"Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Poipoi og aðrir

Ég get vel tekið undir þá gagnrýni að reglur og annað séu ekki nægjanlega aðgengilegar á netinu varðandi benchrest flokka og mót í benchrest.

Hinsvegar verður að gera þá kröfu til manna sem áhuga hafa á þessu sporti sem og öðru sporti að þeir beri sig að einhverju leyti sjálfir eftir upplýsingum en bíði ekki bara eftir því að vera mataðir. Það er ekki líklegt að upplýsingabæklingur um Benchrest detti inn um bréfalúguna hjá mönnum þrátt fyrir að þeir hafi áhuga á sportinu.

Á síðu SR hefur í allt sumar verið auglýst að Benchrest æfingar séu á fimmtudögum eftir kl. 18:00
Það má því þykja eðlilegt að hafi menn áhuga á sportinu eða vanti upplýsingar að viðkomandi láti sjá sig á skotvellinum á auglýstum tíma. Það má draga þá ályktun að þar væru einhverjir aðilar staddir sem gætu gefið lágmarks upplýsingar um Benchrest eða að lágmarki bent á hvernig og hvar væri hægt að nálgast þær.

Skrifað þann 6 November 2012 kl 17:46

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ég vil árétta það sem sagt er hér á undan - upplýsingar um Skotfélag Reykjavíur og þær greinar sem þar eru stundaðar er hægt að fá á síðu félagsins svo og á sr@sr.is - og svo auðvitað hjá framkvæmdastjóra félagsins - allar upplýsingar um aðgengi er að finna á heimasíðu félagsins - eitt símtal við framkvæmdastjóra á skrifstofutíma og málið dautt smiling

Skrifað þann 6 November 2012 kl 19:14

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Þegar talað er um þyngdir í þessum flokkum....Sporter og LV (10.5 pund) og HV 13.5 pund...er það þyngd riffils með sjónauka eða "bara" riffilþyngdin ?

Skrifað þann 7 November 2012 kl 9:49

Halldór Nik

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Þyngdin miðast við allt heila klabbið.

Skrifað þann 7 November 2012 kl 9:56

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Flott heimasíða hjá Guðmundi. Hvað kostar svona riffill (TRG-22) kominn hingað heim?

Skrifað þann 7 November 2012 kl 22:47

Baldvin

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Einn notaður til sölu hjá Ísnes með Nightforce sjónauka á 730.000

Veit ekki með verð á nýjum riffli. Kosta í USA um 3000-3500 dollara sýnist mér af örstuttu googli. Svo er bara að reikna, eða finna betri verð austan hafs.

Skrifað þann 8 November 2012 kl 18:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar.

Fullyrði enn og aftur,,,,,Ef málið er að hitta eitthvað ....skjóta litlar grúppur...
ekkert nálgast góðan BR riffil......kallaðu græjuna Tactical...Vertical... Hoisontal........
eða bara hvað þú vlit. ....,,,,
Ekkert af þessum manndrápsrusli nálgast BR riffil í nákvæmni........
Við erum að tala um færi rfrá 100 - 1000yd,
Berum saman bækur okkar og sjáum, eitt skifti fyrir öll,hvernig stigin standa!!!

Með vinsemd.
Magnús Sigurðss

Skrifað þann 11 November 2012 kl 21:45

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar.

Að segja að Benchrest riffill í 6PPC sé betri en TRG eða öfugt er eins og að segja að Ferrari sé betri en Landcruser eða öfugt. Ferrari bíllin myndi keyra hringi í kringu um Landcruserinn á kappakstursbraut, en hvor haldið þið að yrði á undan yfir Sprengisand ?

Hvað er þetta ..??
Það skiptir mig engu máli hver er að fara yfir Sprengisand.....eða til Damaskus!
Við erum staddir á kappakstursbraut, BR er F1 þegar kenur að nákvæmisskotfimi.
Í þessu samhengi er menn að ræða um nákvæmni riffla á 100 - 1000 yd.
Svo ég endurtek: Engir rifflar nálagast nákvæmni BR riffla á áðurnefndum færum.
Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um annað eru vinsamlegast beðnir um að leggja
fram upplýsingar sem leitt gætu til annarar niðurstöðu.

