Spurningar varðandi Skotvís?

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Smá pæling um Skotvís hvað er ársgjaldið þar og er einhver sérstök kjör til félagsmanna þá er ég að tala um eitthvað meira en 5% afláttur hér og þar. og eru margir ykkar í skotvís?

Tags:
Skrifað þann 28 August 2013 kl 16:06
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll ég er félagi og félagsgjaldið er 5000 og hér er hlekkur á síðuna svo þú getir lesið um afslætti
http://skotvis.is/
kveðja
ÞH

Skrifað þann 28 August 2013 kl 21:48

Kriss Kross

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll "Fender"

Stjórn Skotvís ákvað fyrir nokkrum árum að beina öllum kröftum sínum í að berjast fyrir málstað Skotveiðimanna og að halda honum sem best á lofti gagnvart stjórnvöldum, stjórnsýslu og stofnunum frekar enn að leitast við að viðhalda einhverjum afsláttarkjörum sem hvort eð er flest allir fá í búðum landsins óhað félagsskap. Því eru einu afsláttarkjörinn sem eru í boði fyrir félagsmenn þau að þeir geta sótt um afsláttarkort hjá Olís í gegnum félagið sem einnig gildir í verslum þess ágæta félags en það byggir á gömlum samstarfssamningum. Einnig höfum við auglýst sérstaklega tilboð sem hafa þótt vænleg fyrir félagsmenn þegar eftir því hefur verið leitað. Einsog Þorsteinn benti á er félagsgjaldið í ár 5.000 kr. - allar nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess skotvis.is.

Kveðja Kristján Sturlaugsson gjaldkeri

Skrifað þann 29 August 2013 kl 20:50

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Takk fyrir svarið "Krissi Kross"ég vissi nú hver tilgangur félagsins er og þakka ég þér fyrir þessi svör en ég hef líka velt fyrir mér einni spurningu sem þú hefur kanski svar við. Ahverju er fjöldi félagsmanna í Skotvís svona lítill miðað við fjölda veiðikorthafa ?

Kv Fender

Skrifað þann 29 August 2013 kl 21:13

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Fender , góð spurning !! ég held að málið sé að þeir eru ekki málsvarar okkar sem viljum "njóta" þess sjálfsagða réttar okkar að fá að veiða þær tegundir sem ekki eru í útrýmingar hættu.!!! Nú er ég kominn á hálan ís ,,,, það nefnilega veldur ælupest hjá mörgum sem hafa borgað ársgjaldið hjá Skotvís ef talað er hreint út hér á þessum annars ágjæta spjallþræði. þetta er mín ástæða fyrir því að vera ekki í skotvís, hef ég þó marg oft verið á nippinu með að skrá mig inn en svo kemur alltaf þessi pirringur upp að það sé eins og þeir vilji halda öllu óbreyttu!!! og það er bara ekki það sem ég gét sætt mig við. Nú koma alskonar komment um að maður ætti að mæta á fundi og halda ræður ,,,,,,,, en ég hef bara ekki þennan félagsmálaáhuga, eins og virðis þurfa til að hafa áhrif. Svo ég bíð eftir stefnubreitingu hjá félaginu , og skal glaður borga 5000 kall í félagsgjald og þó meira væri þegar stefnan er leiðrétt.

Ég verð þó að segja að þrátt fyrir röflið þá er ég sáttur við margt sem þetta félag er að gera og vona sannanlega að þeir géti hækkað markmiðin svo fleiri af okkur veiðimönnum fynnum okkur málsvara.

kveðja Kalli veiðimaður

Skrifað þann 30 August 2013 kl 12:43

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll Kalli ég var pínulítið á þinni línu með skotvís en fékk svo aldeilis þessa fínu hugljómun að til þess að beygja skotvís í mína átt og minna hagsmuna sem veiðimanns yrði ég að vera félagi og tala þar hreint út og láta í ljós mínar skoðanir og hafa þannig áhrif.
Þannig að það er gömul og ný sannindi að félög eða samtök eru félagsmennirnir ekki raddirnar úti í bæ þó þær hafi oft líka ýmislegt til sýns máls en tala á röngum vetvöngum að mínu mati.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 30 August 2013 kl 13:00

