Áramót SR í riffli

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

ok hér er annað.
Af hverju ætti almennur félagsmaður að niðurgreiða mótakostnað ?
Ég sé ekki ástæðu til þess.
Sjálfur kemst ég ekki á mótið á morgun en vonandi skemmta menn sér vel smiling
kveðja siggi

Skrifað þann 30 December 2014 kl 22:49

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ég sé enga ástæðu til að borga 27þús krónur í skotklúbb í Reykjavík sem er oftast lokaður og svo bý ég reyndar í 700 km fjarlægð (eftir hringveginum). Ég er félagi í klúbb sem er mér nær og er töluvert ódýrari. Þar er opið 363 daga á ári en ég hef þó verið latur við að nýta mér það en það er að stærstum hluta vegna þess að æfingarsvæðið er 60 km fjarlægð frá mér. Ég fer þó á öll mót þar, ef ég hef tök á og hitti þar oft menn að norðan og stundum sunnan sem mæta líka. Allir borgum við þar eitt gjald, sama hvaðan við komum.

Ég er ekkert ósáttur við þetta fyrirkomulag hjá SR, fannst þetta bara undarlegt og bað um rök.

Það þarf nú ekki margar 25-50 skota æfingar til að skjóta fleiri skotum en í einni keppni, ef menn eru duglegir eins og t.d. Dan sig sem skýtur 10þúsund+ skotum á ári þá vegur það nú mun þyngra en keppni.

Ég vona að þið fáið gott veður á morgun til að keppa, bíð spenntur eftir úrslitum og myndum af mótinu.
Skemmtið ykkur vel, ég kemst því miður ekki.

Kveðja úr Neskaupstað

Ingvar Ísfeld

Skrifað þann 30 December 2014 kl 23:36

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Góðan dag

Mér finnst "rökstuðningur" SR manna vægast sagt undalegur. Ekki dettur okkur hjá SKAUST að fara þessa leið, það hefur ekki einu sinni komið til umræðu.

Skrifað þann 31 December 2014 kl 9:29

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Svona afþví það er verið
Að tala um
Slit a böttum og annað. Þá tók eg þátt i 22lr móti i sumar hjá SR og þar borgaði ég 2700kr til að vera með og það voru ekki einusinni verðlunpeningar og battanir hand ónítir. Hvert skipti hjá skotdeild keflvíkur þar borg allir sama keppnisgjald og það eru settir nyjir battar fyrir hvert mót. Allavega fékk þetta mig að vilja ALDREY ganga i SR

Skrifað þann 1 January 2014 kl 2:01

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

1000 fyrir félags men
2000 fyrir utanfélags men
5000 fyrir nískupúka

Skrifað þann 1 January 2014 kl 12:40

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Bc3 þetta er bara flott hjá þér.
Menn eru félagsmenn þar sem þeir vilja og það er bara fínt.
Ég er í tveimur félögum og hvorugt er á þínu svæði.
Eru þá bara ekki allir sáttir..
Með áramótakveðju siggi og með von um minna þras á nýju ári.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 13:01

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Gleðilegt ár gott fólk og bestu þakkir til þeirra sem stóðu að mótinu og þátttakendum mótsins !

Ég vil minna á að úrslit mótsins eru á heimasíðu SR.

Hér hafa menn sínar skoðanir á hlutunum að venju og sitt sýnist hverjum. Ekki ætla ég að blanda mér í þá umræðu, enda umræðan hlaðin tilfinningum og drunga hjá ýmsum og flestar spurningar svara sér sjálfar !

Áramót SR á sér langa sögu bæði í Skeet og Riffilgreinum og ástæða til að viðhalda þeirri hefð. Það hefur verið viðfangaefnið hjá þeim sem fara fyrir riffil- og haglanefndum félagsins.

Um sanngjörn verð fyrir aðstöðu og mótagjöld innan- og utanfélagsmanna má deila, og þá gera menn það !

SR hefur í stað innanfélagsmóta ákveðið að bjóða þeim sem ekki eru í félaginu og utan skotfélaga þátttöku gegn hóflegu gjaldi. Já til að gera fólki kleyft að taka þátt í góðri skemmtun á gamlársdag !

Tekið skal fram að er hér um skemmtimót að ræða og meiningin að þeir sem eiga heimangengnt á þessum degi, hafi gaman að !

Það er engin spurning, að þeir sem tóku þátt skemmtu sér vel og full ástæða að halda hefðinni við, enda verður það gert áfram á komandi áramótum !