Svo maður kommenteri um frasan ykkar: Skóta meira ...tala minna....
það leiðir því miður ekki alltaf til þeirrar niðustöðu sem stefnt var að...
eins og dæminn sanna.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson ,
sem hefur skotið þetta sport( BR ) frá 1969.

Skrifað þann 13 November 2012 kl 19:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"
Ég vil árétta það sem sagt er hér á undan - upplýsingar um Skotfélag Reykjavíur og þær greinar sem þar eru stundaðar er hægt að fá á síðu félagsins svo og á sr@sr.is - og svo auðvitað hjá framkvæmdastjóra félagsins - allar upplýsingar um aðgengi er að finna á heimasíðu félagsins - eitt símtal við framkvæmdastjóra á skrifstofutíma og málið dautt

Það eina sem er dautt er ömurleg síða Skotfélags Reykjavíkur.
Þetta er einhver fáranlegasta síða sem um getur......
Það vantar allt sem aðrar síður hafa ...til dæmis ..tjáskipti!

En tjáskipti er eitthvað sem hentat stjórn Skotfélags Reykjavíkur
alls ekki ! Þetta er stjórn sem er studd af 10-15 félögum?
Ef einhver ykkar var á svokölluðum aðalfundi (átti að halda
fyrir sex mánuðum samkvæmt lögum ÍSÍ) en þetta lið varðar
ekkert um það....Það sækir bara um frest þrátt fyrir þá staðreynd
að SR er eitt fárra félaga sem er með framkvæmdastjóra á launum!!

Það er svo langt frá því að málið sé dautt......
Jafn ágætur maður og framkvæmdastóri SR er ...hefur hann
lítið sem ekkert vit á BR skotfimi...ekki honum að kenna ......
hann er vel af sér í öðrum greinun sem SR er að stunda.
Látum hann njóta þess!!


Með minkandi vinsemd í garð SR
þessa félags sem ég bjargaði frá
glötun á formannstíð minni forðum.

P.s É g til í að ræða hvað gekk á á þessum tímum ef þið eruð!

Skrifað þann 13 November 2012 kl 21:29

Mighty mouse

Svör samtals: 24
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Kæri ágæti Magnús með vinsemd.

Ég er hræddur um að þið séuð búnir að draga þennan þráð út um víðan völl.

Eins og fram kom í upphafi var þráðurinn settur af stað til að benda mönnum á þennan skemmtilega og fróðlega vef sem Guðmundur gerði um "besta, nákvæmast og lang, lang flottasta riffilinn í alheiminum"

Nokkrir hafa ritað um vefinn umrædda en umræðan hefur að mestu snúist um ómerkilegustu skotaðferð alheimsins.

Að stilla riffli upp í statív sem hægt er að skrúfa fram og til baka, upp og niður til velja ákomu kúlunnar, taka síðan í gikkinn án þess að koma við riffilinn er ekki íþrótt.

Því síður alvöru karlmanni, sem vill kalla sig skyttu, sæmandi að stunda slíkt.

Alvöru skotfimi er að halda á skotvopninu með sem minnsta stuðningi, standandi, krjúpandi eða liggjandi og hitta það sem skotið er á, hvort sem um er að ræða pappír eða bráð.

Mighty ........sem er fyllilega sáttur við sinn Landcruser og Besta, nákvæmasta og lang,lang, lang, lang flottasta riffil í alheiminum sem setur kúluna ávalt á þann stað sem Mighty ætlar honum,..........með vinsemd. wink

Skrifað þann 13 November 2012 kl 22:52

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Mighty ég virði skoðun þína
(Að stilla riffli upp í statív sem hægt er að skrúfa fram og til baka, upp og niður til velja ákomu kúlunnar, taka síðan í gikkinn án þess að koma við riffilinn er ekki íþrótt.

