Áramót SR í riffli

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælir.
Þetta er ekkert vandamál.
Hjá okkur í Ósmann æfið þið á félagsmannagjaldi ef þið eruð félagar í einhverju skotfélagi og komið við hjá okkur sem gestir, Við höfum ALDREI tekið gjald af neinum í okkar mótum eða viðburðum.
Og það eru allir velkomnir til æfinga, á mót og aðra opna viðburði.
Það væri óskandi að fleiri tækju sér þetta til fyrirmyndar, allavega með æfingjagjöld en þetta hefur verið heiðursmanna samkomulag hér norðan heiða milli félagana, og ég hélt í fávisku minni að væri um allt land??
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 1 January 2014 kl 20:44

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Félagi Bergþór.

Þú skrifar:
Hvar sérðu að ég tali um landsmót??? Er bara að tala um OPIN mót. Hef nú tekið þátt í móti sem voru innanfélagsmót sem gestur og borga bara mótsgjald...
Ef sr er að hafa þetta mót því ekki sem opið mót fyrst þeir eru á annað borð að vilja fá gesta skyttur...

Ég skrifa: Ef þessum skrifum er beint til mín vil ég spyrja :
Erum við eitthvað að misskilja hvor annan?
Ég er einungis að viðra þá skoðun mína að þegar um innanfélagsmál
er að ræða hefur stjórn viðkomandi félags sjálfdæmi í sínum málum,
til dæmis hvað varðar árgjald, opnunartíma og verðskrá móta.
Eins og áður sagði greiða allir sama mótsgjald ef um STÍ mót er að ræða.
Ég er eindregið þeirrar skoðunar að félagsmenn eigi að njóta... þess að vera félagsmenn.
Þú ert annarar skoðunar og ég ítreka að ég virði þína sýn á málið.
Við erum einfaldlega ekki sammála..sem er sem betur fer ekki glæpursmiling
Erum við þá ekki bara nokkuð sáttir?

Með bestu kveðjum um gæfuríkt nýár!
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 January 2014 kl 21:01

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sæll meistari Magnús, nei þessu er beint til Kjartans sem ekki virðist fatta það sem ég er að segja.
Ég er að benda á að ég hafi hvergi séð að á OPIN mót sé mismunandi verðsská fyrir meðlimi og þá sem ekki eru meðlimir í þeim klúbb eða félagi sem heldur mótið..

Ef öllum er frjáls þáttaka vil ég meina að mótið sé opið mót og þá er sanngjarnt að ALLIR sem keppa greiða sama gjald enda að nota sömu aðstöðu...

Það ætti að duga félagsmönnum að vera á heimavelli (þekkja vind, borð og aðrar aðstæður sem óvanur þekkir ekki )
ég hef keppt í mörgum íþróttum og aldrei vitað til að hærra gjald sé tekið af þeim sem koma á mót sem ákveðinn klúbbur eða lið heldur!!!

Kveðja Bergþór

Skrifað þann 1 January 2014 kl 22:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágæti félagi Bergþór.

Afsakaðu að ég misskildi þig!

Gamall vinur minn, látin langt um aldur fram, Ingvar Ásmundsson
heimsmeistari öldunga í skák sagði einu sinni við mig;
Magnús......vissirðu að misskilningur er algengasti skilningurinn?
Ingvar, þessi rólegi yfirvegaði maður, er í hópi greindustu manna
sem ég hefi fengið að kynnast.Hanns er sárt saknað.
Takk fyrir leiðréttinguna.

Með vinsemd,
Magnús.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 22:24

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælt og gleðinýttár !

SKAUST heldur fjölda riffilskotmóta ár hvert og það er afgangur eftir mótin og samt er oft á tíðum boðið upp á grill. Mér finnst nóg að aðkomukeppendur borgi bensín og jafnvel gistingu svo ekki sé þeir látnir borga hærra keppnisgjald. Og við höfum reynt að útvega keppendum, lengra að komnum, ódýrri gistingu og sumir hafa gist hjá mér. Keppendur eru okkar gestir og við gerum allt til þess að þeir upplifi sem skemmtilegastan dag á svæðinu okkar. Kveðja

Skrifað þann 1 January 2014 kl 23:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

smiling Ágæti félagi Hjalti Stefánsson!