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll Gismi og takk fyrir þín mörgu góðu innlegg í mörgum þráðum hér og annarstaðar.
Ég spyr , hvar á rödd þeirra veiðimanna að heyrast sem hafa ímigust á félagsfundum og géta ekki hugsað sér að stíga uppí pontu á félagsfundum og "láta rödd sína heyrast" , af hverju er ekki tekið mark á rödd sem "heyrist" hérna ????? hér og á svipuðum þráðum eru eru margir veiðimenn að tjá sig og örugglega allir stjórnarmenn skotvís lesa ,,,,fullirðing sem ég gét ekki staðið við,,, en ef svo er þá ættu þeir að sjá vilja veiðimanna og ættu að leita eftir hver vilji þeirra er !!!!!! og ef þeir eru að hugsa um hag fjöldans en ekki bara að þjóna sínum félagsmálaáhuga þá hljóta þeir að taka mark á þeim sem vilja breitingar. Mér fynnst að réttindi okkar sem veiðimanna séu skert algerlega að óþörfu og það er það sem er svo ergjandi við skotvís að þeir "hlusta" ekki á neinn nema hann sé í félagsmálapakkanum með þeim ,og að mér fynnst skotvís ekki hafa neinn áhuga til að sækja fram. Ég hef á tilfyningunni að þeir skilji ekki hvaða afl þeir hafa í höndunum , tala nú ekki um ef samtökin væru fjölmennari.

kveðja Kalli sembíðureftirhugljómun

Skrifað þann 30 August 2013 kl 13:41

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Daginn

Það er sjónarmið út af fyrir sig að Skotvís eigi að vera harðara í horn að taka. Mín tilfinning hefur reyndar farið í hina áttina. Ég og flestir veiðimenn sem ég umgengst (sem eru kannski ekki random sýni af veiðimönnum) teljum Skotvís ekki nógu mikið náttúruverndarfélag ef svo má að orði komast. Það er fullt af hófsömum veiðimönnum sem finnst alveg nóg af veiðitegundum í boði, hafa ímugust á magnveiðum og sölumennsku og draga sjálfviljugir úr veiðum ef stofnar standa illa. Heimurinn er að breytast hvað sem okkur þykir um skammstafanir í útlöndum og svona félög þrífast ekki nema þau taki mark af því. Get auðvitað ekki verið viss en ég giska á að fleiri sem eru utan Skotvís hafi svona skoðanir heldur en á hinn veginn. Kannski væri sniðugt fyrir Skotvís að gera könnun meðal þeirra veiðimanna sem eru ekki í félaginu, hvað myndi þurfa til að þeir gengju í það? Ef það hefur ekki þegar verið gert.

G

Skrifað þann 30 August 2013 kl 14:14

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Skrifaði óvart í tvíriti áðan og þegar ég eyddi öðru innlegginu hvarf þráðurinn aftur í þokuna á næst öftustu síðu. Vonandi poppar hann aftur upp með þessari viðbót.

G

Skrifað þann 30 August 2013 kl 15:09

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll kalli Skotvís er að koma á laggirnar svæðisráð með óháðum nefndarmönnum og er svæðisráð norðurlands vestra komið á stað þar eiga allir veiðimenn óháð félagsaðild að geta komið sýnum hugarefnum á framfæri við einhvern í ráðinu sem tekur það svo til umfjöllunar en niðurstaðan er ekki endilega það sem óskandinn vonaðist eftir.
En orð eru til alls fyrst og ég veit vel að það eru margir fortíðardraugar sem elta skotvís en ég trúi því að hægt sé að koma til móts við sem flesta.
En ekki miskilja næsta niðurlag ég vill ekki fara að rökræða hvaða skoðanir menn hafa en er ekki dálítið skrítið að ætlast til að eitthvað félag eða samtök hlaupi eftir nafnlausum skoðunum eða þó þau væru undir nafni frá aðilum sem ekki eru tilbúnir að styðja félag eða samtök með aðild heldur vilja fá allt en ekki gefa neitt til baka og klisjan að félagið eigi að gera fyrst og svo komi menn er ekki alveg að virka því ef félagið gerir án aðildar þurfa menn ekkert að vera þar.
Setti þetta viljandi svona kallt fram svo menn geti hugleitt þetta með sjálfum sér .