Því síður alvöru karlmanni, sem vill kalla sig skyttu, sæmandi að stunda slíkt)

en ég deili henni alls ekki með þér.
Nú skal ég segja þér hvað mér finnst ekki vera veiðimaður og það eru menn sem nota semi auto haglabyssur við áhugaveiðar og eða magasín riffla... Mín vegna mætti banna öll þessi vopn, ég sjálfur nota hálf sjálfvirka haglabyssu aðeins á tófu með 3" allt annað er veitt með einskota rifflum og eða tvíhleypum.
Ég virði þína skoðun og nú bið ég þig um að virða mína !
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 14 November 2012 kl 1:06

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sælt.

Þetta er ótrúlegt að lesa margt hér. Sumir hér keppast við að tala niður það eina sem riffil þarf í raun og veru til að bera: Nákvæmni ! Nú, ef mönnum hugnast ekki BR skotfimi þá þeir um það en það er nú ekkert sérstaklega málefnanlegt að opna á sér neðra gatið og losa músaskít yfir eina grein skotfimis og þá sem stunda hana. Ég hef ímugust á haglabyssum og herrifflum og vil ekkert af þeim vita en það er mér að meinalausu að aðrir vilja nota slík verkfæri. BR hefur eitt markmið: Nákvæmni. Og til að skjóta nákvæmt þarf topp búnað og KUNNÁTTU !. Ef BR skytta vinnur ekki sýna heimavinnu þá nær hún ekki árangri. Svo má minna á það að nær allar framfarir í rifflum og skotfærum koma úr BR heiminum og enda í veiðirifflunum. Með stoltri BR kveðju, Poldi

Viðhengi:

Skrifað þann 14 November 2012 kl 16:48

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Mér blöskrar þekkingarleysið eða kjánaskapurinn í mönnum sem eru að tjá sig um keppnisgreinar sem þeir vita hreinlega ekkert um, flestir Bench Rest mennirnir eru fyrirmyndir annarra skotmanna, menn sem búnir eru að fara í gegnum alann riffilgreinapakkann sem stundaður er hér.
Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og þygg af þeim endalausar upplýsingar varðandi riffilskotfimi, mér finnst afturámóti lítið til þeirra koma sem deila á hluti sem þeir þekkja ekki, finnst þeir eiginlega vera að gera vísvitandi í buxurnar.
Hitt er annað mál að þessi heimasíða er mjög flott eins og TRG riffillinn en eins og með TRG-inn þá hef ég bara séð hann og það á sama við um þessa heimasíðu því ég kemst ekkert inná hana.
Einkverjar leiðbeiningar væru þegnar í þeim efnum áður en ég missi sjálfur í buxurnar.

Skrifað þann 14 November 2012 kl 17:29

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Já... Timney hefur reynst mér afar vel... Jewels svipaður, en léttari í markfimi..... Ég nota Timney þar sem hann er öruggari í veiði....

kv hr

Skrifað þann 14 November 2012 kl 19:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar Poldinn og Kevin West!

Takk fyrir að svara Sterku músinni...mér eiginlega féllust hendur við lestur
þessa undarlega pósts!
Sem einn upphafsmanna Benchrest Shooting hér á landi rennur mér
blóðið til skyldunnar þegar svona þvættingur er á borð á borin.
En ég tók gleði mína aftur eftir að ég hafði ákveðið á þessi félagi
okkar væri að gera grín? Þá er þetta bráð skemmtileg lesning.........
en ef ekki þá er þetta yfirlýsing manns um fullkomið þekkingarleysi á öllu
sem riffiskotfimi við kemur!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem lifir í heimi þar sem vindar blása og tíbrá bjagar sjónmynd okkar.

Skrifað þann 14 November 2012 kl 22:33

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Ágætu félagar.

