Áramót SR í riffli

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágæti félagi Bettinsoli!

Þú skrifar:

Mikið var! Loksins sá einhver aðalatriðið við þetta mót! Hefur kona unnið nokkurt skotmót hér á landi áður? (þar sem bæði kynin keppa í sama flokki?) B=benchrest, T=?

Ég skrifa:

Takk fyrir frábært innlegg!!
Þetta er aldeilis hárrétt hjá þér....Soffía Bergsdóttir er fyrsta konan
(hún er reyndar ung stúlka) til að vinna skotmót þar sem ekki er kynjaskipting.
Stúlkan (sem er hrósyrði í mínum ranni) hefur ekki unnið eitt heldur tvö mót!!
Ég velti því fyrir mér hvers vegna Soffía var ekki valin skotkona ársins?
Sú sem varð fyrir valinu er stundum að keppa við sjálfa sig...eini keppandin!?

Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 4 January 2014 kl 22:46

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Kjartan Friðriksson skrifar: (sem svar við einfaldri spurningu um hvaða reglur gildi við hin ýmsu tilefni).

Guffi, þessi umræða hefur aldrei snúist um mótagjöld eða reglur, eitthvað allt annað eins og innlegg sumra sýna.

Ég enn og aftur hvet þá sem vilja efla riffilíþróttina - og eða ástundun þeirra sem hafa áhuga á að efla riffilsportið, sem áhugamál með einum eða öðrum hætti, að láta til sín taka og taka þátt í félagsstarfinu hjá hinum ýmsu skotfélögum.

Ekki láta nöldur gamalla karla á hliðarlínunni - eða annara geðillskupúka stoppa ástundun í skemmtilegu riffilsporti, hverju nafni sem það nefnist.

Reglur setja þeir sem standa að mótum hverju sinni, þe þegar um er að ræða skemmtimót og innanfélagsmót - og hvert félag ræður sinni gjaltöku stjálft, sem betur fer !

Það er áhugi hjá þeim sem eiga riffla til að hittast, skjóta, hafa gaman - og taka þátt í allskonar uppákomum sem við eiga í hinum margvíslegum greinum riffilgreina - og njóta félagsskaparinns.

Það eru endalausir möguleikar fyrir okkur sem höfum áhuga á hverskyns riffilsporti að hittast og hafa gama að.

Ekki erum við að fjárfesta í millijóna-króna græjum til að vera á hliðarlínunni og vera í fýlu - er það ?

Riffilsportið er allt of skemmitlegt til að láta gamla sjálfskipaða vitringa og spekinga, sem koma aldrei að nokkru í starfi félagana, skemma þetta annars skemmtilega áhugamál sem riffilsportið er - er það ?

Smá viðbót - um gjaldtöku á mótum og árgjöld - svona til gamans/fróðleiks má geta þess - sem allir vita - að einn kúlupakki kostar um og yfir 6þúsund krónur, svona á venjulegum veiðikúlum, já 100 kúlu-pakka ! Svo í þessu samhengi við árgöld félaga er fróðlegt að að árgjöld skulu vera um og innan við verði tveggja kúlupakka

Góða skemmtun í riffilsportinu á árinu, góða skemmtun.... - kveðja...

Ég skrifa:

Það er erfitt að svara manni sem býður uppá jafn málefnalega fátækt og hér birtist!!
Einhver sjálfskipuð, óumbeðin friðardúfa, án fjaðra..nema stolina fjaðra.
Engin efnisleg svör við einföldum spurningum heldur þvaður um alls ekki neitt
annað en eigið ágæti og þess sem í kringum hann snýst.
Hrokin og yfirlætið er svo ofboðslegt að það hálfa væri nóg.
Þetta er andrúm þeirra sem nú um stundir stjórna Skotfélagi Reykjavíkur.
Nokkuð sem skýrir eftilvill hvers vegna keppendum fækkar frá ári til árs.
Sem dæmi skal tekið Áramótið 2009 sem mér varð það á vinna, sem var
afskaplega ánægulegt enda stóð sú góða verslun HLAð að því móti og allt
sem að mótin laut því til fyrirmyndar.