Skrifað þann 30 August 2013 kl 16:14

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sælir allir og graham , Skotvís á að vera málsvari sanngirnis !! og ef þarf "hörku" til að íslenskir veiðimenn fái sama rétt og þykir sjálfsagður erlendis þá þarf að nota allt það afl sem hægt er.!!! Skotvís á að vera náttúruverndarsamtök !!!! því það eru allir alvöru veiðimenn líka. !!! hófsemi er algerlega nauðsynleg í okkar umhverfi, þar sem gétan til veiða er svo mikil sem raun ber vitni og fjöldi veiðimanna er alltaf að aukast,,, og annað , fleiri veiðitegundir dreifa veiðiálaginu , það held ég að sé augljóst.! að veiða "vel" af fugli sem er nóg af tel ég ekki til vansa en mitt álit er að sölumenska eigi ekki rétt á sér af tegundum sem eru "viðkvæmar" og stofnar ekki of stórir. þó ég verði reyndar að viðurkenna að ég hefði viljað banna sölu á gæs , en það væri bara vegna eigingirnis, því þá fengi maður kannski túnbleðil til að skjóta á án þess að eyða öllum peningunum tongue out
ég segi það satt að ég vil veg skotvís sem mestan en til þess að það verði þá verða veiðimenn að fynna sig heima þar á bæ en ekki hafa það á tilfiningunni að þeir séu of linir til að verja okkar málstað.
e.þ. Talaði við mann í dag sem er skotvís maður og hann gaf mér smá trú um að skotvís væri að vinn gott verk bak við tjöldin og ég vona það .en eftir stendur þá að við sem vantreystum skotvís verðum að fá að sjá beittari stefnu sem við gétum staðið á bakvið.
kær kveðja Kalli skotvissi

Skrifað þann 30 August 2013 kl 16:18

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Þú ert á mjög líkri línu og ég sé ég Kalli smiling
Góðar stundir
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 30 August 2013 kl 16:23

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

ég er svo lengi að skrifa að Gisminn var á undan með sitt framlag.. Jú gismi kaupi þín rök að vissu marki en menn ganga ekki í samtök sem þeir eiga ekki samleið með ,,,,,, ég held að skotvís sé í einhverskonar upplýsingarkrísu.,,,,! við þessir þverhausar sem viljum hafa allt eftir okkar haus verðum að hafa trú á félaginu
og ef orð þess góða manns sem ég talaði við í dag eru sönn (sem ég efast ekkert um) og því sem gismi nefndi hér áður þá verða menn (þverhausarnir) að vita að því ! og þegar alli þverhausarnir ganga í skotvís
þá skjálfa pólitíkusarnir þegar SKOTVÍS setur fram kröfur , því þá verður skotvís afl sem löggjafinn hlustar á.
kveðja Kalli bjarsýni

e.þ. svei mér ef ég er ekki að fá hugljómun

Skrifað þann 30 August 2013 kl 16:42

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Í öllu falli þá held ég að það væri sniðugt hjá Skovís, ef fjölgun félaga er á stefnuskránni, að rannsaka af hverju þorri skotveiðimanna eru utan við félagið. Eflaust margar ástæður fyrir því en kannski einhver sóknarfæri líka. Það þarf hvorki að vera flókið né dýrt að skoða það. Etv mætti senda könnun með veiðikortaumsókn.

