Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar!

Þar sem Skotfélag Reykjavíkur hefur engan vettvang fyrir félaga sína
til að tjá hug sinn ryðst ég inná vef Hlaðs, fullviss að Hjálmar fyrirgefur
mér hvatvísinna!!???

Hafið þið veitt opunartíma Skotfélags Reykjavíkur athygli?
Á því tímabili sem birt er á afar dapurri heimasíðu SR er,
samkvæmt starfsleyfi félagsins, opið í 25 klukkustundir af
230 mögulegum!!!!
Hvað er að gerast hjá þessu félagi????

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
félagi í þessu undarlega félagi (upp á síðkastið) síðan 1968.

Tags:
Skrifað þann 27 November 2012 kl 21:38
Sýnir 1 til 20 (Af 41)
40 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

miðað við hvað félagsmenn greiða í gjöld hjá þessu félagi þà finnst mér algjört làgmark að hafa opið 3 daga í viku, sérstaklega þegar birtan er ekki nema 4 tíma à dag...

Skrifað þann 27 November 2012 kl 21:46

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ágæti félagi Daníel

Gegnum tíðina höfum við ekki verið mikið sammaála....
en það gleður mig að þú veitir þessari vitleysu þessu athygli!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
Sem gerir það að tillögu sinni að "greiddir" félagar hafi lykla af skotsvæðinu rétt eins og var í Leirdal forðum daga þegar sarfsemi félagsins stóð í hvað mestum blóma....og tugir mættu á aðalfund.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 22:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sælir mínir ágætu félagar þetta er þörf umræða. Hér get ég bara svarað fyrir mig.
Hér getum við bara talað um riffilskýlið, haglamenn hafa aðrar þarfir.
Þetta hefur verið að velkjast fyrir mér, okkar skemtilega veðrátta það sem af er vetrar hefur sett ýmislegt úr skorðum en hvað um það.
Meðan skyggni og lýsing eru ekki kominn upp.... að þá er úti um einhverja fasta æfingatíma fyrir utan vinnutíma.
Ég skal játa að skyggnisleysið og ljósleysið er farið að fara í mínar fínustu.... þannig að ég vil tala um tíma eftir skyggni og þá sé ég fyrir mér að það verða ákveðnir æfingadagar og ákveðnir æfingastjórar sem hafa ábyrgð og lyklavöld og deila með sér dögum og þá á þetta bara við um félagsmenn með árskort.
Burtséð frá þessu að þá kemur mér eitt mikið á óvart og það er laugardags mætingin..... Ég er þarna flesta laugardaga og meira til en mætingin er lakari en allt sem gæti hvarlað að mér. Þegar ég var ungur og graður (það hefur ekkert breyst....shades .) að þá fór maður og skaut allveg óháð veðri. Ég hef mætt á ágætis laugardegi og við höfum kannski verið þrír allan daginn..!
Varðandi þetta blessaða skyggni að þá nefndi ónafngreindur maður snemmsumars að sú framkvæmd væri kominn á fullt skrið (hlutirnir kosta jú peninga) en ekkert bólar á framkvæmdum. Hér getur einungis framkvæmdastjóri félagsins svarað. Það vita allir minn hug í þessu máli.
Og magnús varðandi vettvang þessara umræðna að þá er það rétt við erum upp á hlað komnir.
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 28 November 2012 kl 11:48

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Hvað meinarðu með opnun utan vinnutíma Siggi ?

Er kominn einhver ríkis vinnutími sem allir eiga að fylgja ?

Ég vinn sjálfstætt, svo er einnig um gríðarlega marga í þessu sporti og getum við hagrætt okkar vinnutíma eins og okkur hentar.

Einnig er mikið um vaktavinnufólk.

Ég kem venjulega í bæinn á fimmtudögum, ég gæti verið að skjóta allan föstudaginn ef ég hefði aðgang að svæðinu, er yfirleitt upptekinn á laugardögum en get svo skotið á sunnudögum...