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 January 2014 kl 23:36

gunnisolva

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

það er gaman af þessum mótum, og virkilega aðdáunarvert að menn nenni yfirleit að hafa fyrir því að standa að þessu, og það í sjálfboðarvinnu,miðað við hvernig viðbrögðin eru, út af einum 1000kalli.. og alveg merkilegt hvað mönnum finnst gaman að gera leiðindi úr þessu, við skotveiðimenn og byssuáhugamenn ættum frekar að standa saman, meðan við gerum það ekki, gerir það enginn annar og þetta verður áfram deyjandi sport...

kv,

Skrifað þann 5 January 2014 kl 2:28

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Æi Magnús minn, ertu nú enn og aftur kominn í drullu gírinn.....sad

Skrifað þann 5 January 2014 kl 10:26

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Bettinsoli og Magnús, mig langar að benda ykkur á það að Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann skotmótið Hreindýrahreysti hjá Skaust síðastliðið sumar. Þar var engin kynjaskipting og töluvert fjallað um þetta í fjölmiðlum enda ekki á hverjum degi sem kona vinnur karlana á skotmóti. Þið hafið ekki horft á fréttaannálinn á Ruv fyrir áramótin, þar var fréttin um þetta.

Kveðja Keli

Skrifað þann 5 January 2014 kl 12:33

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

;) Hafa skal það sem sannara reynist

Skrifað þann 5 January 2014 kl 13:43

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Það eru nú fleiri konur en þessar tvær sem hafa komið inn í skotfimina smiling

Ég er mjög ánægður með byrjun nýs árs smiling smiling Það var flott útkoma úr síðasta móti
með nýjum og ferskum einstaklingum í efstu sætum ásamt góðum árangri.
Það er uppgangur í BR á Íslandi og það úti um allt land, að auki sér maður konur
á mótum ásamt nýjum andlitum.
Það eru nýir skotvellir í byggingu á landinu og stækkun á öðrum.
Fögnum því sem vel er gert, lærum af mistökunum og horfum fram á vegin shades
Kveðja Sigurður Hallgrímsson sem fagnar árinu 2014 wink

Skrifað þann 5 January 2014 kl 14:35

gudjon75

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 24 February 2013

Re: Áramót SR í riffli

Er ekki kominn tími til að eyða Forever og þessum þræði af spjallinu

Það er erfitt að svara manni sem býður uppá jafn málefnalega fátækt og hér birtist!!
Einhver sjálfskipuð, óumbeðin friðardúfa, án fjaðra..nema stolina fjaðra.
Engin efnisleg svör við einföldum spurningum heldur þvaður um alls ekki neitt
annað en eigið ágæti og þess sem í kringum hann snýst.
Hrokin og yfirlætið er svo ofboðslegt að það hálfa væri nóg.
Þetta er andrúm þeirra sem nú um stundir stjórna Skotfélagi Reykjavíkur.
Nokkuð sem skýrir eftilvill hvers vegna keppendum fækkar frá ári til árs.
Sem dæmi skal tekið Áramótið 2009 sem mér varð það á vinna, sem var
afskaplega ánægulegt enda stóð sú góða verslun HLAð að því móti og allt
sem að mótin laut því til fyrirmyndar


Reglur Spjallborðsins :Athugið! Persónuleg skrif s.s. nafngreiningar eða vísan í slíkt, auk auglýsingar samkeppnisaðila geta valdið lokun aðgangs. Ábyrgðarmaður spjallborðsins áskilur sér rétt til þess að gera inngrip ef hann telur áðstæðu vera til.

Guðjón

Skrifað þann 5 January 2014 kl 17:03

poklein

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

það þarf ekki marga til að búa til leiðindi, bara út með þá af spjallinu!

Skrifað þann 5 January 2014 kl 19:57