"Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágæti JGK.

Að skjóta .200 allan daginn,,,Það er nákvæmlega það sem rétt smíðaður
BR riffill gerir!!!! Hvort skyttan ræður við verkefnið er allt annað mál!
Ég á fullan Hagkaupspoka af montgrúppum úr ýmsum rifflum sem ég
hefi átt síðastliðinn 40 ár....ein grúppa segir ekki neitt...nákvæmlega
ekki nokkurn skapaðan hlut,,,
Til að greina nákvæmni rifflils er lágmark að skjóta fimm 5 skota grúppum á
á sam klukkutímanum.......það er bara þannig.. einhver ein grúppa segir ekkert.

Engin riffill er nákvæmari en BR riffill.
Þetta er staðreynd sem auðvelt er að sýna fram á .
SAKO TRG er vafalaust ágætur riffill en í keppni við BR riffil á TRG enga
möguleika á færum 100 - 1000 m....því miður!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 November 2012 kl 20:20

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ein grubba getur sagt heilmikið til dæmis 'Islandsmet eða heimsmet og þá vilja allir eignast svoleiðis riffil
í sama caliberi afþví að það er best þú mátt ekki skemma svona montgrúbbu markaðinn hjá okkur
Magnús það er ALDREI nóg af mont grubbum svo verð ég að segja að mér finnst 6 mm pc ofmetið jú það eru fínar grúbbur á 100 metrum en yfirleitt lítið varið í grúbburnar á 200 og 300 metrum.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 10:42

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ég vissi ekki að það væri lítið varið í 0.091" grúppu á 200 yds (6mmPPC).
Það virðist vera sem flestir ef ekki nánast allir í heiminum séu að ofmeta þetta caliber sem keppa í BR.

Feldur

Skrifað þann 6 November 2012 kl 11:02

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Getu þú frætt okkur betur um þessa grubbu hvar og hvenær hún var skotin og eitthvað um
verkfærið og kanski um leið hvað var besta 200 m grubba hér á 'Islandi í sumar

Skrifað þann 6 November 2012 kl 11:41

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sælir piltar, ég hef alltaf gaman af svona spjalli en það er einn hængur á.. hér er verið að bera saman epli og appelsínur.
Svonefndur BR riffill er max um 6.1kg og ákveðið form á skefti, svoleiðis eru bara reglurnar...
Undir þeim reglum er bara ekkert sem útskýtur 6mm ppc. Í síðasta grúppumóti sem ég tók þátt í var Aggið mitt rétt um 0.300" og ég var neðstur hitt voru 6mm ppc.
Það er alltaf gaman að eiga fallega hluti svona fyrir egóið, ég hef ekki ennþá átt riffil sem á ekki einhverja fallega grúppu.... en það eru ekki markrifflar fyrir 5aura. Mbk.
Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 11:58

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Já 6,1 kilo snerta bara gikkinn og allt það er ágætt en ég vona að menn verði duglegir að pósta grúbbur úr
þeim fjölda af sérsmíðuðum rifflum sem hafa verið smíðaðir hér undanfarin ár ég vona líka að trú mín á ppc
fyrir 200 m eigi eftir að aukast á næstunni sagt er að trúin flytji fjöll .

Skrifað þann 6 November 2012 kl 12:41

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Hjörleifur, ætlaðir þú ekki að setja stóra öxulinn sem þú fékkst um daginn í 30-378? Er hann kominn saman og ertu byrjaður að skjóta úr honum? Það væri gaman að sjá hvað hann er að gera!

Ég hef nú meiri trú á því að þú getir flutt fjöll með honum en 6ppc grin

En ef við víkjum aftur að þræðinum sem er kominn svolítið út fyrir efnið er ég ekki viss um að 6ppc rifflarnir hafi neitt í TRG-inn að gera ef þeir væru bornir saman við hann við þær aðstæður sem TRG-inn er ætlaður í. Þú tekur náttúrlega ekkert TRG og ferð og keppir með honum í BR á 100 metrum í við riffla sem eru smíðaðir í rest og til þess að keppa eingöngu í BR.