G

Skrifað þann 30 August 2013 kl 21:19

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sælir.
Mín reynsla af Skotvís er þannig að ég teysti þeim jafn langt og ég get hennt þeim pungtur! mundi ekki einu sinni pissa á þetta fyrirbæri þótt það stæði í ljósun logun. Þarna fara um menn með fagurgala og fögur orð um samstaf og samvinnu á alla kanta EN bara þegar það henntar þeirra hagsmunum ef ekki, þá er það koss á kinnina og hnífur í bakið og vel af salti á eftir sem þökk fyrir.
Hvað þessi svæðisráð varðar þá keppast þau um að sverja skotvís af sér og seigast óháð????? en eru samt stofnuð af skotvís og kalla sig svæðisráð skotvís??? kænski er þetta vegna þess orðs sem fer af skotvís? hef grun um að ástæðan fyrir því að svæðisráðin voru opnuð fyrir utafélagsmönnum sé sú að það eru varla nógu margir eða fengust ekki nógu margir félagar í skotvís út á landi til að manna þau allavega ekki á NV. landi.
Fyrir mér er það nokkuð ljóst að ef það syndir, flýgur og kvakar eins og önd þá ER það önd.
þetta er mín persónulega skoðun, og já ég VAR félagi í skotvís.
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 30 August 2013 kl 23:50

Ultralight

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sælir veiðimenn - Það er ekki oft sem að forsvarsmenn SKOTVÍS tjá sig á þessum vettvangi um málefni skotveiðimanna, þó svo að margar góðar tillögur beri hér á góma. Skýringin er náttúrulega fyrst og fremst sú að skoðanir á veiðum og allt sem því tengist eru margar og taka þarf tillit til margra þátta sem ræða þarf í gegnum af yfirvegun áður en aðgerðir félagsins líta dagsins ljós. Því er nauðsynlegt að vanda til umræðunnar áður farið er í aðgerðir eða opinberar yfirlýsingar eru gefnar út. Eðli málsins samkvæmt munu yfirlýsingar og aðgerðir eða aðgerðarleysi félagsins eftir atvikum því seint falla öllum í geð, en stjórn SKOTVÍS getur hinsvegar fullvissað íslenska skotveiðimenn um að starfið fer fram af fullum heilindum og hefur veiðimönnum í auknum mæli verið gefinn kostur á að taka þátt í starfi félagsins með mjög svo fjölbreyttum hætti til að sem flestir geti haft áhrif.

Stjórn SKOTVÍS sýnir því fullan skilning að þátttaka í félagsstarfi eigi ekki við alla. Menn setja þetta áhugamál í mismikinn forgang og ég efast um að veiðimenn hafi haft félagsstörf ofarlega í huga þegar menn tóku veiðikortaprófið/skotvopnaleyfi á sínum tíma, allavega gerði ég það ekki. Eða eins og einn orðaði þetta við mig "ég fékk mér ekki byssuleyfi til að standa í pólitík". Í starfi SKOTVÍS skiptir gríðarmiklu máli að standa faglega að málum og gæta ímyndar skotveiðimanna. Með faglegum vinnubrögðum er átt við að heimavinnan sé unnin með þeim hætti að mark sé tekið á rökum skotveiðimanna og til að fá fram haldbær rök þarf þekking skotveiðimanna að skila sér inn í vinnu SKOTVÍS. Stjórn SKOTVÍS er ekki alvitur og treystir því á innlegg skotveiðimanna....ef það gerist ekki, mun málefnastaða okkar veikjast...mjög einfalt!