Svona getur þú talað....enda hvert orð sannleikanum samkvæmt!!!

Mínar bestu nýárskveðjur þér
og þínu góða fólki til handa!smiling

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 23:33

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Poldinn svona gera menn sem hafa áhuga á að fá til sín gesti og keppa við sína félaga!! þetta lýsir hugsunarganginum úti á landsbyggðini 100% hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að koma til þeirra ósmanna og þar var bara borgunin að setja klink í kaffi sjóðinn hjá þeim. sömuleiðis hef ég komið í hafnirnar og þorlákshöfn þar er sama viðmótið maður er boðinn velkominn og að borga fyrir að nota aðstöðuna var varla við komandi, þetta finnst mér segja allt.. ætlaði að stilla riffilinn min eftir breytingar hjá snillinginum honum Bóbó keyrði til sr og þar var gjaldið að mér fannst hrikalega hátt fyrir að fá að skjóta kannski 5-6 skotum!!

Skrifað þann 2 January 2014 kl 0:42

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla.
Hér má einhver leiðrétta mig sem BETUR man confused
Opin mót hlíta öðrum reglum varðandi skráningu ofl en innanfélagsmót.
Ef ég man rétt þurfa opin mót að hlíta reglum stí ?? Kjartan, Magnús ?
Þannig að ef menn halda opið skemmtimót þá þarf að flokka það undir innanfélagsmót !
kveðja siggi

Skrifað þann 2 January 2014 kl 12:20

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælt

Voða eru þið SR menn uppteknir af reglum. Þær eru góðar til síns brúks en Poldanum finnst stundum sem þið séu að drepa gleðina með reglum. Þetta er áhugamál, ekki umsókn um ESB eða slíkt, með gleði kveðju, Pold

Skrifað þann 2 January 2014 kl 13:42

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sæll félagi Sigurður.

Minn skilningur er sá að þau mót sem auglýst eru
í mótaskrá sérsambands (þessu tilviki STÍ) lúti reglum sambandsins.
Önnur mót séu alfarið á hendi stjórnar þess félags
sem mótið kýs að halda.
Þetta er það fyrirkomulag sem notað hefur verið
hjá öðrum íþróttafélögum sem ég hef starfað í.
Ég ítreka að þetta er minn skilningur og ef hann
er rangur væri fróðlegt að heyra hvað rétt er.

Bestu nýárskveðjur!
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 2 January 2014 kl 13:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágæti félagi Hjalti Stef.

Þú skrifar:
Voða eru þið SR menn uppteknir af reglum. Þær eru góðar til síns brúks en Poldanum finnst stundum sem þið séu að drepa gleðina með reglum. Þetta er áhugamál, ekki umsókn um ESB eða slíkt, með gleði kveðju, Pold

Ég skrifa:
Að mínu mati ertu ekki langt frá því að hitta naglan á höfuðið þegar þú minnist
á ESB í samhengi við meint regluflóð!
Íþróttafélag, eins og SR er, fær styrki sem slíkt frá bæði ríki og borg.
En til að svo megi verða þarf að fara eftir öllu því regluverki sem slíkum styrkjum fylgir.
Nú þekki ég ekki hvaða skotfélög eru meðlimir í STí og hver ekki, en ef einhver eru utan
sambandsins grunar mig að þau félög hafi frjálsari hendur hvað regluverk varðar.
Kannski er þetta hluti skýringarinnar?

Bestu kveðjur,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 2 January 2014 kl 14:11

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælir.
Ósmann er skotfélag sem er allavega utan við ísí/stí mafíuna, þannig að við erum engum háðir um okkar regluverk, nema að fara eftir landslögum og almennu siðferði.
Það voru og eru ekki allir kátir með þetta og var reynt þvinga okkur inn í þetta battery á sýnum tíma sem endaði með úrskurði yfirvalda um að það er félaga frelsi á Íslandi. og við ekki skyldir til að vera innan íþróttamafíunar með okkar félag frekar en vill.
Annars getur nafni minn frætt ykkur betur um þetta, en þessi mál voru fyrir mína tíð í Ósmann
kv.
JK

Skrifað þann 2 January 2014 kl 18:22

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælt verið fókið.

