kenna, fræða og í framhaldi fyrir þá sem hafa áuga á rifflum, hafi svo farveg fyrir framhaldið, í skotfélagi !

Þetta er svona lykillinn að því að fá fleiri inn í skotfélögin - þe skapa fraveg fyrir riffilmenningu, en nú ræði ég eingöngu um riffla, ég læt öðrum eftir að nefna hagalgreinar, loftbyssugreinarnar ofl.

Og afhverju ræði ég BR50 - cal .22 skotið af resti - jú - tilvalin grein fyrir unglinga og þá sem eru að byrja - örugg leið, skotið af resti undir eftirliti fullorðina.

Það er frábært starf í gangi í mörgum skofélögum með .22 um land allt, mér er kunnugt um það. En það eru yfirleitt greinar fyrir lengra komna, Enskur riffill, Silúettur ofl.

Þetta er bara hugmynd !

22LR

Skrifað þann 16 December 2012 kl 10:46

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Sæll 22, það voru haldin nokkur 22rf mót hjá sr í sumar og gott starf hjá 22 silhouett
deildinni og þar eiga menn að byrja og hafa gaman af.

Það fer fram gott starf hjá sr varðandi 22rf hvort sem um ræðir í Egilshöll eða
á álfsnesinu EN það sést ekki á heimasíðu sr nema djúpt sé kafað..sad
En heimasíða SR er ekki til framdráttar (ég verð án vafa skammaður núna) en til að
finna eithvað þarf að leita þar í FRÉTTUM, það er bara gamalt undir mót.......

En fylgstu með opnunartímum á álfsnesinu og kíktu við það verða örugglega einhverjir
til að leyðbeina og gefa góð ráð og svo er alltaf heitt á könnunni smiling
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 16 December 2012 kl 15:40

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Nesika, þetta er svona mín nálgun á því hvar á að byrja - alls ekki það eina rétta - mín skoðun !

Fábært starf hjá 22mönnum í SR - einnig hjá mörgum skotfélögum í landinu.

Það má alls ekki taka þetta innlegg sem gagnríni á það sem verið er að gera - alls ekki - það eru bara svo margir sem eiga 22 riffla sem eru hálf feimnir við að láta sjá sig á skotsvæðum. Ef þessi þjónusta / grein er boðin hringinn í kringum landið mundi það hjálpa þeim sem eru að byrja.

Ég hef þá sannfæringu að ef menn leggja áherslu á að bjóða uppá BR50 með öðru starfi í .22 - mundi starfið glæðast verulega með tímanum, farvergur fyrir byrjendur, þá sem vilja læra að skjóta og allt sem því fylgir.

Kveðja 22LR

Skrifað þann 16 December 2012 kl 20:13
« Previous12Next »