SKOTVÍS hefur því mótað sér mjög skýra stefnu sem m.a. er byggð á skoðunarkönnun sem gerð var meðal skotveiðimanna og hvet ég alla til að kynna sér hana. Skotveiðimenn munu geta treyst því að unnið verði stíft að því að ná mjög svo skilgreindum markmiðum sem einnig er að finna í bækling um stefnu félagsins og er sú vinna þegar hafin og í mörgum tilfellum langt kominn. Upplýsingar um árangur eru svo gerðar opinberar þegar áföngum eða markmiðum er náð, en hafa verður í huga að í mörgum tilfellum tekur baráttan mörg ár þó unnið sé samfellt að málum. Hvað eru t.d. margir sem gera sér grein fyrir því að skotveiðimenn fengu jöfn tækifæri til að fá úthlutað hreindýraleyfi fyrst fyrir 14 árum (1999), eftir 20 ára baráttu SKOTVÍS. Fleira er tínt til í framangreindum bæklingi, en dæmin sanna að með faglegum vinnubrögðum og þrautseigju, þá nást flestöll markmið...og það er meira framundan.

Félagsstarf SKOTVÍS byggir fyrst og fremst á virkjun þekkingar, og eins og Kristján gjaldkeri minntist á, hefur ekki reynst vera grundvöllur fyrir því að setja öflun afsláttarkjara í forgang og það er eflaust margt í starfi félagsins sem fellur ekki að áherslum allra og mætti betur fara. Félagsmenn koma og fara eins og gengur og gerist, en undanfarin ár hefur félagatalan haldist stöðug í um 10% af fjölda veiðikortahafa, eða um 1200 félagar. Hinsvegar höfum við fundið fyrir auknum áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins eftir að Fagráð og Svæðisráð voru sett á laggirnar og er Svæðisráð Norðvesturlands gott dæmi um hvernig má koma áherslum í góðan farveg. Þar á bæ hafa menn unnið sjálfstætt að verkefnum sem munu gagnast skotveiðimönnum á öllu landinu og fyrir nokkrum dögum voru drög að nýju úthlutunarkerfi hreindýraveiðileyfa kynnt, þar sem öllum sem áhuga höfðu gátu komið á framfæri athugasemdum, óháð því hvort menn eru félagsmenn eða ekki.

Stjórn stýrir ekki hvaða skoðanir skuli vera ofaná í einstökum málum, stjórn tryggir að skipulag og ferlar séu til staðar þ.a. þekking og skoðanir félagsmanna séu virkjuð og séu í samræmi við stefnu og markmið félagsins. Niðurstaðan er hinsvegar háð því hvaða rök koma fram í undirbúningi og hvernig tillögur eru útfærðar og ekki síst hvað býr að baki þeim.

Vona að lesendur þessa spjallþráðs séu einhverju nær um starf SKOTVÍS, og ef menn af einhverjum völdum sjá ekki ástæðu til að virkja þekkingu sína á vettvangi SKOTVÍS, þá má alltaf hringja í stjórnarmenn félagsins og taka spjallið þar, líkt og margir reyndar gera!

Veiðikveðja,
Arne Sólmundsson, varaformaður SKOTVÍS (arnesolmundsson@skotvis.is ; GSM 8402375)

Skrifað þann 30 August 2013 kl 23:57

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sælir.
Kallast það heilindi þegar skotvís eruð tilbúið til nota hagsmuni hluta sinna félagsmanna og annara sem "skipimynt" til að til að koma sínum hugarefnum áfram þótt kænski sé ekku um stóran hagsmunahóp að ræða. það að koma sínu áfram á kostnað annara eru allavega ekki vinnubrögð sem mér hugnast og eru farinn að minna óþarflega á pólitík en ekki hugsjónastarf. Skotvís hefur leitað eftir stuðningi annara við sín hugarefni en þegar aðrir óska eftir stuðningi þeirra við sína hagsmuni þá er hann bara í boði ef það er þeim til framdráttar.
kv.
Jón Kristjánss.

Skrifað þann 31 August 2013 kl 1:29

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sæll kæri vinur ég ætla að spyrja aðeins til baka því ég veit hvað málið snérist um þegar skotvís sættist á skotvopnalöggjöfina þó þar væri takmörkun á byssueign við 20 byssur þar sem það þjónaði meigin þorra veiðimanna í stað að fara að verja byssusafnara og setja allt á bið eða ófyriséðar breytingar og í sjálfu sér gerði skotvís það sem því bar að verja heildarhagsmuni veiðimanna,
Að þessu sögðu sný ég spurninguni til skotfélaga.