Ýmsar reglur gilda um Stí-mót og þar á meðal er munur á Landsmótum, sem eru Stí-innanlandsmót og svo Opin mót sem tekur til þátttöku erlendra aðila, s.s. á mótum eins og Reykjavík Open og SÍH Open, sem dæmi !

En um innanfélagsmót, eins og hér er til umræðu, gilda leikreglur hvers félags og þær öryggisreglur sem þar gilda, það er nú ekki flóknara en það.

Áramótið er gott dæmi um skemmtimót sem er ekki innan einhverja "sambanda". Hverju félagi er frjálst að halda mót í ýmsum hliðar- og skemmtigreinum ef þau kjósa svo, eins og umrætt mót fellur undir.

En við skulum muna það, að árangur skotíþróttafólks sl ára er m.a. tilkomin með aðild skotfélagana að STÍ og ÍSÍ. Án þessara samtaka ættum við ekki þetta afreksfólk í skotgreinum, sem hefur gríðarleg jákvæð áhrif á almenningsálit gagnvart skotáhugafólki almennt !

Að vera með íslendinga í verðlaunasætum á margvíslegum mótum á erlendri grund, er okkur hinum sem stundum skotfimi sem áhugamál, meira virði en margur gerir sér grein fyrir !

Eigið þið gott og skemmtilegt skotár...

Bestu kveðjur, kf.

Skrifað þann 2 January 2014 kl 19:32

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Kjartan Friðriksson.

Þú skrifar:
Ýmsar reglur gilda um Stí-mót og þar á meðal er munur á Landsmótum, sem eru Stí-innanlandsmót og svo Opin mót sem tekur til þátttöku erlendra aðila, s.s. á mótum eins og Reykjavík Open og SÍH Open, sem dæmi !
En um innanfélagsmót, eins og hér er til umræðu, gilda leikreglur hvers félags og þær öryggisreglur sem þar gilda, það er nú ekki flóknara en það.
Áramótið er gott dæmi um skemmtimót sem er ekki innan einhverja "sambanda". Hverju félagi er frjálst að halda mót í ýmsum hliðar- og skemmtigreinum ef þau kjósa svo, eins og umrætt mót fellur undir.

Ég skrifa:
Ég verð að segja alveg eins og er að þetta innskot þitt svarar ekki þeirri spurningu sem sett
var fram, nefnilega þeirri hvaða reglur gilda?
Til skýra mál mitt .....nefnum dæmi:
SR eða STÍ (? ) stóð fyrir frægu, en endemum, móti í Benchrest Shooting Heavy Varmint Class
nú ekki alls fyrir löngu. Þeir sem nennt hafa að fylgjast með eftirmála þess móts vita að í kjölfar
þess var bent á að þar rak hver vitleysan aðra, svo vægt sé til orða tekið!
Meðal annars var birtur á heimasíðu SR rangur árangur keppenda!!!
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur varð að játa sök í málinu, en ákváð að
virða ekki viðlits frekari athugasemdir um vanhöld hvað mótið varðaði ...
nokkuð sem kemur ekki á óvart í þessu samhengi.

Í sambandi við þetta furðulega mót var skipað í eitthvað skrífli sem kallað var
JURY....og þá meðal keppenda sjálfra!!
Hvergi í reglum IBS (International Benchrest Shooters) sem er alþjóðlegt regluverk fyrir
slíkar keppnir er talað um einhvern Juri úr hópi keppenda!!
Enda almennt ekki talið gott að mennn séu dómarar í eigin sök!!
Í þesu tilfelli var keppt í Bencherst Shooting Heavy Varmint Class, þar sem allar reglur
eru aðgengilegar og algerlega á hreinu til marga áratuga!
Samt var dæmt eftir einhverju regluverki STÍ þar sem hlutirnir virðast, sem oft áður,
vera utan skilnings venjulegs fólks.

Athyglisvert væri að þá frá þér skýringar á þessum undarlegheitum.

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 3 January 2014 kl 21:24

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ekki ætla ég að blanda mér í þetta að öðru leiti efti þennan lestur þávirðast skotfélögin hafa mismunandi gjald á þessum mótum og það sem mig undrar mest eru menn með allar þessar græjur sem skipta hundruðum og jafnvel miljónum að væla yfir EINUM ÞÚSUNDKALLI til eða frá í mótsgjald. smiling ég er hissa smiling og skil ekki

Skrifað þann 4 January 2014 kl 1:35

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Guffi, þessi umræða hefur aldrei snúist um mótagjöld eða reglur, eitthvað allt annað eins og innlegg sumra sýna.

