"Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

nagant Ágæti vinur Eiríkur Björnsson!

Þetta er hár rétt hjá þér hvað varðar hver stóð að þessum keppnum..rétt skal vera rétt!!
En þessar keppnir fóru fram á æfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur, félagi innan
ÍBR, STí og ÍSÍ og þar með rekið með styrkjum frá bæði ríki og borg.
Rétt skal vera rétt!!!

Með mikilli vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

P.s. Eiríkur minn, mannstu þegar við Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson og ég .....ásamt öðru
góðu fólki beittum okkur fyrir stofnun STÍ ? Þar var pabbi þinn ekki sístur manna!!!!

Skrifað þann 15 November 2012 kl 21:24

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

.það er töluvert síðan þessi þráður fór í vitleysu, líkt og margir þræðir hérna inni, en ætla ekki að benda á neinn frekar en annan sem varð til þess.... en eitt er þó ágætt að nefna að þráðarhöfundur var hér að kynna síður um TRG sem að flestir sem eitthvað þekkja til riffla er hugsað sem dràpstól.
Þvi er einkennilegt að að því sem virðist vera reyndir pappaskotmenn séu að láta hafa sig að fíflum með að að pósta hér póst eftir póst um sitt sport, sem er allt annað en ætlað til veiða, og því á ekki við um fjöldaframleiddan gæðariffil. Ef þetta er alrangt hjá mér sé égmér eins færi á að færa rök fyrir því að gamla haglabyssan með slug væri það besta á ísbjörn á 50m, þó nú sé ég að snúa útúr. Nú legg ég til að þeir sem vilji kynna sér trg kíkji á síðuna, aðrir stofni annan þráð um sr, og allir reyni að halda sönsum

Með fullri virðingu
hr. Hnulli

Ágæti félagi Hnulli! (Mikið skelfing væri gaman að geta ávarpað þig með nafni!!)

Ég er sammála þér en þó ekki ..

Þessi þráður er ekkert öðruvísi en aðrir....nýjar upplýsingar leiða til nýrra niðurstaðna.
Í þessum þræði var fullyrt að SAKO TRG væri besti riffill í heimi.
Ekkert styður þessa fullyrðingu. Þetta er því röng fullyrðing sem ber að leiðrétta!
Það er það sem ég leitaðist við að gera....og stend við hvert orð!!!
Hitt er annað mál að auðavitað átti ég líka tjá mig um þessa ágætu heimasíðu
sem er vel gerð og þeim sem hana gerði mjög til sóma!!!!! Takk fyrir þetta!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 November 2012 kl 21:39

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sælir dengir

Ég tók mér tíma og las þennan þráð, og hugsaði, "svona er mannskepnan"...

Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum tíðina að mannskepnur hafa mjög ólíkar skoðanir á flestum hlutum, hví ekki að auvelda sjálfum sér lífið og einbeita sér að sýnum áhugamálum og virða aðra fyrir sín áhugamál???

Þú sem vilt banna auta-semi byssur... afhverju? afþví að þú vilt ekki nota þannig? er ekki betra að þú notir bara þína tvíhleypu og skiptir þér ekki af öðrum? Margir gætu sagt... "afhverju notar maðurinn tvíhleypu? Ég nota bara einhleypu.. það ætti að banna tvíhleypur!!"

Þessi þráður einkennist af metingi, leiðindum og "betur-vita" stælum.

GUÐ MINN GÓÐUR ;)

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:00

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll aftur Magnús minn.

Þakka þér vinsamleg orð í minn garð og minna. Þegar við héldum þessar keppnir hér í "den" kappkostuðum við að form hennar væri þannig að þetta væri alvöru skotfimi. Við notuðum UIT riffilskífur og skotið liggjandi og standandi. Við notuðum gamla riffla sem fengust fyrir lítið og opin sigti. Ekki mátti vera með riffla framleidda eftir 1960 og það var með ráðum gert. Allt þetta brölt varð sennilega til þess að auka áhuga manna fyrir 300 metra riffilskotfimi, og það var líka tilgangurinn í og með. Næsta sumar verður Íslandsmót í 300 m. prone, og flestir koma þá til með að nota alvöru markriffla sem sumir verða að vísu með Mauser 98 eða 96 lásum af gömlum herrifflum. En einhverjir nota kannski gamlan herriffil eða veiðiriffil með opnum sigtum því þeir eiga kannski ekki alvöru prone riffil, ekki er hægt að banna þeim að nota annars flokks útbúnað en etv eykur það metnað til að bæta úr.

Vertu sæll gamli vin. Eiríkur.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 22:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágæti Eiríkur Björnsson!

Ég þakka þér svarið ...og er nokuð nær þínum sjónarmiðum
en áður.

Með (mikilli) vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 18 November 2012 kl 17:57

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 21:19

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Byssur Ynfo værir þú til í að gefa mér netfangið þitt? vagn2@simnet.is

Skrifað þann 20 November 2012 kl 18:08

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll hanagal, ekki misskilja. Eg vil ekki banna semi auto, nei en það mætti mín vegna við sportveiði. Og þar er stór munur á. Og þú spyrð hvers vegna og svarið er einfalt minna af særðum dýrum. Ég ætla ekki að fara út í rökræður hér varðandi það, og heldur ekki hvað mikið magn af veiðibráð á minni ævi fær mig til að komast að þeirri niðurstöðu, og það er heldur ekki hægt að segja að mín hittni sé undir meðallagi.
Mbk.
Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 21 November 2012 kl 14:09

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Rakst á þessa mynd af Guðmundi Mjöllni með með 200 m skífu, gataða af Nákvæmasta, besta og lang, lang, lang flottasta rifflinum í alheiminum.



Menn skyldu ekki gleyma því að Guðmundur Mjöllnir skýtur ávallt af tvífæti með öxlina sem stuðning að aftan. Alvöru skytta!!! wink

JAK.

Varð bara að setja þessa mynd inn í tilefni af afmæli Guðmundar Mjöllnis í dag. smiling


http://www.simnet.is/gummy/index.htm...

Skrifað þann 5 March 2013 kl 8:46