Það vita þeir sem vilja vita að ef allt og allt er reiknað saman stendur mótsgjaldið enganvegin undir kostnaðinum við mótið í riffil- og haglagreininni. Þannig er nú það !

Gleðilegt ár - góða skemmtun á skotsvæðunum á næsta ári - bestu kveðjur...

Skrifað þann 1 January 2014 kl 15:21

osig

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Vill þakka SR mönnum fyrir bráðskemtilegt mót.

Það er ekki sjálfgefið að menn séu tilbúnir að fórna frítíma sínum í félagsstörf, hvað þá á síðasta degi ársin.

Megi árið verða okkur skotáhugamönnum farsælt og ánægjulegt.

Með nýárskveðju

Ólafur Sigvaldason
Skotfélag Kópavogs

Skrifað þann 1 January 2014 kl 15:58

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Nesika

Jú allir sáttir smiling
Það breytir samt ekki MINNI skoðun á að opið mót ættu allir að borga það sama..


Kveðja smiling

Skrifað þann 1 January 2014 kl 16:11

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Eins og ávallt, þá hefur hver sina skoðun hvort sem hún er röng eða rétt - það er okkar réttur.

Bc3 - ef allir borga það sama - hvað á sá sem greiðir árgjald í SR + ársæfingagjöld - að greiða í samanburði við þann sem ekkert hefur lagt af mörkum, hvorki í vinnu eða árs- og æfingargjöldum ?

Er ekki komið nóg af þessu - þeir sem vinna við sín félög í sjálfboðavinnu og borga árs-og æfingagjöld, hljóta að fá eitthvað fyrir sinn snúð, er það ekki ?

Þetta er farið að minna illilega á söguna um "Litlu Gulu Hænuna".......... manstu efir henni, Bc3 ?

Komdu á jörðina og skoðaðu málin að sanngirni og heiðarleika !

Góða skemmtun á nýju ári - á skotsvæðum landsins..........

bestu kveðjur, kf...

Skrifað þann 1 January 2014 kl 16:58

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sæll Kjartan, og gleðilegt nýtt ár.

Er ekki stefnan hjá ykkur að félagsmenn annara skotfélaga geti komið til ykkar og skotið á sama gjaldi og ykkar félagsmenn ? Að sjálfsögðu gegn því að framvísa félagsskýrteini frá viðkomandi félagi, ef farið er fram á það.
Við á Króknum höfum haft þetta þannig hjá okkur, mörg undanfarandi ár. Höfum tekið menn trúanlega og ekki farið fram á það að sjá félagsskýrteinið.

Kv, Jón Pálmason
Skotf, Ósmann.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 17:14

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Gleðilegt ár, JP.

Ég held að svör mín hér á undan svari þessu einnig.
Ég er ekki viss um að upphæðin á mótsgjaldinu sé þessarar umræðu virði og alls ekki ástæða umræðunnar !
Þetta er að verða umræða um eitthvað allt annað, svona til að reyna að ná höggi á eitthvað sem ég veit ekki hvað er ?

bestu kveðjur...

Skrifað þann 1 January 2014 kl 17:32

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ég er ekki í neinu skotfélagi en er með tvö ekki of langt frá mér.
Skil ekki afhverju það þarf að refsa þeim sem eru ekki meðlimir að koma og taka þátt í mótum hjá sr, árgjaldið er það ekki hugsað sem gjald fyrir afnot að aðstöðunni til æfinga?? og þeir sem eru utanaðkomandi borga gjald fyrir að æfa sig, hefði haldið að dygði nú, enda er mót ekki æfing því það er meira stress og þrýstingur á skyttuna annað en á æfingum!! finnst tvöföldgjaldtaka sama í hvaða sporti sem er alltaf jafn afkáranleg, virkar þá eins og mótshaldarinn vilji halda utanaðkomani frá mótinu!!
Held að það yrði allt brjálað ef td golfklúbbarnir tækju upp á þessari vitleysu

En gleðilegt nýtt ár til allra kveða Bergþór

Skrifað þann 1 January 2014 kl 17:34

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

ísmaðurinn - Segðu okkur hvað kostar að fara 18 holu hring á golfvelli eins og hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti eða Korpu, án þess að vera í klúbbnum ?
Það vill þannig til að ég er meðlimur í GR - árgjaldið er 88þús - einn hringur fyrir þann sem ekki er í klúbbnum er 8800kr.........???