Ég enn og aftur hvet þá sem vilja efla riffilíþróttina - og eða ástundun þeirra sem hafa áhuga á að efla riffilsportið, sem áhugamál með einum eða öðrum hætti, að láta til sín taka og taka þátt í félagsstarfinu hjá hinum ýmsu skotfélögum.

Ekki láta nöldur gamalla karla á hliðarlínunni - eða annara geðillskupúka stoppa ástundun í skemmtilegu riffilsporti, hverju nafni sem það nefnist.

Reglur setja þeir sem standa að mótum hverju sinni, þe þegar um er að ræða skemmtimót og innanfélagsmót - og hvert félag ræður sinni gjaltöku stjálft, sem betur fer !

Það er áhugi hjá þeim sem eiga riffla til að hittast, skjóta, hafa gaman - og taka þátt í allskonar uppákomum sem við eiga í hinum margvíslegum greinum riffilgreina - og njóta félagsskaparinns.

Það eru endalausir möguleikar fyrir okkur sem höfum áhuga á hverskyns riffilsporti að hittast og hafa gama að.

Ekki erum við að fjárfesta í millijóna-króna græjum til að vera á hliðarlínunni og vera í fýlu - er það ?

Riffilsportið er allt of skemmitlegt til að láta gamla sjálfskipaða vitringa og spekinga, sem koma aldrei að nokkru í starfi félagana, skemma þetta annars skemmtilega áhugamál sem riffilsportið er - er það ?

Smá viðbót - um gjaldtöku á mótum og árgjöld - svona til gamans/fróðleiks má geta þess - sem allir vita - að einn kúlupakki kostar um og yfir 6þúsund krónur, svona á venjulegum veiðikúlum, já 100 kúlu-pakka ! Svo í þessu samhengi við árgöld félaga er fróðlegt að að árgjöld skulu vera um og innan við verði tveggja kúlupakka smiling

Góða skemmtun í riffilsportinu á árinu, góða skemmtun.... - kveðja...

Skrifað þann 4 January 2014 kl 18:04

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

þá er lesskilningur minn farin að daprast é get ekki skilið þessa umræðu á annan hátt en að menn séu að pexa af hverju þessi þurfi að borga meira en hinn, skrítið svar.

Skrifað þann 4 January 2014 kl 20:39

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælir félagar.

Þrátt fyrir lélegan árangur minn í mótinu fannst mér það vera hin besta skemmtun.

Ég var sérstaklega ánægður með sigurvegarann og vil óska Soffíu aftur til hamingju með frábæran árangur. Hún skaut eins og engill og féll ekki í neinar þær gildrur sem mótstjóri lagí fyrir keppendur.

http://sr.is/forsida/frettaflokkar/1-almennt-frettir/1166-soffia-jo...

JAK

Skrifað þann 4 January 2014 kl 20:57

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

sælir drengir, Vagn það er ekki verið að væla yfir 1000 kallinum til eða frá það er verið að reyna að fá einhvern rökréttann skilning í afhverju sr tekur tvö gjöld fyrir mótið það er minna fyrir meðlimi meira fyrir gesti.. virkar eins og gestir sé annarsflokks sem þarf að rukka meira fyrir!!
Þeir eru að reyna að afsaka þetta með að meðlimir borgi árgjald og eigi þar með rétt á þessu gjaldi.
Ég er að reyna að skilja þetta hjá þeim en finnst þessi rök svo hjákátleg hjá þeim þar sem ég hef HVERGI séð þetta áður og keppt í þó nokkrum íþróttum hingað og þangað um landið og erlendis...

Kv Bergþór

Skrifað þann 4 January 2014 kl 21:39

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Mikið var! Loksins sá einhver aðalatriðið við þetta mót! Hefur kona unnið nokkurt skotmót hér á landi áður? (þar sem bæði kynin keppa í sama flokki?) B=benchrest, T=?

Skrifað þann 4 January 2014 kl 22:00