Hvernig halda menn að BR mönnum á íslandi gengi að skjóta í skíðaskotfimi með 6mm ppc benchrest riffli. Nákvæmni er svo hrikalega afstætt hugtak og ég held að margir mættu nú vera svolítið víðsýnni þegar verið er að ræða hlutina.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 14:02

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

??? snerta bara gikkinn ?
lappalainen nú skil ég ekki. Ég veit reyndar ekki hvort að ég eigi að hætta mér inná þessar umræður ! þá reikna ég með að þú eigir við að skjóta free recoil og hversu auðvelt það sé ?
Ég bara bið menn að fá sér millillystikki sem festist undir framskeftið (3") og skjóta síðan úr resti ! ég er hræddur um að menn skjóti ekki 0.200" grúppur daginn inn og út bara við það.
Það væri heldur ekkert varið í það.
Ég veit um margar fallegar 200m grúppur úr ppc (nei ekki eftir mig) og ef þær yrðu póstaðar hér þá myndu sumir segja, Þetta sé nú eithvað skrýtið. Fyrst að við erum komnir inná þessa braut þá er allveg hægt að segja að meðan mótin eru ekki fleiri en raun ber vitni og mæting ekki betri en hún er að þá gefa þær útkomur ekki mikið og það er meðal annars vegna veðurs í það og það skiptið.
Stærsta mótið á árinu var ef ég man rétt Ellingsen mótið (álfsnes) og eiga þeir þakkir fyrir það en riffil skráningin var ekki upp á það besta, eins og sést á úrslitunum þá eru fáir rifflar taldir upp.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 14:23

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar.

Gætir einhvers misskilnings hvað varðar hugtakið BR riffill?

Það eru fjórir flokkar sem falla undir IBS / NBRSA hvað varðar grúppuskotfimi.

1. Sporter flokkur. Þyngd 10.5 pund. Cal. .230 eða stærra.
Þessum flokki var komið á þegar .222 og aðrir slíkir réðu
ríkjum í sportinu. Hugmyndin sú að freista þess að menn
myndu þróa nothæft cal. sem væri stærra .224 cal.
Löngu tímabært að breyta reglum og í stað .230 kæmi .284

2. Light Varmint flokkur. Allt eins og hér að ofan nema nú
má nota .224 hlaupvíddina, ef einhver svo kýs.

3. Heavy Varmint flokkur. Þyngd 13.5 pund. Í þessum flokki
hafa menn skotið .224 / .243 og jafnvel .308

4. Heavy Bench / Unlimited flokkur. Eins og að ofan en engin þyngdarmörk
Þessi flokkur hefur alla tíð verið vettvangur þeirra framfara sem orðið hafa
í sportinu gegnum tíðina.
Þetta er Alfa og Omega nákvæmnis skotfiminnar.

Við lestur þesara lína verður strax ljóst að rifflar úr einum flokkinum, Sporter er
löglegur í öllum hinum! Enda er það svo að Sporter Class rifflar eru lang vinsælastir.
Bandaríkjamenn aka langar leiðir á skotmót, sem er verulega kostnaðarsamt jafnvel þar.
Því er af því hið mesta hagræði að geta notað einn og sama riffilinn til að keppa í mörgum
flokkum í stað þess að koma sér upp rándýrum tækjum fyrir hvern flokk.
Almennt eru menn þeirrar skoðunar að sá sem notar Sporter eða Light Varmint riffil í
Heavy Varmint flokki sé ekki minka líkur á sigri .
Öðru máli gegnir um Heavy Bench / Unlimited flokkin.....en maður veit aldrei og það
er bara gaman að taka þátt fyrst maður er kominn á staðin!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 November 2012 kl 14:58

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Þetta með trúna er þannig meint að það er betra að trúa því að dótið geti skilað því sem maður ætlast
til að það geri. Öxull er rétta orðið ég fæ ennþá hroll þegar ég sé hann inní skáp þetta verður skoðað í sumar

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar!

Svona mest til gamans gert...enda styttist í skammdegið

Þetta er vissulega falleg grúppa þótt hún sé einstæðingur.

Skotið með 6PPC á 200yd!!!

Með vinsemd,
Magnús PPC Sigurðsson (hahhaa).

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:08

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Það má vel vera að 6PPC sé ofmetið calíber. En það vill svo til að af ca 200 keppendum á Supershot í USA hafa ca 195 þeirra notað 6PPC bæði á 100 og 200 yrds. Allir sem enduðu í top 20 notuðu 6PPC.

Þetta virðist benda til þess að ef 6PPC er ofmetið þá er það ofmetið af öllum helstu benchrest skyttum í heiminum.

Ef að einhver veit betur og þekkir eitthvað annað hylki sem er betra en 6PPC þá hvet ég viðkomandi til þess að sýna öllum þessum fáfróðu benchrest skyttum hvað það er með því að mæta með það á næsta benchrest mót.

Það er einnig mjög skrýtið að einhver þeirra sem skjóta 0.100-0.200 tommur að staðaldri á Internetinu skuli ekki nenna að mæta á mót hér og hirða þessa bikara sem í boði eru. En aggregate undir .200 sem samkvæmt skrifum manna er nánast daglegt brauð og ekkert sérstakt afrek, hefði skilað viðkomandi verðlaunasæti af ca 200 keppendum á Supershot 2011.