Opnunartími skotsvæðisins á EKKI að miðast við vinnutíma starfsmanna í öðrum vinnum, ef þeir hafa ekki tíma til að sinna skotsvæðinu þá er kominn tími á að ráða nýjan starfsmann.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 15:02

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Það er ýmislagt þarna gott og blessað nema

(Ég vinn sjálfstætt, svo er einnig um gríðarlega marga í þessu sporti og getum við hagrætt okkar vinnutíma eins og okkur hentar)

Af hverju mæta menn ekki þá á auglýstum TÍMUM ??? hvort sem það er á þriðjudögum eða laugardögum.
Mbk.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 16:42

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ég vill miklu frekar skjóta kl 10-14 en að fara milli 17-18..

Ég vill góða birtu og hafa sólina fyrir aftan skýlið.

Þessi opnunartími sem er núna er rétt við sólsetur og framyfir myrkur, það finnst mér ekki góður tími fyrir nákvæmnis skotfimi..

Skrifað þann 28 November 2012 kl 17:40

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

þegar ég var að skjóta um síðustu helgi (hjá SR), þá var ég á svæðinu frá 12:00 til 16:00

ég minnist þess ekki að sólsetur hafi byrjað klukkan 12:00, hvað þá að það hafi verið komið myrkur klukkan 16:00.

engu að síður get ég ekki verið annað en sammála mönnum um að opnunar tímin um veturnar er leiðinlega stuttur hjá SR, sem ætti ekki að vera mikið mál að lagfæra. en það sagt, Þá hefur mér aldrei nokkurn tíman fundist gaman að skjóta með frosið blóð í æðum í skíta kulda og næðing.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 21:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ágætu SR félagar.

Enn og aftur bið ég Hjálmar og hanns fólk afsökunar á
að nota (misnota?) spjallvef Hlaðs.
En mér er spurn ..hvað mættu margir á aðalfund SR, sem
einhverra hluta vegna var hálfu ári of seint á ferðinni, þrátt
fyrir að félagið er með framkvæmdastjóra á launum???

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Hvað eru margir félagar í SR : Hversu mörg % mættu
á aðalfund ??

Skrifað þann 28 November 2012 kl 22:27

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ég er sammála þessu með opnunartímann en ég sé ekkert raunhæft í þeim efnum fyrr en það kemur lýsing svona í svartasta skammdeginu. Skyggnið er minn draumur því þá er bara lýsingin og 3kw ofn eftir..
Hvað er þetta það má láta sig dreyma...smiling er ekki að koma jól.....

Skrifað þann 29 November 2012 kl 0:51

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

það mættu um 30 manns á aðalfundinn, þar af voru allavegna 7 sem eru reglulega í riffilskýlinu

Skrifað þann 29 November 2012 kl 6:48

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sigurður Hallgrímsson ,, Það eru margir sem vinna á Laugardögum,
það hefur örugglega mikið að gera með mætingu,,

Skrifað þann 29 November 2012 kl 8:21

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Lyklar á hvern mann? Það eru kostir og gallar við það. Kostirnir eru augljóslega að þá er hægt að fara hvenær sem er. Gallar, er öllum treystandi fyrir lyklum?

Svo er hægt að fara aðra leið, það er að vera með kódalæsingu, hver og einn með kóda og þá er hægt að sjá hver var hvenær ef eitthvað kemur uppá.

Svo er annað mál, ef fimm mæta, hver úr sinni áttinni á óhefðbundnum tíma. Hver ætlar að taka það skemmtilega verkefni að sér að vera skotstjóri?