Í fyrri pósti láðist mér að taka undir með Hjalta Stefánssyni (Poldinn)
hvað varðar viðbjóð hans....og mín á herrifflum:
Að við hér á Íslandi, blessunarlega herlausu landi, séum að
halda sérstakar herrifflakeppnir þar sem keppandi verður
að nota riffil sem sannanlega var hannaður til að drepa
meðbræður okkar er óskiljanlegt!!!
Það sem mér gengur enn verr að skilja er að svokallað
íþróttafélag Skotfélag Reykjavíkur hafi til margra á verið
vettvangur þessara keppna!!!!
Kannski hafa einhverjar krónur komið í kassan sem svo
hægt var að eyða í einhver dekurverkefni......hver veit?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem spyr hvað mættu margir á síðbúin (!!) aðalfund
Skotfélags Reykjavíkur?
Ekki orð um það á hinni svokölluðu heimasíði SR!?

Skrifað þann 14 November 2012 kl 23:06

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

...það er töluvert síðan þessi þráður fór í vitleysu, líkt og margir þræðir hérna inni, en ætla ekki að benda á neinn frekar en annan sem varð til þess.... en eitt er þó ágætt að nefna að þráðarhöfundur var hér að kynna síður um TRG sem að flestir sem eitthvað þekkja til riffla er hugsað sem dràpstól.
Þvi er einkennilegt að að því sem virðist vera reyndir pappaskotmenn séu að láta hafa sig að fíflum með að að pósta hér póst eftir póst um sitt sport, sem er allt annað en ætlað til veiða, og því á ekki við um fjöldaframleiddan gæðariffil. Ef þetta er alrangt hjá mér sé égmér eins færi á að færa rök fyrir því að gamla haglabyssan með slug væri það besta á ísbjörn á 50m, þó nú sé ég að snúa útúr. Nú legg ég til að þeir sem vilji kynna sér trg kíkji á síðuna, aðrir stofni annan þráð um sr, og allir reyni að halda sönsum

Með fullri virðingu
hr. Hnulli

Skrifað þann 15 November 2012 kl 0:27

nagant

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Magnús.

Sem fyrrverandi félagsmaður í Skotfélagi Reykjavíkur vil ég leiðrétta eitt. Skotfélag Reykjavíkur hefur aldrei haldið s.k. herrifflakeppni. Slíkar keppnir hefur aðeins eitt félag haldið, og það er Byssuvinafélagið, sem er einkaklúbbur hér í bæ. Og leigði undir keppnirnar skotvelli. Þetta voru góðir viðburðir og ódýrir fyrir alla þáttakendur, sem oft voru margir, í einni keppni 25. Þessar keppnir reyndu á skotfimi fyrst og fremst en ekki svo mikið á buddu eða græjukost manna. Ég var einn upphafsmanna þessara keppna og hef ekki samviskubit út af því, ekki frekar en flugáhugamaður hefði samviskubit af því að fljúga gamalli Spitfire eða Mustang orustuflugvél. Umræður á hlaðvefnum eru farnar að minna mig stundum á einhverskonar samskipti milli mismunandi ofsatrúarhópa eða þeirra "politically correct" í þjóðfélaginu.

Með bestu kveðju. Eiríkur Björnsson.

Skrifað þann 15 November 2012 kl 10:38

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sælir.

Tek undir með félaga Eiríki. Góð samlíking með orustuflugvélarnar.
Held líka að þetta sé orðið gottsmiling

Kveðja, JP

Skrifað þann 15 November 2012 kl 11:51

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: "Besti, nákvæmasti og lang, lang flottasti riffillin í alheiminum"

Sæll Nagant, ég var einu sinni áhorfandi á skotkeppni uppá gamla skotsvæðinu hjá SR í Leirdal þar sem eingöngu var keppt með herrifflum.
Þetta var keppni milli SR manna og hermanna af Bresku herskipi sem SR vann með 1000.stiga mun.
Herrifflarnir sem keppt var með voru allir eins og skaffaðir af herskipinu, þá hafði slík keppni áður verið haldin í Leirdalnum(hugsanlega nokkrum sinnum).

Skrifað þann 15 November 2012 kl 15:04