Einhverra hluta vegna virðist vera fylgni með því að því betur sem menn skjóta á Netinu og telja sig vita meira um Benchrest, því minni líkur eru til þess að menn láti sjá sig í keppni.

Að segja að Benchrest riffill í 6PPC sé betri en TRG eða öfugt er eins og að segja að Ferrari sé betri en Landcruser eða öfugt. Ferrari bíllin myndi keyra hringi í kringu um Landcruserinn á kappakstursbraut, en hvor haldið þið að yrði á undan yfir Sprengisand ?

Að lokum held ég að gott væri að hafa í huga þessi fleygu orð: "skjóta meira, tala minna."

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:31

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Magnús flottur. þú þarft að standa vörð um okkur aumingjana sem nennum ekki að halda á rifflunum okkar.. Smilee.
Það er rétt hjá þér þetta með flokkana en ég lít á það þannig að þeir sem stunda þessa síðu séu að eiga við okkur hér í BR HV og það er jú bara einn flokkur.
Svo annað það nákvæmasta sem ég sé oft dúkka upp hjá usa er að það sé annaðhvort russia 220 eða 22ppc ég get ekkert fullyrt um það en við vitum að þessi cal eru ekki leyfð í BR HV þannig að nákvæmasta caliberið veltur á ???
Já trúin ef hana vantar þá er bara að sitja heima... Mbk. Siggi

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:34

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ekki "grubba" heldur "grúppa"

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:36

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Tek undir skjóta meira og tala minna.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 15:39

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Það er reyndar ekki rétt Sigurður að .22PPC eða eitthvert annað .224 cal sé ekki leyft í BR HV.

Það er Sporter flokkurinn sem takmarkast við 6mm og stærra. 22PPC féll úr benchrest að hluta til vegna þess að menn vildu hafa LV og Sporter riffilinn einn og sama riffilinn en eini munurinn á þeim flokkum er að sporterinn þarf að vera 6mm og stærra en LV má vera hvaða cal sem er. HV einnig. (Af augljósum ástæðum kemur þó ekkert stærra en .30 cal til greina)

Það er því ekkert því til fyrirstöðu að skjóta .22PPC eða afsprengi þar af (gjarnan heldur stytt) eða jafnvel .22 Russian í benchrest. .22 PPC er mjög nákvæmt hylki og gefur 6PPC ekki mikið eftir.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 16:01

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Langar að koma örstutt inná einn punkt sem minnst var á hérna að ofan sem var að þáttaka í mótum væri oftast dræm.

Nú er ég frekar nýr í þessu sporti og mér finnst bara alls ekkert sjálfgefið hvort ég geti/megi mæta með minn riffil í mót þegar þau eru auglýst. Þegar það eru auglýsingar um mót þá er þetta einmitt bara tekið fram stutt og laggott eins og "BR mót" eða "veiðirifflamót".
Þó svo ég sé búinn að afla mér upplýsinga núna um requirements fyrir flest svona mót núna þá er þetta ekki aðgengilegt neinstaðar á netinu og er ansi hræddur um að margir nýgræðingar séu hreinlega smeykir að mæta á mót bara til að líta út eins og kjánar og vera vísað í burtu.

Miðað við fjölda riffla á landinu og fjölda þáttakenda í mótum þá grunar mig að það stórlega vanti að upplýsa fólk betur um svona hluti. Td ef ég á veiðiriffil sem er að skjóta vel, má ég mæta með hann í BR mót?

Skrifað þann 6 November 2012 kl 16:12

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

En síðan er helvíti flott hjá honum...er það ekki?

http://www.internet.is/gummy/

Skrifað þann 6 November 2012 kl 16:29

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 17:00

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Bergur þetta lýsir hvursu langt er síðan ég skoðaði reglurnar..! (ekki mér til framdráttar), takk fyrir leyðréttinguna.
POIPOI Þetta er fyllilega réttmæt athugasemd, flokkar í mótum hér á landi. Vegna fámennis hér á landi þá þarf að fækka stórlega flokkum (cf rifflar) til þess einfaldlega að það verði fleiri en 1 að keppa í flokk.
Hvað varðar IBS br þá er bara einn flokkur BR -HV í gangi, öll önnur mót eru hvað hentar hverju félagi. Það er misjafnt hvaða skotfimi er virk. Búðirnar hafa sína eigin útgáfu af reglum og þó að mótin séu sum haldin hjá sr að þá eru það búðirnar sem kynna sínar reglur. Samanber Hlað og Ellingsen mótin.
Og þar er ekki við félögin að sakast. Varðandi SR að þá eru heimasíðumálin í skoðun og þetta atriði kemur örugglega þar upp. Þetta var þörf og góð ábending, Takk.
Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 17:26