Fullt af spurningum en ef menn eru óánægðir þá endilega taka upp umræðuna eins og hér er gert og finna lausnir, til þess var messkepnunni gefið málgrin

Skrifað þann 29 November 2012 kl 9:17

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Já Magnús E. það er allveg öruggt en ég veit líka að allnokkrir fara í Egilshöllina yfir vetrartímann.
Og sunnudags bannið í starfsleyfinu er dálítið blóðugt, að vera með alla þessa fjárfestingu á
álfsnesinu og nýta hana ekki betur í skammdeginu er náttúrulega ekki boðlegt hvorki okkur skotáhugamönnum né íþróttinni til góða.
Útkoman mín af þessu bloggi er að lykillinn að þessu öllu sé skyggnið og lýsing og fullgera þá skyggnið með stoðum niður plús hljóðeinangrun þar á. Því ef hljóðeinangrun tekst vel að þá ætti að vera kominn grunnur að fá sunnudags opnun í starfsleyfið.... (mig er enn að dreyma) shades
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 9:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ágætu félagar!

Takk fyrir góða umræðu!

Silfurrefur skrifar:
Svo er hægt að fara aðra leið, það er að vera með kódalæsingu, hver og einn með kóda og þá er hægt að sjá hver var hvenær ef eitthvað kemur uppá.

Ágæti Silfurrefur!

Þetta er að mínu mati aldeilis frábær hugmynd sem slær öll vopn úr höndum þeirra sem eru á móti því að félagsmenn séu með lykla af svæðinu!
Hver og einn okkar ber ábyrgð á sínum gjörðum og málið er dautt.!!???
Þannig gengu hlutirnir fyrir sig árum saman á gamla svæðinu okkar
í Leirdal. Ekkert gerðist...enginn skemmdi neitt....engin stal neinu. Ekketr!!
Því ættu hlutirnir að vera öðruvísi á Álfsnesi??
Spyr sá sem ekki veit!!!
Ég hefi augljóslega mikið meira álit á samfélögum mínum í SR en stjórn félagsins!!
Ágætu félagar...vinsamlegast hafið skoðun á málinu.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
félagi í SR....enn sem komið er.

Skrifað þann 29 November 2012 kl 21:17

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

ég myndi skilja svona efasemdir ef þetta væri golfklúbbur eða eitthvað þessháttar, en til að fá byssuleyfi þá þurfum við fyrst að vera heiðarlegir og ekki á sakaskrá, með meðmæli um að okkur sé treystandi fyrir skotvopnum oþh...

sá sem er líklegur til að eyðileggja eigur félagsins eða annarra á skotsvæðinu uppfyllir ekki þessar kröfur og ætti að skila inn bæði byssum og leyfi !

Skotfélag Kópavogs úthlutar lyklum til félagsmanna, þá þurfa félagsmenn að hafa verið félagar í ár og hafa tekið þátt í keppnum hjá félaginu.

held að það sé ágætis viðmið við úthlutun, þegar félagsmenn hafa stundað æfingar og keppnir innan félagsins í ár þá eru þeir ekki líklegir til að misnota þá ábyrgð sem lykli fylgir.

einnig væri lykillinn eingöngu að riffilskýli en ekki að félagsheimilinu og því ekki mikil hætta á að eitthvað skemmist eða sé stolið þar sem allt er naglfast nema borðin og það ber þau enginn út....
einnig er hægt að setja upp myndavél með hreyfiskynjara sem beinist að hurðinni, þegar einhver kemur inn eða fer út þá er smellt af mynd, starfsmaður fer svo yfir myndirnar næst þegar hann mætir sjái hann eitthvað að aðstöðunni, annars er myndunum eytt.
svona myndavél kostar minna en vigtin sem er verið að safna fyrir og minnkar verulega líkurnar á að einhver steli eða skemmi.. þær eru fáanlegar með GSM sendi eða þráðlausu neti svo myndavélin sendir myndirnar á tölvu sem er einhverstaðar utan svæðis og því dugar ekki að skemma eða stela myndavélinni...

Skrifað þann 29 November 2012 kl 21:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ágæti Daníel.