Segjum svo að það sé ný lög að koma og þar er skýrt að sveitarfélögum beri að skaffa löglega skráðum skotfélögum aðstöðu fyrir skeet og 300 metra riffilbaut og svo komi allskonar lög undir því en ein lagagreinin hveður á að skammbyssueign verði takmörkuð við 1 skammbyssu og það er klárt að það myndi taka mikkla orku til að kljást við þessa lagagrein og gæti stofnað heildarpakkanum í uppnám og jafnvel afturfyrir byrjunarreit eða í besta falli eftir 2-3 ár frá upphafi fengjust sömu lög samþykkt og skambyssufjöldin takmarkaður við 2.
Hvað myndu skotfélögin gera.
Fórna skammbyssusöfnunar eigendum til að tryggja öruggan stað fyrir meiginþorra félagsmanna ?
Eða tækju skotfélögin slaginn á kostnað sömu félagsmanna fyrir skambyssueigendunar ?
Rökrétt vita allir held ég hvað félögin myndu gera.
En ég samt skil þig alveg að vera fúll sem veiðimaður og safnari og í minni spurningu er líka hópur sem verður fúll sama hvað yrði gert
Hafðu það gott vinur við sjáumst bráðlega og ég segi þér nýustu veiðisöguna af hreindýraveiðini
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 31 August 2013 kl 10:00

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Sælir.
Ég get ekki svarað fyrir aðra en ég veiti þó að mitt félag tæki slaginn, við höfum gert það áður jafnvel fyrir 3-4 félaga og þótt ekki væri nema fyrir 1. Og oftast haft betur og hefur það komið öðrum til góða þótt ekki fari það hátt. Ég hef þá trú að við létum ekki kaupa okkur til fylgis við eh. sem kæmi einhverjum skotáhugamönnum ílla eða skaðaði þeirra hagsmuni þótt um fáa væri að ræða og öllu fögru væri lofað í staðinn. Við höfum að vísu þann kost að vera sjálfum okkur nægir og engum háðir, við þurfum þess vegna ekki að vera á styrkjajötunni.
skotvís bauð okkur á sínum tíma fé fyrir samvinnu, samstarf og félagasöfnun það var sem betur fer afþakkað pent.
Ef skotáhugamenn hefðu staðið samann í vopnalaga málinu þá hefði ansi margt fleira hafst þar í gegn okkur til hagsbóta en þar sem skotvís hugsaði bara um eiginn rasss þá fór sem fór og raunar til hreinnar skammar hvernig þar var unnið að málum.
En það er sorglegt ef menn eru til sölu og láta kaupa sig til fylgis við við mál sem geta skaðað aðra og/eða eru tilbúnir til að troða á hagsmunum annara til að koma sínu fram, ef samstaða er ekki til staðar þá hefst lítið fram og hún verður að vera á báða vegu ekki bara þegar það hentar öðrum.
Mér væri líka alveg sama þótt bara mætti veiða með einskota byssum og veiðitímabil stytt og svæðum fækkað hægri/vinstri, eða bara keppt á 50m með .22 eða lofti á 11, ég fæ altaf mitt, þetta er svona svipað viðhorf bara ef það hentar mér. Þetta þarf ekki að vera svona bara ef menn drullast til að vinna ekki á móti hver öðrum og bera virðingu fyrir áhugasviðum hvers annars og ekki að skaða náungan.
kv.
Jón Kristjánss.

Alltaf velkominn Steini þú veist hvar ég bý ef ég er ekki á vellinum og það er alltaf heitt á könnuni á báðum stöðum

Skrifað þann 31 August 2013 kl 11:33

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurningar varðandi Skotvís?

Takk alltaf gott að koma í heimsókn
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 31 August 2013 kl 12:05
« Previous12Next »