Svo - þetta getur ekki verið umræða um mótsgjald hjá SR - eitthvað allt annað - og þá það !

PS. - Smá viðbót - og svona til að vera enn leiðinlegri.

Ef ég sem GR-ingur er búinn að spila 10 hringi í júlí og spila svo með þeim sem er utanklúbbs seinni hluta júlís eða águst - spila ég frítt meðan minn félagi borgar 8800krónur. Úbbs...?

Er einhver sanngirni til í þessum heimi - spyr sá sem greiðir árgjöld og tekur þátt í ólaunaðri vinnu fyrir sinn skotklúbb og telur það ekki eftir sér ?

Horfum fram á veginn - bestu kveðjur..................

Skrifað þann 1 January 2014 kl 17:49

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sæll Kjartan ..

Eg var nu bara segja mína skoðun á þessu og segj hvernig þetta er í mínu félagi, síðan auðvitað borgar sá sem er ekki félagsmaður fyrir æfingar en sá sem er félagsmaður ekki, en allir borga það sama fyrir keppnir

Skrifað þann 1 January 2014 kl 18:32

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Gott má Bc3, og hver hefur rétt á sinni skoðun og það er bara gott mál - ég virði það !

Ég vona að 2014 verði okkur gott skotár !

kveðja..

Skrifað þann 1 January 2014 kl 18:44

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Kjartan dragðu nú djúpt inn andann og lestu innleggið frá mér aftur það sem ég var að segja er að árgjald er til að geta komið og æft sig var bara að benda á það. Og samanburðurinn var að ALLIR borga sama móta gjald í golfi hvort sem þú ert meðlimur eður ei og það hefur viðgengist þau ár sem ég hef verið viðriðinn golfið frá 1987....

Kveðja Bergþór

Skrifað þann 1 January 2014 kl 18:59

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Bergþór, þetta er ekki landsmót sem Stí heldur, þetta er í raun innanfélagsmót þar sem þeim sem ekki eru í félaginu er boðin þátttaka geng hóflegu gjaldi og þeim sem greiða árs-og æfingagjald til félagsins er umbunað með lægra gjaldi. Er það ekki bara hið besta mál ?

Er ekki allt komið fram í þessum efnum, ég held það !

bestu kveðjur....

Skrifað þann 1 January 2014 kl 19:10

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágætu félagar!

Þetta er um margt fróðleg umræða og okkur öllum lærdómsrík.
Að skiptast á skoðunum er alltaf af hinu góða, svo fremi það er gert
á málefnalegan og kurteislegam máta ...eins og hér er raunin.

Áður en lengra er haldið vil ég óska sigurvegurum Áramótsins innilega til hamingju!!
Þá vil ég líka þakka þeim félögum sem gerðu mótið að veruleika þeirra framlag.
Án slíkra manna/kvenna gerist ákkúrat ekki neitt!

Hvað varðar gjaldskrá Skotfélags Reykjavíkur vil ég segja:
Ég er algerlega sammála Kjartani Friðrikssyni í þessu máli.
Þeir sem greitt hafa SR sín árgjöld til fleiri ára og jafnvel lagt á sig ómælda vinnu
til viðbótar þar við geta ekki setið við sama borð og utanfélagsmaður!
Ef svo væri hver er þá gulrótin við að vera félagsmaður???
Eins og Kjartan benti réttilega á var hér um innanfélagsmót SR að ræða.
Verum minnugir þess að ef við keppum á móti sem STÍ stendur fyrir
greiða að sjálfsögðu allir sama gjald.

Bestu kveðjur,
Magnús Sigurðsson
P.s. 1 Mikið er maður lánsamur að hafa ekki fallið fyrir því skemmtilega
sporti sem golfið örugglega er!! 88.000 kr. árgjald?
P.s. 2 Auðvita virði ég skoðanir þeirra sem eru mér ósammála.
Það er jú ein dásemda þess að vera Íslendingur að við þurfum ekki öll
að vera sammála um alla hluti!!!

Skrifað þann 1 January 2014 kl 20:06

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Hvar sérðu að ég tali um landsmót??? Er bara að tala um OPIN mót. Hef nú tekið þátt í móti sem voru innanfélagsmót sem gestur og borga bara mótsgjald...

Ef sr er að hafa þetta mót því ekki sem opið mót fyrst þeir eru á annað borð að vilja fá gesta skyttur...

Skrifað þann 1 January 2014 kl 20:25