Gott innlegg!
Fleiri góðar ábendingar?
Ég er reynad þeirrar skðunar að félagar SR eigi að hafa aðgang af, að lágmarki snyrtingu í félagsheimili SR.
Held reyndar að annað sé ólöglegt hvað varðar lög og reglur ÍSÍ sem þetta félag
stærir sig af að vera hluti af á tilidögum.
( þaka ber vini mínum Vilhjálmi Ívari Sigurjóssyni sem stofnaði STÍ á sínum tíma).
En hvað er af því að eigendur félagsins (félagar SR) geti notað allt félagsheimilið??
Það er mér gersamlega ómögulegt að skilja!!!
Nú er það þannig að ég þekki fjölmarga meðlima SR (og er stoltur af!)...ég gruna ekki einn einasta þeirra um að vera þjófur ...eyðileggingarmaður eða nokkrar þeirrar
náttúru!!!
Hvað er í vegi fyri því að að heiðvirðir félagar þessa undarlega félags njóti
sömu réttinda og þélagar annarra áhugamanna félaga njóta??
Svar óskast.!!!

Með vinsemd,
Mgnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 November 2012 kl 22:07

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

að sjálfsögðu er ekkert að því að við höfum aðgang að öllu svæðinu, en þá er spurning hvort menn fari að nota haglasvæðið líka og hvernig eigi að stjórna því.

svo er sjoppan, allir eru líklegir til að borða mat séu þeir svangir, það er þá spurning um að fá sjálfsala fyrir súkkulaðið..

en það ætti að vera hægt að læsa sölunum og hafa bara opið á snyrtingarnar til að byrja með, sjá svo til með reynslunni hvort allt félagsheimilið verði opnað.

væri ágætt að geta hellt uppá könnuna þegar maður er að skjóta.. þá getur maður verið heitur að innan þó það sé kallt úti smiling

Skrifað þann 29 November 2012 kl 22:15

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Varðandi heiðarlega byssuleyfishafa... Á sunnudeginum fyrir rúmri viku þá var ég að mæla batta ofl og þegar ég sá lítinn sendiferðabíl, og þar hélt ég að einhver væri kominn til að mæla okkar blessaða hlið
ég hafði skilið við það með keðjunni á eftir að ég kom inná svæðið. Ca 5 mín seinna sá ég að þessum bíl var ekið meðfram girðingunni en ekki langt (ófært) ég fór og athugaði málið og mætti á veginum innan girðingar tveimur mönnum (þeir höfðu klifrað yfir girðinguna) og þar af var annar með byssutösku, og ég spurði hvað þeir væru að gera innan svæðis þegar allt væri lokað !! í stuttu máli svarið var, já en hvar eigum við þá að skjóta !!!!!! það hafði ekki hvarflað að þeim að fara á netið og athuga opnunartíma en þeir vissu að þeir væru innan borgarmarka... þetta samtal varð töluvert lengra og þegar ég bæti þessari reynslu ofaná mína reynslu sem skotstjóra að þá segi ég að aðeins æfingastjórar hafi lyklavöld.
Það þarf bara eitt slys og okkur yrði nuddað upp úr því næsta áratuginn.
Mbk Sigurður.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 14:37

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

ég er með lykla að skotsvæði keflavíkur, aðstaðan þar er ekki ósvipuð og hjá SR, nema það er kaffistofa og WC í skotskýlinu í keflavík ásamt því að það er upphitað.

lyklana fékk ég um leið og ég sótti um í félaginu og greiddi gjaldið, hef skotið þar í tæpt ár og aldrei hef ég orðið var við nein vandamál þar þrátt fyrir að allir félagsmenn hafi lykla.

það eru alltaf rotin epli inn á milli, þessvegna er aðferð skotkóps sniðug, aðeins þeir sem hafa verið virkir á æfingum og keppnum síðastliðið ár fá lykil, og verða að skila honum mæti þeir ekki reglulega.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 14:54
« Previous123Next »